Tíminn - 03.01.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Föstudagur 3. janúar 1986
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvstj.: GuömundurKarlsson
Ritstjóri: Helgi Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: NíelsÁrniLund
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Innblaösstjóri: OddurÓlafsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
Tíminn að nýju
■ Með þessu blaði hefur Tíminn aftur göngu sína. Kem-
ur hann í beinu framhaldi af dagblaðinu NT sem hætti að
koma út nú um áramótin. Árið í ár er tímamótaár fyrir
Tímann því nú eru liðin 70 ár frá því að hann kom fyrst út.
Tíminn hefur alla tíð verið málsvari framsóknar- og sam-
vinnumanna og verður það áfram. Ekki verða breytingar á
ritstjórnarstefnu blaðsins frá því sem var á NT síðustu
mánuðina en haldið áfram að skýra hlutlaust frá fréttum
og halda uppi sókn og vörn fyrir stefnu félagshyggju og
frjálslyndra umbótarafla.
Því miður er reynslan sú að hægri öflin í landinu hafa
yfirburðastöðu hvað málgögn varðar og styrkur þeirra
eykst sífellt m.a. með auglýsingatekjum sem er þeim gífur-
legur stuðningur. Samt sem áður er brýn nauðsyn á því að
raddir annarra heyrist en einungis þeirra sem óhefta hægri
stefnu boða og því mun Tíminn halda áfram að koma út
þrátt fyrir erfiðleika sem að honum hafa steðjað að undan-
förnu.
Það er von aðstandenda Tímans að honum verði fagnað
af kaupendum og að þeir leggi sitt að mörkum til að hann
geti orðið ötlugur málsvari þcirra sem ekki trúa blint á
öfgaöfl til hægri eða vinstri.
Mætum nýju ári með bjartsýni
■ Nýtt ár er hafið og það gamla hefur runnið sitt skeið.
Hvað nýja árið ber í skauti sínu er ekki hægt að segja til um
en landsmenn eru bjartsýnir svo sem þeir fengu staðfest í
skoðanakönnun rétt fyrir áramótin og því treysta þeir því
að árið muni verða bæði gjöfult og gott.
íslenska þjóðin hefur lifað tímana tvenna og flestir telja
að hún hafi aldrei haft það eins gott og nú, en samt eru
blikur á lofti og samdráttar gætir víða. Efalaust munu
stjórnvöld hafa í mörgu að snúast á árinu og ljóst að þau
verða að taka á honum stóra sínum því hvað svo sem allri
bjartsýni líður er það staðreynd að eyðsla þjóðarinnar
hefur verið of mikil og við höfum lifað um efni fram á
undanförnum árum. Þessari þróun verður að snúa við.
í áramótaræðu sinni rakti forsætisráðherra ástæður
þessa og benti á hinn mikla hagvöxt sem orðið hefur hér á
landi frá stríðslokum, en jafnframt að sá hagvöxtur hefði
verið mjög breytilegur.
„Ég þekki enga þjóð, sem býr við slíkar sveitlur í þjóð-
arframleiðslu. Það er sannfæring mín að þarna sé að leita
grundvaltarástæðu fyrir efnahagserfiðleikum okkar ís-
lendinga. Sérstaklega verður þetta ljóst þegar þess er gætt,
hvernig aflaleysi og samdrætti hefur nánast undantekninga-
laust verið mætt með erlendum lántökum.“ Þá sagði for-
sætisráðherra einnig: „Hvaða lærdóm má draga af þessu?
Að sjálfsögðu getur verið eðlilegt að taka lán erlendis til
þess að fjárfesta í nýjum framleiðslutækjum. Öllum má
vera Ijóst að lífskjör hér væru ekki nema brot af því sem
þau eru ef þetta hefði ekki verið gert, og m.a. fiskveiðiflot-
inn ekki endurbyggður og vinnslustöðvar reistar, byggðar
vatnsaflsvirkjanir og hitaveitur eða lagðir vegir svo dæmi
séu nefnd.
Niðurstaða mín verður þó sú aðof geyst og óvarlega hafi
verið farið. Allt of oft á samdráttartímum hafa erlend lán
verið tekin til neyslu eða óarðbærrar fjárfestingar.“
Pá sagði forsætisráðherra ennfremur: „Ef árangur á að
nást á næsta ári, má kaupmáttur lítið aukast, en hann á
heldur ekki að þurfa að lækka. Að skaðlausu mætti hann
jafnframt færast nokkuð til þeirra sem lægri launin hafa,
frá hinum sem betur búa.“
Tíminn tekur undir þessi orð forsætisráðherra og treyst-
ir því að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að aðgerðir í
launamálum beri þess merki. Hvað svo sem allri eyðslu
þjóðarinnar viðkemur er það staðreynd að þar er ekki öll-
um um að kenna og engan veginn er það svo að allir lands-
menn þoli rýrnandi kaupmátt frá því sem nú er.
„Svartsýnn
er ég ekki,
- óhemju möguleikar eru í okkar ágæta landi“
Góðir íslendingar,
■ í ávarpi mínu fyrir ári lýsti ég
þeirri skoðun, að árið 1985 yrði við-
burða- og örlagaríkt ár fyrir okkur
Islendinga og c.t.v. mannkyn allt.
Ég taldi, að þá gæti ráðist bæði hvort
tækist að stöðva hið vitfirrta vopna-
kapphlaup, og þrátt fyrir þrönga
stöðu að leggja grundvöll að nýju
framfaraskeiði hér á landi.
Þetta hefur reynst rétt. Árið hefur
verið viðburðaríkt, bæði á innlend-
unt og erlendum vettvangi.
Áratugum saman hefur mannkyn-
ið búið við vaxandi spennu. Gjör-
eyðingarvopnum hefur fjölgað og
þau orðið öflugri. Er nú svo komið,
að ekki þarf nema brot af því, sem til
er, til þess að eyða mannkyni öllu.
Heimsfriður hefur byggst á ótta við
tortímingu.
Þó má segja, að keyrt hafi um
þverbak undanfarin ár, þegar fullyrt
hefur verið, að tilgangslaust væri að
ræðast við. Hefur þá mörgurn þótt
sem fokið væri í flest skjól.
Á þessu varð mikilvæg breyting
við fund forystumanna stórveldanna
í nóvember sl. Strax eftir að fundi
þeim lauk, átti ég þess kost að sitja
fund með forseta Bandaríkjanna
ásamt öðrum forsætisráðherrum
landa Atlantshafsbandalagsis. Þar
greindi forsetinn frá viðræðum sín-
um við leiðtoga Sovétríkjanna, og
svaraði spurningum fundarmanna.
Þessi fundur verður mér lengi eftir-
ntinnilegur.
Heyra mátti á ræðum, að menn
önduðu léttar. Bjartsýni gætti, ekki
síður hjá forseta Bandaríkjanna en
örðum fundarmönnum. Vegna fyrri
yfirlýsinga höfðu menn ekki almennt
búist við miklu af fundi leiðtoganna.
Ýmsir höfðu jafnvel ályktað, að hon-
um yrði slitið í köldu andrúmslofti.
Svo varð þó ekki. Þvert á móti virtist
tjaldið hafa lyfst. kuldinn minnkað
og skilningur aukist.
Að vísu er alltof snemmt að spá
um framhaldið. Engar ákvarðanir
um stöðvun á framleiðslu gjöreyð-
ingarvopna eða fyrstu skref til af-
vopnunar voru teknar, og enn eru
óleyst alvarlcg deilumál. Sérstaklega
virðast hugmyndir Bandaríkjamanna
um varnir í geimnum valda tog-
streitu.
Þótt að sjálfsögðu sé mikill munur á
tækjum til varna og tækjum til árása,
sé ég litla skynsemi í þeint hugmynd-
um. Slíkt yrði gífurlega kostnaðar-
samt og flestir sérfræðingar telja
hugmyndina vart framkvæmanlega
og geta eins leitt til stóraukins
kapphlaups um framleiðslu gjöreyð-
ingarvopna. Fullur árangur hefur
ekki náðst fyrr en kjarnorkuvopn
Áramótaræða forsæt-
isráðherra Steingríms
Hermannssonar
eru fjarlægð og þeim eytt. Áætlun
um notkun geimsins í hernaðarskyni
má ekki koma í veg fyrir afvopnun.
Ef sambúð stórveldanna fer batn-
andi eftir fundinn, sem ég tel líklegt,
trúi ég því, að skynsemin ráði.
Án þess að ala í brjósti óraunhæfa
bjartsýni, skulum við leyfa okkur að
vona, að fundur leiðtoga stórveld-
anna boði straumhvörf. Það mun
koma í ljós á næstu mánuðum.
Á s.l. voru sameinaðist Alþingi
um ályktun í afvopnunarmálum. I
því kemur fram meiri samstaða en
aðrar þjóðir hafa sýnt, og þó að af-
staða smáþjóðar skipti ekki sköpum
í viðræðum stórveldanna, má segja
að dropinn holi steininn. Við eigum
a.m.k. að leggja áherslu á samstöðu
íslensku þjóðarinnar, hvar sent við
getum á alþjóðlegum vettvangi. Á
fyrrnefndum fundi með Bandaríkja-
forseta, og á 40 ára afmæli Samein-
uðu þjóðanna gafst mér tækifæri til
þess.
Á innlendum vettvangi hefur árið
einnig verið viðburðaríkt. Vafalaust
mun þó ýmsum ekki þykja erfiðleik-
ar einstaklinga og fyrirtækja boða
nýtt framfaraskeið. Að sjálfsögðu
veldur slíkt áhyggjum, en ég er þó
þeirrar skoðunar, að þetta séu óum-
flýjanlegar þrautir fyrir þjóð, sem
aðlagast verður gjörbreyttum kring-
umstæðum, m.a. í fjármálum.
Sagt hefur verið, að hagfræðin sé
fyrst og fremst saga. Og víst er það,
að mjög er fróðlegt að skoða efna-
hagsþróun hér á landi undanfarna
áratugi.
Hagvöxtur hefur allt frá stríðsár-
um orðið að meðaltali um 2,5 af
hundraði á mann á ári. Það er nteira
en í flestum örðum löndum að Japan
undanskildu. Þessi mikli hagvöxtur
hefur hins vegar verið mjög breyti-
legur. Þetta sést glöggt á línuriti, sem
ég leyfi mér að bregða hér upp.
Neðra línuritið sýnir breytingar á
þjóðarframleiðslu allt frá árinu 1945.
Segja má, að það sýni samfelldar
sveiflur frá miklum hagvexti eitt
árið, í samdrátt það næsta. Mest
verður hrun þjóðarframleiðslunnar á
þremur tímabilum, 1948-52. 1967-68
og 1982-83. I öll skiptin stafar það af
aflabresti. Aðrar sveiflur eru einnig
margar, ýmist vegna þess, að afli er
lakari, eða viðskiptakjör versna. Ég
þekki enga þjóð, sem býr við slíkar
sveiflur í þjóðarframleiðslu.
Það er sannfæring mín, að þarna
sé að leita grundvallarástæðu fyrir
efnahagserfiðleikum okkar íslend-
inga. Sérstaklega verður þetta Ijóst,
þegar þess er gætt, hvernig aflaleysi
og samdrætti hefur nánast undan-
tekningarlaust verið mætt. Það sýnir
efra línuritið.
Brotna línan sýnir erlendar
skuldir. Athyglisvert er, að nálega
við hvern samdrátt þjóðarfram-
leiðslunnar aukum við erlendar lán-
tökur. Þannig er samdrættinum
mætt. einfaldlega með lántöku. Ekki
er ástæða til að fordæma í öllum til-
fellum erlendar lántökur, ef þau lán
eru greidd á góðu árunum. Stað-
reyndin er hins vegarsú, aðskuldirn-
ar halda áfram að vaxa, þegar á
heildina er litið, og eru á árinu 1983
kornnar á ystu hættumörk. Þá voru
þær orðnar rúmlega helmingur þjóð-
ar- eða landsframleiðslu.
Með öðrum orðum, þegar afli
bregst og þjóðartekjur minnka. höf-
um við Islendingar yfirleitt ekki
dregið úr neyslu eða fjárfestingu,
heldur brúað bilið með erlendum
lánum.
Heila línan sýnir verðbólguna.
Hún rýkur upp á hverju samdráttar-
skeiði. Erfiðleikum sjávarútvegsins
er ekki mætt með því að draga úr
kostnaði, heldur með því að fella
gengið. Afleiðingin verður stöðugt
vaxandi verðbólga, sem fer að lokum
úr böndunt í upphafi ársins 1983.
Hvaða lærdóm má af þessu draga?
Að sjálfsögðu getur verið eðlilegt að
taka lán erlendis til þess að fjárfesta í
nýjum framleiðslutækjum. Öllum
má vera Ijóst. að lífskjör hér væru
ekki nema brot af því, sem þau eru,
efþettahefðiekkiveriðgert.ogm.a.
fiskveiðiflotinn endurbyggður og
vinnslustöðvar reistar, byggðar
vatnsaflsvirkjanir og hitaveitur eða
vegir lagðir, svo dæmi séu nefnd.
Niðurstaða mín verður þó sú. að
of geyst og óvarlega hafi verið farið.
Allt of oft á samdráttartímum hafa