Tíminn - 25.03.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.03.1984, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 25. MARS 1984 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Húsnæðismálin á tímamótum ■ Það er miður heppilegt að stöðva þurfi útborgun húsnæðislána hjá Veðdeild Landsbankans vegna fjárskorts, en sú staða kom upp s.l. fimmtudag. Sem betur fcr var hér ekki um annað en stundarfyrirbæri að ræða eða „Stirðleika í kerfinu“ eins og starfsmaður Húsnæðismálastofnunar orðaði það. Og næsta dag var búið að kippa málunum í lag. Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðis- málastofnunar sagði í viðtali við Tímann vegna þessa, að meðal þess sem gerði erfitt um vik, væri að lengi hafi verið beðið eftir að lánsfjárlög væru samþykkt. Þau voru afgreidd frá Alþingi í vikunni, en félagsmálaráðherra og húsnæðisstjórn hafa lagt mjög mikið kapp á að halda uppi eðlilegri lánveitingastarfsemi, sem hefur tekist. Við þær efnahagsaðstæður sem nú er búið við þarf engan að undra þótt einhverjir hnökrar verði á framkvæmd lánveitinga. En allt síðan núverandi ríkisstjórn tók við hefur verið lagt mikið kapp á að efla húsnæðislánakerfið og var það meira að segja gert afturvirkt, vegna þess í hvert óefni var komið fyrir húsbyggjendur og íbúðakaupendur, sem illa voru leiknir af verðbólguholskeflun- um og tómlæti fyrrverandi félagsmálaráðherra um málefni þeirra. Þegar Alexander Stefánsson settist í stól félagsmálaráðherra var fljótlega tekið til höndum og voru gefin út bráðabirgðalög um frestun hlutagreiðslu afborgana, vaxta og verðbóta, sem í raun var lenging lána. Þá beitti rfkisstjórnin sér fyrir skuldbreytingum, þannig að skammtímalánum húsbyggjenda var breytt í allt að átta ára lán. Og enn var bætt um betur og veitt sérstök viðbótarlán til að létta vanda íbúðakaupenda, sem lán fengu á árunum 1981-83 með því að hækka afgreidd lán um 50%. Um síðustu áramót voru húsnæðislánin síðan hækkuð um 50% og jafnframt gerðar sérstakar ráðstafanir, sem koma þeim sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn, til góða. Það er ekkert áhlaupaverk að tryggja húsnæðismálakerfinu meira fjármagn á sama tíma og þjóðartekjur fara minnkandi og samdráttur er nauðsynlegur á mörgum sviðum. En þetta er eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar, sem til þessa hefur verið staðið við, og allt kapp verður lagt á að svo verði áfram. I lánsfjáráætlun sem nú er búið að afgreiða segir að fjárþörf íbúðarlánasjóðanna sé mjög mikil á þessu ári, vegna þess að lán hafa verið hækkuð verulega. í fjárlagafrumvarpi er framlag í þessu skyni 400 millj. kr. og í lánsfjáráætlun er lántaka til byggingasjóð- anna áætluð rúmlega milljarður kr. og stefnt er að því að ná samningum við bankakerfið til að fjármagna framkvæmdalán húsbyggingakerfisins að fjárhæð 115 millj. kr, án beinnar milligöngu húsnæðislánasjóðanna. Útlán íbúðalánasjóðanna í ár eru áætluð 1.572 millj. kr. Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra sagði nýlega í um- ræðum um þessi mál, að hann treysti því að ríkisstjórnin sjái um að staðið verði við þessi fyrirheit þannig að áætlun húsnæðisstjórn- ar til útlána standist. Hins vegar sé ljóst að meira fjármagn þarf til húsnæðismála, ekki síst til Byggingasjóðs verkamanna, en með tilliti til efnahagsvandans í þjóðfélaginu er ekki fært að ganga lengra á þessu ári. Lagt hefur verið fram frumvarp að nýrri húsnæðislöggjöf og er ,stefnt að því að það verði að lögum á þessu þingi. Þar eru mörg þýðingarmikil nýmæli, svo sem stefnubreyting í fjáröflun til húsnæðismála, sem kemur til með að draga úr óvissu um fjármögnunina. Jafnframt þessu er unnið að undirbúningi nýrrar áætlunar sem ná á til tveggja eða þriggja ára tímabils um þörf á byggingum félagslegra íbúða, svo sem verkamannabústaða og leiguíbúða. Stefnu- og skipulagsleysi í húsnæðismálum hefur löngum staðið því fyrir þrifum að skapast geti eðlilegt ástand þar sem jafnvægi er milli framboðs og eftirspurnar. Verðbólga og efnahagslegur óstöðugleiki hafa átt sinn þátt í því óefni sem húsnæðismálin voru komin í. En með góðum vilja og markvissri stefnumótun á að vera hægt að koma húsnæðismálunum í viðunandi horf. horft f strauminn ■ Síðustu vikurnar hafa umræður um kjördæmamálið færst í aukana á Alþingi og utan, og er það vonum síðar. Það sem er athyglisverðast við þessa síðustu lotu umræðunnar eru efa- semdir sem virðist brydda á - einnig meðal þingmanna - um að formannasamkomulagið svonefnda, sem nú er rúmlega ársgamalt, sé ekki eins heilög kýr og þá var talið, og það hafi ef til vill hvorki verið réttmætt né skynsamlegt að skilja kosningaþáttinn með þessum hætti frá sjálfu stjórnarskrármál- inu, og þær raddir verða skýrari, að úr því að málið hafi lagst í dá, og formannastakkurinn orðið því dvalahíði en ekki spori á lokaspretti eins og til mun hafa verið ætlast, sé nú skaplegast að láta kjördæmamálið og stjórnarskrármálið fylgjast að úr því sem komið sé. Þessi hughvörf stefna í rétta átt og nálgast örlítið það sjónarmið, sem mestu máli skiptir, að Alþingi fái þjóðinni Er verið að stíga fyrsta skrefið til þess að afhenda þjóðinni stjórnarskrármál ið og kosningaskipanina? stjórnarskrármálið ailt og greinar þess í hendur, og hún fái að fjalla um það í opinskárri og óháðri umræðu, eins lausri við flokka- og dægurpólitík og nokkur kostur er, og kjósa síðan um það og þætti þess til stjórnlagaþings, sem Alþingi feli þetta verkefni á lokastigi. Formannasamkomulagið lýðræðisníðstöng Samkomulagið sem formenn gömlu stjórnmálaflokkanna gerðu á s.l. vetri um skiptingu þingmanna milli kjördæma og flokka og bundu síðan í frumvarp, sem Alþingi hleypti í gegn sjálfu sér til háðungar, er satt að segja eitthvert Ijósasta dæmið sem við höfum úr sögu hins nýja, íslenska Alþingis um það, hvernig samtryggingarkerfi sundurleitra stjórnmálaflokka not- færir sér þingræði til þess að níðast á lýðræðinu. Það er einhver hin smánarlegasta níðstöng, sem stjórnmálaforingjar hafa leyft sér að reisa íslensku lýðræði á síðustu hálfri öldinni a.m.k. Áður hafa að vísu sést tilburðir í þessa átt, og flokkar - tveir eða þrír - hafa samið sín á milli um kjördæma- og þingmanna- breytingar, en það hefur ekki gerst fyrr, að allir fastaflokkar þingsins mynduðu með þessum hætti læsta keðju um lausn þessa máls að þjóðinni fornspurðri. Þannig brugðust flokkarnir gersamlega þeirri meginlýðræðisskyldu sinni að vera mismun- andi leiðir kjósenda til þess að velja á milli ólíkra málefna. Þessum leiðum lokuðu þeir eða steyptu í eina í einhverju mikilvægasta lýðræðismáli þjóðarinnar með formannasam- komulaginu fræga. I þessu samkomulagi var að vísu að finna nokkra viðleitni til jafnaðar í vægi atkvæða, en megininntak þess var samt hagræðing og hlutaskipti milli gömlu flokkanna og hertar fóstureyðingar hjá nýjum stjórnmálasamtökum og þingflokk- um. Engin viðleitni sást til þess að auðvelda kjósendum val manna á listum. Ný viðhorf á þingi Þessi mál voru satt að segja harla lítið rædd í kosningununi s.l. vor enda raunar alls ekki hægt að kjósa um þau, þar sem ekkert val var milli helstu flokkanna í þessum efnum, og ástand þjóðmála hlaut að kalla á athyglina og krefjast afstöðu kjósenda. Mönnum ætti satt að segja að fara að skiljast, að ekki er hægt að ætlast til þess, að kosið sé um þjóðmál dagsins og stjórnarskrármál eða kosningaskipan með sama atkvæðinu. Með slíkri tilætlun er beinlínis verið að krefjast þess, að margir kjósendur, sem ekki geta sameinað þetta í atkvæði sínu - og það er satt að segja ekki auðvelt með formannasamkomulag allra gróinna flokka fyrir framan sig-svíki annað hvort viðhorf sitt í almennum þjóðmálum dagsins eða stjórnskipunarmálinu. Þessi augljósu lýðræðisviðhorf áttu sér furðulega fáa formæl- endur þegar málið var rætt á Alþingi fyrir ári. En sem betur fer virðast góðir menn vera farnir að átta sig. Þess sáust glögg merki við umræður um kosningamálið á þingi fyrir skömmu. Ég nefni sérstaklega ræðu, sem Páll Pétursson flutti um málið og birtist íTímanum 14. marss.l. þarsemhannkveðurhiklaust upp úr með það, að þetta frumvarp sé fyrir flokkana en ekki fólkið í landinu. Þarna kveður við nýjan og hreinni tón, sem von er til að skýrist brátt og fái fleiri formælendur, svo að hann verði að heilsteyptu lagi, sem fleiri syngi en Páll. Páll viðurkennir að þörf geti verið á að jafna vægi atkvæða, en minnir á að hyggja þurfi að ýmsum öðrum jöfnuði milli fólksins í landinu jafnframt. Hann er sammála 18 ára kosningaaldri. En hann segir, að sér sé orðið mjög til efs, að rétt sé að taka þennan þátt „út úr heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar sem komin er á lokastig.“ Vel mælt og drengilega. En Páll er alveg andsnúinn reiknireglunni, sem í frumvarpinu felst um úthlutun þingsæta, og ætti engan að undra, þótt fólk í einu kjördæmi væri svolítið efins um ágæti þess lýðræðis að láta fólk í einhverjum öðrum kjördæmum kjósa fyrir sig fulltrúa á þing. Páll bendir ennfremur á þann annmarka frumvarpsins, að það nálgast ekkert það áður yfirlýsta markmið að auðvelda kjósendum val manna á framboðslistum. Og svo kemur yfirlýsingin, sem ég held að sjaldan hafi áður heyrst af vörum þingmanns í þessari umræðu núna: „Eg hallast helst að því að heppilegast væri að fara þá leið, að flokkarnir bæru fram óraðaða framboðslista og kjósendum listans gæfist þá tækifæri til þess að raða á listann á kjördegi. Þessi leið hefur ýmsa ókosti, en ég er þó orðinn þeirrar skoðunar að hún sé vænlegust til þess að tryggja áhrif óbreyttra kjósenda. Opin prófkjör eða hálfopin eins og tíðkuð hafa verið nú um sinn, þar sem kjósendum gefst kostur á að raða upp á framboðslista annarra flokka er afleitur kostur og ódrengilegur1'. Þetta er mikilvæg niðurstaða formanns þingflokks Framsóknarflokksins og gæti orðið vísir að meiru. Fyrir flokkana en ekki fólkið Páll sýnir þann heiðarleika að draga þá réttu ályktun af gagnrýni sinni og rökum hennar, að veigamiklar reglur þessa frumvarps, reiknireglan, séu beinlínis settar „fyrir flokkana en ekki fólkið“. Hér segir þingmaðurinn opinskátt það álit sitt, að flokkarnir og þjóðin (jafnvel þótt þeir standi allir saman að máli) séu ekki hið sama. Þetta er mikilvægur grundvöllur nýrrar og frjálsari stjórnmálaumræðu í landinu og viðurkenning á staðreynd sem við blasir, að skipan hinna „traustu stjórnmála- flokka“ hefur „riðlast í seinni tíð með alls konar laustengdum samtökum.“ Fyrsta skrefið til þjóðarinnar Ég tel að þessi þingræða formanns þingflokks Framsóknar- flokksins sé til vitnis um það, að glöggir og góðir þingmenn séu að nálgast þjóðina og lýðræðissjónarmiðin í stjórnarskrármál- inu, og e.t.v. má líta á ræðu Páls og ummæli einstakra annarra þingmanna í umræðunum um kosningafrumvarpið, sem fyrsta skrefið í áttina til þjóðarinnar í stjórnskipunarmálinu, og það gefi vonir um hin næstu. Slík sáttagjörð milli þjóðarinnar og flokkanna væri mikil og góð tíðindi. Ég tel því þingræðu Páls eitt hið merkasta sem fram hefur komið í málinu um sinn. Nú er þess að vænta að æ fleiri þingmenn sjái fótum sínum forráð og gangi þessa leið á enda - færi þjóðinni stjórnarskrár- málið og kosningamálið í hendur án skammrifsböggla. Þetta getur þingið gert með því að ákveða, að fá þjóðkjörnu stjórnlagaþingi þessi mál í hendur. Til slíks stjórnarskrárþings er auðvitað hægt að kjósa samhliða kjöri til Alþingis, en það er ekki hægt með sama atkvæðinu og greitt er flokki. Með þessu mundi Alþingi aukast að virðingu þjóðarinnar og flokkarnir verða fulltrúar þjóðarinnar á ný. Með því væri hætt þeim Ijóta leik, seip stofnað var til með formannasamkomulag- inu, sem beitir þingræðinu til þess að kúga lýðræðið. Þegar menn komast að þeirri rökréttu niðurstöðu, að flokkarnir og þjóðin sé ekki eitt og hið sama, og að þjóðin sé rétthærri, leiðir af því að álykta, að þingræðið (sem flokkarnir hafa í hendi sér) og lýðræðið (sem er hjá þjóðinni) sé ekki heldur hið sama, og hið fyrrnefnda megi ekki taka ráðin af hinu síðarnefnda. Sem betur fer eiga þessi tvö öfl samleið oftar en hitt, og eiga jafnan að geta orðið samferða, ef þjóðin og þingfulltrúarnir skilja bræðralag sitt og umgengnisskyldur. Það er formaður þingflokks Framsóknarflokksins sem hefur stigið þetta mikilvæga fyrsta skref til þess að bæta þetta bræðraiag þingræðis og lýðræðis. Ef þessum flokki - eða öðrum - tækist að halda skoðanaleiðum þjóðarinnar opnum um þessi meginmál og leysa þau úr viðjuni formannasamkomu- lagsins en færa þjóðinni stjórnarskrármálið til frjálsrar um- fjöllunar og ákvörðunar á stjórnlagaþingi og með þjóðarat- kvæði, yrði það meiri vegsauki og betri lýðræðisþjónusta en hægt er að veita þjóðinni með öðrum hætti í þessum sporum. AK jr Andrés CT viJ Kristjánsson ry skrifar ■fe-J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.