Tíminn - 18.03.1984, Side 9

Tíminn - 18.03.1984, Side 9
SUNNUDAGUR 18. MARS 1984 Á upplýsingaöld þarf einnig brjöstvit ■ Páll Pétursson alþingismaður hefur lagt fram tillögu þess efnis að stofnaður verði lífeyrissjóður fyrir húsmæður og er ekki seinna vænna en að löggjafinn fari að líta með velvild til þessara olnbogabarna þjóðfélagsins, sem sinna sínum störfum utan samtaka eða þrýstihópa og teljast eiginlega ekki til stéttar. Er húsmæðrum á íslandi helst að líkja við stéttleysingja hindúasiðar hvað varðar félagsleg réttindi. Hins vegar eru þær skattpíndar óspart. En Páll gerir betur en að leggja til að konurnar fái notið einhverrar þeirr- ar velferðar sem flestir aðrir þjóð- félagsþegnar telja sjálfsagða. í rök- stuðningi sínum til að ná fram þessari sjálfsögðu jafnréttiskröfu víkur hann að máli sem stjórnmálamenn hafa oft vikið sér undan að leysa. Hann telur sjálfsagt að stefnt verði að því að koma á fót einum sameiginlegum lífeyris- sjóði fyrir alla landsmenn, og bendir á að því máli hafi nokkrum sinnum verið hreyft á Alþingi en ekki orðið úr framkvæmdum. Hann leggur til að ríkið leggi fram stofnframlag að lífeyr- issjóði húsfreyja, því sjálfar hafa þær ekki launatekjur til að koma á fót lífeyrissjóði með hefðbundnu sniði. „Þessi lífeyrissjóður gæti síðar orðið stofn að sameiginlegum lífeyrissjóði allra landsmanna," segir flutningsmað- ur, og „telur að til þess að einum lífeyrissjóði verði komið á þurfi nokk- urra ára aðlögunartíma, en leysa verð- ur bráðan vanda þeirra sem eru rétt- lausir. Til greina kemur að dómi flutningsmanns að ákveða með lögum, að allir lífeyrissjóðir skuli sameinaðir fyrir árið 1995. Undirbúningur gæti orðið þannig að frá ákveðnum degi greiddu allir landsmenn á starfsaldri tillag í lífeyrissjóð allra landsmanna og þeir sem þess óskuðu gætu fært réttindi sín úr sérlífeyrissjóði tii þessa sjóðs um nokkurra ára skeið til baka. Eldri sjóðirnir störfuðu áfram til þess að greiða lífeyri til þeirra sem eiga þar réttindi meðan þeim endast fjármunir, eða þar til samkomulag næðist um inngöngu sérsjóða í lífeyrissjóð allra landsmanna." Hugmyndin um lífeyrissjóð allra landsmanna er hvergi nærri ný af nálinni, en þrátt fyrir allt réttlætistalið hafa ávallt verið ótal Ijón í veginum þegar taka á mál þetta föstum tökum og allar tilraunir í þá átt að þoka því máli áleiðis hafa runnið út í sandinn. Það er með ólíkindum hve mörgum lífeyrissjóðum Islendingar hafa komið sér upp og miðað viö fjölda lands- manna eigum við áreiðanlega margfalt heimsmet á þessu sviði eins og svo mörgum fleiri. Sjóðirnir eru misgamlir ^og misjafnlega öflugir. Sumir eru að fullu verðtryggðir, aðrir að hluta og kjör lífeyrisþega eru misjöfn eftir því í hvaða sjóði þeir eiga hagsmuna sinna að gæta. Jafnréttið er misjafnt að þessu leyti og aðstaða manna og kvenna misjöfn. Sjóðaflækjan er slík ávallt, þegar á þarf að herða og farið er að athuga hvernig hægt verði að koma við lífeyr- issjóði fyrir alla landsmenn að þá er gefist upp. Þess í stað eru sett flókin lög um tekjutryggingu og fleira af þeim toga og samanburðarfræðin blómstrar. Og á mörgum sviðum verður fólk að bera sig eftir björginni með umsókn- um, vottorðum og alls kyns sönnunar- gögnum um að viðkomandi hafi þörf og rétt á að fá eitthvað upp í lífsfram- færi sitt frá hinu opinbera. Er hætt við að einhverjir verði afskiptir vegna þess að þeir kunna ekki leikreglur velferð- arinnar. Með lífeyrissjóði, sem tryggði öllum landsmönnum réttlátan lífeyri, mætti spara mikið umstang og skrif- finnsku. En það er kannski það sem ekki má afleggja. Bitið í skottið á sjálfum sér Sú hugmynd, að láta hina efnaðri greiða hluta af sjúkrahúsvist, ef svo- leiðis fólk þarf að leggjast inn á spítala, mælist illa fyrir, og hafa ráðagerðir um „sjúklingaskattinn" nú verið lagðar á hilluna. Heilbrigðisráðherra lýsti yfir að innheimta gjaldsins yrði svo þung í vöfum og útreikningar svo ofboðslegir, að bróðurparturinn af því sem inn- heimtast kynni, færi í kostnað við að létta einhverju af heilbrigðiskerfinu af opinberu framfæri. Er þetta talandi dæmi um hinn þyngslalega rekstursem virðist fylgja opinberum rekstri og afskiptum, og hvernig farið er að því að bíta í skottið á sjálfum sér. Feilnótur slegnar Nú um stundir er talað fjálglega um upplýsingaþjóðfélagið sem kvað vera á næsta leiti og taka við af iðnaðarþjóð- félaginu. Miðlun upplýsinga verður aðall framtíðarskipulagsins og þá væntanlega söfnun þeirra einnig. Maskínur og öreindatækni er það sem upplýsingaþjóðfélagið kemur til með að byggja á. Að sumra dómi erupplýs- ingabyltingin þegar hafin og mikilvirk- ar upplýsingavélar komnar á sinn stað í stofnunum, fyrirtækjum og heimilum og upplýsingabankar eru á leiðinni. Enn sem komið er virðist upplýsing- in ekki vera komin á það stig sem spáð er og einhverjar feilnótur eru slegnar á dýru, mikilvirku tækin sem sjá um upplýsingastreymið. Fjárlagagatið hans Alberts er vitnisburður um að maskínukúnstin á enn nokkuð í land til að skila þeim upplýsingum sém vænst er. Götin í útreikningunum sýnast nokkuð mörg, og spurning er hvort rétt hafi verið gefið í öllum tilvikum eða hvort ávallt hafi verið slegið á rétta takka? Að minnsta kosti er fjármálaráðherra afskaplega hissa á útkomunni hálfum þriðja mánuði eftir að hann lagði fram hin skotheldu fjárlög sín. Hvort hér er við stjórnmálamenn að sakast eða embættismenn og tækni- menn skiptir ekki öllu máli, en augljóst er að einhvers staðar eru þarna maðkar í mysunni og dæmið ekki rétt reiknað. Vanáætluð útgjöld á mörgum sviðum er ekkert nýtt fyrirbæri í fjárlagagerð. En þegar búið er að þrýsta verðbólg- unni niður á viðráðanlegt svið ætti að vera hægt að hafa útkomuna nærri sanni, Skiljanlegar for- múlur vantar Fyrir leikmann liggur ekki í augum uppi hver hin mikla upplýsing framtíð- arinnar á að vera, en tæknimenn munu sjá um upplýsingastreymiðútogsuður. Hvort vit og dómgreind manna verð- ur meira á upplýsingaöld en til þessa er hulin ráðgáta og eins hitt hvaða upplýs- ingar eru réttar og hverjar rangar? Og hverjir munu fyrst og fremst nota hin miklu fræði, sem upplýsingabankarnir verða fylltir af, og í hvaða tilgangi? Framfarasinnuðum tölvutrúar- mönnum hefur láðst að koma frá sér skiljanlegum formúlum um þetta efni til sauðsvarts almúgans. A hitt ber einnig að líta, að framtíð- arspár um tækniþróun og blessun vís- indanna hafa ekki reynst réttar á öllum sviðum og verða spámenn að hafa það þótt einhverjir kunni að taka heitum þeirra um blessun upplýsingaaldar með nokkurri varúð. Doðrantar um lítil efni En upplýsingastreymið er þegar mjög mikið og skýrslugerð um hin aðskiljanlegustu efni ofboðsleg að vöxtum. Forsætisráðherra hafði orð á því eftir að hafa setið síðasta þing Norðurlandaráðs, að öll störf ráðsins væru að kafna í nefndafargani og skýrsluflóði. Mátti heyra á orðum hans, að meginmarkmið ráðsins væri að drukkna í upplýsingunum, sem fjölmennir hópar embættismanna og sérfræðinga starfa við að sanka saman á milli þinga og koma á þrykk. Nóg upplýsing þar. Inn á ritstjórn Tímans berast iðulega sannanir fyrir hinu árangursríka starfi skýrslugerðarmanna og virðist mis- jafnlega gagnlegt eða upplýsandi. Meðal þessara gagna eru til dæmis doðrantar um norrænt samstarf á hinum aðskiljanlegustu sviðum, sjálf- sagt gagnmerk verk og samviskusam- lega unnin af starfshópum, en hvaða tilgangi margt af þessu þjónar, má guð einn vita, öðrum en þeim að skapa álitlegum fjölda fólks atvinnu. Öll gagnasöfnun hlýtur að vera til upplýsingar og til að komast að ein- hvers konar niðurstöðu. En hvort allt upplýsingaflæðið leiðir ávallt til réttrar ályktunar leyfir maður sér að efast um, og er fjárlagagatið nærtækt dæmi um bað. Flokið og klaufalegt Oft er um það rætt að nútímaþjóðfé- lag sé flókið og skal það ekki dregið í efa. En á stundum að minnsta kosti virðast hin margslungnu kerfi vera einkum til þess fallin að gera einfalda hluti fókna og erfiða í framkvæmd. Sjúklingaskatturinn strandaði á því að þegar hugmyndin var kynnt var það gert á svo klaufalegan hátt og með slíkum fyrirvörum að fólk almennt botnaði hvorki upp né niður í hvað þarna var á ferðinni og andstæðingar gjaldsins notfærðu sér það vel og töldu öllum trú um að nú ætti að fara að skattleggja fársjúka öreiga, sem þar af leiðandi hefðu ekki efni á sjúkrahús- vist. Fallið var frá hugmyndinni þegar sýnt var að ekki dygði minna með meðalbákn á borð við skattstofu til að framkvæma gjaldtökuna. Hér brást kerfið ekki sjálfu sér. Varð undir upplýsingastreyminu Ekki alls fyrir löngu var spurst fyrir um það á Alþingi hvað liði framkvæmd þingsályktunartillögu sem lögð var fram af nokkrum framsóknarmönnum um lífefnaiðnað, og samþykkt var fyrir tveimur árum. Hér er um mikilvægt mál að ræða hvað varðar atvinnuþróun í framtíðinni og íslendingum ætti að vera í lófa lagið af ýmsum ástæðum að þróa með glæsibrag. Tillaga þessi lenti í skjalabunka í iðnaðarráðuneytinu og lá þar týnd og tröllum gefin fram á s.l. sumar. Skýrslufarganið varð að hafa sinn gang og vitræn tillaga um mikilsvert mál varð undir i því flóði öllu. En tillagan fannst og skipuð var nefnd til að sinna málinu. Það kom fram hjá iðnaðarráðherra, að þegar væri unnið nokkuð að rann- sóknum á möguleikum lífefnaiðnaðar hér á landi, en í að minnsta kosti fjórum stofnunum, sem allar eru rcyndar á sinn hátt eða annan tengdar ríkinu. I þcirri tillögu sem Alþingi samþykkti var fariðfram á að kraftar yrðu sameinaðir til að koma málum þessunt á nokkurn rekspöl. En upplýsinga- streymið var stíflað og vilji Alþingis grafinn undir ofvöxnum skýrslubunk- um iðnaðarráðuneytisins. Vonandi rætist hér brátt úr og þrótt- mikill lífefnaiðnaður fer að mala þjóð- félaginu gull. En til þess að svo megi verða þarf meira en nefnd og tal og vangaveltur sem settar verða í tölvu. Það þarf að starfa markvisst að málinu og koma lífefnaiðnaði á fót og vinna verðmæt efni úr slógi og alls kyns lífrænum efnum sem nú er kastað og valda eingöngu óþrifnaði og mengun. Siðleg réttlætiskennd Samkvæmt hugmynd Páls Péturs- sonar á að vera hægt að þróa lífeyris- sjóð þann, sem hann leggur til að stofnaður verði, til að koma á því sjálfsagða réttlæti að húsmæður hljóti svipuð réttindi og flestir aðrir þegnar, í það að verða lífeyrissjóður allra landsmanna. Með góðum vilja og nokkrum fjármunum ætti að vera hægt að koma máli þessu á rekspöl ef unnið er að því af einurð. Lífeyrissjóðirnir í landinu munu nú vera um hundrað talsins, og eins og fyrr er vikið að, misjafnlega öflugir til að sinna sínu hlutverki. Sá skilningur hefur loðað við lífeyrissjóði, að þeir væru fyrst og fremst lánasjóðir til félaganna og vissulega gegna þeir miklu hlutverki í fjármögnun hús- bygginga og íbúðakaupa. En höfuð- markmið þeirra hlýtur að vera að greiða lífeyri að ævistarfi loknu. Og þar kemur misréttið til sögunnar. Grónir sjóðir geta greitt fullan lífeyri og nokkrir þeirra eru að fullu verð- tryggðir og hækkar lífeyrir eftir því sem kjörin eru í hverju launþegafélagi fyrir sig. I öðrum sjóðum rýrnar lífeyr- irinn og minnkar eftir því sem frá líður ef félagar þeirra sjóða Iifa lengi. Því skortir talsvert á samræmingu, en skiljanlega verða þeir harðast úti í ellinni sem engan lífeyri hafa. Hér er mikið réttlætismál á ferðinni, sem alltof lengi hefur vafist fyrir ráða- mönnum að leysa úr. Ef tillagan verður samþykkt verður að setja reiknivélarn- ar í gang og hyggja að útkomum. En fyrst og fremst þarf brjóstvit og tilfinningu fyrir þörfum náungans og siðlega réttlætiskennd til að koma máli sem þessu í höfn. Það á ekki að þurfa upplýsinga- streymi úr vélum til að segja okkur að það sé óhæfa að láta það viðgangast að aldrað fólk búi við örbirgð og fjárhags- legt vonleysi, jafnvel þótt það hafi aldrei verið í viðurkenndu stéttarfé- lagi. Og helst á ekki að líða að hægt verði að reikna sig frá þessu úrlausnar- efni. Oddur Ólafsson, c* ritstjórnarfulltrúi, skrifar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.