Tíminn - 04.01.1986, Qupperneq 5
Laugardagur 4. janúar 1986
ÚTLÖND
Noregur:
Stroku-
fangar
kríta
liðugt
■ Lðgreglumenn berja á lýðveldissinnum á Norður-írlandi. Nú óttast menn
að kosningar og hungurvcrkföll komi af stað nýjum uppþotum og
hryðjuverkaöldu.
Ný ofbeldisalda
yfirvofandi á
Norður írlandi?
Osló-Reuter
■ Tveir norskir þrjótar, sem struku
úr fangelsi fyrir þremur mánuðum,
hafa síðan krítað sig vítt og breitt um
heiminn með alþjóðlegum krítar-
kortum að sögn lögreglunnar.
Nú þegar hafa lögreglunni bor-
ist reikningar upp á um þrjár milljón-
ir norskra króna (17 milljónir ísl.
kr.) fyrir útgjöld tvímenninganna í
Rio De Janeiro, Tokyo, Hongkong
og Singapore þar sem þeir dvöldust á
lúxushótelum.
Fangelsisverðir mannanna segjast
hafa fengið póstkort nteð hjartanleg-
um kveðjum frá Östein Christiansen
og Per Wold stm skrifuð voru í
Trinidad og Mið-Ameríku.
Bclfast-Reuter
■ Margir óttast að hungurverkföll
og aukakosningar síðar í þessum
mánuði leiði til nýrrar ofbeldisöldu á
Norður-írlandi næstu vikurnar.
Stuðningsmenn Roberts Tohills,
sem hóf hungurverkfall 19. desem-
ber síðastliðinn, spá því að hann lát-
ist innan þriggja vikna. Tohill, sem
er 26 ára lýðveldissinni hefur lést um
rúmlega þrettán kíló og hann þjáist
af uppköstum.
Tohill er einn 27 manna sem voru
dæmdir fyrir morð og aðra ofbeldis-
glæpi vegna framburðar manns sem
er á mála hjá lögreglunni og hefur
sjálfur viðurkennt á sig morð.
Mennirnir 27 hafa allir lýst því yfir að
þeir séu tilbúnir til að svelta sig í hel
ef bresk stjórnvöld taki mál þeirra
ekki aftur upp.
Nú þegar hafa tveir samfangar
Thills hafið hungurverkfall með hon-
um og hinir segjast munu bætast í
hópinn, einn á hverri viku.
Hungurverkföllin núna minna
mjög á hungurverkföll félaga í Irska
lýðveldishernum, ÍRA, árið 1981
sem lauk ekki fyrr en tíu fangar
höfðu svelt sig til bana. Hungurverk-
föllin komu af stað mikilli ofbeldis-
öldu og óeirðum sem juku þrýsting á
bresk stjórnvöld að finna lausn á
vandamálum Norður-írlands.
Kosningarnar, sem haldnar verða
23. janúar, eru aukakosningar sem
stafa af því að fimmtán þingmenn
Eitrað te í
Sri Lanka?
Colombo-Rcuter
■ Embættismenn í Sri Lanka segja
að sendiráð Bandaríkjanna og Breta
þar í landi hafi fengið bréf þar sem
því sé haldið fram að skæruliðar Ta-
mila hafi eitrað te, sem hafi verið
pakkað niður til útflutnings, með ar-
seniki.
Stjórnvöld í Sri Lanka segja ekk-
ert benda til þess að teið hafi verið
eitrað en viðeigandi varúðarráðstaf-
anir hafi samt verið gerðar. Sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum eru
stjórnvöld nú að láta athuga allt te
sem búið hefur verið til útflutnings.
Teútflutningur er mikilvægasta
tekjulind Sri Lanka og á tímabilinu
janúar til október 1985 voru flutt út
166,1 milljón kíló af tei.
Skæruliðar Tamila berjast fyrir
sjálfstæði þeirra svæða Sri Lanka þar
sem Tamilar eru fjölmennastir.
Skæruhernaður þeirra hefur ein-
kennst af miklu ofbeldi og hafa
margir óbreyttir borgarar látið lífið í
árásum þeirra.
sambandssinna sögðu af sér á breska
þinginu vegna andstöðu við samning
bresku stjórnarinnar við stjórn írska
lýðveldisins um samráð í málefnum
Norður-írlands. Sambandssinnarnir
telja samkomulag þetta skref í átt til
sambandsslita Norður-írlands við
Bretland og innlimum svæðisins í
Irska lýðveldið.
Breska stjórnin er nú farin að
fjölga nokkuð í herliðinu á Norður-
írlandi vegna þeirrar hættu sem talin
er á auknu ofbeldi þar.
Dhaka-Rcuter
■ Um 25.000 ríkisstarfsmenn, sem
eru í verkfalli, gengu fylktu liði í
gegnum Dhaka höfuðborg Bangla-
desh og kröfðust þess að stjórnvöld
létu sjö félaga þeirra úr haldi.
Alls taka um 40.1M10 læknar, verk-
fræðingar og landbúnaðarsér-
fræðingar þátt í verkfallinu sem hófst
fyrir hálfum mánuði. Þeir krefjast
hærri launa og aukinna friðinda og
leiðtogar þeirra hóta fjöldauppsögn-
um ef stjórnvöld ganga ekki að kröf-
Christiansen stofnaði einkafyrir-
tæki, á meðan hann dvaldist í fang-
elsinu, til að öðlast rétt til krítarkort-
anna. Hann gerði Wold félaga sinn
að framkvæmdastjóra fyrirtækisins
og svo þegar þeir voru í stuttu heim-
sóknarleyfi úr fangelsinu stungu þeir
af til útlanda með krítarkortin.
Christiansen og Wold voru upp-
haflega dæmdir í tugthúsið fyrir eit-
urlyfjasölu en alls er óvíst hvenær
norsku lögreglunni tekst næst að
hafa hendur í hári þeirra.
um þeirra í dag.
Verkfallið hefur áhrif á rekstur
flestra sjúkrahúsa og truflanir hafa
verið á rafmagni og símaþjónustu.
Embættismenn stjórnarinnar segja
að a.m.k. 25 sjúklingar hafi látist
vegna skorts á læknaþjónustu sem
hægt sé að rekja beint til verkfallsins.
Verkfallsmenn hrópuðu vígorð
gegn stjórninni í kröfugöngunni í
gær og hrópuðu m.a. „Við munum
deyja fyrir kröfur okkar.“
Mannskæöur
snjóstormur
á Indlandi
s'ýja Dclhi-Reutcr
■ Á annað hundrað menn hafa
arist á síðustu tíu dögum í harð-
tsta snjóstormi sem gengið hefur
/fir Norður-Indland í tvo áratugi.
Fyrstu þrjá daga ársins unnu ind-
^erskar hersveitir og lögregla að
aví að flytja níu þúsund pílagríma
aurt frá Vaishno Devi-hindúahof-
inu í Kashmir eftir að fjallavegur-
inn þangað varð ófær en hofið er í
1.500 metra hæð yfir sjávarmáli.
Hermenn og öryggissveitir hafa
að undanförnu einnig verið kallað-
ar til að flytja mörg hundruð menn
frá ýmsum þorpum sem hafa orðið
illa úti í snjóstorminum.
Fjöldamótmæli
í Bangladesh
Sjúklingar deyja vegna læknaverkfalls
Tíminn 5
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Stundakennara vantar í sálfræði. Upplýsingar í skólan-
um, í síma 685155, og hjá deildarstjóra í sálfræði, Jóni
Friðrik Sigurðssyni, í síma 54178.
Síðasti innritunardagur nýnema í öldungadeild er þriðju-
daginn 7. janúar kl. 17-19.
Rektor
Frá Æfingaskóla
Kennaraháskólans
íþróttakennara vantar að skólanum nú þegar.
Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans og hjá skóla-
stjóra í síma31781.
Skólastjóri
Olíutankur
Tilboð óskast í olíutank, tæplega 100 þús. lítra, sem
staðsettur er við Höfn í Hornafirði. Tankurinn er sívalur
(liggjandi) 13,9 m langur og 3,20 m í þvermál.
Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 31333 e.h. næstu
daga.
Tilboð þurfa að hafa borist fyrir kl. 11 þriðjudaginn 14.
janúarn.k.
Sala varnarliðseigna,
Grensásvegi9
Bifreiðainnflytjendur
Áætlað er að kaupa um það bil 100 nýjar bifreiðar fyrir
ríkisstofnanir á árinu 1985. Tilboðsgögn eru afhent á
skrifstofu vorri og eiga tilboð að berast fyrir 24. janúar
1986.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
*Br Frá Fjölbrautaskólanum
™ viðÁrmúla
Nemendur komi í skólann þriöjudaginn 7. janúar milli kl. 11 og 13. Þá verða af-
hentar stundaskrár og bókalistar gegn greiðslu nemendagjalda, sem er kl.
1.000,- Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 8. janúar.
Skólameistari
BLAÐBERA VANTAR
í eftirtalin hverfi:
Laugavegur, Hverfisgata, Skerjafjörður, Síðumúli, Lang-
holtsvegur, Hjallavegur, Eikjuvogur, Nýi Miðbærinn og
Seltjarnarnes, Fossvogur, Ægisíða, Meistaravellir, Greni-
melur, Hagamelur og Hofsvallagata. Einnig vantar blað-
bera á biðlista í öll hverfi.
Tíniiim
Síðumúli 15. Sími 686300