Tíminn - 10.04.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.04.1984, Blaðsíða 6
6 gfírottra ÞRIÐJUDAGUR10. APRÍL1984 segir franska spákonan Marie Gadrine — Hún hefur áður sagt fyrir um marga viðburði, svo sem árásina á kóreönsku flugvélina o.fl. o.fl. ■ Öldum sumun lit-lur liin sorglega áslarsaga Rnmeós og Júlíu Tiomirt lárunum lil að streyma nióur kinnar áhrifa- gjarnra aðdáenda þeirra. Sem kunnugl er fengu þau ekki að eigast í hinu -sígildu leikriti Shakespeares, þar scm fjöl- skyldur þeirra voru svarnir óvinir, og hel'ur fólk haldið ,að slíkur djúoslæður ágreiningur heyrði lörlíðinni til. I’.n ekki er langl síðan svipuð saga endur- lók sig i New York. Fyrir þrem áruin kom Vyac- heslav Mardakhayev til New York ásaml fjölskyldu sinni l'rá sovéska lýðveldinu Georg- ia. Fjórum árum áður hafði önnur sövesk fjölskylda, frá Ukraínu, Gina Milter, Ivíbura- syslir hennar Lena og foreldr- ar, einnig flusl lil New York. liáðar settust Ijölskyldurnar að í Krooklyn og ekki leið á löngu þar til saineiginlegir kunningj-- ar kynntu þau Ginu ug Yyac- lieslav hvort fyrir öáru. Það ■ Pau Gina Milter og Vyacheslav Mardakhayev fengu ekki að varð ást við fyrstu sýn. eigast vegna andstöðu fjölskyldna sinna. Þau sáu ekki nema eina Vyacheslav er leigubílstjóri leið út úr ógöngunum. „RÓMEÓ 0G JÚLÍA“ 1984 að atvinnu, og þegar hann varð tilaöráðasjálfansigafdögum, 21 árs, fannst honum ekki eftir en hafði ekki erindi sem erfiði. neinu að bíða og giftist ástinni Hvernig stendur á því, að -sinni, sem þá var orðín 17 ára. svona lagað getur gerst á ofan- En þá kom babli í liátinn. í Ijós' verðri 20. öld í svoköllnðu kom, að fjölskylda Vyachesl- menningarlandi? Fjölskyldur avs var þessum ráðahag mót- þeirra Ginu og Vyacheslavs lallin og á éhdanum fór svo, að grcinir á um það. Lena tvíbura- unga fólkið greip til örþrifa- systir Ginu fullyröir, að fjöl- ráða. Vyacheslav bauö Ginu skylda Vyacheslavs hafi ekki sinni t bíltúr, tók upp byssu og tekið í mál, að hann giftist skaut hana til bana. Síðan' stúlku, sem ekki væri úr hans . gerði hann ítrekaðar tilraunir heimaþorpi, og dagbókar- skriftir Ginu styðja það. Aftur á móti segir systir hans þetta hreina firru, móðir þeirra hafi þvert á móti sagt, að ef hann hefði hug á að eiga Ginu, væri ekkert því til fyrirstöðu, að hann gæti látið það eftir sér. Hvort sem sannara reynist, er það áþreifanleg staðreynd, að ungu elskendurnir sáu ekki aðra leið til að vera saman en að yfirgefa þennan heim í samfylgd. ■ 007 stjarnan Roger Moore hættir að leika James Bond. ■ - Reagan forseti kemur til með að tapa í kosningun- um í nóvember nk. ...Joan Coliins kvikmyndaleikkona mun hryggbrjóta arabískan olíukóng, þegar kemur í ljós, að hann krefst þess að hún gangi með andlits-blæju þegar þau eru gift... og Liz Taylor verður fyrir móðgun af hendi Elízabetar Eng- landsdrottningar. Þetta eru meðal annarra spádóma, sem Marie Ga- drine, ein af fremstu miðl- um Frakklands hefur gefið upp. Hún hefur oft áður sagt fyrir um merka við- burði, svo sem þegar árásin var gerð á kóreönsku þot- una og hátt á þriðja hundrað manna fórst, og eins spáði hún hinum mannskæðu jarðskjálftum í Tyrklandi mánuðum áður en þeir áttu sér stað. Marie Gadrine hef- ur fengið heiðursverðlaun í heimalandi sínu fyrir „sérstaka þjónustu við mannkynið“, eins og komist var að orði. Hér er sýnishorn af spá- dómum Marie, sem hún seg- ir að komi fram innan ekki langs tíma: - Erfitt ár hjá Ronald Reagan. Sjúkdómserfið- leikar ásækja hann eða fjöl- skylduna, og hneykslismál viðvíkjandi einu af börnum hans mun skaða hann í kosningabaráttunni, enda kemur hann til með að tapa. - Sigurvegarinn mun verða dökkhærður maður ekki ó- líkur Kennedy sáluga for- . seta. Stjarnan úr Dynasty, Joan Collins, verður í ástar- sambandi við arabískan olíukóng, sein biður hennar. Joan er líkleg, þar til að hún kemst að því, að eftir giftinguna verður hún að bera blæju... þá fer gam- anið af, og hún hryggbrýtur olíukónginn. Elízabeth Taylor giftist honum Victor Luna og þau flytja til London, þar sem Luna verður mexikanskur ambassador. En ambassa- dorfrúin verður móðguð, því að Elizabeth drottning sýnir henni lítilsvirðingu vegna fortíðar leikkonunnar og hinna mörgu hjónabanda hennar. Seinna mun drottningin sjá sig um hönd og verða Elizabeth vinsamleg og þær verða vinkonur. I Iran mun Khomeini verða steypt af stóli, og þar verður byltingarástand. Madame Gadrine spáir því, að mikið og sviplegt flugslys verði á árinu, þegar stór þota full af fólki hrapar á baðstrandarbæ og mörg hundruð manns farast í slys- inu. Hún spáir líka miklum jarðskjálftum á Suður-Italíu og margir farast þar og hundruð manna verða heimilislausir. Jarðskjálft- um spáir hún einnig í Japan og Indónesíu. Hinn frægi leikari Roger Moore hættir að leika 007- James Bond hlutverkið, en fer að koma fram sem stjórnandi samtalsþátta í sjónvarpi. Margt fleira sagði Marie Gadrine, og það er stór hópur fólks sem tekur mjög alvarlega það sem hún segir fyrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.