Tíminn - 18.03.1984, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.03.1984, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 18. MARS 1984 ■ Etrúsk tannviðgerð. Gullspengdar tennur frá því um 500 fyrir Krist. hverfi úr sögunni um sinn. og virðist helzt megaætla,aðþærhafi afeinhverj - um orsökum fallið í gleymsku. Kínverjar voru ekki eftirbátar Evr- ópubúa í læknisvísindum um þetta leyti. Það er til mikið og merkilegt rit frá því um 2700 f. Kr., sem fjallar um ýmsar greinar læknisvísindanna, og er þar að finna lýsingu á fjölda tannsjúkdóma ásamt leiðbeiningum um meðferð þeirra. Til gamans skal hér tilfærð ein af ráðleggingum þessa læknisfræðiritsvarð- andi tannpínu: - Skerðu þunna lauksneið, settu hana upp í þig, og tyggðu hana vandlega. Þegar hún er orðin vel tuggin, skaltu Tannpma fyrr á öldum ■ Tannlæknir í sjúkravitjun a 17. öld Hann veður með töngina upp i sjúklinginn sem bersýnilega er sárþjáður. Blessuð eiginkonan styður dyggilega við bakið á honum, en notar um leið tækifærið til þess að skoða pyngju hans. ■ Gervigómur frá því um 1700. Tannraðirnar eru skornar út í einu lagi og síðan eru þær tengdar saman með málmf jöður. blanda mulinni piparrót saman við maukið og hræra því síðan út í mjólk úr brjósti konu, þangað til það er orðið þykkt. Þá skaltu gera úr því pillur og stinga einni upp í þá nös, sem er fjær tönninni, sem tannpínan er í. - Þannig hljóðar þessi lyfseðill, og er sennilegt, að flestum nútímamönnum væri um og ó að fylgja ráðleggingum hans. Hinar fornu menningarþjóðir Indi'- ána í Ameríku hafa verið vel að sér á sviði tannlækninga ekki síður en öðrum. Það hefur ekki verið óalgeng sjón meðal þeirra að sjá tennur fylltar með gulli, bergkrystal eða gimsteinum. í kjálka eins af þegnum þessara menningarþjóða fannst meira að segja gervitönn, sem höggvin var úr steini og virtist vera gróin við kjálkann. Um aldamótin 1700 hefjast tann- lækningar til vegs og virðingar í Evrópu á ný. Franskir hagleiksmenn gera tilraun til þess að skera út heila röð af gervi- tönnum í fílabein, og sagt er, að aðals- maður nokkur hafi getað notazt við slíka smíð í tuttugu og fjögur ár. Einnig eru tennur þeirra manna, sem eru svo óham- ingjusamir að missa þær, teknar til handargagns og þær notaðar í gervi- góma. I þessu skyni var safnað ógrynni af tönnum bæði í kirkjugörðum og á vígvöllum, því að menn sáu réttilega, að hinir dauðu höfðu ekkert að gera við tennur sínar og þá var eins gott, að hinir lifandi fengju notið góðs af þeim dauðu, sem betur voru tenntir. Tennurnar voru síðan flokkaðar niður eftir stærð, lögun og lit, svo að þeir, sem bættu sér tannleysið gengu oft og tíðum með tennur 10-15 dauðra manna í munnin- um. Svo mikil var eftirspurnin eftir heilum og fallegum framtönnum, að auglýst var eftir þeim í blöðum og fátæku fólki heitið ríkulegri greiðslu fyrir, ef það vildi láta draga úr sér heilar framtennur og selja þær. Er ekki að efa, að margur fátæklingurinn hefur þekkzt þetta kostaboð, því að fátæklingunum hefur varla verið eins mikið í húfi og fyrirfólkinu að geta brosað með heil- tenntum munni. Postulínstennur koma til sögunnar og leysa tennur dauðra manna og fátækra af hólmi að nokkru leyti. Sjómenn sem siglt höfðu til Japanseyja, höfðu þá sögu að segja, þegar þeir sneru heim, að giftar konur í Japan hefðu sem tákn virðingar sinnar annaðhvort svartmálað- ar tennur eða gervitennur úr postulíni. Þessar frásagnir urðu til þess, að evr- ópskir tannsmiðir byrjuðu að smíða postulínstennur. En þeim tókst aldrei að gera þær svo vel úr garði, að viðskipta- vinirnir yrðu ánægðir. Eftir sem áður ollu gervitennur óþægindum og voru oftast til harla lítils gagns, þótt notast mætti við þær, þegar hefðarfólk þurfti að setja upp veizlubros. Til dæmis er til gervitann- gómur, sem danskur smiður bjó til handa konu sinni af því að honum var raun að því að horfa á hana tannlausa. Bæði efri og neðri gómur eru skomir út í einu lagi og tengdir saman með gormi, sem kom í veg fyrir að smiðskonan missti þá út úr sér, þegar hún talaði. Það er sagt að þessi smíð hafi reynzt í alla staði vel, nema þegar konan þurfti að fá sér í svanginn, - þá varð hún að taka gómana út úr sér. Það má segja, að erfiðleikarnir við gervitanngerð hafi ekki verið yfirunnir, fyrr en mönnum hugkvæmdist fyrir um það bil einni öld að steypa gervigóma í teygjanlegt gúmmí eftir gipsformi. Eftir það var tiltölulega einfalt að búa til gervigóma, sem fóru vel í munni. Gervitannsmíð hefur fleygt fram á síðustu áratugum en þrátt fyrir það kemur stundum fyrir, að fólk hafi óþæg- indi af því að nota gervitennur. Yfirleitt eru þó fáir jafn óheppnir og enski þingmaðurinn Henry Labouchere, sem lézt fyrir fimmtíu árum. Honum tókst aldrei að fá góma, sem hann gat fellt sig við, og meðal þess sem erfingjarnir báru úr býtum eftir dauða hans voru 120 gervigómar. tannpínu ■ Það er mál margra, að tannpina, tannskemmdir og tannleysi fyrir aldur fram séu eins konar fylgikvill- ar menningarinnar,—þetta haf i f yrst komið fram, svo að nokkru nemi, þegar aukins munaðar, óhófs og ohollustu tók að gæta í mataræði manna. Það er ekki vafi á því, að þessi orð hafa mikið til síns máls, en fráleitt er þó að skella skuldinni eingöngu á nútimann og siðustu aldir í þessu tilliti, eins og margur hefur f reistazt til að gera. Tannskemmdir og þar af leiðandi tannpína virðist nefnilega hafa þjáð mannkynið á öllum tímum, frá því er sögur hófust. í pýramídum Egypta hafa fundizt papírusstrangar frá því um 4000 fyrir Krist, þar sem fjallað er um tannpínu og skráðar eru með myndletri leiðbeiningar um að draga út skemmdar tennur. Og um 500 fyrir Krist er þegar til fjölmenn læknastétt í Egyptalandi, sem meðal annars stundar tannlækningar. Egypzkir tannlæknar létu ekki sitja við það eitt, að losa sjúklinga sína við skemmdu tennurnar: Þeir reyndu með öllum til- tækum ráðum að gera við tannskemmd- irnar og bjarga því, sem bjargað varð, ekki síður en tannlæknar nútímans, þótt þeir væru skammt á veg komnir í læknisvísindum samanborið við tann- lækna nútímans. Þessu til sönnunar má geta þess, að í múmíum hafa bæði fundizt tennur, sem steypt hefur verið í Jg gervitennur haglega gerðar úr gulli eða harðviði. í öðrum löndum við Miðjarðarhafið voru tannlækningar einnig stundaðar. Grikkinn Hippokrates, sem almennt hcfur verið nefndur faðir læknislistarinn- ar, var vel að sér í tannlækningum og hafa fundizt eftir hann leiðbeiningar um það, hvernig eigi að festa tönn, sem hefur losnað, við hliðina á næstu tönn. Etrúskarnir voru miklir hagleiks- menn. Þeir gátu smíðað gullspangir, sem þeir notuðu til þess að festa gervi- tennur við heilar tennur. Þær voru settar saman úr hringum, sem smeygt var á víxl um heilu tennurnar og gervitennurnar. Gullspangir af þessu tagi, sem eru frá því um 2500 fyrir Krist, hafa fundizt og bera vitni um mikinn hagleik. Etrúskarn- ir voru búsettir í Ítalíu, áður en Róma- vcldi kom til sögurnnar. En eftir hrun Rómaveldis má segja, að gervitennur Xr *** /) 4 ■1 ö ö ° <0 ^7 IU ■ Þetta er papýrusstrangi sem fannst í egypskum pýramida. Hann er 2700 ára gamall og á hann er ritað með myndletri hvernig eigi að meðhöndla skemmdar tennur. Fyrir 4000 árum voru menn þegar farnir að finna upp ráð gegn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.