Tíminn - 03.01.1986, Side 15

Tíminn - 03.01.1986, Side 15
Föstudaqur 3. ianúar 198fi Tíminn 15 III MINNING IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIillli IIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII lUIIIIIIIIIIUIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIII llllll III IIIIIIIIIUIIII III «11 111 1111 Guðjón Ólafsson fyrrverandi bóndi Stóra-Hofi Fæddur 1. ágúst 1903 Dáinn 24. desember 1985 Guðjón varð bráðkvaddur á að- fangadag jóla, þar sem hann dvaldi um skeið á spítala vegna handleggs- brots, er hann hlaut við fall á hálku utan við húsdyr sínar. Hægt og hljóðlega tók hann andvörpin þar sem hann hallaði sér til hvíldar að höfðalagi sínu. „Ó. þá heill að halla mega höfði sínu í drottins skaut“ segir í sálmin- um fagra. Andlát Guðjóns var í sam- ræmi við líf hans og ferðamáta. Hann var fljóthuga og fljótur að bú- ast heiman til ferðalaga og treysti jafnan skapara sínum og hallaði sér að forsjón hans. Kom hann jafnan heill úr hverri ferð. Guðjón var fæddur á Barkarstöð- um í Fljótshlíð hinn 1. ágúst 1903, fyrsta barn foreldra sinna, sem urðu siö að tölu. Foreldrar hans voru: Ólafur Porleifsson og kona hans Hreiðarssína Hreiðarsdóttir, bæði ættuð úr Rangárvallasýslu. Þegar Guðjón fæddist voru þau vinnuhjú á Barkarstöðum hjá Tómasi bónda og hreppsstjóra Sigurðssyni og konu hans Margréti Arnadóttur. Ungum var Guðjóni komið í fóstur til móð- urbróður síns: Gottskálks Hreiðars- sonar sem bjó á Vatnshól í Landeyj- um og svo í Vestmannaeyj um, og hjá honum ólst hann upp. Þar vandist hann öllum sveita- og sjávarstörfum eins og þau voru á hans unglingsár- um. Varhannstraxviljugurogverk- laginn. Vélbátaútgerð var komin á fullt skrið í Vestmannaeyjum þegar Guðjón hafði aldur til að gerast sjó- maður, varð hann þá háseti á vélbát- um í Eyjum í nokkrar vertíðir og tók þar með þátt í hinni ævintýralegu og hörðu sjósókn Vestmannaeyinga. Var hann lipur og röskur sjómaður, en þó stóð hugur hans nieira til ann- arra starfa. Guðjón naut barna- fræðslu eins og þá var lögboðið frá 10 ára aldri til fermingar, en ekki átti hann kost frekari skólagöngu. Barnafræðslan nýttist Guðjóni vel því hann hafði gott næmi og trútt minni, sem hann hélt óskertu til ævi- loka. Þegar Guðjón var tæplega tvítug- ur fór hann frá Gottskálki fóstra sín- um og flutti til Reykjavíkur og fékk þar vinnu við trésmíði, en brátt hóf hann skósmíðanám. Frá því hvarf hann og réðist vinnumaður að Graf- arholti í Mosfellssveit til Björns Bjarnarsonar hreppstjóra og fyrrv. alþingismanns. Þar var hann í sjö ár og kunni mjög vel vistinni á því menningarheimili. Þar drakk hann í sig áhuga fyrir búnaðarframkvæmd- um og lærði að meta gildi félags- hyggju og samvinnu. Minntist Guð- jón alltaf veru sinnar í Grafarholti þakklátum liuga og átti frá þeim árum, sem hann var þar fagrar æsku- minningar. Þar hitti hann líka unga og fallega stúlku, sem varð lífsföru- nautur hans og eiginkona, Björgu Árnadóttur ættaða af Borgarfirði eystra. Vorið 1928 tóku þau til ábúð- ar jörðina Stóra-Hof í Gnúpverja- hreppi og bjuggu þar óslitið til ársins 1970 þegar Guðmar sonur þeirra og Kolbrún Sigurjónsdóttir tóku við búskapnum. Voru gönilu hjónin þá orðin lúin og þreytt eftir langan bú- skap og mikið erfiði. Allan búskap- artímann voru þau leiguliðar á Stóra-Hofi, en nokkrum árum eftir að þau létu af búskapnum rættist loks sá langþráði draumur, að þau eignuðust jörðina með því að Guð- jón keypti hana árið 1977. Nú er Guðmar sonur hans orðinn eigandi hennar. Þegar þau Guðjón og Björg hættu búskapnum fluttuþautil Reykjavík- ur og hafa að mestu dvalið þar síðan við fremur tæpa heilsu, en þó oftast reynt að vera sem minnst upp á aðra komin. Þau voru vön því, að halda vel á öllu sem aflað var og bjargast sem mest af eigin rammleik. Börn þeirra hjóna eru fimm að tölu, dæturnar tvær og synirnir þrír, öll á lífi ásamt móðursinni, sem er nú mjög farin að kröftum. Fjölskyldan var jafnan samhent og hjálpuðu Bbrnin til við búskapinn, en smám saman yfirgáfu þau æskuheimilið eins og boðið er í Gamla testament- inu og stofnuðu sín eigin heimili. Svo sem vikið var að hér áður fékk Guðjón snemma mikinn félagsmála- og umbótahug. Var hann frjór í hugsun og datt margt gott í hug. Voru þar stundum á ferð ýms ný- mæli, sem hann var ófeiminn að kynna og berjast fyrir. Hann var áhugamaður um stjórnmál og gerðist á unga aldri samvinnumaður og gekk í Framsóknarflokkinn. Var hann þar virkur félagi alla tíð, full- trúi í Framsóknarfélagi Árncsinga og á flokksþingum. Guðjón átti gott með að tala á fundum. Beitti hann gagnrýni ef honum þótti þurfa og gerði sér engan mannamun, var sama hvort í hlut áttu flokksbræður eða aðrir. Þótti sumum, að hann væri óþægilega fundvís á tilefni til á- dcilna og fremur erfitt væri við hann að deila, en Guðjón var maður hreinlyndur og undirhyggjulaus, vildi hann síst vinna það fyrir vin- skap manns, að víkja af götu sann- leikans. Ég. sem þessar línur rita er alltaf þakklátur Guðjóni fyrir traustan stuðning við mig og þau málefni, er ég leitaðist við að vinna gagn á stjórnmálaferli mínum. Enginn kemst neitt né kemur ncinu fram á þeim vettvangi án góðra og traustra stuðningsmanna. Alltaf eru þeir bestu stuðningsmennirnir, sem hvetja til dáða og segja jafnframt til hvar betur megi gera og í hverju áfátt sé. Slíkur var Guðjón, alltaf heill en aldrei hálfur né veill í málafylgju. Læt ég nú þessum fáu kveðjuorð- um lokið og sendi konu Guðjóns börnum hans og öðrum ástvinum samúðarkveðju. Ágúst Þorvaldsson Auglýsing frá ríkisskattstjóra um skilafresti launaskýrslna o.fl. gagna samkvæmt 92. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. nefndra laga hefur skilafrestur eftirtalinna gagna, sem skila ber á árinu 1986 vegna greiðslna á árinu 1985, verið ákveðinn sem hér segir: I. Tilog með20. janúar1986: 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. 4. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt samtalningsbl. II. Til og með 24. febrúar 1986: 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtalningsbl. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. III. Til og með síðasta skiladegi skattframtala 1986, sbr. 1.-4. mgr. 93. gr. nefndra laga: Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tl. C-liðar 7. gr. sömu laga. (Athygli skal vakin á því að helmingur greiddrar leigu fyrir íbúðarhúsnæði til eigin nota vegna tekjuársins er til frádráttar í reit 70 á skattframtali skv. 3. tl. E-liðar 30. gr. nefndra laga enda séu upplýsingar gefnar á full- nægjandi hátt á umræddum greiðslumiðum.) Reykjavíkl. janúar1986 Ríkisskattstjóri Auglýsing frá ríkisskattstjóra Vísitala jöfnunarhlutabréfa Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 umtekjuskattogeignarskatthefurríkisskatt- stjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1986 og er þá miðað við að vísitala 1. janúar 1979 sé 100. I.janúar 1980 vísitala 156 1. janúar 1981 vísitala 247 1. janúar 1982 vísitala 351 1. janúar 1983 vísitala 557 1. janúar 1984 vísitala 953 1. janúar 1985 vísitala 1.109 1. janúar 1986 vísitala 1.527 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgunar hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. Reykjavík 2. janúar 1986 Styrkur til háskólanáms eða rannsóknastarfa í Finnlandi Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms eða rann- sóknastarfa i Finnlandi námsárið 1986-'87. Styrkurinn er veittur til níu mán- aða dvalar og styrkfjárhæðin er 1.300-1.700 finnsk mörk á mánuði. Umsóknum um styrkinn skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfis- götu 6,101 Reykjavík, fyrir 15. febrúar n.k. - umsókn fylgi staðfest afrit próf- skírteina, meðmæli og vottorð um kunnáttu í finnsku, sænsku, ensku eða þýsku. - Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 27. desember 1985 Bifreiðainnflytjendur Áætlað er að kaupa um það bil 100 nýjar bifreiðar fyrir ríkisstofnanir á árinu 1985. Tilboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri og eiga tilboð að berast fyrir 24. janúar 1986. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvagi 3 — Simi 25800

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.