Tíminn - 27.03.1984, Page 2

Tíminn - 27.03.1984, Page 2
2______ fréttir ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1984 Alþingi afhent áskorun 15. þús. íslendinga um jöfnun kosningaréttar: LANDIÐ VERÐI EITT KJÖRDÆMI OG MNGMÖNNUM FÆKKAD ■ „Miðað við mótmælin sem bárust frá Hún vetningunum og svo þetta er það líklega nokkuð gott frumvarp sem við höfum fyrir Alþingi núna“, sagði Steingrímur Hermannsson þegar hann veitti viðtöku skoðanakönnun Samtaka áhugamanna um jafnan kosningarétt í Alþingi í gær, en samkvæmt henni eru innan við eitt prósent kjósenda á suövesturhorninu fylgjandi þeirri leið sem farin cr í frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi um kosningalöggjörina. „Þeir voru 600 Húnvetningarnir en við erum með áskorun 15000 kjósenda“, svaraði einn forsvarsmanna Samtakanna athugasemd forsætisráðherra. Af 15000 þátttakendum skoðana- könnunar Samtaka áhugamanna unt jafnan kosningarétt kaus yfirgnæfandi nteirihluti að kosningaréttur verði jafn- aður að fullu og þingmönnum fækkað. Stór hópur kjósenda vildi að landið verði gert að einu kjördæmi og alls kusu 2/5 hlutar þátttakenda þetta þrennt saman. Aðeins 0,6% kaus sér þá leið sem gert er ráð fyrir í kosningalagafrum- varpi þvf sem nú liggur fyrir Alþingi. Þetta kom fram í ávarpi Valdimars. Kristinssonar formanns Samtaka áhuga- manna um jafnan kosningarétt við af- hendingu skoðanakönnunarinnar í hendur Alþingis en forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti sameinaðs þings veittu henni viðtöku í gærdag. Skoðanakönnun þessi fór frant fyrir réttu ári og eru flestir þáttakendur úr Reykjavík og Reykjaneskjördænti en. 488 úr öðrum kjördæmunt. Af þeim 15.000 sem þátt tóku í skoðanakönnun- inni vildu 87 eða 0,6% fara þá leið að fjölga alþingismönnum, jafna atkvæða- vægi hluta og halda núverandi kjördæma- skipan en það er sú leið sem farin er í frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi. Samtök áhugamanna um jafnan kosn- ingarétt mælast því til þess, að þingmenn leggi til hliðar þetta frumvarp og semji annað sem „sé í samræmi við vilja meirihluta landsmanna. Þann vilja gætu landsmenn staðfest í þjóðaratkvæða- greiðslu, ef þingmenn vildu gefa kost á því" sagði Valdimar Kristinsson við afhendinguna í gær. „Ég er að vona að við höfum fundið hinn gullna meðalveg í því kosningalaga- frumvarpi sem nú liggur fyrir“ sagði Steingrimur Hermannson í samtali við Tímann í gær. „Um þetta eru alltaf skiptar skoðanir, sumuni finnst gengið of langt í jöfnun atkvæðavægis því þéttbýlið hér sunnanlands hafi svo margt umfram landsbyggðina en aðrir vilja ganga enn lengra og koma á fullum jöfnuði á vægi atkvæða. Annars er það ekki mitt að dæma um hver áhrif þessi könnun hefur á afgreiðslu frumvarpsins, það verður að ráðast“, sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Þess má að lokum geta að verði gerðar breytingar á núverandi kosningalaga- frumvarpi tefur það gildistöku kosninga- laga um einar kosningar. Breyting á kjördæmaskipan og kosningalögum er stjórnarskrárbreyting sem þarf að af- greiða tvisvar frá Alþingi og skal vera kosið til Alþingis í millitíðinni. Það frumvarp sem nú Iiggur fyrir þinginu var samþykkt síðasta vetur og síðan var kosið til Alþingis í vor. Verði frumvarpið samþykkt óbreytt fyrir næstu kosningar þá verður kosið eftir því næst. Verði hinsvegar gerðar á því einhverjar breyt- ingar þarf að leggja það fyrir þingið í þeirri mynd eftir næstu kosningar og því tækju þau lög fyrst gildi við þarnæstu kosningar. -b. ■ Þetta eru íslandsmeistararnir í vaxtarrækt 1984, þau Hrafnhildur Valbjömsdóttir og Jón Páil Sigmarsson. Keppnin var haldin í Broadway á sunnudaginn. Tímamyndir: Ámi Sæberg ■ Hörð keppni var um íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki milli þeirra Hrafnhildar Valbjörnsdóttur (t.h.) og Aldísar Árnardóttur (í miðju) og voru ýmsir áhorfendur óánægðir með úrslitin. Þriðja stúlkan á myndinni er Elín Ólafsdóttir. ■ Frá afhendingu skoðanakönnunar Samtaka áhugamanna um jafnan kosningarétt, talið frá vinstri, Valdimar Kristinsson formaður samtakanna, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti sameinaðs þings og tveir af forgöngumönnum um jöfnun kosningaréttar, þeir Ragnar Ingimarsson og Guðjón Lárusson. Tímamynd Róbert Hverjir eiga eftir að semja? FLUGUÐAR, VIRKJUNARMENN OG UNDIRMENN A FARSNPUM ■ Helstu kjarasamningar sem enn er eftir að gera munu vera hjá félögum flugliða, þ.e. flugmanna, flugvélstjóra, flugvirkja og flugfreyja, nýr virkjanasamningur og samningur við nokkra hópa undirmanna á farskipum. Fiskimannasamningar eru einnig allir eftir, bæði við undir- og yfirmenn, að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara. Guðlaugur sagði hugmyndir uppi um að gera einn virkjanasamning fyrir allt landið með síðan sérafbrigðum fyrir hvern virkjanastað, sem hann taldi stórt mál og alveg ófrágengið. Fjölmörg félög yrðu aðilar að slíkum samningi. Guðlaugur sagði samninga nú standa ■ Jón Baldursson og Hörður Blöndal sigruðu á helgarmóti sem haldið var á Akureyri um helgina í tilefni 40 ára afmælis Bridgefélags Akureyrar. í öðru sæti voru Bogi Sigurbjörnsson og Anton Sigurbjörnsson frá Siglufirði og í þriðja sæti enduðu Páll Jónsson og Þórarinn B. Jónsson frá Akureyri en þeir leiddu úrslitakeppnina þar til í síðustu umferð- unum. Alls tóku 56 pör þátt í mótinu. Mótið hófst á föstudagskvöldið með undankeppni sem lauk á laugardag. 20 efstu pörin spiluðu síðan til úrslita á sunnudag, sérstaka keppni. Alls voru veitt verðlaun fyrir 6 efstu sætin í úrslitakeppninni, þar af peningaverð- laun fyrir þrjú efstu sætin. Bridgefélag Akureyrar var stofnað 5. T vær konur f rá Greenham Common í heimsókn hér ■ Hér á landi eru nú staddar tvær konur úr hópi þeirra fjölmörgu kvenna sem haldið hafa uppi friðsamlegum mót- mælum gegn uppsetningu nýrra kjarn- orkueldflauga við Greenham Common í Bretlandi. Konur þessar ætla að hitta íslcnskar konur á fundi sem haldinn verður á Hótel Borg n.k. þriðjudags- kvöld kl. 20.30, þar sem þær munu segja frá baráttu sinni og sitja fyrir svörum. yfir við ríkisverksmiðjurnar. Að þeim loknum hafi síðan venjulega verið farið í að ganga frá ýmsum samningum við Rafmagnsveiturnar, Landsvirkjun Kröflu, línumenn og fleiri aðila. Spurður um mögulegan fjölda kjara- samninga sagði Guðlaugur málafjölda júní 1944 en fyrsta keppnin á vegum félagsins var í ársbyrjun 1945. Þrír þeirra sem tóku þátt í fyrstu keppni félagsins voru viðstaddir mótið nú: Ár- mann Helgason sem lenti í 5. sæti á mótinu nú ásamt Jóhanni Helgasyni, Albert Sigurðsson sem stjórnaði afmælismótinu ásamt Guðmundi Kr. Sigurðssyni, og Árni Ingimundarson, sem greip í nokkur spil á afmælismótinu, en var annars meðal áhorfenda. -GSH Félag nema í rafiðnum: Skorar á hár- greiðslu- meistara að samþykkja kjarasamninga ASÍ og VSÍ ■ Félag nema í rafiðnum skorar á hárgreiðslumeistara að samþykkja ný- gerða kjarasamninga ASI og VSÍ. Jafn- framt lýsir félagið yfir fullum stuðningi við baráttu hárgreiðslu og hárskeranema til að ná fram sömu launum og aðrir iðnnemar. _b. hjá sér hafa verið mestan um 80 mál á ári. Samningar séu þó miklu fleiri. Rammasamningur ASI og VSÍ er t.d. aðeins eitt mál hjá ríkissáttasemjara, en hann fer síðan heim í héruðin þar sem endanlega er skrifað undir samningana, hjá kannski 200-300 félögum innan ASÍ. Það sama sagði Guðlaugur eiga við um samninga BSRB, þar sé bara um eitt mál að ræða þótt fjöldi sérsamninga sé síðan eftir úti á landi. Slíkar sérkjaraviðræður bæði hjá ríkisstarfsmannafélögum og bæjarstarfsmannafélögum eru núna í gangi. - HEI. Alþingi: VEL GENGUR AÐÞ0KAMÁLUM ■ Mikið var unnið á Alþingi í gær og í neðri deild var haldinn kvöldfundur og var stefnt að því að afgreiða tvö írumvörp sem lög en bæði fjalla þau uni skattamál og þurfa helst að afgreið- ast samtímis þar scm þau tengjast hvort öðru. Er hér um að ræða frum- varp um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar í atvinnulífi og frumvarp um að fenginn arður af hlutafjáreign verði frádráttarbær að tíltcknu hámarki. Efri deild afgreiddi einnig frumvarp um almannatryggingar á tveim fundum og vísaði til neðri deildar, og lauk þar með 2. og 3. umræðu og tók neðri deild þegar til höndum og afgreiddi til 2. um- ræðu samdægurs. Þaðfrumvarpfjallarum hækkun bóta til þeirra verst settu og er lagt fram af ríkisstjórninni í framhaldi af yfirlýsingu sem húri gaf og tengdist nýgerðum samingum milli ASÍ og VSÍ. í efri deild fór fram 1. umræða um frumvarp um að breyta lausaskuldum bænda í föst lán en neðri deild sam- þykkti það frumvarp í lok síðustu viku. Bridge: Jón og Hörður sigruðu helgarmótið á Akureyri

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.