Tíminn - 25.03.1984, Blaðsíða 11
SUNNÚDAGUR 25. MARS 1984
Eitt af því sem skilur á milli karls og konu er
skeggið, þó svo að á þeirri reglu séu
undantekningar eins og öllum öðrum
reglum. Hugmyndir okkar um frummanninn
eru yfirleitt í þá veru að hann hafi verið I
oðinn mjög og víst er um það að sá siður,
að raka á sér skeggið, er tiltölulega nýr í
sögu mannsins. Ætla má að það hafi ekki
verið fyrr en með tilkomu sæmilegra bit-
vopna að menn fóru að gera tilraunir með
það að snyrta á sér skeggið eða jaf nvel raka
það alveg af. Allar götur síðan hafa menn
verið ýmist fúlskeggjaðir eða vel rakaðir og
allt þar á milli og hefur það farið eftir
tískunni hverju sinni hver hatturinn hefur
verið hafður þar á.
■ Það munu hafa verið Makedóníu-
menn sem einna fyrstir töku upp á því
að raka af sér skeggið og;síðan breiðist
sá siður út til annarra landa fyrir botni
Miðjarðarhafsins. Til eru heimildir um
rakara og bartskera í Grikklandi 500
árum fyrir Krist en Rómverjar fóru ekki
að láta raka á sér skeggið fyrr en
kringum árið 454 f. K. þegar hópur
grískra rakara sem búið höfðu á Sikiley
fluttist til meginlandsins þar sem þeir
tóku til við að raka Rómverja og höfðu
yfrið nóg að gera. Stofur þeirra urðu
brátt vinsælar meðal almennings þar
sem þar var hægt að fá nýustu fréttir og
sögur úr samtímanum auk andlitssnyrt-
ingarinnar. Ríkir menn og þeir sem
eitthvað áttu undir sér létu þó þræla sína
og þjóna raka sig í heimahúsum þannig
að þessar fyrstu rakarastofur voru mest
sóttar af almúganum.
Hár og skegg manna hefur löngum
þótt óaðskiljanlegur hluti þeirra og með-
al margra frumstæðra þjóða er ákaflega
mikið íagt upp úr því að brenna eða
grafa í jörðu hár sem rakað er af
mönnum. Þennan sið er að finna meðal
margra mismunandi þjóða á ólíkum
stöðum á jörðinni. Menn trúa því að
með því að komast yfir hár af manni geti
sá hinn sami náð ákveðnu valdi yfir
hinum rakaða. Hugsið ykkur hvílíkum
völdum rakarar og hárgreiðslufólk gætu
náð ef stéttin notfærði sér slíkt. í
gegnum tíðina hafa líka margar þjóðir
bannað það að karlmenn klipptu hár sitt
og skegg og hafa þar oftast komið til
trúarlegar ástæður. Þannig hafa t.d.
Gyðingar haldið skeggidu í gegnum
aldirnar og gera enn auk þess sem sumir
þeirra halda enn þeim sið að láta einn
lokk vaxa meira en annan hluta hársins
og kallast sá lokkur „Peyot".
I öðrum samfélögum á öðrum tímum
hefur það beinlínis varðað við lög að láta
sér vaxa skegg eða þá að lagðir hafa
verið þungir skattar á þá menn sem
skegginu vildu halda. Frægt dæmi um
slíkar skeggofsóknir eru lög þau er Pétur
mikli Rússakeisari setti landsmönnum
sínum þar sem mönnum var gert að
greiða miklar fjárupphæðir ef þeir vildu
halda hýjungnum. Löngu fyrr hafði
Alexander mikli harðbannað mönnum
sínum að hafa skegg vegná þess að hann
taldi það gæti komið sér illa í návígi að
ganga með slíkt handfang framan í sér.
Á öðrum tímum í sögunni hafa þó
menn greinilega lagt mikið upp úr því að
vera með fallega hökutoppa af öllum
stærðum og gerðum. Þær heimildir sem
við höfum t.d. af-hinum miklu menning-
arríkjum Mesapótamíu gefa til kynn að
þar hafi menn látið sér vaxa skegg og
fundist hafa ýmis konar verkfæri frá
þeim tíma sem greinilega hafa verið
notuð til að snyrta skegg manna. Á
þessum tíma er einnig farið að nota
jurtaolíu og liti til að hressa upp á
skeggið auk krullujárna til að fá í það
fallegar bylgjur. Vitað er að Persar
notuðu henna til skegglitunar auk þess
sem fínmuldu gulli var stráð í skegg
þegar mikið var við haft. Egyptar voru
líka skeggmenn og snéru gjarnan upp á
hökutoppa sína og fléttuðu inn í þá
gyllta og mislita borða. Þar þótti það svo
fínt að vera með skegg að jafnvel konur
reyndu að líkja eftir mönnum að þessu
leyti og báru þær oft eins konar gervi-
skegg sem útbúið var þannig að þunnar
plötur úr eðalmálmum voru hnýttar með
borðum um kjálka og höku.
Forfeður okkar á Norðurlöndunum
og í Norðuf-Evrópu voru eins og allir
vita fúlskeggjaðir fram eftir öldum og
virðast hafa; gert lítið af því að snyrta
skeggið. Hjá þeim eins og svo mörgum
öðrum virðist skegg hafa verið tákn
karlmennsku og hreysti eða þá merki
vísdóms og þekkingar, allt eftir því
hvaða eiginleikarvoru í hávegum hafðir.
Þannig hefur því verið haldið fram að
hinn mikli hár og skeggvöxtur Haraldar
hárfagra hafi átt að undirstrika kraft
þann og styrk sem hann bjó yfir.
í Njálssögú er hinn vísi Njáll hæddur
fyrir það að vera ' skegglaus og segir
það okkur sína sögu.
Á miðöldum fara evrópskir karlmenn
í auknum mæli að raka af sér skeggið og
jafnframt fjölgar hár- og bartskerum.
Þeir höfðu og öðrum störfum að gegna
þar sem þeir einnig fengust við ýmiss
konar lækningar svo sem blóðtökur og
uppskurði. Ef taka þurfti fót eða hendi
af manni var farið með hann til rakarans
sem veitti íslíka þjónustu gegn vægu
gjaldi. Frá þessum tíma er hiö kunna
merki rakara, súla með snúnum borða í
þremur litum, og mun rauði liturinn
tákna blóð viðskiptavinarins, hvíti litur-
inn táknar umbúðirnar og hinn blái æðar
hans.
Á fyrri hluta þessarar aldar voru
íslenskir karlmenn lítt skeggjaðir nema
þá helst að yfirvaraskeggið væri látið
halda sér eða hormottan eins og það er
stundum nefnt á övirðulegu máli í
skeggræðum manna í millum. Einstaka
menn létu bartana halda sér svona til að
undirstrika það að við ættum ættir að
rekja til konunga og stórmenna á megn-
inlandi Evrópu. Það er í rauninni ekki
fyrr en Bítlárnir og blómabörnin fóru að
láta í sér heyra að mönnum tók að þykja
það fínt að láta andlitshár sín vaxa
óskafin og náði náttúrubylgja þessi því-
líkri hæð að konur fóru jafnvel að ganga
með fótleggi sína órakaða. Síðan þá
hefur verið éins konar skeggöld á íslandi
en ósagt skal látið hvernig skeggmálin
þróast í framtíðinni.
rjr
Wt-
ii
Tilvalið fyrir
• sumarbústaði
• fiskvinnslur
• heimili
• fyrirtækii
matvælaiðnaði
#bændur
# verslanir
Engin mus
inn i mitt hús
„HÁTÍÐNI HÖGNI"
Ver hús þitt fyrir músum,
rottum og öðrum meindýrum með
hátíðnihljóði (22kHZ - 65kHZ).
Tæki þetta er algjörlega skaðlaust
mönnum og húsdýrum.
Tækin notist innandyra og eru fyrir 220 v
Þau eru til í 4 stærðum.
Póstsendum
Upplýsingar í síma 12114 til kl. 20
Eða eitt gimilegasta úrval af heimabökuð-
um kökum í bænum?
Gerðu þá svo vel að heimsækja endur-
nýjaðan og stórglæsilegan veitingasal
okkar, — þótt ekki sé nema til að kynn-
ast vinsæla setkróknum.
Nýr matseðill!
Betra er að fara
seinna yfir akbraut
en of snemma.
^U^FEROAH
TRAKTORAR BÚVÉLAR
Söluskrá
Notaðir traktorar
Ford 6600 árg. 78
Ford 2000 " 68
Ford 2000 " 67
Ford 3000 " 65
Ford 3000 " 70
Ford 3000 " 74
Ford 3600 " 76
Ford 7600 " 78
MF 135 " 75
Zetor 4911 " 79
Ýmsar gerðir af notuðum
búvélum.
D ÞÚRb SfMI SISQO'ABMÚI.A-i'l
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk:
Sauðárkróksbraut II
Uppbygging hluta Sauðárkróksbrautar innan Sauðár-
króks. Helstu magntölur:
Lengd 1,4km fylling 4500 m3
skering 1400m3 burðarlag 6500 m3
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júlí 1984.
Norðurlandsvegur í Langadal
Uppbygging hluta Norðurlandsvegar í Langadal. Helstu
magntölur:
Lengd 2,5 km fylling 44400 m3
skering 2800 m3 burðarlag 12000m3
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. ágúst 1984.
Efnisvinnsla I á Norðurlandi Vestra 1984.
Mala skal burðarlagsefni í Reynistaðarnámu. Efnismagn
er 7000 m3. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júlí 1984.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Vegagerðar
ríkisins á Sauðárkróki og hjá aðalgjaldkera Vegagerðar
ríkisins, Borgartúni 5, Reykjavík, frá og með mánudeg-
inum 26. mars n.k. gegn 1000 kr. skilatryggingu fyrir
hvert verk.
Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breyt-
ingar skulu berast Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki
skriflega eigi síðar en 2. apríl n.k.
Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í
lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar
ríkisins, Borgarsíðu 8, Sauðárkróki, fyrir kl. 14.00
mánudaginn 9. apríl 1984 og kl. 14.15 sama dag verða
tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem
þess óska.
Reykjavík. í mars 1984
Vegamálastjóri.