Tíminn - 04.04.1984, Side 6
0,
í spegli tfmans I
VERST-OGBEST KUEDDU WRR-
ARNR í KVMMYNMHÐMNJM
■ Kvikmyndaleikarar eru allt-
af í sviösljósinu, hvort heldur
þeir eru á hvíta tjaldinu eða í
sínu einkalífi. Því er mikið fylgst
með klæöaburði þeirra, og þá
kemur í Ijós, að karlmennirnir
skiptast í tvö horn: Það eru þeir
sem alltaf eru vel klæddir - við
öll tækifæri, og svo hinir - sem
geta þó verið engu síður glæsileg-
ir menn - en þeir hafa ekki
smekk l'yrir því að klæða sig, og
klæðnaður þeirra er ósamstæður
og fer oft ekki vel.
Scrfræðingur í karlmannafata-
tísku í Bandaríkjunum, John
Tudor, hefur látið hafa eftir sér
lista yfir S verst- og 5 best-
klæddu menn í kvikmyndaiðnað-
inum, og hér koma einkunnir
hans:
Þeir verst klæddu:
TOM SELLECK - stjarnan í
„Magnum, P.I.“ er feikilega vel
vaxinn, og því ættu föt hans að
geta farið vel. En hann hefur
slæman smekk, sagði John
Tudor. Það er engu líkara en að
föt hans séu keypt af handahófi
af slánni, þar sem útsölufötin eru
geymd, og þau eru oft ósamstæð.
Það þyrfti að minna hann á það
að hann er frægur maður og
aðdáendur hans vilja sjá hann
vel kiæddan.
SYLVESTER STALLONE -
Ekkert klæðir hann, - og fötin
hans líta helst út fyrir að vera
sniðin af garðyrkjumanni með
grasklippum! Svo notar hann
prjón til að halda flibbanum
saman, eins og var vinsælt í
■ Hér er mynd tekin á brúðkaupsdag þeirra, þegar Anna kyssir
clsku eiginmanninn á vangann.
Ástin brúar árabilið
51ÁRS OG 40 ÁRA ALDURS-
MUNUR Á HJÓNUM
■ „Maí-desember-brúökaup“ hafa aigjöra sér-
stöðu í Smit-fjölskyldunni í Germiston í Suður-Afr-
íku. Nýlega giftist Anna Smit „ sem er 24 ára, 75
ára gömlum manni, Dan Cooper, sem kominn er á
eftirlaun fyrir þó nokkru, - og 6 mánuðum áður
■ Gerrie, 22 ára og kona hans Magdalena, 62 ára
(t.v.) Dan, 75 ára og Anna kona hans, 24 ára (t.h.).
hafði bróðir Onnu, Gerrie Smit 22 ára, kvænst 62
ára konu, Magdalenu Swanepoel. Aldursmunur
Smit -systkinanna og maka þeirra var því - í öðru
hjónabandinu 51 ár og í hinu 40 ár.
Þegar Anna giftist Cooper, í ágúst sl. varð hún
um leið stjúpmóðir fjögurra barna - og það yngsta
er 13 árum cldra en hún sjálf! En ekki nóg með það,
hún varð líka amma 14 barnabarna eiginmanns
síns og langömmubörnin hennar urðu á stundinni 5!
Anna Smit sagði, að um sama leyti og Gcrric
bróðir hcnnar giftist Magdalenu, sem var 40 árum
eldri en hann, þá hafi Dan Cooper verið að byrja
að fara á fjörurnar við sig. „í fyrstu fannst mér
aldursmunurinn alveg fráleitur“, sagði hún, „en
þegar ég sá hvað Gerrie og Magdalena voru
hamingjusöm, þá varð ég ekki eins hikandi, og ég
sagði já þegar Dan bar upp bónorðið*'.
Dan sjálfur segist hafa unnið með föður Önnu á
árum áður,“ og þegar hún fæddist þá bauð hann
mér heim til að sjá nýju dótturina. Þegar ég hélt á
ungbarninu í örmum mér, þá dreymdi mig ekki að
hún ætti eftir að verða konan mín, - en vegir guðs
eru órannsakanlegir**, sagði Dan.
Dan Cooper var fjölskylduvinur Smit-heimilisins
og þegar hann varð ekkjumaður fyrir tveimur árum
fór hann að venja komur sínar meira þangað. Hann
varð hriflnn af Önnu og langaði til að bjóða henni
út, en bauð vanalega einhverju af systkinum hennar
með. Þcgar Gerrie kvæntist svo Magdalenu fóru
þau oft fjögur saman. Dan hlær að því, að þegar
þau fóru fjögur saman út að dansa, þá héldu allir
að Anna og Gerrie væru að skemmta sér með afa
sínum og ömmu!
Bretlandi fyrir 50 árum. Þá var
þetta tískan, - en ekki núna.
WOODY ALLEN - Vonlaus!
Al gjörlega óinögulegur klæðnað-
ur Allens lítur helst út fyrir að vera
keyptur á brunaútsölu. Ef ég sæi
hann á götu - og þekkti hann
ekki, þá myndi ég gefa honum
pening, því hann er eins og
betlari!
PAUL NEWMAN - Föt hans
líta út fyrir að vera af ódýrustu
sortinni. Hann hneppir aldrei að
sér jakkanum, svo hann hangir
einhvern veginn utan á þessum
bráðmyndarlega manni. Paul er
greinilega sama í hvað hann
klæðist.
BURT REYNOLDS - Hann
gengur í gallabuxum við öll
möguleg og ómöguleg tækifæri,
og jafnvel þó hann sé í jakka og
með bindi. Hámark smekk-
leysunnar! sagði Tudor um
kvennagullið Burt.
Þeir best klæddu
BOB HOPE - Það þarf ekki
nema að líta á Bob Hope,
undireins sér maður, að þar er
vel klæddur maður á ferð. H ann
hefur tilfinningu fyrir því að
klæðast réttum fötum við hvert
tækifæri.
JOHN FORSYTHE (stjarna
í Dynasty) - Hann hefur fyrsta
flokks fatasmekk og hefur greini-
lega gaman af því að klæðast
fallegum fötum.
JAMES STEWART - Hinn
fullkomni! Fötin fara honum vel
og hann er frjálslegur og óþving-
aður í þeim.
GARY GRANT - John Tudor
segir, að margir ungir menn
komi til sín og biðji um ráðlegg-
ingar um fataval, og þá sé oft
nefnt hvort hann geti geflð þeim
þennan sérstaka „Cary Grant-
stíl“ - Grant hefur árum saman
verið fyrirmynd vel klæddra
manna í Ameríku, og er það enn,
sagði Tudor.
ROGER MOORE - James
Bond-hetjan er einn af þeim
mönnum sein hafa tilfinningu
fyrir fötum og hvað fer vel
saman. Hann klæðist jafnsmekk-
lega, hvort sem um jakkaföt eða
sportföt er að ræða. Hann er
alltaf eins og klipptur út úr
tískublaði fyrir herramenn, end-
aði John Tudor einkunnagjöf sína
um klæðnað kvikmy ndaleikara.
■ Bob Hope, - alltaf viðeig-
andi klæddur.
ÞEIR
BEST
KLÆDDU
■ James Stewart - hinn full- ■ Cary Grant, alltaf í forustu
komni herramaður. í tískuheiminum.
■ Tom Selleck á ekki að vera
í sportskóm með hrágúmmísól-
um við dökk, röndótt föt.
ÞEIR
VERST
KLÆDDU
■ Roger Moore, - alltaf í
stælnum!
■ John Forsythe - stæll yfir
honum. Hvíthærður með
svartar augabrúnir, og í hvítum
fötum með svart bindi.