Tíminn - 25.03.1984, Blaðsíða 26

Tíminn - 25.03.1984, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 25. MARS 1984 ELKE SOMMER Þótt æskudagar séu að baki lætur leikkonan Elke Sommer ekki deigan síga og er ákveðin að njóta lífsins til hinstu stundar Hún prjónar og þetta er fjórða heimaunna flíkin sem brátt mun skarta yfir fögrum barmi Elke Sommer. Hún situr á rúmstokknum í ódýru hótel- herbergi í Fulda, en þar á að opna sýningu á myndum eftirhana á morgun. Hinar flíkurnar þrjár vann hún þegar hlé varð á upptökum á amerísk- ungversku myndinni sem hún lék / suður í Búda- pest. Þaðan kom hún í gær. ■ Klukkan er þrjú að nóttu. í fjórtán klukkustundir hefur hún verið full af spennu og óþreyju og lagt ýmsar þrautir á vin sinn, Tom: Hún segir: „Puppi, aðeins meira vin. Viltu drepa í sígarett- unni. „Hún segir: „Ástin, ég þarf að þvo á mér hárið. Ertu búinn að panta flugið til Los Angeles." Athafnasemin er henni það sama og áfengið er áfengissjúklingn- um. „Ég legg mig svo hart fram við allt sem ég geri, líka þegar ég spila tennis. Þá tala ég ekki orð, því annars er ég alveg ómöguleg." En nú er hún ekki vel upp lögð. Hún er óörugg og tvístígandi. Stráksskapur- inn í framkomu hennar fær ekki leynt því að hún á í striði við sjálfa sig. Það er ekki svo óvenjulegt þegar 43ja ára kona á í hlut, en hvað Elke snertir þá er þetta tímabundið ástand, sem hún ætlar sér sem fyrst að komast yfir. Tuttugu og þriggja ára ferill, þar sm hún hefur fyrst og fremst leikið Ijóskuna fögru, hina síungu konu, hefur orðið til þess að þegar árin færast yfir hlýtur hún að koma að veigamiklum vegamótum. Hinar arðbæru kvikmyndir frá sjötta áratugnum, þar sem lítið var umtal og lítið um klæðnað á leikurunum urðu smám saman að réttnefndri þriðjaflokks framleiðslu og þegar að því kom að reyna að lengja lífdaga þeirra í formi nýrrar sviðsuppfærslu í Þýskalandi, þá komu ekki nema 6200 áhorfendur á vettvang. Ekki var ferill hennar sem leikara í farandleikhúsi heldur án áfalla. Hún lék þarna í þáttum svo sem „Leyndarmálið í herbergjum mandarínans" og „Á veitingahúsi í Dallas" og voru þeir sýndir í samkomuhúsum og í verksmiðj- um. En skyndilega var þessum ferðum ■lokið. Hún fékk bólgur í raddböndin og gat því ekki látið til sín heyra í salnum lengur. Ekki er ástandið heldur þessa dagana þannig að ástæða sé til húrrahrópa. í fjögur ár hefur hún nefnilega deilt tíma sínum á milli sextugs eiginmanns síns, sem er Bandaríkjamaður, og þrjátíu og þriggja ára vinar sem hún á í Frakklandi, þótt hann sé þýskur. Hún gerir sér grein fyrir að þetta getur ekki gengið enda- laust. „Ég get ekki við þessu gert," segir hú. „Ég elska þá báða." Helst kæmi breyting á hlutunum til greina ef hún eignaðist barn það sem hún ráðgerir að eignast með Tom. í 16 ára hjónabandi hennar með hinum bandaríska Joe stóð sífellt til hjá þeim að eignast barn, en það varð samt aldrei. Hún hefur fjórum sinnum misst fóstur, og nú er tíminn að renna út. Hormónar, uppskurðir og sérfræðingar geta ekki hjálpað, og ekki hún sjálf og er það í fyrsta sinn sem hún verður að reyna slíkt. Þetta fær hana oft til þess að skæla. „Mér hefur tekist allt annað," segir hún. „Hún hefur náð árangri á þremur sviðum, eignast tvo dásamlega menn, falleg hús og gnótt af peningum. „Ég er samt vel á mig komin, heilbrigð og vel þjálfuð. Ég er alltaf að sjá konur sem eru hver annarri digurri með fætur eins og undir fíl. En þær eru samt kasóléttar og eiga hrúgu af krökkum." Hún er ráðalaus, en fyrst og fremst eirðarlaus og þar á hlut að máli að nú hefur hún greinst með sjúkdóm sem fyrst varð vart við fyrir fjórum árum. Hún er með krabba á byrjunarstigi og æxli í brjóstunum af illkynjuðu tagi. „Nei, þeim skjátlat," sagir hún. „Það getur ekki verið krabbi. Mér líður svo prýðilega". Gerður var á henni upp- skurður sem tókst með ágætum, en skelfingin er söm og áður. Hún má ekki finna minnsta kláða til þess að hún verði frá sér af skelfingu. Oft hlær hún að móðursýki sjálfrar sín. En óttinn er viðvarandi og sömuleið- is fíknin. Hún hremmir allt það sem hún nær í. Hún var eins og dauðadæmdur maður sem fær krásir bornar fyrir sig í hinsta sinn. „Ef til vill hugsa ég um að hver dagurinn geti orðið sá síðasti", segir hún. Sýninguna á að opna klukkan fjögur. Elke sefur til klukkan tólf. Tom dregur þykkt, svart flauelstjald frá glugganum, en það hefur hún jafnan með sér á ferðalögum, hringir eina hringingu og tekur að pakka niður pelsunum... Nú er farið til innkaupa. Tvær flöskur af víni eru keyptar í vöruhúsinu, þar sem verðið er þar hagstæðara en á hótelinu og líka er keypt peysa með bólstruðum öxlum. Elke er ómáluð. Hárið er hulið að mestu undir hettunni á víðum anorak. Aðeins hvítt netsjal minnir á Holly- wood-dagana. „Þetta voru góð kaup," segir hún. „Hundódýrt." Kennslukona ein frá Fulda hefur séð um að bjóða gestum til sýningarinnar, bæði til þess að flytja „dálitla menningu inn í bæinn okkar" og líka til þess að hjálpa „elskunni henni Elke" til þess að gera góða verslun. Á myndunum má sjá svipmyndir frá frídögum á Spáni, þar sem Elke á íbúð við ströndina. Hún er þarna léttklædd, en hvað er Elke Somm- ers eðlilegra en það, enda er hún stolt af barmfegurð sinni. Hún er klædd samfestingi úr blágráu silki. Hún er taugaóstyrk, spyr blóma- skreytingamanninn álits og færir mynd- irnar stöðugt til á veggjunum. Þrír ungir aðdáendur vilja fá eiginhandaráritun og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.