Tíminn - 27.03.1984, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1984
Hilj'iiliil
17
menningarmál
Flosi Ólafsson leikari:
AVARPITILEFNIALÞJODA-
LEIKHÚSDAGSINS 27. MARS
Góðir leikhúsgestir!
I dag minnumst við leikhúsdags Al-
þjóðaleikhússtofnunarinnar.
I 66 þjóðlöndum um heimsbyggð alla
hefur það lengi verið árviss uppákoma,
að einhver úr hópi starfandi leikhúsfólks
gangi framfyrir tjald og segi nokkur orð
í tilefni Alþjóðaleikhúsdagsins.
Þetta er 23. árið sem slíkt ávarp er
flutt og í þúsundum leikhúsa heims-
byggðarinnar.
Og hvað skal svo segja við slíkt
tækifæri.
Líklega sem minnst.
Gott leikhús er nefnilega og á að vera
einfært um að tala sínu máli. Leikhús
sem þarfnast sérfræðilegra útskýringa er
einfaldlega ekki nógu gott leikhús.
Leikhúsið höfðar beint til áhorfandans
án krókaleiða og hann dregur svo sínar
ályktanir, eða verður að betri mann-
eskju í leikhúsinu, án þess að brjóta
heilann mikið hvers vegna.
Sérfræðilegar málalengingar um þá
list, sem leikhúsið hefur á boðstólum
jaðrar við að vera móðgun við áhorfend-
ur, líkt og útskýring á brandara sem allir
eru búnir að fatta.
Skáldið og heimspekingurinn Rainer
María Rilke segireinhversstaðar: „Ekk-
ert er fjær því að komast í snertingu við
list en umsagnir um hana. Meira eða
minna vel eða illa heppnaður misskiln-
ingur er allt og sumt, sem á slíku er hægt
að græða."
Svo, góðir leikhúsgestir. Notið eigin
dómgreind til að vega og meta þær
dásemdir, sem ykkur mæta í leikhúsinu
og farið í fýlu þegar ykkur leiðist. En
umfram allt. Komið í leikhúsið opnum
huga og njótið þess, þegar upp er staðið
að vera orðin bctri, jákvæðari og víð-
sýnni en áður.
Það sem nú brennur öðru fremur á
jarðarbúum er sú ógn. sent lífinu á
jörðinni stafar af umsvifum vondra og
vígreifra manna með helsprengjuna að
vopni. Og hvernig ætti leikhúsið að geta
veirð ósnortið af lífsvon mannkyns á
heljarþröminni. Leikhúsið sem skapað
var af manninum til að hefja gleði og
fegurð tilverunnar til vegs með sann-
leika, visku og snilligáfu að vegarnesti.
í ályktun alþjóðaleikhússtofnunarinn-
ar segir svo:
„List leikhússins er alþjóðleg tjáning
mannsins. tjáning, sem er til þess fallin
að styrkja vináttu og frið meðal manna
með alþjóðlegum samskiptum, þekk-
ingu og list leikhússins.
Öll getum við tckið undir þetta og víst
er að orð eru til alls fvrst, en koma þó
■áð sáralitlu haldi, þegar á að fara að lýsa
galdri leikhússins.
Með orðum verður leikhúsinu ekki
lýst. fremur en blómailmi, lækjarniði
eða jöklasýn. Og þó er það betur til þess
fallið að verða hornsteinn fegurra nrann-
lífs en aðrir gæfuboðar tilverunnar.
Þess vegna væri okkur - sem sýnum
þann skort á háttvísi að fara mörgum
orðum um cðli og tilgang leikhússins -
sæmra að drúpa höfði í þögulli auðmýkt
og biðja þess að leihúsið beri gæfu til
þess nú sem tyrr og um alla framlíð að
kalla fram hið fagra og góða hjá okkur,
sem enn erum ekki orðin alvond.
FIosi Ólafsson.
Saga Póllands
O. Halecki: A History of Poland. New
edition. VVith additional material by A.
Polonsky.
Routledge and Kegan Paul 1983.,
441 bls.
■ Þegar þeir atburðir verða í ein-
stökum löndum, sem mikla athygli vekja,
verður það oft til þess að almennur áhugi
eykst skyndilega á málefnum, menningu
og sögu viðkomandi þjóða. Þannig hefur
þessu verið farið að undanförnu um
Pólland og Pólverja. Eftir stofnun Sam-
stöðu og þá atburði, sem fylgdu í
kjölfarið jókst mjög áhugi fólks á vestur-
löndum á Póllandi, Pólverjum og pólskri
sögu. Bókaútgefendur reyna að mæta
aukinni eftirspurn eftir bókum um rit,
sem fjalla um slík áhugaefni, og að
undanförnu hefur verið óvenjumikið um
útgáfu rita um pólska sögu, ýmist eldri
rit í endurútgáfum, oft endurskoðuðum.
eða ný rit.
Bók O. Halecki um sögu Póllands
kom fyrst út í Bandaríkjunum árið 1976,
í Bretlandi tveim árum síðar og er nú
endurútgefin nokkuð aukin. Bókin er
yfirlitsrit yfir sögu Póllands frá elstu
tímum og fram til vorra daga. Höfundur
rekur á greinargóðan hátt sögu lands
síns, greinir frá helstu viðburðum og
leggur mikla áherslu á að leiða lesandann
í skilning um eðli pólskrar sögu.
Saga Póllands mun vera næsta fáum
Leiðrétting
■ í grein Jóhannesar Björnssonar,
Ytri-Tungu, „Nautið ekki nefna má",
sem birtist í Tímanum 21. mars sl., varð
sú prentvilla, að orðið skilningsskíma
varð að „skilningshimna". Rétt er máls-
greinin þannig: Bankamennirnir tala um
„nafnvexti" svo og „raunvexti", en loka
svo fyrir alla skilningsskímu almennings
með viðbótinni: „Jákvæðir raunvextir"
og „neikvæðir raunvextir".
kunn hérlendis nema í mjög stórum
dráttum og í íslenskum kennslubókum í
mannkynssögu er lítið fjallað um Pól-
land nema þá helst um skiptingar lands-
ins á ofanverðri 18. öld, stofnun pólska
lýðveldisins 1918 og innrás Þjóðverja í
Pólland 1939. Víst skipta þessir atburðir
miklu máli í sögu pólsku þjóðarinnar, en
þeir segja okkur þó næsta lítið um fortíð
Pólverja. Á miðöldum var Pólland
löngum eitt af öflugustu ríkjum við
Eystrasalt og á 18. öld vargerð í landinu
merkileg tilraun til nýbreytni í stjórn-
skipun. en þá var þar um skeið eins
konar konunglegt lýðveldi. að nokkru í
anda upplýsingarmanna.
í Póllandi, eins og víðar, skóp lega
landsins þjóðinni örlög. Nágrannarnir í
austri og vestri, Rússar og Þjóðverjar,
eru öflugir og seildust sem þeir gátu til
yfirráða í Póllandi, en land Pólverja var
þá sem nú lykilsvæði við Eystrasalt.
Lengi vel voru Pólverjar nógu öflugir til
að verjast ásókn hinna voldugu nágr-
anna, oft í bandalagi við granna sína í
Lithaugalandi. Þar kom þó að þeir fengu
ekki lengur rönd við reist og undir lok
18. aldar skiptu Rússar og Austurríkis-
Oddur Bjömsson, rithöfundur
Ast, list
og dauði
menn landinu á milli sín. Á 19. öld háðu
Pólverjar hetjulega frelsisbaráttu og eftir
heimsstyrjöldina fyrri var pólska ríkið
endurreist og stofnað lýðveldi í landinu.
Það stóð til 1939, er Hitler lagði Pólland
undir veldi sitt. Eftir styrjöldina átti að
endurreisa pólska lýðveldið, en þá var
komið á fót alþýðulýðveldi, sem eins og
kunnugt er, hefur lengst af lotið vilja
Sovétmanna í einu og öllu. Pólverjar
hafa þó verið ófúsir að beygja sig í
duftið, eins og nýlegir atburðir í landinu
bera gleggst vitni um, og hafa jafnan
reynt að halda þjóðlegri reisn sinni eftir
því sem færi hefur gefist. Þar hafa þeir
ekki síst notið katólsku kirkjunnar, en
hún hefur verið feikiáhrifarík í Póllandi
um aldir og á síðustu áratugum reynst
pólskum þjóðfrelsisvinum öflugur
bakhjarl.
O. Halecki var á sínum tíma mjög
þekktur fræðimaður í Póllandi. Frá 1918
og fram til innrásarinnar 1939 var hann
prófessor í austur-evrópskri sögu við
háskólann í Varsjá og kenndi auk þess
sögu alþjóðasamskipta við stjórnmála-
háskólann í borginni. Hann átti sæti í
pólsku sendinefndinni við friðarsamn-
ingana í Versölum og í stjórn Þjóða-
bandalagsins á árunum 1921-1924. Er
Þjóðverjar réðust inn í Pólland 1939
flúði Halecki til Parísar, þar sem hann
stofnaði pólskan útlagaháskóla, en eftir
síðari heimsstyrjöldina kenndi hann
sagnfræði, og þá einkum sögu Austur-
Evrópu við ýmsa háskóla í Bandaríkjun-
um og Vestur-Evrópu. Auk alls þessa
var hann einn af helstu ráðgjöfum páfa
í sagnfræðilegum efnum.
Saga Haleckis nær fram til ársins 1956,
er Gomulka komst til valda í Póllandi.
Saga þess tíma, sem síðan er liðin er
rituð af A. Polonski, en hann er pótskur
sagnfræðingur, sem nú starfar í Bret-
landi.
Þetta er fróðleg bók og þeir íslending-
ar, sem lesa hana munu komast að því,
að Pólverjar og íslendingar eiga í raun
margt sameiginlegt, miklu fleira en al-
mennt mun álitið. Jón þ_ þór
Útvarpið: Sarma og söngur næturdrottn-
ingarinnar. Lcikrit eftir Odd Björnsson.
Leikstjóri: Sigurður Pálsson.
■ Útvarpsleikrit vilja óft sitja á hakan-
um í umfjöllun blaða. Það er ómaklegt,
meðal annars af þeirri ástæðu að hér er
um þá leiklist að ræða sem nær til stærsta
hóps njótenda, - líklega þó að sjónvarps-
leikritum frátöldum sem sjálfsagt þykir
að birta umsagnir um. Ríkisútvarpið
hefur nú í hálfa öld verið sannkallað
þjóðarleikhús. Mættu ékki síst þeir sem
ólust upp fjarri höfuðstöðvum leiklistar
í landinu minnast þeirra kynna af at-
vinnuleik sem útvarpið lét í té í viku
hverri.
Vinnubrögðin við útvarpsleiki voru
að sönnu misgóð, en oft mun betri fyrr
á tíð en við hefur brunnið á seinni árum.
Ymsir frábærir kunnáttumenn lögðu þar
hönd á plóginn, settu jafnvel mestan
svip á leikflutninginn, eins og Þorsteinn
Ö. Stephensen, svo að einungis sé sá
nefndur sem hæst bar.
Hvað er útvarpsleikrit? Ekki ætla ég
mér að svara þeirri spurningu nákvæm-
lega, en syo mikið er víst að eðlismunur
er á því og sjónleik. Sjónleik verður ekki
útvarpað fremur en skáldsaga verður
leikin,ásviðieða í útvarpi. Hvorttveggja
hefur að sönnu verið gert, en þá er
komið út fyrir það listform sem kalla má
útvarpsleikrit. Ekki er langt síðan ís-
lenskir höfundar fóru að leggja rækt við
það form, og komust upp á lag með að
nýta þennan miðil leiklistar af kunnáttu
og skilningi á möguleikum hans. Einn
þeirra sem góðu valdi hefur á þessu náð
er Oddur Björnsson. Á fimmtudags-
kvöldið voru fluttir eftir hann tveir
einþáttungar sem að ofan voru nefndir,
og ástæða er til að fara um nokkrum
orðum.
Oddur er leikskáld hins smáa forms.
Hann hefur, að ég hygg, aldrei náð
fullum tökum á að semja lengri leikril.
Hugmyndir hans eru oft góðar, og
leikhúskunnátta mikil, en einatt er sem
úthald bresti, hin dramatíska spenna
glutrast niður. Verkið fer þá að velta
áfram af sjálfsdáðum, salt textans
dofnar. Þetta varð leiknum Eftir kon-
sertinn sem Þjóðleikhúsið sýndi fyrr í
vetur augljós fj'ótur um fót þótt sumt
væri vel um það. Leikritið datt niður
eftir hlé.
Útvarpsþættir Odds á fimmtudags-
kvöldið guldu ekki þessara takmarkana.
Hér naut sín kunnátta Odds og leikni í
textasamningu. Báðir fjölluðu þættirnir
um hina dularfullu konu, „Ia femme
fatal", - örlagastúlka hefur hún verið
nefpd á íslensku. Sarma er raunsæislegt
verk á ytra borði: Vinnufélagar sitja að
drykkju og ræða um Sörmu er þeir bíða
hennar. Öll dragast þau að henni, á
mismunandi forsendum að vísu. Loks
kemur hún. „En þetta er ekki hún -
hárið næstum slétt - og augun eitthvað
svo dapurleg - næstum ásakandi.“ .
Enda kemur í ljós að Sarma hefur lent
í kreppu: eiginmaðurinn hélt fram hjá
henni og hún vildi láta reyna á sitt eigið
persónufrelsi, þau áttu að vera eins og
Sartre og Simone de Beauvoir. En ekki
gat það gengið, og nú kemur Sarma frá
honum þar sem hann liggur á eldhúsgólf-
inu... með kjöthntf í kviðarholinu.
Þetta var svo sem ekki merkilegt eða
afhjúpandi leikrit og hin dularfulla
Sarma jafn dularfull að leikslokum sem
í upphafi. Samhengi vantar í lýsingu
hennar, orðræða hennar og frásögn
svarar ekki til þeirrar eftirvæntingar sem
samtal vinnufélaganna er búið að vekja.
En liðlega var það samið og vel flutt af
Margréti Ákadóttur, Lilju Guðrúnu
Þorvaldsdóttur, Hjalta Röngvaldssyni
og Helgu Jónsdóttur í hlutverki Sörmu.
Söngur næturdrottningarinnar var
öllu veigameiri þáttur og magnaðri.
Hann byrjar eins og Fiðrildi, útvarps-
leikrit Andrésar Indriðasonar fyrr í
vetur: Rithöfundur (Steindór Hjörleifs-
son) er á leið til Þingvalla í sumarbústað
til að Ijúka við verk... Hann ekur fram
á konu við vegarbrún og tekur hana upp
í. Konan svarar ekki öðru en mjálmi, en
afhendir honum miða: „Pamína vísar
þér leiðina. Næturdrottningin bíður þín
með óþreyju."
Rithöfundurinn vitjar nú næturdrottn-
ingarinnar, - hún er fortíð sem hann
kannast varla við, kveðst vera gömul
kærasta hans. Hún er óperusöngkona og
rithöfundurinn á að hafa eyðilagt frama
hennar. Mörg ár eru liðin, hún býr með
tveimur köttum, mjálm þeirra, hvæs og
breim er eins konar bakgrunnur þessa
spils ástar og dauða. Næturdrottningin
setur rithöfundinum tvo kosti, báða
banvæna: Að vera stunginn á hol eða
sofa hjá henni: „Ég vil gera úr þér
listamann - jafnvel þótt það kosti þig
lífið." - Að lokum snýst rithöfundurinn
gegn þessari örlaganorn, - og vaknar að
morgni og sér dauðan kött á golfinu.
Söngur næturdrottningarinnar er vel
og haglega saminn þáttur, í honum er sá
demón sem til þurfti að gæða hann lífi,
æskilegt jafnvægi fjarstæðu og raunveru,
flug, spenna og ástríða í textanum.
Þrenningin eilífa, ástin, listin og dauð-
inn, þrinnaðist hér saman í haldgóðan
þráð.
Flutningur þáttarins var með ágætum,
ckki síst túlkun Herdísar Þorvaldsdóttur
á texta næturdrottningarinnar, jafnt orð-
ræðu hennar og illsku, í vægðarlausri
meðferð á rithöfundinum sem söngrok-
unum sem hún tók öðru hvcrjuTónlistin
að baki var smekklega notuð. Texti
Steindórs var lítill en hófsamlega fluttur,
og Ketill Larsen sá um mjálm kattanna.
Ég veit ekki hversu margir hlýða að
jafnaði á fimmtudagsleikritin í útvarp-
inu, og vel má vera að ýmsir úr þeim
hópi hafi ekki kunnað að meta leikþætti
Odds Björnssonar. En verkefnaval leikl-
istardeildar hefur breyst að því leyti að
minna er lagt upp úr hreinum afþreying-
arverkum en áður. Segja má að fólk hafi
nóg af slíku í sjónvarpinu. Útvarpiðþarf
auðvitað líka að sinna afþreyingu. En
skyldur sínar við ísienska leikritun verð-
ur að rækja. Flutningur á þáttum Odds
er vel heppnað dæmi um það.
Gunnar
Stefánsson
skrifar
um leiklist