Tíminn - 18.03.1984, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.03.1984, Blaðsíða 13
12 SUNNUDAGUR 18. MARS 1984 SUNNUDAGUR 18. MARS 1984 13 '/■>' /, > '' ' í' t Þetta var í maí. En þegarskólinn hófst að nýju í Hessen heima hjá Mario, þá var hann ekki meðal nemendanna. Hann var látinn. Fyrir ári var Mario fjörugur og hraust- ur drengur. Hann átti heima í þorpinu Röddenau við ána Eder og þar ærslaðist hann úti með jafnöldrum sínum. Faðir hans Karl starfaði við skógargæsluna, en móðir hans Hannelore afgreiddi í vefn- aðarvörubúð. Með miskunnarlausum sparnaði hafði þeim tekist að kaupa yfir fjölskylduna eigið hús. Mario var einn bestu nemendanna í skóla sínum í Röddenau. En þetta breyttist í byrjun janúar 1983. Kennarinn sagði: „Mario fer greinilega aftur við námið.“ Foreldrar hans tóku líka eftir að hann þurfti stöðugt lengri tíma til þess að læra heimaverkefnin. Oft kvartaði hann um höfuðverk. Þau fóru með hann til heim- ilislæknisins og loks til háls- nef og eyrnalæknis. Hann taldi að þetta væri sýking í nefgöngunum. „Bráðum er þetta búið,“ sagði hann. En verkirnir héldu áfram. Sálfræðingur skólans hafði líka skýringu á takteinum. „Þetta er fælni gagnvart skólanámi,“ sagði hún. En þegar einn læknanna lét í Ijósi grunsemdir um að Mario kynni að vera með heilaæxli, byrjuðu foreldrarnir að fara með hann milli margra stofnana. Rannsóknir þriggja háskólarannsókna- stofa sönnuðu: „Barnið er með æxli á1 stærð við tenniskúlu við heilann." Þann 31. mars 1983 skifuðu þeir við tauga- rannsóknadeild Albert-Ludwig háskól- ans til starfsbræðra sinna við barna- læknadeildina í Marburg, vegna „þessa unga sjúklings okkar." Sjúkdómsgrein- ingin var satt að segja mjög óheillavæn- leg fyrir drenginn. Foreldrunum var sagt að geislameðferð væri árangurslaus og að auki kom í ljós að ef reynt yrði að skera æxlið mundu lífslíkur hans varla teljast tvö prósent. Ljóst var að Mario muni ekki geta lifað nema nokkrar vikur. Björgun var vonlaus." Þegar svo var komið sagði einn vinnu- félaga Karl Schulz: „En ræddu við hann Reinhardt. Hann þekkir filippinskan töfralækni sem getur gert kraftaverk eftir að læknavísindin hafa gefist upp.“ ■ Uppskurður með berum höndum. „Hérna er æxlið,“ sagði törfalæknirinn. ■ Sjúkdómsgreiningin reyndist rétt. Þann 25. september 1983 lést Mario. „Ferðin til Manila var orvæntingaruppatæki," sagði læknirinn. M í dimmu herbergi á Silahis-hóteli á Manila ríkir hátíðleg þögn. Klukkan er ellefu að staðartíma í höfuðborg Fitippseyja. Á rúmi í þessu ódýra hóteli kúrirgrannur, dökkhærður drengur, hinn ellefu ára gamli Marío Schulz. Fiiippseyingur í marglitum búningi hengir verndargrip á drenginn, einbeitir sér og muldrar leyndardómsfullar töfraformúlur. Þá rífur hann í hnakka drengsins. Skyndilega er hann orðinn ataður í bloði. Nokkrum sekúnd- um síðar sýnir FUippseyingurinn nærstöddum vefjarbút, sem á að vera úr barninu. „Þetta er æxlið,“ segir töframaðurinn Angelo, sem er 43 ára gamall, á bjagaðri ensku. „Mario, í haust getur þú aftur byrjað að ganga í skólann heima.“ Uppskiirðiir með bemm höndiim Síðasta hálmstrá margra er að leita á vit tefralækna og skottulækna. Hér segir frá árangurslausri för með ungan dreng sem þjáðist af heilaæxli á vit töfralækna í Manilla ■ Mario ásamt jafnöldrum og kunningjum á heimili sínu, nokkru fyrir förina til Manila. Smám saman hrakaði heilsu hans. Ekki stóð á því að umræddur Reinhardt, sem verslað hafði með efnavörur og einingahús, vildi veita aðstoð sína. „Um þessar mundir eru einmitt tveir töfra- læknar hér í Þýskalandi," sagði hann og hann tók að sér að koma á viðtalsfundi þeirra og foreldra Mario. Læknamir hétu Angelo og Antonio. Töfralæknarnir leigðu í tvær vikur í heimabæ Reinhardts. Herbergi þeirra líktust vissulega stofum virðulegra lækna og Reinhardt dró fjölda sjúklinga til þeirra. Þetta voru sjúklingar með asthma, migrene, verki t handlegg og meira að segja lamað fólk. „Annar framkvæmir uppskurði af öllu tagi, en hinn notar fingurgómana til þess að mynda segulsvið. Þannig geta þeir saman læknað alla mögulega sjúk- dóma,“ sagði Reinhardt. Síðar sagði hann: „i rauninni mega þeir ekki starfa hér í landi. Opinberlega kynni ég ekki heldur starfsemi þeirra. Ef einhver ber mér það á brýn, þá segi ég að þeir tvímenningarnir hafi verið hér í fríi sínu og að ég hafi heimsótt þá. Enginn getur legið mér á hálsi fyrir að segja frá því sem ég heyrði og sá í þeirri heimsókn." Töfralæknarnir litu nú á hinn fárveika Mario og Angelo sagði við foreldrana: „Ég get læknað hann að 80%.“ En hann sagði að hér þyrfti að koma til ýmis búnaður og aðstaða sem aðeins væri fyrir hendi í Manila. Hann kvaðst þurfa á að halda „sérstöku umhverfi" vegna þessa vandasama verkefnis. Foreldrarnir fengu nú peninga að láni hjá vinum og ættingjum, auk þess sem þau sjálf létu það af hendi sem þau gátu útvegað. Alls urðu þetta um 300 þúsund ísl. krónur. Þar voru í flugmiðarnir, hótelkostnaður, hjúkrun og „annar kostnaður" auk þess sem „látið var af hendi rakna" til læknanna fyrir framlag þeirra. „Þeir taka ekki við borgun," segir Reinhardt, „aðeins framlögum." Stundum er það aðeins úr en annars svo sem þúsund mörk.“ Reinhardt sá um allan undirbúning vegna ferðarinnar, foreldrum Mario að kostnaðarlausu. „Herra Reinhardt tók aldrei neitt fyrir sína fyrirhöfn," sagði Karl Schulz, faðir Marios, og bar lof á framtak kaupmannsins. Samt var það ekki náungakærleikurinn einn sem réði athöfnum Reinhardts. Hann fékk um- boðslaun fyrir sölu farmiðanna og hótel- gistingarinnar. Reinhardt hafði í hyggju að gera ferðir til Manila á fund töfralæknanna að blómlegri viðskiptagrein. Þegar Mar- io fór til Manila frá Frankfurt með Philippine Air Lines, flugi nr. PR 734. stóð ljósmyndari frá auglýsingafyrirtæki í Kaseel á flugvellinum. „Þú gerir mér nú þennan greiða“, sagði Reinhardt við föðurinn, sem var furðu lostinn, „eftir fjóra daga fer sá næsti til Manila." Hann sýndi föðurnum lista með nöfnum fólks sem einnig hugði á suðurför. Þarna var fólk þjáð af gigt, lömun og mænusiggi, Iifrarrýrnun og æðasjúkdómum. En nókkrum dögum eftir þetta sagði auglýsingastofan upp samningi við Rein- hardt, vegna ótta um góðan orðstír sinn. Eigandi auglýsingastofunnar ritaði til Reinhardts: „Við látum það ekki á okkur fá þótt þér segið að hér sé um ábatasöm viðskipti að ræða. Við höfnum því ákveðið að taka við fé sem til er komið á þennan hátt". En þar sem auglýsingastofan hafði ekki fengið krónu frá Reinhardt fyrir þann kostnað sem hún hafði þolað vegna málsins, þá tók hún veð í Mercedes Benz bifreið hans. Ekki varð förin til Manila Mario til hjálpar. Heimilislæknirinn sagði eftir- heimkomu foreldranna: „Þetta var ör- væntingaruppátæki. Hér hefur enginn bati látið á sér kræla.“ Þeir hjá barna- lækningastofunni í Marburg sögðu: „Þessi langa ferð var allt of mikil á- reynsla fyrir hann.“ Ný sjúkdómsgrein- ing staðfesti að honum fór nú óðum hrakandi. Eftir dauða drengsins, sem bar að þann 25. september á fyrra ári, eru foreldrarnir enn sannfærðir um að þeir hafi gert rétt að fara með hann til . Manila. Faðir hans segir: „Við gripum í þetta hálmstrá. Við vildum ekki geta ásakað okkur um að við hefðum ekki gert allt það sem hægt var fyrir Mario.“ Það er einmitt þessi afstaða sem sífellt rekur fólk er læknavísindin hafa gefist upp við að hjálpa í hendur töfralækna og skottulækna. Töfralæknirinn Angelo hefur boðað ■ Ásamt foreldrum sínum, meðan allt lék í lyndi komu sína aftur ul Pýskalands í sumar. ■ Kaupmaðurinn Helmut Rein- hardt, sem skipulagði ferðirnar til Manila

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.