Tíminn - 03.01.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.01.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 3. janúar 1986 Föstudagur 3. janúar 1986 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnan á nýársdag: United byrjar árið vel - Gibson gerði sitt fyrsta mark fyrir liðið - Liverpool og Everton töpuðu bæði stigum - Rush skoraði þó eftir langa mæðu - Hartford og Webb skoruðu báðir þrennu - Frestað á Upton Park - Fimm stiga forysta United Frá Orra Ýrar Smárasyni fréttarilar Timans: ■ Colin Gibson, sem Man. Utd. keypti frá Aston Villa í nóvember á síðasta ári, skoraði fyrsta mark sitt fyrir Manchesterliðið gegn Birming- ham á nýársdag. Það reyndist vera eina mark leiksins þrátt fyrir mikla yfirburði Man. Utd, sem með þess- um sigri tók fimm stiga forskot í deildarkeppninni, er með 52 stig en Chelsea, Everton og Liverpool hafa öll hlotið 47 stig. Stigafjöldinn gæti þó átt eftir að breytast ef Chelsea vinnur leik sinn gegn West Ham en honum var frcst- að vegna frosthörku. Þessi leikur átti að fara fram að morgni nýársdags og voru fjölmargir áhorfendur mættir að Upton Park, heimavelli West Ham. Þeir fóru því fýluferð og voru margir hoppandi illir yfir hversu seint frestunin var tilkynnt. Liverpool náði ekki að sigra Sheff. Wed. á heimavelli sínum Anfield þrátt fyrir að hafa töluveröa yfir- burði mest allan leikinn. Carl Shutt náði forystunni fyrir „Uglurnar“ strax á 1. mínútu. Ian Rush jafnaði og Paul Walsh, sem komið hafði inná sem varamaður fyrir Kenny Dalglish, náði forystunni fyrir Liv- crpool. Walsh var búinn að vera inná í 25 sekúndur þegar hann skoraði. Það var hins vegar Gary Tompson sem átti síðasta orðið. Hann jafnaði metin cftir slæm varnarmistök skömmu fyrir leikslok. Enn tapar Aston Villa, að þessu sinni á hcimavelli fyrir Man. City. Mark Lillis skoraði eina mark leiks- ins. Mike Harford skoraði þrennu fyr- ir Luton í sigrinum á Leicester. Mark Bright kom Leicester á blað. Neil Webb var einnig í þrennu- stuði í stórsigri Nott. For. á Cov- cntry. Forest vann 5-2 eftir að Regis og Evans höfðu komið gestunum yfir 0-2. Þá kom þrenna Wcbbs og Clogh og Methgod innsigluðu sigurinn. Varadi skoraði mark fyrir W.B.A. gegn Southampton á The Dell en það dugði skammt. Cockerville, Wallace og Moran skoruðu allir fyrir heimaliðið og stigin þrjú fóru því ekkert frá The Dell. Uppí Newcastle léku heimamenn gegn Everton. Trevor Steven náði forystunni fyrir gestina en Peter Be- ardsley og Paul Gascoigne komu Newcastle yfir. Graeme Sharp jafn- aði metin úr vítaspyrnu skömmu fyr- ir leikslok. Leikmenn Everton mciddust hver af öðrum og þurftu að leika með tíu menn langtímum saman. Paul Bracewell kom verst út, gæti verið fótbrotinn. Portsmouth sigraði Wimbledon á útivelli í toppleik 2. deildar. Mike Channon skoraði tvö mörk og Vince Hillare eitt fyrir Portsmouth en Cork svaraði fyrir Wimbledon. Þá sigraði Lceds lið Oldham örugglega 3-1 og fer nú líklega að þoka sér upp töfl- una. Heimsbikarkeppnin á skíðum: Wirnsbergeráfullu - Sigraði í bruni á gamlársdag og hefur tekið forystu i þeirri grein ■ Austurríkismaðurinn Pcter Wirnsberger á brunmóti heimsbikar- keppninnar á skíðum sem haldið var í Schladming í Austurríki á gamlárs- dag. Annar varð Svisslendingurinn Peter Múller. Wirnsbergcr fór niöur hina 3408 metra braut á 1:56,87 og var með-. alhraði hans um 105 kílómetrar á klukkustund. Sigur hans var öruggur því Múller varð næstum því sckúndu á eftir kappanum, Múllcr fór vega- lengdina á 1:57,92. Þessi sigur Wirnsberger, hans ann- ar í bruni á kcppnistímabilinu. kom honum í fyrsta sætið í stigakeppninni Skosk súperdeild: ■ Talsverðar líkur eru á að níu sterk lið á Skotlandi búi til sína eigin „Super-dcild“ í knattspyrnunni. Þessi lið eru Rangers, Celtic, Abcrdccn, Hearts, Hibernian, Dundee, Dundee Unitcd, St. Mirren og Motherwell. Forráðamenn þessara liða hafa verið að stinga saman nefjum og inunu að öllum lík- indum leggja tillögu sína fyrir skoska knattspyrnusamband- ið mjög fljötlega. í bruni. Þeir Wirnsbergcr og Múllcr eru afturá móti jafnir í öðru til þriðja sæti heildarstigakeppninnar með 90 stig. Þar er efstur Lúxemborgarbú- inn Marc Giradelli, sem varð í fimmta sæti í þessari brunkeppni. AMERÍSKUR FÓTBQLTI 49urnar úr leik Töpuðu fyrir New York Giants í „wild card“ leik ■ Það er nú Ijóst að San Francisco 49crs vcröa ckki Super Bowl-meist- arar í amcríska fótboltanum annað árið í röð. Liðið tapaði fyrir New York Giants í öðrunt ., wild Card" leiknum. Giants sigruðu !7-3ogáttu þcir alls kostar við meistarana frá síðasta ári. Nú eru átta lið eftir í keppninni í ameríska fótboltanum. Fyrsta um- ferðin í úrslitakeppni þessara liða verður á sunnudaginn. Þá mætast: Miami Dolphins og Cleveland Browns, Los Angeles Raiders og New York Jets, Los Angeles Rants og Dallas Cowboys, Chicago Bears og Ncw York Giants. Framhaldið verður síðan það að sigurvegararnir úr Dolphins/Browns og Raiders/Jcts mætast innbyrðis um sigur í American Conference en sig- urvegararnir úr hinum viðureignun- um mætast í leik um sigur í National Conference. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með þessum leikjum. NBAkarfan ■ Síðustu leikir i NBA deildinni voru ó mónudag og þriðjudag. Hór eru úrslitin í þeim en staðan verdur birt fljótlega eftir helgi: 123-111 Bulls-Cavaliers 121-117 Pacers-Bullets . . 97-80 Bucks-Pistons 121-110 Jazz-Supersonics 107-105 Nuggets-Rockets 125-122 Celtics-Clippers 125-103 Trail Blazers-Spurs 125-110 76ers-Kings . . 87-84 ■ Um jólin endurnýjuðu Handknattleikssambandið og Flugleiðir samning sinn um samstarf um eflingu íslensks handknattleiks og kynningu á starfsemi og þjónustu Flugleiða. Flugleiðir eru nú aðalstuðningsfyrirtæki Handknatt- leikssambandsins og íslenska landsliðsins fyrir Heimsmeistarakeppnina 1986 og nemur samningurinn nokkrum milij- ónum króna, allt eftir starfsemi HSI og samskiptum við erlendar þjóðir á samningstímabilinu. Á myndinni að ofan má sjá samninginn góða í höndum Jóns Hjaltalíns formanns HSÍ. Honum á hægri hönd situr Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða og hinum megin er Sigfús Erlingsson, markaðsstjóri Flugleiða. Tímaaiynd: Svcrrir Ekkert stoppar Hearts í skosku úrvalsdeildinni. Liðið sigraði Hi- bernian 3-1. John Robertsson skor- aði tvö mörk í þeirri viðureign og Hearts hefur nú ekki tapað í fjórtán leikjum í röð. Þá sigraði Celtic lið Rangers í einvígi Glasgowarliðanna. ENGLAND ÚRSLIT 1 1. deild: Arsenal-Tottenham . 0-0 Aston Villa-Man City . 0-1 Ipswich-Watford . 0-0 Liverpool-Sheff Wed . 2-2 Luton-Leicester . 3-1 Man United-Birmingham . 1-0 Newcastle-Everton . 2-2 Nott Forest-Coventry . 5-2 QPR-Oxford . 3-1 Southampton-West Brom . 3-1 West Ham-Chelsea fr.- I 2. deild: Barnsley-Hull . 1-4 Bradford-Sunderland . 2-0 Brighton-Crystal Pal . 2-0 Charlton-Millwall fr.- Fulham-Norwich . 0-1 Grimsby-Shrewsbury . 3-1 Leeds-Oldham . 3-1 Middlesbrough-Huddersfield .... . 0-1 Sheff United-Carlisle . 1-0 Stoke-Blackburn . 2-2 Wimbledon-Portsmouth . 1-3 I 3. deild: Bolton-Wigan . 1-2 Brentford-Notts County -. fr.- Doncaster-Bury . 1-0 Lincoln-Darlington . 1-1 Newport-Derby fr.- Playmouth-Cardiff . 4-4 Reading-Gillingham . 1-2 Rotherham-Blackpool 4-1 Swansea-Bournemouth . 1-1 Walsall-York . 3-1 Wolves-Chesterfield . 1-0 1 4. deild: Burnley-Wrexham . 5-2 Chester-Port Vale . 4-1 Crewe-Tranmere fr.- Hartlepool-Halifax . 3-0 Hereford-Exeter . 4-1 Northampton-Orient -,fr.- Peterborough-Southend . 1-1 Preston-Mansfield . 0-2 Rochdale-Cambridge . 2-1 Stockport-Scunthorpe . 0-0 Swindon-Colchester . 2-1 Torquay-Aldershot -, fr.- SK0TLAND Celtic-Rangers 2-0 Dundee-Aberdeen 0-0 Hearts-Hibernian 3-1 Motherwell-Dundee United .... - -, fr.- ST Mirren-Clydebank 3-0 S.H. 40 ára ■ Sundfélag Hafnarfjarðar minnt- ist 40 ára afmælis síns nýlega með sundmóti í Sundhöl! Hafnarfjarðar og afmælishófi í félagsheimili Iðnað- armannafélagsins. Sundmótið var eitt hið stærsta er haldið hcfur verið í Hafnarfirði og var mikill meirihluti þátttakenda af ungu kynslóðinni. I afmælishófinu voru allir fyrrver- andi formenn félagsinssem á lífi eru, sæmdir gullmcrki sundfélagsins, en þeir eru: Ingvi R. Baldvinsson forntaður 1950-53 og 1954-57. Hjörleifur Bergsteinsson formaður 1953-54. Hörður Óskarsson formaður 1957-60. Garðar Sigurðsson formaður 1960-63. Erling Georgsson fomiaður 1963-66. Trausti Guðlaugsson formaður 1966-76. Guðjón Guðnason formaður 1976-82. Auk þcssara hlutu gullmerkið Her- mann Guðmundsson, sem einn er á lífi af frumkvöðlum stofnunar sundfélags- ins og Vilborg Sverrisdóttir, sem er eini Hafnfirðingurinn sem tekið hefur þátt í einstaklingskeppni á Ólympíuleikum. Núverandi formaður Sundfélags Hafnarfjarðar er Magnús B. Magnús- son. ■ Mick Hartford skoraði þrennu og vill nú fá tækifæri hjá enska landsliðinu. ítalska knattspyrnan: Platini frábær - skoraði sigurmarkið gegn Sampdoria - Juventus langefst ■ Michael Platini, knattspyrnumaður Evr- ópu, heldur áfram að sýna sniili sína á knatt- spyrnuvellinum. Hann skoraði eina mark leiks Juventus og Sampdoria sem leikinn var í fyrra- dag. Þetta var frestaður leikur. Þetta var áttunda mark Platinis í ítölsku deildinni og er hann nú í öðru sæti yfir marka- skorara ásamt Rummenigge. Aldo Serena er markahæstur á Ítalíu með 9 mörk. Markið gerði ■ Piatini verður betri og betri. Platini á 40. mínútu með þrumuskoti af löngu færi. Þar með hefur J uventus náð sex stiga forystu í deildarkeppni á Ítalíu. Napólí er í öðru sæti með 20 stig en Inter Mílanó og Roma hafa 18. Flestir eru sammála um að Juventus muni ekki láta þessa forystu af hendi. „Ekkert getur stöðvað Juventus núna. Þeir leika vel, eru heppnir og hafa Platini," sagði framkvæmda- stjóri Inter, Mario Corso, í samtali við frétta- menn á nýársdag. Snillingurinn Diego Mar- adona, sem er aðalmaður liðsins í öðru sæti deildarinnar Napólí, tók einnig í sama streng: „Juventus cru nú þegar komnir með of mikið forskot en það mun verða heiður að lenda í öðru sætinu." Skíðablaðið komið út ■ Nýlega kom út ijórða tölublað Skíða- blaðsins. Meðal efnis er viðtal við unga skíðakonu Snædísi Ulriksdóttur og annað við Ellert B. Schram ritstjóra. Þá eru í blaðinu fjölmargar greinar t.d. um sam- skiptamál skíðahreyfingarinnar - áhrif mataræðis á keppcndur - svig í liðamóta- stöngum - skíðabraut Menntaskólans á ísafirði og einnig er í blaðinu kynning á skíðalandsliðum íslands auk margra mynda. Skíðablaðið ermálgagn Skíðasambands íslands og gefið út af því. Ábyrgðarmaður blaðsins er Hreggviður Jónsson og rit- nefnd skipa Hans Kristjánsson, Ottó I.cifsson og Sigurður Einarsson. 1985? wt— HM í knattspyrnu í Mexíkó: Möguleikar hverra? - Þau lið sem lenda í þriðja sæti í riðlinum eiga mismikla möguleika á að fara áfram! ■ Nú fer að líða að því að íþróttafréttamenn velji íþróttamann ársins 1985. Tilkynnt mun verða um valið þann 10. janúar.Eins og á síðasta ári þá hefur bikarnum,sem íþróttamaður ársins hlýtur, verið stillt upp í Miklagarði við Sund ásamt inyndum og upplýsingum um val íþróttamanns ársins. Það er því kjörið tækifæri fyrir fólk að virða fyrir sér þennan veglega grip um leið og menn fara að velta fyrir sér íþróttaafrekum liðins árs og hver skuli hljóta gripinn. Tímamynd: Róbcrt. Borðtennis: Stefán er efstur í punktakeppninni -Tómas í öðru sæti ■ Stefán Konráðsson úr Stjörn- unni cr efstur í punktakeppninni í borðtennis en hann hefur í mörg ára- bil verið einn alsterkasti íþrótta- maðurinn í þessari grein. Tómas Guðjónsson, K.R., cr í öðru sæti en þessir tveir kappar hafa nær einokaö alla meistaratitla í borðtennis á síð- ustu árum. Staðan í punktakeppninni er ann- ars þessi: 1. Stefán Konráðsson. Stjörnunni.................63 pt. 2. Tómas Guðjónsson K.R...................... 45 pt. 3. Jóhannes Hauksson K.R...................... 13 pt. 4. -6. Albrecht Ehman Stjörnunni ............... 11 pt. Vignir Kristmundsson Erninum ................. 11 pt. Kristinn Már Emilsson K.R...................... llpt. 7. Tómas Sölvason K.R........................10 pt. Aðrir úr meistaraflokki, en hann skipa 16 menn, hafa ekki náð að skapa sér nafn enn sem kömið er. Fyrsta punktamótið á þessu ári fer fram í Laugardalshöllinni næstkom- andi laugardag og hefst það kl. 14.00. HVER VERÐUR fSí JS IS.SSSS5SS5ESS55S Santðk iþróttafréttemanna útnefna hann jaiiíar1986 ““ Kanarbestir ■ Bandaríkjamenn náðu bestuni árangri í frjálsum íþróttum á síðasta ári að sögn franska blaðsins L'Equipc sem nýlcga framkvæmdi sína árlegu vísindalegu úttekt á frammistöðu í 24 greinum l'rjálsra íþrótta. Sovétmenn voru í öðru sæti en höfðu áður skipað það fyrsta. Austur- Þjóðverjar voru svo í þriðja sæti og Bretar komu fjórðu. í karlaflokki voru Banda- ríkjamcnn örugglcga efstir en það hafa þeir verið síðustu tíu árin. í kvcnnaflokki voru hins vegar Sovétríkin efst í A- Þýskalandi í öðru sætinu. ■ Eitt þeirra fjögurra liða sem lendir í þriðja sæti í sínum riðli en kemst samt áfram í 16 liða úrslitin á heimsmeistarakeppninni í Mexíkó gæti verið það lið sem í raun stendur sig verr cn önnur lið sem sitja eftir er undanriðlunum lýkur. Þetta kom í Ijós í tölfræðilegri könnun sem þrír viðurkenndir menn á því sviði fram- kvæmdu í Englandi og birtist grein um niðurstöðurnar í blaðinu Sunday Times nú nýlega. Þau tólf lið sem lenda í fyrsta og öðru sætinu í undanriðlunum sex komast sjálfkrafaí 16liða úrslitin. Þá eru fjögur lið cftir og koma þau úr hópi þeirra scx liða sent vernta þriðja sætið í sínum riðlum. Möguleikar hvers liðs ættu. santkvæmt öllum kokkabókum að vera 67% cn Sun- day Times segir möguleikana hins vegar vera eftirfarandi: A-riðill: Ítalía. Búlgaría, Argen- tína, S-Kórea-47%. Körfumót í Keflavík ■ í kvöld hefst í Kcfiavík fjögurra liða mót í körfuknattleik og taka þar þátt A og B landslið íslands, landslið Danmerkur og lið frá Luther College í Ameríku. Þetta mót er liður í undirbúningi okkar manna undir Evrópumótið sem fram fer hér á landi í apríl n.k. Eftirtaldir lcikmenn munu skipa ís- Pavel Ploc vann ■ Tékkinn Pavel Ploc hrifsaði til sín sigurinn í stökki af 90 m palli sem fram fór í Garmisch- Partenkirchen í V-Þýskalandi á nýársdag. Ploc skaust fram fyrir Ernst Vettori frá Austurríki með góðu seinna stökki. Ploc fékk 212,8 stig fyrir stökk sem mældust 105 og 103 metrar. Þriðji varð Ulaga frá Júgóslavíu. lensku liðin: Ragnar Torfason ....................ÍR Þorvaldur Geirsson............... Fram Simon Ólafsson .................. Fram ólafur Rafnsson.................Haukar Pólmar Sigurðsson...............Haukar Henning Henningsson ............Haukar ívar Webster....................Haukar Hreinn Þorkelsson..................ÍBK Jón Kr. Gislason...................ÍBK Sigurður Ingimundarson ............ÍBK Valur Ingimundarson.............. UMFN Jóhannes Kristbjörnsson ......... UMFN ísak Tómasson.................... UMFN Kristinn Einarsson .............. UMFN Póll Kolbeinsson .................. KR Leifur Gústafsson .............. Valur Tómas Holton.................... Valur i Torfi Magnússon.................Valur Vidar Vignisson.................Haukar Matthías Matthíasson . . St.Paul Univ. USA Danir verða sjálfsagt með nokkuð sterkt lið á þessu móti en þeir lögðu nýlega Pólverja aö vclli í tveimur landsleikjum og ferört fram í íþrótt- inni. Liðið frá Luther College hefur þegar leikið hér á landi, t.d. fyrir Njarðvík síðasta mánudag 61-63 og er því vel keppnishæft. Molar... 11 flolar...R flolar... ...Manchester United hefur ákveðið að kasta björgunarhring til Swansea sem sökum skulda var að fara á haus- inn. United hcfur ákveðið að spila æfingaleik gegn Swansea þann 13. janúar á Vetch Field í Swansea. Ágóðinn sem hefst uppúr þessum leik rennur allur til Swansea oggæti verið nægjanlegur til að halda félaginu á floti um stundarsakir að minnsta kosti... ...Nottingham Forest og PSV Ein- dhoven frá Hollandi hafa komist að samkomulagi um að spila vináttuleik í knattspyrnu á City Ground j Nott- ingham þann 15. janúar. Þessi viður- eign er sú fyrsta á milli liðs frá Eng- landi og liðs frá meginlandinu síðan bann FIFA á leiki enskra í Evrópu var tekið aftur þann 12. desember... ...Sovéskir íþróttafréttamenn kusu bakvörðinn Anatoly Demyanenko sem knattspyrnumann ársins 1985 í Sovétríkjunum. Kappinn spilar með Kiev. Næstur honum í kosningunni var Olge Protasov sem varð marka- hæsti leikmaðurinn í sovésku 1. deildinni... .. .Sovétmenn hafa valið 22 leikmcnn til undirbúnings fyrir HM í knatt- spyrnu. Þeir leikmenn sem eru í hópnum eru allir leikmenn sem hafa tekið þátt í undirbúningi og leikjum sovéska liðsins í undankeppni HM. Sovéska liðið fer á sunnudaginn til Spánar og spilar þar leiki gegn liðum á Spáni auk þess sem landslið Spánar leikurgegn þeim þann 22. janúar... ...Englendingar hafa ákveðið að spila gegn Egyptum í stað Júgóslava þann 29. janúar. Þetta verður vin- áttulandsleikur í knattspyrnu. Þetta verður í fyrsta sinn sem Englending- ar spila landsleik gegn Egyptum... B-riðill: Mexíkó, Belgía, Parag- uay, írak-85%. C-riðill: Frakkland, Kanada, Sovétr., Ungverjal.-54%. D-riðilI: Brasilía.Spánn, Alsír, N- írland-54%. E-riðill: V-Þýskaland, Úruguay, Skotland, Danntörk-75%. F-riðill: Pólland, Marokkó.Port- úgal, England-85%. Þessi mismunur á möguleikum kemur til vegna þess að Alþjóða- knattspyrnusambandið hefur sett ákveðnar reglur hvernig liðin verða valin. Sætin fjögur munu nefnilega fara til liða sem koma best út úr cftir- farandi riðla hópum: ACD, ABF, CDE og BEF. Ef t.d. lið úr A riðli kemst áfram þarf það að gera betur í stigafjölda ellcgar markatölu ellegar mörkum skoruðunt en lið úr riðlum C og D. Ef liðinu mistekst þar þarf það að gera betur en liö úr riðlum B og F. Af þessu lciöir að lið úr riðli A keppir gegn fjórum liðum. Hins vegar þarf liö úr B riöli aðcins að gera betur cn lið úr riðlum A.F, og E. Samkvæmt þessari könnun gætu því liðin sem lenda í þriðja sæti í riðl- um B og F komist áfram þrátt lyrir að vera með lakari árangur cn hin fjög- ur liðin scm lcnda í þriðja sæti í sín- um riöli. Greininni í Sunday Tintes lýkur með þeirn oröunt að í raun sc mögu- leiki þriðja liðs í A-riöli að komast áfram í 16 liða úrslitin afar litill. Þó liðið, sem margir spá að vcrði Búlg- aría, sé mcð fjórða besta árangurinn af þeim scx liðum scm verma þriðja sætið þá eru möguleikarnir að kom- ast áfram í keppninni aðeins cinn á móti fimm. ■ Bernd Schustcr. Enginn áhugi ■ Engin tilboð hafa borist í þýska leikmanninn Bernd Schuster sern spilar með Barcclona á Spáni. Schuster gaf út þá yfirlýsingu fyrir stuttu að hann vildi hætta hjá Barce- lona í lok þcssa keppnistímabils og biðu mcnn þá í ofvæni cftir að heyr- ast myndi frá einhverju stórum fé- lögum í Evrópu. Schuster er einn bcsti leikmaður Barcelona og Evr- ópu cn hann vill samt enn ekki spila fyrir V-Þýskaland. Mcstar líkureru á að ítölsk lið bjóði í kappann þegar þar að kemur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.