Tíminn - 03.01.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.01.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 3. janúar 1986 LEIKLIST ERÞETTA TSJEKHOV? Þjóðleikhúsið: Villihunang eftir Anton Tsjekhov, Leikgerð eftir Mic- hael Frayn. Þýðing: Árni Bergmann. Leikmynd: Alexandre Vassiliev. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. ■ Það hefur verið nógsamlega rakið í fjölmiðlum að undanförnu hvernig þetta leikverk er til komið. Tsjekhov samdi það rúmlega tvítugur og lá það áratugi eftir dauða hans ósýnt, cnda ósýnanlegt í þeirri gerð, myndi taka sex tíma. í leikgerð hins breska lcikhúsmanns er þaö þrír og hálfur tími, satt að segja meir en nógu langt. Ekki veit ég hversu mikill hlutur Frayns er í verkinu eins og það birtist hér. Persónugerðin er frá Tsjekhov, augljóslega, og verkið sver sig í ætt við hin fullburða meistaraverk höf- undarins. En Villihunang er ckki gætt hinu sáma ógleymanlega tvísæi skops og tragidíu scm einkennir til að mynda Kirsuberjagarðinn og Þrjár systur. Frá seinni árum minnist ég tveggja Tsjekhovsýninga í lönó, Máfsins og Kirsuberjagarðsins. Gaman hefði verið að Þjóðleikhúsið leiddi nú fram Þrjársystureða Vanja frænda. Ég held að ekki sé vafi á því að leikhúsinu sé skyldara að sýna með hæfilegu millibili helstu verk klassískra höfunda heldur en að setja á sviö minniháttar verk þeirra sent upp eru grafin. Sli'k verk hafa umfram allt sögulegt gildi. Villihun- ang er að sönnu hnýsilegt til Iróð- leiks um höfundinn og í samhcngi rússncskra bókmennta eins og þýð- andi rekur í fróölegri grein í leik- skrá. En ekki held ég að það myndi lengi lifa án frægðar höfundar af öðr- um verkum. Villihunang er margfalt í roðinu eins og fram kemur í grein eftir Mic- hael Frayn í lcikskrá: „Verkið þykist vera allt í senn: gamanlcikur um kynlíf og ástir, siðaprédikun, meló- drama, leikrit um ástand Rússlands og loks harmleikur." Þarna er Frayn að fjalla um leikrit- ið eins og það er frá hendi Tsjekhovs. Þegar tckið er tillit til þess hversu mjög Frayn hefur stytt það og sniðið af því ýmsa þætti verð- ur auðvitað Ijóst að það er túlkunar- atriði hans hvernig verkið kemur fyr- ir sjónir. Og svo er cftir túlkun leik- stjórans hverju sinni. Sýningin í Þjóðlcikhúsinu verður að langmestu leyti farsi í meðförum Þórhildar Þorleifsdóttur, og það fremur ein- hæfur og grunnur farsi. Tvísæið sem þrátt fyrir allt er hér að finna þótt í ófullburða mynd sé; - það vantar alveg. Ég veit ekki hvort þetta er grunnfærri túlkun leikstjórans að kenna eða stafar einfaldlega af því að vanrækt hefur verið.að skoða verkið ofan í kjölinn. Mig minnir að Þórhildur segi í viðtali á dögunum að hún teldi grciningu vcrks fyrirfram af hálfu leikstjóra óheppilega, betra að sjá hvernig sýningin þróaðist í með- förum. Þetta held ég að sé hæpin kenning. Seint verða heilsteyptar og markvissar sýningar til með slíku lagi. Sýningin á Villihunangi cr það ekki. Þó þetta sé sagt er skylt að taka fram um leið að sitthvað er vel um sýninguna og sjónræna uppsctningu verksins. Þórhildur hcfur mjög gott auga fyrir því sem vcl fcr á sviði og hcfur tíðum sett upp mannmargar og öröugar sýningar með mikilli prýði eins og leikhúsgestir vita. Sýningin á Villihunangi nýtur líka krafta rúss- nesks leikmyndasmiös og er það ólít- ill fengur. Sviðsmyndirnareru tíðum glæsilegar þótt að mínum smckk hcfðu þær mátt vera einfaldari og stílfærðari. Sviðið er fyllilega natúr- alískt og hefði af þeinr sökum Iræft betur tempraðri og raunsæilegri leik- máti. Lcikurinn gerist meðal rússncsks aðalsfólks þar sem allt er á fallanda fæti. Þctta viðfangscfni fjallarTsjek- hov unt með markvissari hætti í seinni verkutn sínum, eins og Kirsi- berjagarðinum. Unga ekkjan Anna Petrovna heldur veislu fyrir gesti sína, hún gæti bjargað búgarði sín- um en gerir það ekki: allar persón- urnar bíða ósigur, allar eru aurnkun- arverðar o| eltast við tálsýnir. Með-, ferð Tsjekhovs á fólki sínu er tíðum kaldranalcg en varla nokkurs staðar eins og hér, - og scgi ég þetta að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að líta megi á verkið sem fullgilt afkvæmi Tsjekhovs. Sá sem allt snýst um er Platonof, skólastjóri í sveitaþorpi sem eitt sinn ætlaði að verða mikill maður. Hann hefur kvenhylli með ólíkindum en þorir í hvorugan fótinn að stíga, ung- ur maður óþarfur scm lífið er gengið úr greipum eins og Árni Bergman gerir góða grcin fyrir í leikskrá. Arn- ar Jónsson er svo kunnáttumikill leikari að hér hefði mátt vænta miklu blæbrigðaríkari túlkunar, en þar er við leikstjóra að sakast. Farsalæti fara hér ekki vel: raunverulega er Platonof rúst af manni á glataðri ævi; og hver sú túlkun sem ekki veitir ■ Guðbjörg Thoroddscn og Rúrik Haraldsson í hlutverkum sínum í „Villihunangi“. ávæning af því cr ófullnægjandi. Hins vegar dregur Arnar vel fram hinn ósvikna sjarma Platonofs - og veitisl það létt. Helga Jónsdóttir, Anna Petrovna, átti bestan leik þeirra sem í stærri hlutverkum eru. Frayn sér ástæðu til að taka fram að kvenfrelsisandinn scm hér kemur fram sé upprunaleg- ur, ekki tilraun til að hitta í mark með okkar samtíma. Helga léði þessari konu reisn og þokka. Svipað má segja um Guðbjörgu Thor- oddsen, Sofju. Leikur þessara kvenna tveggja var að mér fannst á réttum nótum, án yfirdrifinna farsa- bragða. Sama verður tæpast sagt um karl- ana, Kolja lækni, Pétur Einarsson, og Tríletskí ofursta, Bessa Bjarna- son. Þar mátti ekki lengra ganga. En óborganlegur er landeigandinn Glagolef, Rúrík Haraldsson, og samleikur þeirra Róberts Arnfinns- sonar í hlutverki Petríns, kaup- mannsins ríka, eitt hið snjallasta á sýningunni. Af þeim leikurum sem eitthvað mæðir á er aðeins ógetið Sigurðar Skúlasonar, Vojnitséf, Lilju Guð- rúnar Þorvaldsdóttur, Söshu og Steinunnar Jóhannesdóttur, María efnafræðistúdent. Af þessum er sérstök ástæða til að geta Steinunnar sem brá upp fallegri mynd af hinni grátbroslegu stúlku. Þá er Hákon Waage í hlulverki hestaþjófsins Os- ips sem er af allt öðru sauðahúsi og elskar Önnu Petrovnu yfir stéttahaf- ið. Þorsteinn Ö. Stephensen er aldurs- forseti sýningarinnar í hlutverki sendimanns héraðsdómarans. Það var gaman að sjá Þorstein á sviði eftir aWangt hlé. Villihunang er löng leiksýning, á fjórða tíma. Sitthvað má að henni finna eins og hér hefur komið fram. Og vissulega hefði þurft að taka þetta viðfangsefni fastari leikstjórn- artökum. Það breytirekki því að hér er í mikið ráðist og vonandi verður ekki of langt að bíða annarrar - og betri - Tsjekhov-sýningar. Gunnar Stefánsson Létt grín í Iðnó Valinkunnir leikarar á rúmstokknum í Iðnó. Leikfclag Reykjavíkur. Sex í saina rúini. Höfundar: Ray Conney og John Champman. Þýðandi: Karl Guðnuindsson. Leikmynd og húningar: Jön Þúris- son. Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson. ■ Leikfélag Reykjavíkur rær á fengsæl mið í vetur. Á laugardags- kvöldið var frumsýndur í Iðnó bresk- ur farsi við góðar undirtektir. Er ekki að efa að hann á eftir að stefna til sín mörgum áhorfendum næstu vikur og mánuði. Höfundarnir eru kunnir leikhús- menn í Bretlandi og þykja mcðal fremstu grínleikjahöfunda þar í landi og reyndar þótt víðar væri leit- að, segir í lcikskrá. Og ekki leynir það sér að þessir menn kunna vel lil verka. Leikurinn er smellinn og lið- ugur, dæmigerður misskilningsfarsi þar sent pcrsónurnar cru linnulaust settar í vandræði og verða að Ijúga sig út úróþægilegum aðstæðum. Aö góðum sið snúast vandræði þcssi mjög um kynlíf, raunnr án þess að nokkrum verði hugsanlega ofboöið með djörfu eða klúru tuli né látæði. Það er Ijóst að larsi af þessu tagi þarf umfram allt á því að halda að áhöfnin sé léttvíg og leikstjórinn út- sjónarsamur: hraði, snerpa og leik- gleði þarf að ráða ríkjum. Ekki verð- ur sagt að sýningin undir stjórn Jóns Sigurbjörnssonar beri þcss æskileg merki. Hún er satt að segja heldur hversdagsleg og ber ekki vott um fcrskleika né teljandi hugkvæmni. Hér er gamalkunnugt lið úr Iðnó í flestum hlutverkum og skilar sínu eins og við má búast. Sem sagt: sýn- ingin sætir ekki tíðindum en cr nota- leg kvöldskcmmtun sem enginn þarf að vera svikinn af. Að þessu sögðu veit ég satt að segja ekki hverju ætti að bæta við. Varla er neinum greiöi gerður með því að rekja „efni“ leiksins, uppá- komurnar á hcimili hins kyndaufa útgcfanda siðprúðra barnabóka. En skylt þykir að fara nokkrum orðum urh frammistöðu þátttakenda í grín- inu. Skylt, segi ég, og dreg þó í efa að slíkt sé nein skylda. Ég lít svo á að leiksýning sé heildstætt verk og sú heildarmynd sem leikstjóri bregður upp sé megin atriðið. Einstök verk innan þessa ramma er varla ástæða til að staldra við í stuttri umsögn nema þau skeri sig á einhvern hátt úr. Svo var naumast í þetta sinn. Markhamhjónin, eigendur íbúð- arinnar þar sem sjónarspilið fer fram, leika Þorsteinn Gunnarsson og Valgerður Dan. Þorsteinn er fjöl- hæfur og sntekkvís leikari og er æski- lega valinn í þetta hlutverk, útlit og látbragð eins og hæfir. Valgerður er kannski ekki dæmigerð gamanleik- kona en skilaði sínu hlutvcrki þokkalega og santa er að segja um Kjartan Ragnarsson sem Henry Lodge. Annað liggur þó betur fyrir Kjartani en svona verkefni. Kjartani Bjargmundssyni og Hönnu Maríu Karlsdóttur verður ekki mikið úr sinum hlutverkum í leiknum. Skop- legri miklu er meðferð Lilju Þóris- dóttur á sínu litla hlutverki og yrði gaman að sjá Lilju spreyta sig oftar á slíku verkefni. Og prýðilegur er Sigurður Karlsson í fáorðu hlutverki Walters: gervi lians er gott. Barna- bókahöfundurinn ungfrú Smythe, gullgæs forlagsins sem kemur þegar hæst hóar, leikur Margrét Ólafsdótt-- ir af góðri skopgáfu. Rósa Þórsdóttir er t litlu hlutverki og skilar því tíð- indalaust. Jæja: Þetta er víst gott og blessað. Næst þegar Leikfélagið tekur farsa til sýningar ætti að reyna nýjar leiðir, ferskari leikstjórn, ef til vill stílfærð- ari. Farsinn fer fram við ntörk af- káraleikans, en þessi sýning var miklu heldur við raunsæismörkin. Sýningin fór frekar dauflega af stað og varð ekki verulega fjörug fyrr en í lokin. En þá náði leikurinn sér vel á strik og þýkir mér líklegt að leikhús- gestir hafi yfirleitt farið ánægðir heim að sýningu lokinni. Gunnar Stefánsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.