Tíminn - 25.03.1984, Blaðsíða 16
“ i
We’ve got some great
looking birds in
ICELAND
ICELANDAÍR
■ Lundinn er hinn spaki fugl og ekki spillir litadýrðin. Þegar hann er
kominn með sjónaukann, þá gefur hann engum alþjóðlegum trúista eftir.
Þetta er ein af hugmyndunum sem hinir snjollu augiýsingamenn Flugleiða
fengu í sambandi við auglýsingaherferð Flugleiða.
landsleiðum. Höfum við gert sérstakan
samning við SAS í því skyni.
Gífurleg aukning á „stop-over" far-
þegum á Islandi hefur verið hjá okkur á
síðustu árum. Sérstaklcga er eftirtektar-
vert, hversu mikil aukning er á lengri
dvölinni, það er að segja þriggja sólar-
hringa dvöl. Einnig, hve algengt það er,
að fólk framlengi dvölina hér um einn
eða tvo sólarhringa eftir að það hefur
kynnst landinu með „stop-over“ dvöl
hér. Þessi þróun er einnig sérstaklega
hagstæð með tilliti til þess, hversu mikil
áhrif þessi aukni ferðamannastraumur
hefur á allt atvinnulíf á íslandi og
ferðaiðnaðinn þó sérstaklega.
Nýr íslenskur
bæklingur
Einmitt núna er að hefjast mikið átak
í þessu efni og í dag er sá hamingjudagur
hjá okkur. sem erum að undirbúa þetta,
að Prentsmiðjan Oddi er að byrja prent-
un á 200.000, - tvöhundruð þúsund,
litprentuðum bæklingum, til dreifingar í
vélunum og hjá ferðaskrifstofum víðs-
vegar um heiminn, tilkynningar á „stop-
over“ þjónustu okkar. Sérstakt ánægju-
efni er að skýra frá því að þetta verkefni
er alíslenskt því Auglýsingastofa Gunn-
ars Gunnarssonar hannaði allan bæk-
linginn. t>að, sem meira er, að í ljós
hefur komið að íslendingar eru algjör-
lega samkeppnisfærir við útlendinga í
þessum efnum.
Ýmsir aðilar hér á landi hafa sýnt
þessu „stop-over" átaki okkar mikinn
áhuga, enda skapar þetta mikla atvinnu
hjá mörgum og reyndar vítt og breitt um
landið. Reykjavíkurborghugleiðireinn-
ig að láta vissa þjónustu í té í þessu
sambandi, og ef til vill fá þessir farþegar
frítt í strætó, í söfn og í sundlaugar
borgarinnar.
Þá erum við með ýmislegt á prjónun-
um fyrir farþega okkar af yngri kynslóð-
inni í vélunum. til þess að skemmta þeim
meðan á flugi stendur.
Nú í framhaldi af þessu er kannski
ekkert undarlegt að við erum bjartsýnir
hérna hjá Flugleiðum og lítum glaðir
fram á sumarið. Einstaka mál og fréttir
hafa einnig orðið til þess að styrkja þessa
bjartsýni okkar, t.d. komum við mjög
vel út úr 15 mínútna ferðaþætti í breska
sjónvarpinu BBC fyrir skömmu. Þetta
er mjög virtur þáttur, þykir reyndar
gagnrýninn, en ísland fékk stöðugt hól í
honum. Meira að segja talað um hversu
ódýrt sé að versla hér og þá held ég nú
að við megum vel við una.
Fyrst við erum að nefna Bretland þá
má benda á það, að Ferðamálaráð,
ferðaskrifstofur og yfirvöld ferðamála á
íslandi stóðu að sérstaklega vandaðri
kynningu á íslandi og stjórnaði henni
Einar Benediktsson, sendiherra í Bret-
landi, en hann sýndi þessu máli mikinn
áhuga.
Árangurinn af þessari sýningu og öðru
starfi hefur heldur ekki látið á sér
standa, því viðskipti frá Bretlandi hafa
aukist um 37% á síðasta ári og fjölgun
breskra ferðamanna á sama tíma nam
21,9%.
Norðurlandamarkaðurinn tekur ekki
svona stór stökk en hann er stöðugur.
Við eigum þó von á talsverðri aukningu
á Norðurlandamarkaðinum á þessu ári,"
sagði Hans Indriðason, forstöðumaður
Norðursvæðis Flugleiða að lokum.
G.T.K.
MARS1984
Flugleiðamenn bjartsýnir:
Mikil fjölgun
n Hans Ind-
riðason, for-
stöðumaður
Norður-
svæða Flug-
Rætt við Hans Indriðason,
forstöðumann
Norðursvæðis Flugleiða
■ Gífurlegt starf hefur verið unnið af hálfu
Flugleiða hf á undanförnum árum að kynna ísland
á erlendum vettvangi og efla markað félagsins
beggja vegna Atlantsala. Hans Indriðason er for-
stöðumaður Norðursvæðis Flugleiða. Var hann
spurður hvað væri helst að ske á þeim vettvangi.
„Sé litið á Norðurlandamarkaðinn“ sagði Hans,
„en þá er það hinn svokallaði ráðstefnumarkaður
á Norðurlöndum, sem við sækjumst einna mest
eftir núna. Sérstaklega eru það fyrirtækjaráð-
stefnur, sem við erum á höttunum eftir. Þær eru
frekar smáar og þægilegar fyrir okkur, svona uppí
150 manns. í þessu sambandi höfum við sett af
stað heljar mikla ráðstefnuherferð á Norðurlönd-
unum, Bretlandi og í Þýskalandi. Mun auglýsinga-
herferð í því sambandi hefjast í næsta mánuði.
Auglýsingastofa okkar í Svíþjóð, mun sérstaklega
annast útfærslu á þessu verkefni.
I framhaldi af þessu búum við svo til
sérstaka „pakka" fyrir stærri fyrirtæki,
t.d. Volvo-pakka og Philips-pakka.
Þessir pakkar verða að hluta til miðaðir
við sérþarfir hvers fyrirtækis og munum
við hafa samráð við kynningardeildir
þeirra. Að hluta til geta fyrirtækin einnig
notað þessi tilboð til þess að örva góða
starfsmenn í starfi og gefa þeim frí og
farseðil á svona ráðstefnu. Verðlaunað
góða starfsmenn og mun þá nafn íslands
auðvitað tengjast góðri ferð.
I þetta hefur heilmikil vinna farið hjá
okkur undanfarið og er unnið sameigin-
lcga með öllum söluskrifstofum okkar á
Norðursvæðinu t.d. á Norðurlöndum,
Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi.
Þessi herferð okkar hefur spurst út til
fyrirtækja og nú þegar hafa þrjú fyrirtæki
pantað ráðstefnuaðstöðu hjá okkur,
áður en nokkuð er farið að auglýsa.
Þannig njótum við hins nána samstarfs
við söluskrifstofur okkar um þetta mál
og auglýsingaskrifstofur okkar erlendis,
sem eru mjög færar í sínu starfi. Sölu-
stjórar okkar erlendis hafa einnig lagt
mjög mikið á sig við undirbúning þessa
máls og kemur sér nú vel, hversu gott
mannval við höfum í fyrirsvari fyrir
söluskrifstofunum. Þess njótum við svo
sannarlega hjá félaginu og einnig fjölda
margir aðilar hér á landi sem beint og
óbeint hafa mikla vinnu í kringum þetta
allt saman.
Skemmtilegt er að skýra frá því, að
við beittum okkur fyrir skoðanakönnun
í Skandinavíu og staðfesti það fyrri
könnun ferðamálaráðs, að ísland var
mjög vinsælt og ofarlega í huga fólksins
sem ferðaland. Þannig kom fram, að
meðaltali var ísland annað landið, sem
allir vildu heimsækja. Þessi niðurstaða
örvar okkur mjög í markaðsaðgerðum á
þessu svæði, þar sem markaðurinn virð-
ist svo mjög opinn fyrir okkur.
Mikil aukning í vetur
Þá hefur það óneitanlega stutt mjög
við bakið á okkur, í að efla þessa
ferðamennsku, að aðstaða öll hér í
Reykjavík er til fyrirmyndar að taka á
móti erlendum ferðamönnum. í rauninni
er hún hreint á heimsmælikvarða hvað
skemmtistaði og veitingahús áhrærir.
Sem dæmi um vinsældir íslands, get ég
aðeins nefnt, að bara í vetur koma
hingað um 1800 Svíar og er þó veturinn
ekki heitasti ferðatíminn, ef svo má að
orði komast. Frómt frá sagt er það
einmitt mjög hagstætt fyrir okkur Islend-
inga að fá svona aukningu í ferðamenn-
skuna um vetrartímann. Þarna hefur
orðið um helmingsaukning á milli ára,
því að í fyrravetur komu hingað um 1200
Svíar.
Nú, - við veltum auðvitað ýmsu fyrir
okkur hérna hjá Flugleiðum og reynum
að eygja möguleika fyrir ferðaiðnaðinn
í ýmsu, sem fyrir hendi er hér heima.
T.d. langar mig sérstaklega að benda
á Bláa-lónið við Svartsengi í þessu
sambandi. Þarna eru frá okkar sjónar-
hóli stórkostlegir möguleikar. Lækn-
ingarmáttur vatnsins er óvéfengjanlegur
og þetta hefur frést vel út fyrir landstein-
anna. Mér er ánægja að skýra frá því, að
áhuginn erlendis virðist mjög mikill,
jafnt hjá erlendum ferðamálafrömuðum
sem erlendri heilsugæslu.
Saga farrými
Ýmislegt spennandi er einnig að gerast
hérna hjá okkur Flugleiðamönnum
sjálfum. Sérstakt ánægjuefni er að geta
bent á þá viðbótarþjónustu, sem Flug-
leiðir koma til með að bjóða í flugvélun-
um frá og með 1. apríl.
Þá tökum við upp svokallaða „Saga“
- þjónustu. Við vöndum til hennar á
allan hátt og leyfi ég mér að fullyrða að
hún sé mjög góð og kynni þá einhver að
segja, að lengi má gott bæta. Heitið á
þjónustunni er sérstaklega valið með
tilliti til þess, að orðið „Saga“ er alþjóð-
lega þekkt orð og tengt norrænni menn-
ingu og íslandi sérstaklega.
Við setjum upp lítið þil í vélarnar til
þess að afmarka Saga-farrýmið. Gert
verður ennþá betur við Saga farþega í
mat og drykk og þeir fá aukið pláss og
næði. Þessi þjónusta verður til reiðu
fyrir alla þá, sem greiða hæsta fargjald.
Hún hefur verið reynd hjá SAS-flugfé-
laginu með mjög góðum árangri og þykir
sérstaklega heppilegt millistig á milli
hinnar hefðbundnu skiptingar farþega í
fyrsta farrými og venjulegt farrými.
Auk þessa aukna pláss og næðis,
ókeypis drykkja og borðvína þá fá
farþegar á Saga-farrými fljótari afgreið-
slu í flughöfnum við sérstakt borð.
Erlendis verður þessi þjónusta okkar í
flughöfnum á Norðurlanda- og Bret-