Tíminn - 04.01.1986, Page 4
4 Tíminn
Laugardagur 4. janúar 1986
Illllll lllllllll SPEGILL | 11111 iiiiiiiniiiin ninii ininiiniinini iiiiiui ■ iiiinini ininiin iiiiiwi ii iiinini luiuiinuiiiuiu 11 iiiini niinini iiiiuii
11 nniniiininiii ÚTLÖND 11 luiniwiumininiinwniiiiiiiiiuiiiiiii iiinii 11111111111111111111111111111111111111
■ Nú er liðið nokkuð síðan ský af þessari tegund hafa sést á jörðinni þar sem
allar kjarnorkutilraunir risaveldanna eru gerðar neðanjarðar. Neðanjarðartil-
raunum fer nú líka fækkandi þótt enn hafí ekki tekist að fá samþykkt algjört
bann við þeim.
1985:
Kjarnorkuspreng-
ingum snarfækkaði
Stokkhólmur-Rcutcr
■ Sænskir vopnasérfræðingar
segja að fjöldi kjarnorkusprenginga
í tilraunaskyni hafi snarfækkað á
seinasta ári samanborið við 1984.
Samkvæmt bráðabirgðatölum,
sem Rannsóknarstofnun varnarmála
í Svíþjóð birti í gær var aðeins fram-
kvæmd 31 kjarnorkutilraun á sein-
asta ári cn voru 56 árið 1984.
Mestu munar um einhliða til-
raunastöðvun Sovétmanna frá 29.
júlí til ársloka. Sovétmenn sprengdu
þannig ekki nema átta kjarnorku-
sprengjur á öllu árinu í fyrra. Banda-
ríkjamenn sprengdu hins vegar 15
kjarnorkusprengjur á árinu sem er
svipað og árið 1984 þegar þeir
sprengdu 16 sprengjur. Frakkar
gerðu átta kjarnorkutilraunir í fyrra
en önnur kjarnorkuveldi, Kína, Ind-
land og Bretland sprengdu engar
kjarnorkusprengjur.
Samtals hafa nú verið sprengdar
u.þ.b. 1.600 kjarnorkusprengjur í
tilraunaskynifrá því að Bandaríkja-
menn vörpuðu kjarnorkusprengjum
á japönsku borgirnar Hiroshima og
Nagasaki við lok heimsstyrjaldarinn-
ar síðari. Þar af hafa Bandaríkja-
menn sprengt um 800 sprengjur en
Sovétmenn um 600.
Harvard:
CIA-peningar
ekki velkomnir
■ Shelley í hlutverki Diane, barstúlku í Staupasteini.
Hún er heilmikil vinkona eiganda staðarins, en hann er
lcikinn af Ted Danson.
á síðustu stundu eftir að þeir fréttu
um CIA-peningana.
Þótt Safran verði að hætta sem
framkvæmdastjóri Rannsóknarmið-
stöðvarinnar um Miðausturlönd
vegna þessa máls heldur hann em-
bætti sínu sem prófessor við háskól-
ann.
100 tonn
af olíu í
Saxelfi
Brunsbiittcl-Rcutcr
■ Hundrað tonn af olíu streymdu í
þýsku ána Saxelfi í gærmorgun eftir
árekstur olíuskips frá Panama og
bresks flutningaskips.
Að sögn fljótalögreglu er ekki
ljóst hver orsök slyssins er en mikil
mengun er nú í Saxelfi vegna
olíulekans. Nú er verið að vinna að
hreinsun olíunnar með tækjum sem
sérstakt hreinsiskip flutti á staðinn.
Menntaða barstúlkan í
Cambridgc, Bandaríkjunum-Rcutcr
■ Samkvæmt bandaríska blaðinu
Boston Globe báðu skólayfirvöld í
Harvardháskóla framkvæmdastjóra
Rannsóknarmiðstöðvar í málefnum
Miðausturlanda um að segja af sér
eftir að í Ijós kom að hann hafði þeg-
ið fé frá bandarísku leyniþjónust-
unni CIA.
„STAUPA
STEINI"
■ Hér sjáum við þjónustuliðið á Staupasteini ásamt nokkrum fastagest-
um.
Framkvæmdastjórinn, Nadav
Safran, sem er af egypskum ættum,
tók við 45.000 dollurum (tæpl. tvær
milljónir ísl. kr.) frá CIA til að fjár-
magna ráðstefnu sem haldin var um
islamska hreintrúarstefnu í Harvard
í október á seinasta ári.
Safram hélt fjárframlagi CIA
leyndu þar til frá því var skýrt í há-
skólatímariti Harvards. Hann heldur
því fram að hann hafi talið CI A-pen-
ingana persónulegan stuðning við sig
svo að hann hafi ekki séð ástæðu til
að skýra frá þeim.
Reglur Harvardháskóla banna
ekki deildum eða einstaklingum við
háskólann að taka' fjárstuðningi frá
CIA en þá verður ávallt að skýra frá
honum. Safran braut þessa upplýs-
ingaskyldu sem leiddi til þess að
nokkrir fræðimenn, sem höfðu
ákveðið að taka þátt í ráðstefnunni um
islamska hreintrúarstefnu, hættu við
■ Shelley Long, sem leikur Di-
ane í sjónvarpsþáttunum Staupa-
steinn (Cheers) segist vera allt öðru
vísi en menntaða barstúlkan í þátt-
unum. „Diane vantar alvcg „jarð-
samband" eða venjulega skyn-
semi,“ segir Shelley, „Hún lítur á
málin frá sálfræðilegu sjónarmiði,
og veltir vandanum fyrir sér, en
Carla, hin ómenntaða samstarfs-
stúlka hennar, snýr sér aö því að
gera eitthvað róttækt, hvort sem
það er heldur að lækka rostann í
erfiðum viðskiptavinum eða hugga
sorgmædda sáí. Diane spekúlerar
svo mikið í lt'finu og tilverunni, að
hún kemst aldrci til þess að lifa líf-
inu sjálf. Þetta verður aldrei annað
en vangaveltur hjá hcnni,“ segir
Shelley Long um persónuna, sem
henni tekst svo vel að leika í
Staupasteini.
Annars ætlaði Shelley sjálf að
verða kennari og var komin áleiðis
með kennaramenntunina þegar
hún yfirgaf skólann og gerðist mód-
el og síðan leikkona.
Á tímabili vann Shelley Long við
sjónvarpsblað í Chicago og varð
meðútgefandi og stóð sig með
prýði. En svo freistaði Hollywood
og þangað fluttist Shelley svo rúm-
lega tvítug 1970. Hún byrjaði fljót-
lega að leika í sjónvarpsþáttum
(Family og Love Boat) og nú er
hún orðin heimilisvinur á Islandi í
laugardagsþáttunum „Staupa-
steinn“ (Cheers).
■ Eiginmaður Shelley, Bruce Ty-
son leikari, segir að þetta sé uppá-
haldsmyndin af konu sinni.