Tíminn - 27.03.1984, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 19S4
9
á vettvangi dagsins
Einar Freyr:
Mjög hættulegt fordæmi
1.
Eitt af því. er sennlega hefur forðað
mér frá vissri tegund taugaveiklunar,
sem nú er svo mjög algeng á íslandi, er
það, að ég, þegar í æsku, vandist á það,
- að strax, og ekki láta það dragast
stundinni lengur, - að viðurkenna það
sem vel var gert af öðrum og án tillits til
þess, hver í hlut ætti.
Sennilega er þetta m.a. arfur frá hinni
íslenzku bændamenningu og skáldum
eins og Jóni Thoroddsen, Jóni Trausta
og Einari H. Kvaran sem alþýða manna
las mikið í lok 19. aldar og byrjun þeirrar
20,
Það var ekki fyrr en upp úr 1930 að
mjög sjúkleg framalöngun er farin að
gera vart við sig meðal skálda og rithöf-
unda, framalöngun sem oft nálgast geð-
veiki.
Mjög mikið fer að bera á falsmenn-
ingu. Fordildarmenn taka víða ráðin í
sínar hendur og ákveða hver sé hæfur og
hver óhæfur. Oft er reynt að ýta úr vegi
heiðarlegu og gáfuðu fólki, það er jafn-
vel troðið undir.
Slíkir fordildarmenn eru ekki aðeins
mikils ráðandi í stjórnmálaflokkunum
heldur og á flestum sviðum menningar-
starfseminnar,
Stjórnmálamenn, rithöfundar, lista-
menn og blaðamenn skipa sér oft í ólíkar
klíkur þar sem innbyrðis baráttan er oft
illskeyttari en baráttan milli hinna ólíku
hagsmunahópa. Framalöngunin er þegar
orðin að almennri taugaveiklun innan
hinna ýmsu hópa sem að menningu
starfa.
Þetta kemur út eins og endurspeglun
hinna alþjóðlegu stjórnmála þar sem
heimskan, grimmdin, hernaðarkapp-
hlaupið og taugaveiklunin ræður ríkjum.
Svo langt geta sumir íslendingargeng-
ið í hatri sínu á hæfileikum annarra, að
þeir vildu fremur að ísland og Islending-
ar sökkvi í hafið og týnist fremur en
íslenzkt hæfileikafólk fái notið sín á
eðlilegan og sjálfsagðan hátt. Þannig
þróazt nútíma Island.
2.
í Svíþjóð heyrir maður oft talað um
hina sænsku öfundsýki. Þessi sænska
öfundsýki er vanalega tengd öfund af
efnahagslegu tagi.
Þegar um er að ræða listræna hæfileika
á sviði tónlistar, leiklistar, myndlistar
eða í formi ritstarfa, er mjög sjaldan átt
við öfund. Öfundin nær ekki heldur til
sænskra stjórnmála eða vísinda.
Eina neikvæða þróunin í þessum efn-
um í Svíþjóð á seinustu árum hefur átt
sér stað í þeim leikhúsum þar sem lögð
var sérstök áherzla á hina svokölluðu
„hópvinnu" leikflokka. „Hópurinn" er
látinn starfa svo að segja án leikstjóra og
án leikritahöfunda. Það er bara „hópur-
inn“ sem vinnur líkt og í samyrkjubúum
í Rússlandi.
Slík „hópvinna" í leikhúsum á að vísu
fullan rétt á sér, svo framarlega leikhús-
fólkið vill starfa á slíkum grundvelli.
Stundum getur „hópurinn" unnið meira
gagn en „einstaklingurinn". „Hópvinna"
á því fullan rétt á sér og getur oft verið
nauðsynleg í ýmsum tilfellum.
En þetta „hópvinnu fólk" í leikhúsun-
um hefur ekki alltaf gert sér ljóst, að í
ákveðnum tilfellum er oft nauðsynlegt
að „einstaklingurinn" fái að njóta sín til
fulls. Vandinn er að geta lagt rétt mat á
vandamál verkefnisins og gert sér grein
fyrir því, hvenær sé bezt, að leggja
áherzlu á „hópvinnuna" og hvenær „ein-
staklingurinn" hafi meiri þýðingu en
„hópurinn".
Sagt er, að vegna mikils misskilnings
á þessum sviðum í Svíþjóð. hafi margar
sænskar rithöfundakynslóðir bókstaf-
lega verið „drepnar" eða aldrei náð að
koma fram. Margir góðir sænskir leik-
ritahöfundar hafa þannig verið troðnir
undir. Astandið í leikhúsum Svía er líka
mjög sjúkt eins og komið hefur greini-
lega í ljós í almennum fréttum.
„Hópurinn" hefur oft orðið mikið
sálfræðilegt vandamál sem of oft hefur
leitt til þess, að sá heimskasti, sjúklegasti
og taugaveiklaðasti „einstaklingurinn" í
„hópnum" hafi haft mestu völdin vegna
vanþekkingar meirihluta „hópsins" á
mannlegu eðli.
Aðeins núna seinustu árin hefur borið
á óheiðarlegum rithöfundum í Svíþjóð.
3.
í þeim löndum þar sem öfundin á
hæfileikafólki fær að rasa fram ógagn-
rýnd er algengt, að hinir fáu hæfileika-
menn er fá notið sín til fulls, séu oft
hafnir upp til skýjanna, auk þess sem
reynt er að koma í veg fyrir það, að þeir
verði fyrir heilbrigðri gagnrýni.
Slík afstaða til viðurkenndra einstakl-
inga á sviði lista og bókmennta hefur oft
leitt til hins alvarlegasta menningar-
svindls sem ekki aðeins skapar slæmt
fordæmi heima fyrir, heldur stórskaðar
álit þjóðarinnar út á við sem ábyrgrar
menningarþjóðar.
Ég vil leyfa mér að benda á fáein mjög
hættuleg dæmi um slíka neikvæða þróun
í menningarlífi þjóða. Ég mun ekki
nefna nein nöfn enda skiptir sjálf persón-
an ekki höfuð máli, - heldur verk hennar
og gjörðir. Ég skal meira að segja benda
á mjög menningarhættuleg dæmi án þess
að nefna nöfn höfunda.
Ég hef hér hjá mér fáein ritgerðarsöfn
þar sem koma fyrir ritgerðir er hafa
verið fluttar sem fyrirlestrar bæði við
erlenda og innlenda háskóla.
I einum þessara fyrirlestra má lesa
eftirfarandi:
„Orð Jústitíanusar úr upphafi Rómar-
réttar hafa snemma vakið bergmál á
íslandi: með lögum skal land byggja
(civitas funderetur legibus)"
Hér er augljóslega um mikið menning-
arsvindl að ræða. Til að geta tekið eftir
sltkri bíræfni í ræðu og riti þarf fólkekki
aðeins að geta hugsað rökrétt, heldur
einnig að hafa gott minni um þýðingar-
mikil atriði úr menningarsögu Evrópu
bæði fyrir og eftir fall rómönsku ríkjanna
í austri sem vestri.
Fyrir þá sem ekki hafa lesið sér
sæmilega til um þessi mál, eins og hinn
bíræfni höfundur reiknar kaldrifjað
með, gæti slíkur ólesinn einstaklingur
trúað því í einfeldni sinni, að fyrirlesar-
inn sé ekki aðeins gáfaður heldur einnig
mjög lærður.
Við skulum byrjað á því að athuga vel
nafnið „Jústitíanus". Líta verður sér-
staklega á stafsetninguna. Þegar um er
að ræða sögu Rómarréttar er þarna um
rangt nafn að ræða. Fyrri hluti nafnsins
er það sama og nafn hinnar rómversku
gyðju réttvísinnar Justitiu tilsvarandi
grísku gyðjunnar Díke. Aftur á móti var
til austurrómverskur keisari sem kallaði
sig Justinianus I. (527-565 e.Kr.).
Saga þessa keisara er mjög sérstök.
Hann var fæddur nálægt rústum borgar-
innar Sardiku, hinnar núverandi Sofíu.
Hann tilheyrði ætt villimanna eða mjög
frumstæðra bænda og heiðingja í eyði-
legu landi sem kallaðist Dardaníen,
Dakíen og Búlgaría.
Saga þessi er upphaflega sú, að móð-
urbróðir Justinianusar er kallaði sig
Justinus I. yfirgaf ungur landbúnaðinn í
Búlgaríu ásamt tveimur ungum bændum
og lögðu af stað fótgangandi til Kon-
stantinopel. Vegna stærðar sinnar og
mikilla krafta fengu þeir inngöngu í
herinn og urðu brátt lífverðir Leons
keisara (457-474).
Sökum góðrar frammistöðu í hernaði
hækkaði Justinus í tign og fékk marga
heiðurstitla og varð loks yfirmaður líf-
varðarsveitanna. Hann varð ríkur og
eignaðist miklar eignir. Og þar sem hann
átti engan erfingja bauð hann systursyni
sínum til Konstantinopel, sem einnig
fékk einhverja tilsögn í hernaðarlist.
Brátt varð Justinus keisari. Systursonur
hans Justinianus fékk góða stöðu við
hirðina. Báðir notuðu þeir frændur klæki
og ofbeldi til að ná völdum.
Hér verður ekki farið náið út í sögu
þessara búlgörsku bænda sem urðu aúst-
urrómverskir keisarar.
Rómarrétturinn á sér langa sögu. Hið
fyrsta jákvæða í réttarsögu Vesturlanda
byrjaði með breytingum Solons. Skipu-
leg flokkun laga byrjar á dögum Vestur-
rómverska keisarans Alexanders Sevor-
usar (222-235). í tíð fyrsta keisara Róm-
verja Augustusarvoru gerðarbreytingar
á þeim lögum sem áður tilheyrðu rónt-
verska lýðveldinu. Þessi nýju lög fjöll-
uðu nt.a. um tal keisarans í þinginu
(senaten)og um bréf keisarans til em-
bættismanna.
Þegar þessi lög eru höfð í huga, má
minna á fyrirlestur dr. Halm Cohn. unt
„Jesú fyrir rétti". þar sem Cohn efast um
sannleiksgildi Nýjatestamenntisins
vegna þess, að frásögnin í Biblíunni
kemur hvorki heint við lög gyðinga né
rómversk lög þeirra tíma.
Allir óbreyttir embættismenn í Róm
voru í byrjun lögfræðingar, og hin fræga
„Institutiones" sem kennd er við Justin-
ianus 1. var upphaflega grundvölluð í tíð
Alexanders Severusar. Þessu mikla lög-
fræðiverki lauk ekki einu sinni í tíð
Justinianusar. Og það var heldur ekki
Justianianus sem stjórnaði lagasöfnun-
inni, heldur lögfræðingur að nafni Tri-
bonianus.
Það fór svo að lokum að Justinus varð
óánægður með hina sjúklegu frama-
löngun og valdaþorsta systursonar síns
Justinianusar. en hann hafði, í veizlu í
höllinni, myrt hinn háttvirta ræðismann
og hershöfðingja, Vitalianus og síðan
tekið hans embætti.
Tímabil Justianianusar I. var fullt af
ofbeldi og ófriði sem of langt yrði að fara
út í. Eitt af frægustu verkum hans var
það, að banna alla kennslu í heimspeki-
legum efnum og láta loka heimspekiskól-
anum í Aþenu árið 529 (e.Kr.).
Ef við svo athugum setningu „Með
lögum skal land byggja". þá kemur í
Ijós, að sú setninger tekin úr Njálu. Við
skulutn taka okkur Njálu í hönd og líta
á sjötugusta kafla en þar ntá lesa eftirfar-
andi: „Eigi er það sættarrof", segir
Njáll. „að hverr hafi lög við annan, því
að með lögum skal land vort byggja, en
með ólögum eyða."
Það væri fróðlegt að fá beinar upplýs-
ingar unt það, hvar hægt sé að finna texta
„Justitíanusar" þar sem lesa má eftirfar-
andi: „Civitas funderetur legibus"..(?)
Að færa þessa setningu Njáls. með
lögum skal land byggja, yfir á Justinian-
usar I. er ekki aðeins sögulega rangt,
heldur bókstaflega einskonar kjaftshögg
framan í íslenzka hámenningu miöalda.
Vinnubrögð af slíku tagi eru ekki
annað en kaldrifjuð svik. svik sem gætu
bent á yfirgang og valdabrölt.
Taka má annað dæmi unt „háskólaer-
indi" sem einnig er ekkert annað en
kaidrifjuð svik. Þar segir m.a.:
„Jóhann Húss var ekki brenndur sem
trúvillumaður. ckki einu sinni sem upp-
reisnarmaður gcgn sannleikanum, held-
ur sérhyggjufullur kristinn maður sem
hafði leyft sér að gcra ágreining um
lítilfjörleg efni innan rétttrúnaöarkerfis-
ins."
Þarna fer höfundur erindisins með
algjörlega rangt mál. Ágreiningurinn
milli Jóhanns Húss og kaþólsku kirkj-
unnar var ntjög mikill enda talinn eitt af
Frá Áfengisvarnaráði:
Enn veldur
ölið böli
■ Gunnar Ágren í Stokkhólmi. doktor
í félagslækningum, segir nýlega í blaða-
viðtali að hörmulegar aflciðingar barna-
og unglingadrykkjunnar á milliölsára-
tugnum séu nú að koma í Ijós. Eins og
margir muna leyfðu Sviar framleiðslu og
söiu svonefnds milliöls á árunum 1965-
1977. - Á þeim árum jókst drykkja
barna og unglinga gífurlega og meðalald-
ur þeirra sem byrjuðu áfengisneyslu fór
sílækkandi. - Sænska þingið, sem leyft
hafði framleiðslu og sölu þessa varnings
1965, bannaði hvorttveggja 1977 að
fenginni dapurlegri reynslu og þurfti
ekki þjóðaratkvæði til. Síðan hefur
drykkja unglinga minnkað með ári
hverju og meðalaldur þeirra sem hefja
að neyta áfengis hækkað verulega.
Afleiðingar öldrykkjunnar, sem dr.
Gunnar Ágren minnist á, éru einkum
heilaskemmdir. Þær gerast nú miklu
tíðari meðal fólks á þrítugsaldri en verið
hefur, einkum þó meðal þcirra sem
komnir eru undir þrítugt. Einkennin eru
minnisleysi og ýmsar taugatruflanir.
Lifrarmcin (skorpulifur) og flogaveiki
koma nú oftar fyrir í þessum aldursflokk-
um en fyrr.
Svíar sjá þó fram á betri tíð að áliti dr.
Gunnars. - Eins og fyrr segir drckka
unglingar nú æ minna og byrja seinna en
áöur var og munu þessar hörmungar
væntanlega ganga yfir á álíka mörgum
árum og milliölsdrykkjan stóð. Dr.
Gunnar Ágren telur að til að draga, svo
að um muni, úr tjóni af völdum drykkju
þurfi að koma til auknar hömlur á
dreifingu þessa vímuefnis og jafnvel
skráning áfengiskaupa á nafn.
(Accent 24. febr. 1984)
■ Einar Frcyr
fyrstu táknum um komandi siðbót
(1415). Jóhann Húss hafði lesið ritverk
Wycliffes „Um kirkjuna" þar sem fram
kentur sú skoðun að Biblían, en ekki
kirkjan sé hinn rétti grundvöllur trúar-
innar. Á þessum árum höfðu kaupmenn,
riddarar og fáeinir aðalsmenn í Tékkó-
slovakíu lagt fram fé til byggingar óháðr-
ar kirkju. Og Jóhann Húss vildi stofna
þjóðlcga tékkneska kirkju sem væri
óháð Róm. Hér var sem sagt ekki um að
ræða nein „lítilfjörlcg efni innan rétttrú-
arkerfisins." Þarna var miklu fremur um
byltingu að ræða. Sami höfundur segir
m.'a.:
„Hcfðu bækur eins og Njála Egla og
Heimskringla vcrið samdar á þrettándu
öld á Italíu, Frakklandi eða Þýskalandi,
í stað íslands, mundu þær án nokkurs
vafa hafa verið brenndar ásanit höfund-
um þcirra og lescndum."
Fullyrðing af þessu tagi um kaþólsk-
una á þrettándu öld, er mjög vafasöm og
illa ígrunduð. Því að þótt umburðarleysi
kaþólsku kirkjunnar á þessu tímabili
færi mjög í vöxt mætti ætla, að slík
ritskoðun og fordómar hefðu átt að ná
til þeirrar bókar á ltalíu scm oft hefur
verið nefnd „klámbókin mikla", en svo
varð alls ekki. Þessi bók „Decamerone"
eftir Boccaccio sem kom út á árunum
1348/53 varð síður en svo bannfærð,
hvað þá hcldur brennd.
Það er einnig furðulegt að höfundur
sem ekkert veit um djúpsálarfræði og
hefur gcfið opinbera ylirlýsingu um það
að vera andvígur sálgreiningarvísindum,
skuli láta fara frá sér setningu eins og
þessa: „Svo ég standi við loforð mitt við
lesarann um að þyrma honum við „djúp-
sálarfræöi."
Að þýða orðið „humanism" með
orðum eins og „mannúðarstefna“, er
mjög villandi. Það væri nær að þýða
orðið humanitarian á þann veg. Húman-
ismi er í raun og veru gagnstæða við
orðið teoiogi. Humanismi er fólgin m.a.
í vísindalegri hugsun um manneskjuna.
Það cr bæði þýöingarmikið og gagnlegt
að rugla ekki með slík hugtök eða nota
þau í rangri mcrkingu.
Jákvæð íslenzk menning getur aldrei
náð að þróazt á eðlilegan hátt, ef látið er
undir höfuð leggjast að gagnrýna menn-
ingarsvindl af slíku tagi og hér hefur
verið lýst.
í marz 1984
Afburða bladamenn
og rithöfundar
■ Mig iangar í fáum orðum að minnast
á tvo blaöamenn og rithöfunda. Annar
þeirra er að vísu farinn í ferðalagiö
mikla. sá er Jón Helgason. Hinn er
Andrés Kristjánsson. sem nú skrifar í
dagblaðiö Tímann, eins og Jón.
Það er um of fátítt að sjá í heimi
fjölmiðla þvílík tilþrif og ritleikni á
fáguðu tungutaki.
Hitt veröur. því miöur. að segjast að
of margir fjölmiðlamenn kunna lítt til
verka, og á það bæði við um blöð og
útvarp. Það er næsta átakanlegt að sjá
og heyra og lesa ambögum kastað í milli
sín, rétt aðsegja. einsog unt fjöregg væri
að ræða.
Ég er oftsinnis undrandi á því umburð-
arlvndi. sem vel gefin og vel gerð þjóð
sýnir þessum tal- og ritskussum. Ég tala
nú ekki um. þegar þeir eiga að heita
hámenntaðir í íslenskum fræöunt - en
kunna í raun sáralítið - sumir hverjir.
Segja má. að þeir séu varla sendibréfs-
færir.
Ég hef æskuna alvcg sérstaklega í
huga. eins og vera ber. Þaö er heldur
lítið uppbyggilegt fyrir ungt fólk að
hlusta á þennan þvætting - dögum oftar
— beinlínis stórhættulegt.
Þeir Jón Helgason og Andrés Krist-
jánsson hafa svo sannarlega kunnað
til verkaum sína daga. Allt sem ég hef
séð frá þeirra penna koma, var og er
hrein fyrirmynd. öðrum til lærdóms.
Sem betur fcr. eru ekki svonefndar
lærdómsgráður. sem þeir þurfa að drusl-
ast með. Enda virðast þær koma of
miirgum að litlu haldi, nenia sem titla-
grín allhlálegt. Hinu ber ekki að leyna,
að fjölmargir háskólamenn kunna vel til
vcrka. cins og alþjóð er kunnugt.
Innan skamms tekur æskan við
völdum, eins og öllum ætti að vera ljóst. •
Það er því þýöingarmikiö. aö hún nái að
nema sómasamlegt tungutak; svo að hún
þurfi ekki að fara að læra íslensku. eftir
að venjulegur starfsaldur er kominn til
sögu.
Ég trúi á. að æskan standi sig vel og
vona það í fullri einlægni. aö svo reynist.
Trúi því, að hún vcrði íslenskri þjóð til
sóma.
Verið þið sæl að sinni.
Gísli Guömundsson frá Steinholti