Tíminn - 03.01.1986, Blaðsíða 1
SAMHERJI HF. á Akureyri hefur keypt vél-
skipiö Helga S af Fiskveiöasjóöi á 68 milljónir króna,
en Fiskveiöasjóður keypti skipiö á nauðungaruppboði
í nóvember fyrir 61 milljón. Sjóöurinn lét gera lagfær-
ingar á skipinu þannig að kostnaður hans vegna
Helga S er um 70 milljónir króna.
NÝTTLOÐNUVERÐ hefur veriö ákveðið
fyrir tímabilið 1. janúar til 10. febrúar 1986. Hvert tonn
kostar þá 830 kr. að meðaltali. Sýni skulu tekiri sam-
eiginlega af fulltrúum veiðiskipa og verksmiðja og
sýnin greind af rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins.
Einungis má nota þurrdælur við löndun.
HÖSKULDUR
JÓNSSON
ráðuneytisstjóri í fjár-
málaráouneyti hefur
verið skipaður for-
stjóri Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins frá og
með 1. apríl 1986. Alls
bárust sex umsóknir um
stöðuna þrír óskuðu
nafnleyndar en aðrir
umsækjendur voru Geir
R. Andersen auglýsinga-
stjóri og Svava P. Bern-
höft innkaupastjóri.
SIGURÐUR A. MAGNUSSON hiaut
rithöfundalaun Ríkisútvarpsins. í ræðu sem Sigurður
hélt við afhendingu launanna fór hann hörðum orðum
um skattheimtu ríkisins af bókum og benti m.a. á að
söluskattur af íslenskum bókum og bókaútgáfu næmi
sömu upphæð og framlag ríkisins til menningarmála.
ALPAN HF. hefur reist verksmiðju á Eyrar-
bakka og munu 20 manns vinna að álpönnufram-
leiðslu þar. Á starfsemin að vera komin í fullan gang í
febrúar og hefur verið gerður samningur við ÍSAL um
kaup á 150 tonnum af álhleifum í ár. Álpönnurnar
verða seldar erlendis.
ALISTAIR MACLEAN m mest seldu
bókina á íslenska jólamarkaðnum, Njósnir á hafinu,
og er það ekki í fyrsta skipti. Sextán ára í sambúð, eftir
Eðvarð Ingólfsson var í öðru sæti og Lífssaga baráttu
konunnar Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur, eftir Ingu Huld
Hákonardóttur var í 3. sæti.
BRETAR uppgötvuðu sér til mikillar undrunar í
gær að þeir eru mjög hamingjusöm þjóð.
Samkvæmt opinberri könnun, sem var birt í gær,
eru níu af hverjum tíu Bretum ánægðir með hlutskipti
sitt, 98% heimila hafa sjónvarp, 78% hafa síma, 68%
búa við miðstöðvarkyndingu og köttur eða hundur er á
öðru hverju heimili.
SINUELDAR voru talsverðir í Keflavík og
næsta nágrenni. Báðir slökkviliðsbílar þeirra Keflvík-
inga voru á þönum og slökktu gróðurelda sem kvikn-
uðu af flugeldum.
LOGREGLAN í Hafnarfirði tók fimm öku-
menn fyrir meinta ölvun við akstur á nýársnótt. Að
öðru leyti voru áramótin þar róleg.
Hagvöxtur
F-15 orustuþota frá varnarliðinu hrapaði í sjóinn:
FLUGMADURINN
ER TALINN AF
- sendi frá sér tvær tilkynningar rétt áður en vélin hvarf af radarskermi
■ F-15 þota eins og sú sem hrapaði suð-vestur af Reykjanesi
í gærdag. Flugmaðurinn er talinn af. Mynd: e.ói.
■ Orustuflugvél frá varnar-
liðinu á Keflavíkurflugvelli
hrapaði í sjóinn um 85 sjó-
mílur suð-vestur af Reykja-
nesi í gærdag. Þegar hófst
leit að flugmanninum. Tvær
þyrlur varnarliðsins fóru á
staðinn og fínkembdu þær
svæðið þar sem talið er að
vélin hafi farið í sjóinn.
Laust eftir klukkan 17 í gær-
dag var flugmaðurinn talinn
af.
Mjög góð staðarákvörðun
var þar sem vélin sást í radar
allt þar til óhappið varð.
Heimildir Tímans segja að
brak hafi fundist úr flugvél-
inni á þeim stað þar sem talið
er að hún hafi hrapað.
Tvær tilkynningar bárust
frá flugmanninum, með
stuttu millibili. Hann kvaðst
eiga í vandræðum og
skömmu síðar tilkynnti hann
að vélin væri að hrapa.
Nokkrum mínútum eftir
að ljóst varð að vélin hafði
hrapað, barst Slysavarnafé-
lagi íslands beiðni um
aðstoð. Strax var kallað eftir
skipum á svæðinu. Skuttog-
ararnir Engey RE og Hauk-
ur G K lögðu af stað og voru á
slysstað um klukkan 19 í gær.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
var á Keflavíkurflugvelli, til-
búin til notkunar, en ekki
kom til kasta hennar.
Flugvélin sem hrapaði
var af gerðinni Phantom F-
15, ogcrþaðeinhverhin full-
komnasta orustuflugvél sem
smíðuð hefur verið. Verð-
mæti vélarinnar er tæpur
milljarður íslenskra króna.
Friðþór Eydal blaðafull-
trúi varnarliðsins sagði í
samtali við Tímann í gær að
ekki væri Ijóst hvað fór úr-
skeiöis, eða hver tildrög
slyssins voru.
Búist var við því í gær, að
leit myndi hefjast að nýju í
birtingu.
■ Rósa Kristín Níelsdóttir á sjúkrahús-
inu á Akureyri með soninn unga sem
fæddist tuttugu mínútur yfir tvö á nýárs-
nótt. Tveimur tímum áður fæddist stúlka á
Sauðárkróki og er hún fyrsti íslendingur-
inn sem Ieit dagsins ljós á nýju ári.
J
Nýársbarnið var
Sauðkrækingur
■ Fyrsta barnið sem leit
dagsins ljós á nýju ári fædd-
ist á sjúkrahúsinu á Sauðár-
króki klukkan 19 mínútur
yfir 12 á nýársnótt. Það var
rúmlega 13 marka stúlka og
51 sentimetri að lengd. Hún
er dóttir hjónanna Guðrúnar
Fanneyjar Helgadóttur og
Guðmundar Karlssonar og
er hún jafnframt fyrsta barn
þeirra hjóna. Að sögn Guð-
rúnar Guðmundsdóttur ljós-
móður á sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki gekk fæðingin
vel og heilsast þeim mæðgum
vel.
Á Akureyri fæddist fyrsti
drengurinn tuttugu mín. yfir
tvö á nýársnótt og er hann •
sonur Benjamíns Valgarðs-
sonar og Rósu Kristínar Ní-
elsdóttur. Rósa sagði að
sonurinn hafi verið rúmlega
tólf merkur og 48 sentimetr-
ar að lengd og væri hann ann-
að barn þeirra hjóna. Heima
bíður fjögurra ára systir
spennt eftir að fá litla bróður
heim. Rósa sagði að fæðing-
in hafi gengið vel og hún
sagðist vera mjög ánægð
með að vera komin með
bæði kynin.
Fyrsta afmælisbarn
Reykjavíkur á 200 ára af-
mælinu fæddist í Landspítal-
anum um þrjúleytið á nýárs-
nótt og var tæplega 20 merk-
ur og 57 sentimetrar að
lengd. Hann er sonur Sigríð-
ar Hafdísar Þórðardóttur og
Þorsteins J. Þorsteinssonar.
Sigríður sagði að nýi sonur-
inn væri sá þriðji í röðinni,
heima væru sjö og fjögurra
ára bræður. Hún sagði fæð-
inguna hafa gengið vel og
sagðist vera mjög ánægð yfir
að eiga heiðurinn að fyrsta
afmælisbarni borgarinnar á
200 ára afmælinu.
Rak hnefann
gegnum rúðu
-og hlaut lífshættulegan áverka
■ Fimmtán ára gamall dreng-
ur var fluttur til Reykjavíkur
með sjúkraflugi frá Egilsstöð-
um, eftir að hann hafði hlotið
lífshættulegan áverka á hendi á
dansleik sem haldinn var á Fá-
skrúðsfirði, annan í jólum.
Drengurinn var flutturtil Egils-
staða þar sem flugvél beið hans.
Að sögn Steinþórs Kristjáns-
sonar varðstjóra í lögreglunni á
Fáskrúðsfirði tókst mjög vel til
um flutningana, og komst
drengurinn undirlæknishendur,
eins fljótt og auðið var.
Níu klukkustundir lá dreng-
urinn á skurðarborðinu hjá
Rögnvaldi Þorleifssyni lækni,
þar sem hann reyndi að lagfæra
höndina á drengnum. Tíminn
verður síðan að skera úr um
hvernig tókst til.
Slysið varð með þeim hætti að
drengurinn sló í gegnum rúðu í
félagsheimilinu á Fáskrúðsfirði,
á áðurnefndum dansleik.