Tíminn - 03.01.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.01.1986, Blaðsíða 13
Föstudagur 3. janúar 1986 MYNDLIST Tíminn 13 með því að mála á hann málverk Myndlistarskólinn á Akureyri er í vexti: Nemendur læraá stigaganginum ■ Glerárgata 34 á Akureyri hýsir margskonar starfsemi, þar eru tæknifræðingar til húsa, tannlæknar bora þar af miklum móð og sóldýrk- endum gefst kostur á „brauð‘‘ristun við sitt hæfi. Á efstu hæð hússins má lesa stórum stöfum MYNDLIST- ARSKÓLINN. Myndlista og handíðaskóli íslands var stundum í gamni, af nemendum sínum, uppnefndur „stiga og hand- riðaskólinn". í þeim dúr mætti einn- ig gaspra um Myndlistaskóla Akur- eyrar þar sem eitt af því fjölmarga sem skólarnir eiga sameiginlegt er að búa við óhentugt húsnæði. Mynd- listaskóli Akureyrar var stofnaður 1974 upp úr Myndsmiðjunni svoköll- uðu sem þá hafði starfað um eins árs skeið. Síðan þá hefur skólinn aukist og margfaldast og stunda nú um tvö- hundruð nemendur nám við hann. í dagskólanum má stunda fullgilt listnám og eru nemendur þar átján talsins aðrir leggja leið sína á eitt- hvert af hinum fjölmörgu námskeið- um sem Myndlistaskólinn býður uppá. ■ Jónas Viðar leggur síðustu hönd á veggmynd eftir sjálfan sig. Ein af þremursem nú eru í stigagangi Glerárgötu 34. ■ Dröfn Friðfinnsdóttir vinnur við verk eftir sjálfa sig og Bryndísi Arnar dóttur. . auglýsingagcrð og byggingalist. Nemendur eru tæplcga tvöhundr- uð svo að margir hafa slökkt á sjón- varpinu og kvcikt myndlistaráhug- ann. List eftir sjálfsvitund Hclgi Vilbcrg hefur unnið að upp- byggingu skólans frá 1974 og veitt honum forstöðu frá 1977. Aðspurð- ur um framtíð Myndlistaskólans og lista á Akureyri sagði hann. „Ég tel að skóli scm þessi ætti að geta horft til bjartrar framtíðar. Skólanefnd scm skipuð er miklum ágætis mönn- um vinnur nú að gcrð áætlunar um framtíð hans. Við teljum nauðsyn á öflugum skóla á sviði sjónmennta, vöxturinn í starfi hans sýnir það best að þörfin er fyrir hendi. Við gerum ráð fyrir því að helsta viðbótin verði á sviði listhönnunar. Fólk sem starfar við iðnað á Akureyri hefur í auknum mæli á undanförnum árum stundað nám á kvöldnámskeiðum skólans og aflað sér viðbótarmenntunar sem með beinum og óbeinum hætti hefur nýst því í starfi. Áformað er að efla þennan þátt starfseminnar og bjóða næsta haust uppá fleiri áfanga sniðna að þörfum atvinnulífsins. Hinn list- ræni þáttur er óumdeilanlega for- * senda vandaðrar og góðrar hönnunar, þess vegna er nauðsynlegt að nám sem þetta fari frám í listaskóla. Sjáðu, þetta helst nefnilega allt í hendur, það cru Iistamennirnir sem ryðja nýjum hugmyndum braut, þær eru vegnar og metnar og með tíman- um samþykktar eða hafnað, þetta er ómissandi þáttur listiðnaðinum sem hann nýtir sér og hefur alltaf gert. Ég sé fyrir mér að Akureyri geti skapað scr sérstöðu á þessu sviði og eigi að gera það. Ef styrkja á Akur- eyri sem mótvægi við Stór-Reykja- víkursvæðið tel ég að við verðum að ciga frumkvæði í menningarmálum og leggja megin áherslu á að efla hverskonar listastarfsemi, slíkt eflir sjálfsvitund bæjarbúa og það stuðlar að framförum á öðrum sviðum. Styrkurinn er ekki fyrst og fremst stærðin cða fjöldinn, heldur lífs- magnið, andinn scm í okkur býr,“ sagði Helgi að iokum. HIH/AK Veggmálverk Þó svo að leiðin upp stigana sé löng þá hefur hún stytst dulítið í seinnitíð. Það er ekki vegna þess að lyfta sé komin í húsið heldur hafa nemendur málað málverk í stiga- ganginum og hefur það verið liður í námi þeirra að kynna sér vegg- myndagerð og öðlast reynslu í málun slíkra mynda. Allra merkilegasta samstarf hefur tekist með skólanum og fyrirtækjaeigendum í stigagangin- um sem ráða yfir veggjunum og eru allir aðilar hinir ánægðustu með framtakið. Myndirnareru þrjártals- ins og þær gerðu nemendur í málun- ardeild, sem er framhaldsdeild skól- ans og býður uppá þriggja ára sér- nám eftir forskólann. Nemendur þar eru fimm talsins og geta átt það á hættu að lenda í önnum eins og vegg- málverki, Ijósmyndafræði, módel- teiknun, myndbyggingu, sáldþrykki o.s.frv., o.s.frv., auk frjálsrar mál- unar að sjálfsögðu. Undirbúningur Mikil áhersla er lögð á fornáms- deildina við Myndlistaskólann á Ak- ureyri en það nám er sniðið eftir for- námi við Myndlista og handíðaskóla fslands og í fullri samvinnu við þá stofnun. Nemendursem þarsetjastá skólabekk hafa þurft að þrcyta strangt samkeppnispróf þar sem margir eru kallaðir... Þar er megin tilgangurinn að veita nemendum al- hliða undirbúningsmenntun í mynd- listum sem býr þá undir nám í sér- námsdeildum þeim er myndlista- skólar á íslandi hafa uppá að bjóða. Sem dæmi um þær greinar sem glímt er við má nefna, hlutateiknun, mod- elteiknun, fjarvídd, formfræði og listasögu. Nemendur í fornámsdeild cru þrettán talsins. Þegar dagskólanum er lokið klukkan fjögur á daginn hcfst nám- skeiðahaldið. Þá drífur að fólk á öll- um aldri og með hinn fjölbreyttasta bakgrunn til að taka þátt og glíma við myndsköpun hvers konar. Úrval- ið er gott og samkvæmt talsmönnum skólans á það eftir að aukast enn meir. Sem dæmi um þessa starfsemi má nefna, listnámskeið fyrir börn, þrennskonar myndlistarnám- skeið eftir því hvar nemandinn er staddur á þroskabrautinni, mynd- vefnaðarnámskeið, tauþrykk grafík, ■ Helgi Vilberg skólastjóri Myndlistarskólans á Akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.