Tíminn - 04.01.1986, Side 8

Tíminn - 04.01.1986, Side 8
8 Tíminn Laugardagur 4. janúar 1986 MINNING Ólöf Guðmundsdóttir frá Ríp KVEÐJUORÐ Fædd 11. niars 1898 Dáin 28. des. 1985 Nú árid cr lidid í aldanna sknut og uldrci þuð kcmur til buku, nú gcngin er scrltver þcss gleði og þraui, það gjörvallt cr runnið ú cilífðar- braut, cn minning þcss víst skal þó vaka. Vuldcmur Bricm Á árinu.sem var að líða kvöddu báðir forcldrar mínir. Pabbi dó 14. júní, mamma 28. desember. Pau voru miklar lánsmanneskjur og fengu að lifa langa og viðburða- ríka ævi. „Allar þessar framfarir", sagði pabbi oft. „Pað var öðruvísi þegar við vorum að byrja búskap, allt gcrt mcð höndunum". Pau voru líka svo lieppin að fá alltaf aö vcra saman. Ég er að skoða í myndabók minninganna. Par cr allt svo blítt og fallegt, pabbi að breiöa sængurnar betur yfirokkur, rúðurnareru hvítar af hé'lu. Stundum var kalt í gamla bænum. Og þarna cr pabbi að bæta kolum í ofninn. Svo koma myndir af mömmu. Þarna er hún aösyngja í uppljómaðri kirkjunni hcima, þarna að sinna um blómin sín og þarna er Inin að setja Ijós út í glugga ogsvo sé ég liana með spcnntar grcipar í bæn. Svo kcmur mynd af pabba með barnabörnin á báðum hnjám og þarna eru myndir frá fjölskyldumótum. Pað var alltal' svo mikill gleðigjafi fyrir þau að hafa skyldfólkið í kringum sig. Ég veit að ég l'inn nálægð ykkar þegar ég heyri fagra tóna og þcgar blærinn strýkur vanga rnína, þá veit ég að það eru mjúku hendurnar ykk- ar að klappa mér. Elsku mamma og pabbi. Nú kveð ég ykkur með þakklæti fyrir allt sem þið voruð oggerðuð. Pakkir fyrir all- ar ykkar gjafir, fyrirbænir, ástúð, vernd og blíðu. Ég bið Guð að lciða ykkur saman á ný og blessa að cilífu. Kveikt cr Ijós við Ijós, burt cr sorans svið. Angar rós við rós, opnast himins lilið. Niður stjörnum stráð, cngill framhjá fcr. Drottins nægð og náð boðinn alþjóð cr. SlL'liín ti.i Hvítiidnl Bugga Mig langar til að skrifa nokkur fá- tækleg kveðjuorö um tengdamóöur mína, Ólöfu Guðmundsdóttur frá Ríp í Hegranesi. Ólöf var fædd að Ási í Hegranesi, II. mars 1898. Foreldrar hennar voru merkishjónin Jóhanna Einars- dóttir og Guðmundur Ólafsson, sem bjuggu allan sinn búskap héraðs- kunnu rausnarbúi að Ási. Par ólst Ólöf upp í átta systkina hópi. Nú eru aðeins tvær yngstu syst- urnar, Kristbjörg og Lovísa eftir hérna megin við tjaldið, sem sumir nefna dauða en aðrir inngang til lífsins. Mikill kærleikur var með þcim systkinum og þó alveg sérstaklcga rrieð Ólöfu og tveim yngstu systrun- um. Ólöf var fögur kona á yngri árum og alla tíð í augum þeirra sem þekktu hana best. í æviminningum sínum segir Þórir Bergsson (Þorsteinn Jónsson), að hún hafi verið fegursta kona í Skagafirði. Hún hefur því áreiðanlega vcrið eftirsóttur kven- kostur og margir ungir menn litið hana hýru auga. Einn þcirra var ungur, cfnilegur maður úr Hegranesinu, Þórarinn Jó- hannsson, uppeldissonur bóndans á Ríp. Ólöf og Pórarinn gengu í hjóna- band 26. maí 1918 og utn sama leyti munu þau hafa tekiö viö búskap á Ríp að hálfu af uppeldisíöður Þórar- ins, sem oröinn var aldraður. Þórarinn var dugnaðar- og mannkostamaður og var hjónaband þeirra hið farsælasta. Hann lést sl. surnar í hárri elli. Sérlega ástúðlegt var með þeim hjónum og nú síðustu árin máttu þau vart hvort af öðru sjá, jafnvel þó að ckki væri nema hluta úr degi. Ólöfu og Þórarni búnaðist vel á Ríp og árið 1931 tóku þau til ábúðar liinn helminginn af jörðinni og bjuggu eftir það á henni allri, þar til synir þeirra tóku við búrekstrinum, þegar þau þraut krafta. Ólöfu og Þórarni varð tíu barna auðið, allt dugnaðar- og myndar- fólk. Sum búa í Skagafirði en nokkur hafa scst að í öðrum byggðarlögum. Ólöf og Þórarinn munu nú eiga 93 niöja. Ólöf var mikil dugnaðar- og mannkostakona. Auk þess að fæða í heiminn ogsjá um uppeldi tíu barna, hvíldu öll heimilisstörf á hennar herðum og þó að Þórarinn, maður hennar, væri dugnaðar- og atorku- maðurvarhann heilsnlítill með köll- umogþurfti m.a. tvívegisaðgangast undir læknisaðgerð í Reykjavík. í fyrra skiptið sex árum eftir að þau hófu búskap og þurfti Ólöf þá að sjá ein um búreksturinn mcð þrjú smá- börn á höndunum. Ríp var bæði þingstaður hreppsins og kirkjustaður. Oft var því gest- kvæmt hjá Ólöfu og Þórarni og enda þótt þröng væru húsakynnin í gamla Rípurbænum, bætti hjartahlýja og meðfædd gestrisni Ólafar það upp sem á vantaði með húsrýmið. Eftir að synir þeirra hjóna tóku við búskapnum og flutt hafði verið í betri húsakynni, sá Ólöf um heimilið fyrir Gunnlaug, son þeirra um tíma og síðar, eftir að Gunnlaugur flutti með konu sinni til Sauðárkróks, hélt Ólöf heimili fyrir sig og Þórarin, þar til fyrir fimm árum að heilsa hennar bilaði og hún þurl'ti að leggjast á sjúkrahús, en eftir það fékk hún aldrei fulla heilsu. Alltaf var sami myndarbragurinn á öllu sem Ólöf gerði og heimili þeirra Þórarins var alla tíð sem annað heimili barna og barnabarna þeirra, sem sum dvöldu þar langdvölum, þ.á.m. tvær dætur okkar hjóna. Ólöf hafði yndi af blómum og þau þrifust hvergi betur cn hjá henni og hún talaði stundum við þau eins og nána vini eða lítil börn. Hún var söngelsk og sjálf hafði hún fallega rödd og söng vcl. í kirkjukór Ríp- urkirkju söng hún í áratugi. Kynni okkar Ólafar hófust er ég fór í fyrsta sinni norður í Ríp með unnustu rninni, Kristbjörgu, dóttur Ólafar og Þórarins. Þá var ég dálítið taugaóstyrkur yfir því, hvernig tengdaforeldrar mínir myndu takja mér og hvort þeim fyndist ég vera nógu góður fyrir yngstu dóttur sína, sem ég vissi að þau héldu mikið upp á. Þegar norður kom tók Ólöf á móti okkur með útbreiddan faðminn og mér hvarf á svipstundu allur ótti. Síðan hafa Ólöf og Þórarinn verði mér sem aörir foreldrar og heimili þeirra sem annað heimili. Meðan börn okkar hjóna voru lítil, fórum viö einu sinni eða oftar á hverju sumri noröur að Ríp og dvöldum nokkra daga hjá Ólöfu og Þórarni. Ljúft er aö minnast þeirra stunda þcgar við ókum í lilað á Ríp og Ólöf beið eftir okkur mcð kræs- ingar í eldhúsinu og bæði görnlu hjónin fögnuðu okkur einlæglcga. Nú verður tómlegra að koma norður, þegar þau bæði eru farin. Kannske bíða þau á öðrum stað og taka með fögnuði á móti ferölúnum gesti þegar síðustu förinni lýkur. Ólöf var ekki aðeins mikil kona, hún var einnig góð kona. Heyrt hefi ég sagt um Jóhönnu, móður hennar, að hún hafi verið svo hjartahlý og góðhjörtuð að hún hafi aldrei mátt neitt aumt sjá og hafi allra vanda leyst, væri það á hennar færi. Sama held ég að hafi mátt segja um Ólöfu. Um þannig manneskju mætti skrifa langt mál, sem þó yrði aldrei nema eins og skuggi eða endurómur raunveruleikans. Löng skrif henta ekki í minningargrein. Með Ólöfu hefur merk og góð kona lokið löngu og farsælu ævi- starfi. Sá sem fullnað hefur dagsverk sitt á rétt á næturhvíld. Ég þakka Ólöfu fyrir alla hennar vináttu og ástúð og ég þakka forsjón- inni fyrir að hafa átt kost á að kynn- ast henni. Öllum ástvinum hennar votta ég dýpstu samúð. í Guðs friði Ævar Jóhannesson Dagurinn líður, dimma færist nær, dýrlcg og skær. Sólin er að svölum beð að ganga; kvöldroðans brenna blys á himinslóð svo blíð og rjóð, sem æskurós á ungrar meyjar vanga. Kristján Jónsson Kveðjuorð til ömmu Það er erfitt að skrifa um ömmu, hún var stórbrotin, ein af þessum konum, sem aldrei fór neitt fyrir og aldrei tranaði sér fram, en var samt lykillinn að velgengni og samheldni fjölskyldunnar. Hún var að mörgu leyti óvenjuleg kona, sannkölluð kona mannsins síns og móðir barn- anna sinna. Ekkert í hennar tilveru var þessu æðra. Amma og afi eignuðust saman tíu börn, sem öll komust upp, en þrátt fyrir stóran barnahóp og þungt heim- ili var gestrisni á Ríp alla tíð þvílík að orð fór af. Hefur það verið ærinn starfi fyrir húsmóðurina að sjá um að allt væri í lagi, en aldrei bar þó á því að of mikið væri á eina manneskju lagt. Ekki ætlaðist hún til þakka fyrir þau verk sem hún vann og alltaf var hún lítillát og hógvær. Þau sumur sem ég dvaldi hjá ömmu kenndi hún mér flest það, sem ég nú kann, í sambandi við heimilis- hald og þessháttar. Reynsla af að taka á móti fjölda gesta er einnig ómetanleg, en vissulega grunaði hvoruga okkar, að hún kæmi að svo miklu gagni sem raun ber vitni. Amma kenndi mér einnig að trana mér ekki fram, heldur að þegja, eig- inleika sem konum fyrri tíðar hafa verið nauðsynlegir. Mig langar að þakka ömmu fyrir allt, sem hún gerði fyrir mig, og í leiðinni þakka ég öllum þeim, sem létu sér annt um hana og léttu undir með henni síðustu árin. Allir sem til þekktu vissu að afi og amma lifðu hin síðari ár mest hvort fyrir annað og eftir andlát afa sl. sumar var amma lík og jurt án lífsvatns, hún hreinlega visnaði upp og dó. í liuga ömmu var skilnaður þeirra afa vissulega tímabundinn og í fullri trú um að svo hafi verið kveð ég ömmu mína, Ólöfu Guðmunds- dóttur frá Ríp. Endurminningin merlaræ í mánasilfri hvað sem var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjaríægðar, gleðina jafnar, sefar sorg. Svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg. Grímur Thomsen Sigga Gísli Björgvin Kristjánsson ritstjóri Fæddur 28. febrúar 1904 Dáinn 24. desembcr 1985. Sveitungi minn og fornvinur Gísli Kristjánsson frá Brautarhóli í Svarf- aðardal er látinn á 82. aldursári. Hans minnist ég frá fyrstu bernsku, enda skammur spölur á milli æskuheimila okkar og vinátta góð milli ungra og aldinna á þeim bæjum. Hér verða aðeins skráð fáein persónuleg minningabrot á kveðju- stundu. Gísli var tæpum tíu árum eldri en ég og það er býsna mikill aldursmun- ur framan af ævi. Þó höguðu atvikin því svo, -að vinátta bast milli okkar þegar ég var fimmtán ára. Það sumar unnum við þrjú af grannbæjum í sveitinni við verslunarstörf niðri á Dalvík. Auk okkar Gísla var það Dagbjört Gfsladóttir frá Hofi. Við unnum sitt á hverjum vinnustað, en hittumst auðvitað oft og urðum stundum samferða heirn, þegar tæki- færi gafst. Seinna undraði mig hve þau tvö, sem voru þetta miklu eldri en ég, voru mér miklir og góðir félag- ar þetta sumar. Gísli hafði þá þegar unnið sér mik- inn sess í félagslífi sveitarinnar, enda búfræðingur og vel fær til margra hluta þess utan, m.a. batt hann bæk- ur og tók Ijósntyndir, sem þá var ekki algengt. Veturinn 1936 dvaldi ég um skeið í Kaupmannahöfn hjá bróður mínum og mágkonu. Gísli var þar við nám og þótt sjúkleiki hefði tafið hann um hríð, lét hann ekki hugfallast. Ham- ingju hafði hann þó líka sótt á sjúkrahúsið, því þar kynntist liann konuefninu sínu, Thoru Margrethe Nielsen hjúkrunarkonu. Einn sunnudag bauð hann mér mcð sér í heimsókn til hennar og steig ég þá í fyrsta sinn upp í járnbrautarlest. Ekið var til Holte og gengið þaðan að hressingarhæli, sem stóð á undur- fögrunt stað við Furesöen. Þar sá ég því Thoru í fyrsta sinn. fríða og svip- hreina í hvíta hjúkrunarbúningnum. Hún tók mér af svofalslausri alúð, að ekkert var sjálfsagðara en að leggja leið sína á heimili þeirra, er þau voru flutt til fslandsogsest að, fyrst í Bún- aðarfélagshúsinu við Tjörnina í Reykjavík, seinna í Hlíðartúni í Mosfellssveit. Þar spruttu fljótt tré í túni, sem skýldu blómskrúði og nytjagróðri svo undrun sætir. Sumarið 1978 fór hópur kvenna frá Kvenfélagasambandi íslands að heimsækja grænlenskar vinkonur og varð Gísli okkur samferða. Öll feng- um við innilegar viðtökur. og engum duldist að Gísli átti sérstök ítök í fólkinu þarna á ströndinni í þessu harðbýla og fagra landi. Hann hafði þá - líklega í áratugi - astoðað græn- lenska pilta til náms í íslenskum bún- aðarskólum og til lengri og skemmri dvala á íslenskum heimilum. Honum var tekið sem þeim, sem leyst hafði hvers manns vanda, leiðbeint, hvatt og hjálpað, svo að Grænlendingar kynntust búnaðarháttum á íslandi, sem líklegastir voru lil að gætu orðið þeim fyrirmynd. „Hann Gísli okkar er kominn", heyrðist oftar en einu sinni. Ekki veit ég hve margir Græn- lendingar hafa dvalið á heimili Gísla og Thoru, lengri eða skemmri tíma, en ég fékk það á tilfinninguna, að þeir væru ófáir. Heimili þeirra hjóna hefur alltaf staðið með mikilli rausn og einstök- um myndarskap, enda er húsfreyjan þeirrar gerðar, að allt blessast í hennar höndum. Frændlið og sveit- ungar Gísla hafa átt þar skjól og skemmtun, auk allra þeirra, sem störf hans hafa laðað að. Þá efa ég ekki, að félagar barna þeirra hafi oft átt þar viðdvöl. Ef hægt væri að mæla þau störf, sem Gísli hefur af hendi leyst, myndi sýnast líklegra, að þar hefðu margir að verki staðið fremur en einn, sem löngum stríddi við tæpa heilsu. Þegar þessi tryggi og góði sam- ferðamaður er kvaddur, koma þess- ar hendingar i hugann: „Af eilífðar Ijósi bjarma ber, sem brautina þungu grciðir". (E. Ben.) Það Ijós mun lýsa eftirlifandi ást- vinum hans. Þeim öllum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Thorlacius.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.