Tíminn - 27.03.1984, Qupperneq 6
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1984
6
í spegli tímans
' ' 'V
'
„ÉG ER BARA ÓSKÖP VENJULEG
— segir Cher, sem nú hefur verið tilnefnd
til Oskarsverðlauna
■ í 17 ár hefur heimurinn fengið að fylgjast með söngkonunni Cher.
Hefur klæðaburður hennar alltaf vakið mesta athygli, og reyndar svo
mikla, að ekki hefur skipt máli, hvaða aðra hæfileika, ef nokkra, hún
hefur til að bera. En nú hefur Cher heldur betur sýnt á sér nýja hlið.
Hún er nýlokin við að leika í sinni fyrstu kvikmynd og þykir
frammistaða hennar þar svo góð, að hún hefur þegar veitt viðtöku
Golden Globe verðlaunum fyrir hana og verið útnefnd til Óskarsverð-
launa.
Cher segir sig hafa dreymt um að verða leikkona síðan hún var 16
ára að aldri og fyrir 9 árum mannaði hún sig upp og gekk á fund
leikstjórans Mike Nichols og fór fram á að fá hlutverk í mynd, sem
hann ætlaði að fara að gera með Jack Nicholson og Warren Beatty í
aðalhlutverkum. Mike fannst þetta fáránlegasta hugmynd, sem upp
hefði komið lengi. Það var því sætur sigur fyrir Cher, þegar Mike kom
á fund hennar baksviðs á Broadway, þar sem hún var nýbúin að vinna
stóran leiksigur í sínu fyrsta hlutverki, og bað hana að taka að sér
hlutverk í kvikmyndinni Silkwood, sem hann ætlaði að fara að gera.
Með aðalhlutverk í hinni mjög umræddu kvikmynd Silkwood fer
Meryl Streep, einhver dáðasta leikkona á hvíta tjaldinu um þessar
mundir. Mike þurfti ekki annað en að nefna nafn hennar, Cher svaraði
þá umsvifalaust játandi tilboði hans um að leika í myndinni. En
fljótiega fór að renna á hana tvær grímur. Hvað myndi hin reynda
Meryl Streep segja við því að fá svona grænjaxl sér við hlið.
í Ijós kom, að þessar vangaveltur
Chers voru með öllu óþarfar.
Ekki leið á löngu þar til þær voru orðnar miklar vinkonur, og nú segir
>Cher Meryl vera aðra af tveim bestu vinkonum sínum.
Þannig er einmitt háttað sambandi þeirra í kvikmyndinni Silkwood.
Myndin fjallar um Karen Silkwood, sem fórst í bílslysi undir
tortryggilegum kringumstæðum fyrir 10 árum. Hún hafði starfað í
plútóníum verksmiðju, þar sem henni þótti miklu áfátt í öryggismál-
um. Þegar hún dó, var hún á leið til fundar við aðila, sem ætluðu að
kynna sér málið og styðja hana í baráttunni fyrir auknu öryggi í
verksmiðjunni. Alla tíð síðan hefur verið litið á hana sem píslarvott í
hreyfingu þeirri, sem berst gegn notkun geislavirkra efna hvar sem er
og hvenær sem er. Meryi Streep fer með hlutverk Karen Silkwood,
en Cher leikur bestu vinkonu hennar.
Þrátt fyrir, að Cher hefur nú tekið á sig aðra mynd í augum
almennings en hún hefur borið undanfarin 17 ár, segist hún ekki sjálf
sjá að hún sé neitt öðru vísi en hún hafi alltaf verið. Það er þá helst,
að hún er núna fyrst að láta rétta í sér tennurnar, 37 ára gömul! Að
öðru leyti sé hún eins gamaldags og hún hefur alltaf verið. - Eg er
ekki alkóhólisti, ég neyti ekki eiturlyfja. Ég hef alið upp 2 börn ein
míns liðs. Það er helst að ég hafl klætt mig öðru vísi en flestir aðrir,
og ég hef komist að raun um það, að það nægir til þess að fólk
hefur ímyndað sér alls konar vitleysu um mig.
Ég er bara ósköp venjuleg,
segir Cher.
■ Cher er orðin 37 ára og flnnst tími
kominn til að láta rétta í sér tennurnar!
■ Með aðalhlutverk í kvikmyndinni Silk-
wood fara Meryl Streep og Cher. Þær hafa
hlotið frábæra dóma fyrir frammistöðuna.
vidtal dagsins
Bo Maniette, sænskur trúbador og hádfugl gestur
íslensku hljómsveitarinnar:
AHORFENDUR VaT-
UST UM AF HLATRI
- þegar hann fluttiverkid íGautaborgaróperunni
■ „Þetta er undarlegt
tónverk, Pandemonium
kallast það en það þýðir
„athvarf allra illra anda, eða
staður þar sem allir vondir
kraftar hittast, blóðsugur og
annað illþýði. Verkið skipt-
ist í nokkra stutta kafla,
sem hver og einn fjalla um
eina persónu á mjög
leikrænan máta,“ sagði
sænski leikarinn, söngvar-
■
inn og háðfuglinn Bo Mani-
ette í spjalli við blaðið í gær,
en hann verður gestur ís-
lensku hljómsveitarinnar á
tónleikum hennar í Gamla
bíói í kvöld. Hann kemur
þar fram í gervi Drakúla
greifa og flytur þetta umtal-
aða verk með hljómsveit-
inni. Höfundurinn er Aust-
urríkismaður, H.K.
Gruber, afkomandi Gru-
bers þess sem samdi lagið
við jólasálminn Heims um
ból. „Það er mikill húmör í
verkinu, bæði tónlist og
texta," sagði Maniette, en
hann hefur flutt verki í
Gautaborg með óperu stað-
arins og fregnir herma að
viðstaddir hafi hreinlega
velst um af hlátri. Maniette
starfar við Gautaborgaróp-
eruna, en leggur mikla
áherslu á trúbadúrsöng, svo
sem margir góðir landar
hans. Verkið flytur hann á
sænsku.
„Eitt af því sem gerir
verkið svo fyndið er að
margir úr hljómsveitinni
leika á leikfangahljóðfæri.
Þar með er ekki sagt að þeir
sleppi léttilega, verkið er
óhemju erfitt að spila, það
er hægt að spila það en