Tíminn - 25.03.1984, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.03.1984, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 25. MARS 19*4 SUNNUDAGUR 25. MARS 1984 15 i Saga úr Reykja- ( víkurlífinu, á 19. öld * mmBrs, w. mikil umráð fjármuna hjá manni sínum. enda langlíklegast. að hún hafi selt af sér skóna til þess að kaupa brennivín fyrir andvirðið. Nú liðu allmörg ár, án þess að til stórtíðinda drægi. Sýnilegt er þó, að sitthvað hefur drifið á daga maddömunn- ar. Hún varð fyrir ýmsurn áföllum, kannske bæði af völdum sjálfrar sín og manns síns. Hún datt úr stiga, og ör bar hún á fæti vegna áverka, er hún hafði hlotiö í annað sinn. Svo virðist sem það hafi ekki verið fágætt, að hún hnigi út af og fengi krampa, og var það helsta ráð eiginmannsins að halda kamfóruglasi að vitum hennar og dreypa síðan á hana köldu vatni. skorinn af henni, að hún var almáttlaus öðrum megin. Landlæknir lét þegar senda eftir yfir- setukonu bæjarins, Ragnheiði Ólafs- dóttur, og skipaði svo fyrir, að hún skyldi setja sjúklingnum stólpípu. Varð þá fnykur svo stækur í húsinu, að vart var brjóstheilasta fólki við vært þar inni. Yfirsetukonan kvaðst aldrei hafa séð nokkurn sjúkling svo vanhirtan sem þennan. Hún gerði nú það, sem fyrir hana var lagt, og hjúkraði maddömunni eftir föngum meö aðstoð tvcggja kvenna annarra. voru þá komnar bláar rákir á líkama hennar eftir fimnt daga legu í sömu stellingum. Þær gáfu henni einnig hafraseyði, sem hún kyngdi, þegar hún var mötuð, enda hafði hún ekki nærst á öðru þessa daga en því lítilræði, sem Guðrún í Garðshorni hafði gefið henni um miðja vikuna. En ekki hafði fyrr lokið hafraseyðinu úr spilkomunni en hún gaf upp andann. Ekki höfðu Billenbergshjón verið lengi í Reykjavík, er skósmiðurinn fór þess á leit við bæjarfógetann, að hann rannsakaði, hverju það sætti, að kona ein í bænuin hafði selt skó af maddöm- unni. Kom á daginn, að maddama Billenberg hafði falið þessari konu að selja skóna, og lét skósmiðurinn sér þá vitneskju nægja, en lagði um leið bann við því, að kona þessi tæki að sér að selja fleira fyrir hana. Petta litla atvik segir sína sögu. Maddaman hcfur ekki haft Mánudag einn í júlímánuði, 1852 sat Billenberg skósmiður við iðju sína í vinnustofunni á loftinu, þar sem hann hafði þá einnig svefnstað sinn, því að þau hjón byggðu ekki lengur eina rekkju. Maddaman færði honum þangað kaffið, svo sem venja hennar var, þcgar hún var vcrkfær. Stundarfjórðungi síðar fann skósmiðurinn hana liggjandi á gólfinu niðri í stofunni. Hafði hún þá ákafan krampa, svo að hanni lá við köfnun, og vall froða um vitin. Sótti hann þá kamfóruglasið, og þegar kramp- inn stilltist, lét hann hana í öllum fötunum í rúmfleti það, sem hún svaf í að jafnaði. Daginn eftir hafði dóttirin orð á því við vatnskerlinguna, Guðrúnu Einars- dóttur í Garðshorni, að móður sinni væri illt. Ekki skeytti Guðrún þó um lasleika maddömunnar að sinni, en þó mun hafa hafa grunað, að illt væri í efni, því að næsta dag sagði hún við dótturina: - Má ég ekki koma inn til móður yðar og gefa henni vatn að drekka? Það er svo gott fyrir hana að drekka kalt vatn. -Jú, gerðu það, svaraði jómfrú Billenberg. Þú getur farið inn til hennar. - God Morgen, maddama góð, sagði Guðrún, þegar hún kom inn. En maddaman svaraði ekki. Hún lá mattvana í öllum fötum á berri dýnunni í rúmi stnu, nema eitthvað var af óhrjá- legum tuskum i kringum hana. Guðrún tók nú undir herðar maddöm- unni og lyfti henni lítið eitt upp, um leið og hún bar vatnsbollann að vörum hennar. Virtist henni, að hún þakkaði fyrir sig, er hún hafði tæmt bollann. - Viljið þér ekki kaupa nokkuð af hafragrjónum handa henni móður yðar, sagði hún svo við jómfrú Billenberg. Það er víst betra. - Ó-jú, svaraði jómfrúin. Ég skal tala um það við föður minn. Það varð úr, að Guðrún keypti einn pott af hafragrjónum, og var af þeim gert seyði handa maddömunni. En Guðrún var ekki alls kostar ánægð með aðhlynninguna. - Viljið þér ekki, að ég hjálpi til að BU6 me8 teikninagni, versum oo rt«sl eftlr Benedlkt Gröndal varSvelH í bögoll á Landíbókajafnl, tb$. 2183 B 4to. Þarna jjáum v|8 lémfrij Sínu Blllenberg, »rl8 mlttii. mjóa stúlku aS tlxku þess tíma, oa olnn hlnna síoalac.dl hana skósmlSsins, er Grðndat gat aldrel glcymt. SkósmiSs- hanarnir minntu hann tcvlnlega » vers'tð I Passíuiálmun. um um leerisvoinlnn Pétur og hanann, sem gól honum a8 morgnl dags aus'tur í Jérúsalem foröum tið. börn, Hansínu Karólínu Maríu og Jó- hann Lúðvík. Árið 1844 tóku þau hjón sig upp, þá bæði unt fertugt og fluttust til Islands með börn sín. Þá var dóttirin ellefu ára, en sonurinn sjö. Einhverjum efnum hefur Billenberg verið búinn, því að hann keypti hús, sem stóð þar við hornið, er nú mætast Aðalstræti og Túngata, og seinna festi hann kaup á húsi, er stóð á lóð þeirri, er hús ísafoldarprentsmiðu var síðar reist á. Voru þar íbúðarstofur niðri, en vinnu- stofa skósmiðsins á loftinu. Fljótlega varð margrætt um Billen- bergshjónin. Maddaman var drykkfelld í meira lagi, og sambúð hjónanna var mjög rysjug. Valdi Billenberg konu sinni verstu orð, barði hana og hrakti, en hún var stundum ósjálfbjarga í ölæði sínu, svo að hún komst ekki úr rúminu til nauðþurfta sinna. Drengur þeirra hjóna var mállaus og svo lamaður, að hann mátti sig ekki hræra, en ókunnugt er, hvort hann var þannig leikinn er hann kom hingað eða lamaðist eftir komuna. Umhirða sú, sem hann naut, var í bágbornara lagi, en þó leitast við að skipta á rúmi hans annað veifið. Af þessu má ráða, að heimilið hafi ekki verið til neinnar fyrirmyndar. Eigi að síður var Billenbergsfólkið þérað, og hefur því hlotnast sú vegsemd fyrir þær sakir, að það var útlent. Vatnskerlingu hafði það einnig til þess að bera sér vatn, og þegar ekki var vinnukona á heimilinu, voru aðkomukonur fengnar til þess að þvo gólf á laugardögum. hefur frá honum í eigu vinkonu hans, Sigríðar í Brekkubæ, konu Eiríks meist- ara Magnússonar í Cambridge, er mynd af galandi hana, og þetta tilvitnaða vers skrifað til hliðar við teikninguna. Á þessu sama blaði er teikning af jóm- frúnni, dóttur Billenbergshjóna, með sóp mikinn í hendi. Það sýnir enn fremur, hve Billenbergs- fólkið hefur verið Benedikt Gröndal hugstætt, að skósmiðnum bregður enn fyrir í „Tólf-álna-kvæðinu“, er hann flutti Sigríði í Brekkubæ á afmælisdegi hennar veturinn 1855. Segir þar svo, er hann lýsir gyðjunni Heru og glæstum búnaði hennar: „Svo var hún gervöll smurð í merg, sólgljáandi hún leit við veðri, með fagra skó úr frönsku leðri, forsólaða af Billen- berg.“ Þegar þetta var kveðið, var Billenberg skósmiður þó farinn úr landi fyrir all- mörgum misserum. Hann skipaði sess við hliðina á þeim Hendriksen lög- regluþjóni, Hróbjarti brennivínsberserk og Þórði malakoff, þegar gáski var í Gröndal. Þetta hlýtur að hafa verið óvenjulegur náungi. ■ Benedikt Gröndal, skáld og vis- indamaður, gat aldrei gleymt Billen- berg og hönunum hans. ■ í meira en hundrad ár hefur varð- veist heldíir ómerkilegt vísubrot, sem geymir dálitla svipmynd úr Reykjavík um miðbik nítjándu aldar: „Það hleypur í gegnum haus og merg, þegar hanarnir gala hjá Billenberg.” Ekki er skáldskapnum fyrir að fara. En minningin um þessa háværu hana hefur orðið lífseig, og þeir hafa einnig haldið á loft nafni hins þýska skosmiðs, er þá átti, þótt raunar væri hann um skeið á margra vörum fyrir annað, sem sögulegra var en hanaeldið. Það þóttust nágrannarnir finna, að Billenberg væri alls hugar feginn dauða konu sinnar. En nú þótti bæjaryfirvöld- unum mælirinn fylltur. Þau hófu rann- sókn á meðferðinni á maddömunni. Billenberg bar það fyrir sig, að hann hefði haldið sjúkleika konu sinnar brennivínskrampa og eftirköst hans, og sögðust þau feðginin hafa reynt að koma undir hana þurrum tuskum einu sinni á dag. Þau töldu sig ekki hafa getað betur gert, því að maddaman hefði kveinkað sér svo, ef við henni var hrært. Yfirvöldunum þótti samt hjúkrunin hafa verið slælega stunduð. Var því mál höfðað gegn Billenberg og Sínu dóttur hans. Voru þau feðgin bæði dæmd til þess að greiða dálitla sekt - hann tuttugu ríkisdali, en jómfrúin fimm. Þau skutu málinu til landsyfirréttar, og var þá dóttirin sýknuð, en sektardómurinn yfir skósmiðnum var staðfestur. Billenberg þóttist harðneskju beittur, og urðu þessir atburðir til þess að hann lokaði skósmíðastofu sinni, seldi húsið og fluttist af landi brott. En þegar til lengdar lét, urðu hinir gjallróma hanar hans mönnum minnisstæðari cn bana- lega hinnar drykkfelldu konu hans. Þó veit enginn hvernig þeirra sögu lauk. færa hana móður yðar úr kjólnum og klukkunni, því að það er ófært að láta hana liggja lengur í því svona? sagði hún við jómfrúna. Þetta féllst dóttirin á. En hin sjúka kona mun ekki hafa þolað handatiltektir þeirra, enda þung og holdug, og varð það fangaráð þeirra að skera utan af henni kjólinn. Kom nú í ljós, að madd- aman var blaut upp á herðablöð. Þannig til reika hafði hún legið í fletinu síðustu dægrin. - Fáið þér mér nú serk hana móður yðar, sagði Guðrún. En dóttirin eyddi því og taldi móður sína ekki þola, að kvotlast væri meira með hana. Lét Guðrún sér þau svör lynda og fór leiðar sinnar. Þó leit hún eitthvað inn næstu daga, en hafðist ekki frekar að. Billenberg var allar stundir á loftinu við skósmíðar sínar, og þar sat dóttir hans oftast hjá honum á daginn. Enginn skeytti um hina sjúku konu, þar til á laugardagsmorgun, að Jón Þorsteinsson landlæknir var kvaddur til. Lá maddam- an þá enn óræst á nærklæðunum á dýnunni, rænulítil. Þó hafði Billenberg komist að því, eftir að kjóllinn var 1« JnmW •»»»»> hönum, sem allir eru að reyna að herma eftir gamla hananum og góla á kálgarðin- um milli Gunnlaugssenshúss og Billen- bergshúss, og minna þessir hanar mig þráfaldlega á þetta vers: Pétur þar sat í sal...“ Þetta hefur Benedikt Gröndal sagt satt, því að á gömlu blaði, sem komið & En hananna getur víðar en í þessu vísubroti. í bréfi, sem Benedikt Gröndal skrifaði Jóni Guðmundssyni, síðar rit- stjóra Þjóðólfs, í ársbyrjun 1852, er þessi frásögn: „Billenberg hefur hér ógrynni af Skósmiður þessi var þýskrar ættar, upprunninn í Mecklenburg. Hann hét fullu nafni Jóhann Jörgen Billenberg. Hann barst til Kaupmannahafnar, ungur maður, og festi þar ráð sitt. Kona hans hét Lovísa Karólína, og áttu þau tvö • fíí Hanar Billenbergs ■ Reykjavík á dögum Billenbergs og maddömu hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.