Tíminn - 03.01.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.01.1986, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Föstudagur 3. janúar 1986 ERLENT YFIRLIT Þórarinn Þórarinsson skrifar Yrði lacocca í Hvíta húsinu réttur maður á réttum stað? Sú virðist skoðun margra Bandaríkjamanna ■ Sjálfsævisaga Lces Iacocca, forstjóra Chryslersverksmiðjanna í Bandaríkjunum. skrásett af William Novak, er búin að vera metsölubók þar í landi og miklu víðar í nær tvö ár. Búið er að þýða hana á mörg tungumál. í Banda- ríkjunum hefur skapast verulegur áhugi á því að Iacocca verði næsti forseti Bandaríkjanna, en hann harðneitar öllum slíkum fyrirætl- unum. Hins vegar fer hann ekki dult með, að hann vill hafa áhrif á mót- un stjórnarstefnu næstu Banda- ríkjastjórnar, hvort heldur forset- inn verður úr hópi republikana eða demókrata. Iacocca virðist liins vegar ekki gera sér vonir um, að hann geti haft mikil áhrif á stefnu Reagans. Hann setti fram þá hugmynd í Newsweek árið 1982 hvernig ætti að jafna hall- ann á ríkisbúskap Bandaríkjanna, sem þá var ekki nema 120 milljarð- ar en er nú orðinn 200 milljarðar dollarar. Lausnin var einföld. Fyrsta að- gerðin var að lækka útgjöldin um 30 milljarða dollara og auka tekj- urnar um aðra 30 milljarða dollara, aðallega með tolli á innfluttri olíu og skatti á gasframleiðslu í Banda- ríkjunum. Rétt á eftir að greinin birtist heimsótti Iacocca Reagan í Hvíta húsinu. Mér líkaði vel grein þín í Newsweek, sagði Reagan, en Richard Wirthlin, sem sér um skoðanakannanir fyrir mig, segir að þær sýni, að ekkert óvin- sælla en að skattleggja gasið. Iacocca skrifar nú blaðadálka, sem birtast í mörgum blöðum Bandaríkjanna. Hann varar þar m.a. við fáu meira en að skoðana- kannanir móti stjórnarstefnu Bandaríkjanna. ÉG LAGÐI í það fyrir nokkru að fara lauslega yfir ævisögu Iacocca. því að oft hafa mér reynst bandarískar metsölubækur hæpinn lestur. Ég sé hins vegar ekki eftir ■því að hafa fengið nokkur kynni af Iacocca. Iacocca er sonur ítalskra hjóna, sem Huttu til Bandaríkjanna, en þar vann faðir hans sig í góð efni með dugnaði og reglusemi. Iacocca hafði erft þessa eiginleika hans. Hann aflaði sér tæknimenntunar og viðskiptamenntunar og komst ungur í þjónustu Fordfyrirtækisins. Þar vann hann sér sívaxandi álit og fór hækkandi í tign. uns hann varð aðalforstjóri fyrirtækisins í des- ember 1970, þá nýlega orðinn 46 ára. Þeirri stöðu gcgndi hann í átta ár, en þá rak Henry Ford II hann frá fyrirtækinu, en Ford þoldi engan samstarfsmann sinn til lengdar. Brottreksturinn varð mikið áfall fyrir Iacocca, en hann var ekki at- vinnulaus lengi. Chrysler fyrirtæk- ið var þá komið í mikla niðurníð- slu, en um skeið hafði það getað boðið Ford og General Motors birginn. Niðurstaðan varð sú, að stjórnendur þess leituðu til Iacocca og buðu honum forstjórastöðuna og tók hann við henni 1979. Frásögn Iacocca fjallaði mest um viðreisn Chrysler-fyrirtækisins, sem stendur nú orðið á sterkum grunni. Þetta er mikil baráttusaga. Hvað eftir annað vofði gjaldþrot yfir fyrirtækinu. Svo fór að það varð að leita á náðir þingsins í Washington og fá fjárhagslega að- stoð ríkisins. Iacocca var í marga daga í yfirheyrslum hjá þing- nefndum áður en aðstoðin var veitt og er af því fróðleg saga. En ekki var nóg fengið með því. Um svipað leyti kom til sögunnar kreppa. sem dró úr viðskiptum. Einna verst lék þó stefna hinna frjálsu vaxta fyrirtækið. Iacocca dregur upp mynd af hávaxtapó- litfkinni og frjálsu vöxtunum sem eins konar vitfirringu. Á tímabilinu frá 6. október 1979 og þangað til í október 1982 urðu breytingar á vöxtunum 86 sinnum, eða til jafn- aðar með tæplega 14 daga millibili. Um skeið komust vextirnir upp í 22% meðan erlendir keppinautar bjuggu við margfalt lægri vexti. Iacocca spyr: Hvernig á að reka atvinnufyrirtæki og áætla rekstur þeirra við slíkar aðstæður? Honum tókst þó að sigra þessa 'éit TH í: IUC()IU)15KIAKiN(, ÍNTKRNATIONAI. Bl STSt IH R IACOCCA AN AUTOBIOGRAPHY LEE IACOCCA NVITH WILLIAM NOVAK erfiðleika og alla aðra. Hann gerði það með því að koma á miklurn sparnaði með því að endurskipu- leggja fyrirtækið. Til þess að gera það réði hann m.a. nokkra fyrrver- andi framkvæmdastjóra Fordfyrir- tækisins, sem komnir voru á eftir- laun. Þeir höfðu reynslu, sem að gagni kom. Ungir menn voru hins vegar valdir meira til forustu á sviði tækni og tölvumennsku. Eitt árið lækkaði Iacocca árslaun sín niður í einn dollara og fékk starfsmenn fyrirtækisins til að fallast á tíma- bundna launalækkun, cn mcðal þcirra nýtur hann mikils trausts. Stjórn Iacocca á Chryslcr-fyrir- tækinu hefur gert hann að cins kon- arþjóðhetju. Þvíersagan jafn ntik- ið lesin og raun ber vitni. IACOCCA er ekki myrkur í máli, þegar hann scgir, að Banda- ríkin þurfi breytta stjórnarstcfnu, því að eins og ástatt sé í dag stelni á það, að þau verði nýlenda Japana og fleiri Asíuþjóða á næstu öld. Þau muni þá aðallcga flytja út land- búnaðarvörur, því að mcð tilstyrk ríkisins sé landbúnaðurinn orðinn tæknivæddasti atvinnuvegur þjóð- arinnar. I staðinn muni þau flytja inn iðnaðarvörur frá Japan og öðr- um löndum. Staða þeirra verði ekki ósvipuð og þriðja hcimsins í dag. Iacocca segir, að Bandaríkin leggi frarn vaxandi fjármuni til varnarmála og út af fyrir sig geti það verið rétt. En hvað ætlum við að verja: hrörnandi borgir, iðnað- arfyrirtæki í afturför, stórkostlegan halla á viðskiptajöfnuði og sívax- andi halla á ríkisbúskap. Sú vörn sem Bandaríkin þarlnist nú mest, sé ný og framsækin efnahagsstefna. lacocca segist fylgjandi frjálsri verslun, en það sé vonlaust að Bandarikin fylgi henni efnsömul, meðan t.d. Japanir ástundi allt önn- ur vinnubrögð. í stað slagorðsins Free Trade - frjáls verslun, vill hann láta koma vígorðið Fair trade, heiðarleg verslun eða réttlát verslun, en það þýðir m.a. að ríkið geti gripið til tímabundinna að- gerða til að verja hagsmuni banda- rískra fyrirtækja, þegar þau eru í vanda eða sæti ójöfnuöi í alþjóða- viðskiptum. Iacocca segist andvígur beinuni afskiptum ríkisins af atvinnu- rekstrinum, en hins vegareigi ríkið að kappkosta að styðja hárin og marka honum stefnu í samræmi við þjóðarhagsmuni. Eins og atvinnu- fyrirtækin skipuleggi réksturinn þurfi að skipuleggja heildarbúskap þjóðarinnar. Það sé enginn sósíal- ismi. Hcrgeti Japanir verið til fyrir- myndar, því að cfnahags- og viö- skiptaráðuneyti þeirra aðstoöi og skipuleggi atvinnureksturinn með margvíslegum aðgcrðum. Það sé ein valdamesta eða valdamcsta stofnun ríkisins. lacocca kemst að þcirri niöur- stöðu að loLum, að Bandaríkin burfi nú framar öðru að cignast nýjan Franklín Delano Roosevelt, forscta, sem þori að leggja inn á nýjar brautir, kunni ef til vill að gera einhvcrjar skyssur en sé þá maður til að brcyta um vinnu- brögð, eins og Roosevelt. Hann mótmælir því harðlega, að hann telji sig rétta manninn, en fylgi lians sem forsetaefnis viröist þó vaxandi. Iacocca er flokksbundinn republikani, en víða kemur þó fram í bók hans að Itann stchdur nær demókrötum, enda reyndust þeir Chryslers-fyrirtækinu betur, þegar þingið fjallaði um mál þess. Að sjálfsögðu leggur Iacocca mikla áherslu á tæknina. Hann bendir m.a. á þá staðreynd, að Jap- anir útskrifi fjórum sinnum fleiri tæknifræðinga en Bandaríkin. Hins vegar útskrifi Bandaríkin 25 sinnum fleiri lögfræðinga en Japan. 111 1111 cc 1— z z UJ * o m llllllllllllllllll «1111 111 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIII 1111 ■llllllllllBÍMllllllllllllllliaMllllilllllllllllllllllllilllll nuiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii uniniuiniiiiniiniininiiiniiiniu 111 i iiiiiiiii Búendatal Ölfushrepps ■ Sögusteinn-bókaforlag hefur gefið út bókina Ölfusingar-Búenda- tal Ölfushrepps 1703-1980, eftir Ei- rík Einarsson. Ölfusingar er fyrsta bindið í ritröðinni „Islenskt ætt- fræðisafn - Búendatöl". Byggðin sem hér er fjallað um hefur mikið breyst á síðustu áratugum. Mörg býli hafa lagst í eyði, nýbýli verið stofnuð og þéttbýliskjarnar sem ekki byggja á gróðri jarðar hafa myndast, Þorláks- höfn, Hveragerði og hluti af Selfossi. í bók þessari hefur Eiríkur Einars- son dregið saman mikinn fróðleik um búendur í Ölfushreppi frá 1703- 1980. Bókin mun reynast öllum áhugamönnum um ættfræði og þjóð- legan fróðleik notadrjúgt og hand- hægt uppflettirit. Eiríkur hefuráður tekið saman Niðjatal Eiríks Ólafs- sonar á Litlalandi í Olfusi. Margar Ijósmyndir af bæjum og búendum í Ölfushreppi eru birtar í bókinni. Bókin er brotin um í Leturvali. prentuð í Prentsmiðjunni Grafík og bundin inn í Félagsbókbandinu. Bókin er 373 bls. Utsöluverð kr. 3.500. Lesbók í sögu lands og þjóðar Sigurður Gunnarsson Lífið allt er ævintýr. Frændi segir frá. Isafoldarprentsmiðja. ■ Frændi talar hér eins og í fyrri bókum viö börn en í þetta sinn eru það einkum þættir úr Islandssögunni sem hann ræðir. Og nú reynir höf- undur ekki að leyna skyldleika sín- um við frænda. Hér er talað um landnám, fornan átrúnaö, kristnitöku og fleira. Þar cr fylgt hefðbundnum söguskilningi að mestu enda hefur honum yfirlcitt ekki verið hrundið í aðalatriðum. Er það og mála sannast að það sem finnst í jörðu og telja verður traustar heimildir hefur frcmur en ekki verið stuðningur við fornar sögur. Annað mál er það að það er næsta takmarkað sem við vitum mcð fullri vissu um Ásatrúna. Ograunarer það margt í fornri sögu sem erfitt verður að sanna óvéfengjanlega. En hér er reynt að segja börnum á léttan hátt skýrt og glöggt frá ýmsurn örlaga- þáttum þjóðarsögunnar eins og við kunnum hana réttasta. Víða er komið við í þessu spjalli. Nokkrar teikningar eftir Bjarna Jónsson eru í bókinni til skrauts og skýringa. Þetta er lesbók í sögu lands og þjóðar. H.Kr. Sigurður Gunnarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.