Tíminn - 25.03.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.03.1984, Blaðsíða 6
.6 SUNNUDAGUR 25. MARS 1984 Sovétmenn fundu barn utan úr geimnum Fréttamenn breska blaðsins „Enquirer" segjast hafa goðar sönnur fyrir að þessi furðufregn sé rétt ■ í meira en tvo mánuði mun undarlegt barn frá annarri piánetu hafá lifao, andað, borðað og sofið undir nákvæmu eftirliti sovéskra lækna, eftir því sem rússneskir vísindamenn segja. Þetta barn sem var með rauðleit augu, og einskonar fit á milli fingranna var karlkyns og eini einstaklingur- inn sem komst lífs af þegar farartæki utan úr geimnum brotlenti á jörðinni. Á barnið að hafa dáið hinn 3. október á sl. ári. Fréttaritarar breska blaðsins Enquirer er voru á ferð um Sovétríkin á þessum tíma segjast hafa frétt af barninu meðan það enn var á lífi. Gerðu þeir sér á laun ferð til hins fjarlaiga smábæjar Frunze, þar sem barnið dvaldist. Öryggisvörður var aftur á móti svo þéttur um staðinn þar sem barnið var geymt að óhugsandi var að fá að sjá þetta undur. Fengu blaðamennirnir hins vegar all nákvæma lýsingu á barninu hjá læknaliði því sem gætti þess. Var það þó þeim skilyrðum bundið að nöfnunum væri haldið leyndum. Pað var þann 14. júlí 1983, klukkan 20 að kvöldi að „fljúgandi furðuhlutur" splundraðist í hrikalegu fjalllendi nærri Frunze. Segja vísindamcnnirnir að áður en yfir lauk virðist geimfarar þessir hafa fleygt barninu út úr farartæki sínu. Barnið lá í egglaga hylki sem virðist hafa komist hcilu og höldnu til jarðar og var það mjög veikburða. í 11 vikur gerðu læknar hvað þeir gátu til þess að halda í því lífi. Var það á lækningastot'n- un einni í Frunze. Því miður mun þetta ekki hafa borið árangur. Blaðamennirnir frá Enquirer segja að sovéskur eldflaugaverkfræð- ingur hafi fyrst komið þeini á sporið. Hittu þeir hann í Moskvu og bár hann að fólk í þorpi nærri Frunze hafi séð „eldský" á næturhimninum kvöldið 14. júlí. Flokkur lögreglumanna í þyrlu var sendur á vettvang, til þess að rannsaka málið. Peir komu að einhverju flaki sent enn var að brenna og bráðna og kölluðu þeir þá til lið frá flughernum/að sögn verkfræðingsins, en hann vann að „Sa- lut-7" áætlun Sovétmanna. „Allir héldu í fyrstu að þarna hcfði orðið flugslys, en nánari athugun leiddi í ljós að hér var um að ræða framandi furðufarartæki. „Um það bil 24 stundum síðar hringdi maður til lögrcglunnar í Frunze og kvaðst hafa fundið egglaga málmhylki. Innan í því reyndist barnið vera. Pað var látið um borð í flugvél og því flogið til sjúkrastöðvarinnar í Frunze. Einn lækna stöðvarinnar staðfesti þessa furðulegu sögu við þá fréttamenn- ina. „Hylkið var egglaga, um það bil þrjú fet á lengd og efri hlutinn á hjörum. Hylkið stóð á fótum og undir því hafði verið eldflaug, sem varð til þess að það féll rólega til jarðar. Barnið lá á einskon- ar svampdýnu og í hylkinu var súrefnis- gjafartæki, til þess að halda í því lífi. Ég tel barnið hafa verið um ársgamalt ogáöntgenmyndir sýna að það er með lík líffæri og maðurinn, en með heldur stærra hjarta. Heilalínuritið er eðlilegt, en alfa-bylgjurnar eru ákveðnari en algent er. Þetta þýðir að hugarorkan (telepatiskir og telekinetiskir hæfileikar) eru meiri en gerist og gengur. Ein 12_hjúkrunarkvenna sem stund- uðu þetta furðubarn sagði við Enquirer: „Barnið hefur engin hár, - ekki einu sinni augnabrúnahár eða augnhár. Augastcinarnir eru skærrauðir og smá- dofnar rauði liturinn út að brúnum augans. „Hann lætúr augun aldrei aftur, ekki heldur þcgar hann sefur. Við sjáum það á æðaslætti og öndun hvenær hann sefur. Já, augun eru opin dag og nótt. Barnið hefur enga tilraun gert til þess að skríða, hvað þá að ganga. Það ber hvorki við að tala, hlæja né gráta. Við Q. /oe h D Q ■ A kortinu mq sjá hvar borgin Fruntze er í Sovétríkjunum. ■Þessar teikningar af barninu utan úr geimnum og egglaga hylki þvi sem það fannst i lét rússneskur læknir blaðamonnum i té. Rússnesku athuga- semdirnar þýða frá vinstri til hægri: „Rauðir augnasteinar", „rauðleit sjonhimna", „ekkert hár,“ og „engin augnahár.“ Yfir myndunum af fingrum og tám stendur „bönd.“ Hylkið var með loki á hjörum og lítilli eldflaug undir, að sögn læknisins. Barnið lá á „dýnu“ úr svampkenndu efni. ■ Blaðamenn „Enquirer“, þeir Parmiter (til vinstri) og Gris á Rauða torginu i Moskvu. höfum engin hljóð heyrt frá því. Einu viðbröðgin sem ég hef orðið vör við er þegar ég var að reyna að fá hann til þess að borða. Hann spýtti matnum umsvifalaust út úr sér. Þessa stundina virðist hann vera við ágæta heilsu. En læknarnir óttast að hann sé næmur fyrir sjúkdómum sem herja á mennina. Þeir óttast að bara vanalegt kvef nægi til þessað hann deyi." Læknarnir höfðu”rétt fyrir sér, sam- kvæmt því er blaðamaður Enquirer, Henry Gris, komst að, þegar hann spurðist fyrir um heilsu barnsins hjá heimildarmönnum sínum. „Barnið er dáið," sögðu menn Gris. „Þetta fór eins og við óttuðumst. Það var bráð og víðtæk smitun sem gekk af honum dauðum. Hann fékk áfall að nokkrum stundum Iiðnum eftir að hann veiktist. Við gerðum allt sem hægt var til þess að bjarga honum, en ekkert dugði..." C /1 l/J o. w outer í ei/i o c e t q messur Domprófasturinn í Reykjavík Guðsþjónustur í Reykjavík- urprófastsdæmi sunnudag- inn 25. marz 1984. Árbæjarprestakall Barnasamkoma í safnaðarheimili Árbæjar- sóknar kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta í safnað- arheimilinu kl. 2.00. Frú Halldóra Steinsdótt- ir, fyrrverandi formaður kvenfélags Árbæjar- sóknar, flytur stólræðuna. Organleikari Jón Mýrdal. Öllu eldra fólki í söfnuðinum sér- staklega boðið til guðsþjónustunnar. Sam- vera í safnaðarheimilinu eftir messu. Dagskrá og kaffiveitingar í boði kvenfélags Árbæjar- sóknar. Meðal dagskráratriða: Heiðrún Heiðarsdóttir leikur einleik á fiðlu. harmon- ikuhljómsveit undir stjórn Karls Jónatans- sonar leikur, frásögn, þáttur o.fl. Félagsvist á vegum bræðrafélags Árbæjarsafnaðar sunnudagskvöldið25. marzkl. 20.30 ísafnað- arheimilinu Sr; Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 2.00 Föstumessa 28. marz kl. 20.30. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson Breiðholtsprestakall Laugardagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Sunnudagur: Guðsþjónusta kl. 2)00 í Breið- holtsskóla, Sr. Lárus Halldórsson Bústaðakirkja Barnasamkoma kl. 11.00. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Guðsþjónusta kl. 2.00. Organleikari Oddný Þorsteinsdóttir. Barna- gæzla. Félagsstarf aldraðra miðvikudag kl. 2.-5. Æskulýðsfundur miðvikudagskvöld kl. 20.00. Yngri deild æskulýðsfélagsins fimmtu- dag kl. 16.30. Sr. Ólafur Skúlason Digranesprestakall Laugardagur: Barnásamkoma í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11.00 Sunnudagur: Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 2.00 Sr. Þorbergur Kristjánsson Dómkirkjan Messa kl. 11.00. Sr. ÞórirStephensen. Messa kl. 2.00. Sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkór- inn syngur við báðar guðsþjónusturnar. Org- anleikari Marteinn H. Friðriksson. Laugar- dagur: Barnasamkoma að Hallveigarstöðum kl. 10.30. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir. Elliheimilið Grund Messa kl. 10.00. Sr. Árelíus Níelsson Kársnesprestakall Laugardagur: Barnasamkoma í safnaðar- heimilinu Borgum kl. ll.OOárd. Sunnudagur: Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11.00 árd. Prestur sr. Grímur Grímsson fyrrverandi sóknarprestur. Sókn- arnefndin. Langholtskirkja Óskastund barnanna kl. 11.00. Söngur - sögur - myndir. Guðsþjónusta kl. 13.30. Organleikari Jón Stefánsson, prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Minnum á merkjasölu kvenfé- lagsins og fjáröflunarkaffi eftir messu. Vekj- um athygli eldri sóknarbarna á, að þau geta fengið aðstoð við að komast til kirkju þau sem þess óska láti vita í síma 35750 kl. 10.30 til 11 á sunnudag. Sóknarnefndin. Laugamcsprestakall Laugardagur: Guðsþjónusta Hátúni 10B, 9. hæð kl. 11.00 Sunnudagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 2.00. Þriðjudagur: Bænaguðsþjón- usta kl. 18.00. Sr. Ingólfur Guðmundsson Neskirkja Laugardagur: Samverustund aldraðra. Heimsókn í húsakynni Morgunblaðsins og Alþingis. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 15.00. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson Messa kl. 14.00. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Mánudagur: Æskulýðsfundur kl. 20.00. Fimmtudagur: Föstuguðsþjónusta kl. 20.00. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seljasókn Barnaguðsþjónusta í íþróttahúsi Seljaskól- ans kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta í Öldusels- skólanum kl. 10.30. Guðsþjónusta í Öldu- selsskóla kl. 14.00 altarisganga. Fundur í æskulýðsfélagi þriðjudagskvöld kl. 20.00, f Tindaseli 3. Fyrirbænasamvera Tindaseli 3, fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sóknarprestur. Seltjarnarnessókn Barnasamkoma kl. 11.00 í sal Tónlistarskól- ans. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson Fnkirkjan í Hafnarfírði Barnatíminn kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 14.00. Altarisganga. 50 ára fermingarbörn taka þátt í guðsþjónustunni. Sr. Miyako Þórðarson og kór heyrnarskertra koma í heimsókn og túlka mcssuna á táknmáli. Eftir messuna verður farið í kynnisferð í klaustrið í Garðabæ. Safnaðarstjórn. Hallgrímskirkja Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Börnin komi í kirkjuna og taki þátt í upphafi messunnar. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Munið kaffisölu kvenfélagsins f Domus Me- dica kl. 3.00 og orgeltónleikar Harðar Áskelssonar organleikar í Kristskirkju kl. 5.00 á sunnudag. Kvöldbænir með lestri passíusálms eru alla virka daga föstunnar kl. 18.15 nema miðvikudaga. Þriðjudagur, fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30, beðið fyrir sjúkum. Miðvikudagur 28. marz, föstumessa kl. 20.30 og að henni lokinni fræðslukvöld um trú. Fimmtudagur 29. marz, opið hús fyrir aldraða kl. 14.30. Landsspítalinn Messa kl. 10.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson Borgarspítalinn Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Tómas Sveins- son.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.