Tíminn - 03.01.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.01.1986, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. janúar 1986 Tíminn 3 Mesta aflaár við ísland -loðnan setur strik í verðmætareikninginn ■ Horfur eru á að heildaraflinn árið 1985 verði sá mesti í sögu fisk- veiða við ísland. Samkvæmt spá Fiskifélagsins verður heildarmagnið 1.674 þúsund tonn. en áður hafði afl- inn orðið mestur árið 1979 eða 1.641 þúsund tonn. Áætlað er að verðmæti aflans upp úr sjó nemi unt 12 milljörðum króna, eða 286 milljónum talið í SDR. Þetta er talsvert minna en verðmæti aflans árin 1981 en þá var það 314 ntilljón SDR og 1980 þegar það var 292 ntill- jón SDR. Þó verðmæti sjávarafla á þessu ári sé minna en ætla mætti í fyrstu út frá heildarmagninu, er gert ráð fyrir að 1985 verði metár í verðmætum út- fluttra sjávarafurða. Stafar þetta m.a. af því að birgðir hafa rýrnað verulega og má rekja hluta af út- flutningi ársins til framleiðslu fyrri ára. Áætlaður útflutningur 1985 er 621 þúsund tonn að verðmæti tæpir 25,3 milljarðar króna. Slökkvistarf gekk erfíðlega, þar sem ekki var hægt að rjúfa þakið á bygg- ingunni, seni skyldi. Tíma-mynd: Sverrir Sextíu manns björgudu Ríó ■ Allt tiltækt lið Slökkviliðs Reykjavíkur var kallað að skemmti- staðnum Ríó í Kópavogi, síðastliðið mánudagskvöld. Tilkynning barst um að reyk legði upp frá húsasam- stæðunni. Ríó er ásamt fleiri fyrir- tækjum í húsasamstæðu við Smiðju- veg. Slökkvistarf torveldaðist, þar sem ekki var vitað hvar eldurinn var þegar komið var að. Enn frekari erfiðleikar komu upp þegar rífa átti gat á þak hússins, þar sem þakið er að hluta úr strengja-steypu eining- um. Hita og reyk var hleypt út um glugga á húsinu. Álls unnu sextíu slökkviliðsmenn við starfið, sem stóð í nokkrar klukkustundir. Reykkafarar fóru inn í bygginguna og slökktu eld í skemmtistaðnum. Ekki komst eldur í önnur fyrirtæki í húsinu. Húsnæði Útvegsbankans slapp alveg, en trésmíðaverkstæði við hliðina á Ríó skemmdist lítillega af völdum reyks og vatns. Skemmtistaðurinn sjálfur er illa farinn og fyrirsjáanlegt að við- Húsaleiga: Hækkar um 10% ■ Húsaleiga hækkar um 10% frá áramótum hjá þeim sem leigja íbúð- ar- eða atvinnuhúsnæði samkvæmt lögum nr. 62/1984 og verður síðan óbreytt til 1. apríl 1986. Hagstofan vekur athygli á því að þessi hækkun snertir aðeins húsaleigu sem breytist samkvæmt ákvæðum í fyrrnefndum lögum. Skákþing Reykjavíkur: Hefst um helgina ■ Skákþing Reykjavíkur hefst á sunnudaginn, 5. janúar og verður teflt í félagsheimili T.R. að Grens- ásvegi 46. f aðalkeppninni, sem hefst kl. 14.00 verða tefldar 11 umferðir eftir Monradkerfi, og verða umferðir þrisvar í viku, á sunnudögum kl. 14.00 og miðvikudögum og föstu- dögum kl. 19.30 Keppni í flokki 14 ára og yngri hefst á laugardag 11. janúar kl.j 14.00. Þar verða tefldar 9 umferðir eftir Monradkerfi, á þrem laugar- dögum. Lokaskráning í aðalkeppnina verður á laugardag 4. janúar kl. 14.00-18.00 og er öllum heimil þátt- taka. Núverandi skákmeistari Reykja- víkur er Róbert Harðarson. gerðarkostnaður verður mikill. Eldsupptök eru enn ókunn. Nýir eigendur höfðu nýlega tekið við staðnum og stóðu yfir breytingar á innréttingum. FULLTHUSAF VILLIKÖTTUM EL TIGRE ‘PANTERA ■ COUGAR ■ PANTHER ■ CHEETAH ■ JAG ■ KITTYCAT Munið okkar viðurkenndu varahlutaþjónustu Opið laugardaga HAGSTÆÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR CHEETAH vélsleðinn hentar vel í leik og starfi, en einkum við hinar erfiðustu aðstæður. Hann er búinn langri A arma fjöðrun að framan. Beltið er mjög langt (156" eða 396,2 sm) sem gerir það að verkum að sleðinn flýtur vel við erfiðustu aðstæður. Á hinn bóginn er CHEETAH eini „long track" sleðinn sem lætur að stjórn eins og stuttur sleði á harðfenni vegna þess að ca. V3 af beltinu er uppsveigt á lið að aftan sem nýtist í mjúkum snjó. Fáanlegar eru tvær vélastærðir, 529cc vökvakæld og 500cc loftkæld. Báðar blanda olíu sjálfar. Innifalið í verði er: Fullkomið mælaborð, stöðuhemill, vegalengdarmælir, upphituð handföng, bögglaberi, sæti f. tvo. EL TIGRE er hraðskreiðasti sleðinn frá Arctco, búinn 500cc vökva kældri Spirit vél með tveimur VM 38 Mikuni blöndungum. Framfjöðrun er löng Á arma fjöðrun með jafnvægisstöng. Afturfjöðrun er einnig mjög löng. Bil milli skíða er 37" (94 sm) sem gerir sleðann mjög stöðugan. EL TIGRE hefur alltaf verið liprasti hraöaksturssleðinn. 90 hö. 70 hö. 45 hö. 70 hö. 90 hö. kr. 369.534,- kr. 336.235.- kr. 265.303.- kr. 378.248.- kr. 202.318.- kr. 449.327,- kr. 239.003.- kr. 94.082.- Verð: ELTIGRE ’85 COUGAR ’86 JAG ’86 SHEETAH ’86 Til björgunarsv. SHEETAH '86 Til björgunarsv. KITTYCAT (Gengi7/11 '85) Virdi afla i dollurum ■ Svo sem s.já má af þessan (mmjonir) töflu er ekki hægt að setja V, samasemmerki á milli magns 350 og verðmætis. Loðnuaflinn, 300 ’// // // 'f. sem hefur verið um 993 þúsund 1 i ■'/ // / / // '// / , ' / / / tonn 1985 er hlutfallslega miLln vprAminni pn hntnlid- 200 77 i. i Á / '// // ’/ // ■77 Y/ 'V/ // aflinn sem var á sama tíma 579 ; /• í | yA /Á r/J V/) / // y/ / , þúsund lestir. Til samanburðar 7/ /u. .za. y / * 1 / / I' 1 V, / I £ ’// /. 1 var atiinn iyou, pegar viroi hans var mest í dollurum, 659 x p. // // // //.. /7 £ // / y 'i. 'A / / 'í. í: þúsund tonn af botnfíski og 760 m. I // á // V 1 1 ''/, / / 1' //■ // // pusuna lonn ai íoonu. 71 72 73 74 75 7g ^ 78 7‘9 8‘0 81 8*2 8’3 84 85

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.