Tíminn - 04.01.1986, Qupperneq 10

Tíminn - 04.01.1986, Qupperneq 10
10 Tíminn Laugardagur 4. janúar 1986 MINNING Fæ.ddur 28. febrúar 1904 Uáinn 24. descmber 1985 í dag, 4. janúar er kvaddur Gísli Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri búnaðarblaðsins Freys. Hann lést á 82. aldursári aðfaranótt aðfanga- dags síðastliöins. Útför hans er gerð frá Lágafellskirkju í Mosfellssveit. Mcð honum er horfinn einn af vösk- ustu forvígismönnum íslensks land- búnaðar á þessari öld, maður, scm var síungur í anda og starfsglaður nteð brennandi áhuga á öllum góðum málum er tengdust ævistarfi hans, auk ljölda annarra málefna. Gísli Björgvin Kristjánsson var Svarfdælingur að ætt og uppeldi, fæddur í Gröf í Vallasókn hinn 28. febrúar 1904, en uppalinn á næsta bæ, Brautarhóli þar sem forcldrar hans, sæmdarhjónin Kristján Sigur- jónsson frá Gröf og Kristín Krist- jánsdóttir frá Ytra Garðshorni bjuggu nær þrjá áratugi. Börn þcirra Kristjáns og Kristínar í Brautarhóli voru sex: Gísli varelstur, þá Filippia Sigurlaug, skáldkona og húsfrcyja í Reykjavík, skáldnafn hennar er Hugrún, þá Sigurjón Kristján lyrr- urn bóndi í Brautarhóli, hann cr nú látinn, Svanfríður Guðný, húsfreyja í Reykjavík, Sigurður Marinó, lengi skólastjóri á Laugum, nú bóndi í Brautarhóli og Lilja Sólvcig hús- freyja og kcnnari í Reykjavik. Sagt er að lengi búi að fyrstu gerð og víst er að Gísli mótaðist af æsku- umhverfi sínu, og bjó að áhrifum þess alla ævi. í Svarfaðardal hefur jafnan verið þcttbýlt. Á fyrri hluta þessarar aldar voru þar um níutíu jarðir í ábúð og ekki allar stórar. Hér hefðu líka landsnytjar hrokk- ið skammt þótt góðar væru til lífs- bjargar svo mörgu fólki ef ekki hefði komið til annað bjargræði: sjósóknir frá Böggvisstaðasandi. Ekki er vafi á því að þéttbýlið og sjósóknin cfldi samhug og félagshyggju Svarfdæl- inga. Þar kom til sameiginleg nauð- syn. Brautarhólsheimilið var menning- arheimili þó ekki væri þar auöur í garði. Þar voru ræktar fornar dyggðir, iðjusenti og ráðdeild, hjálp- semi og góðfýsi. Bókakostur var talsverður á heim- ilinu auk þess sent tiltækur var bóka- kostur Lestrarfélags Svarfdæla en hann var mikill og góður og óspart notaður. Gísli var greindur og námfús. Hann varð snemma læs og las reið- innar ósköp og mundi vel það sem han las. Hann gekk í barnaskóla í skamman tíma þó, yfir á Þinghúsið á Grund, til Tryggva Kristinssonar organista, þess mæta manns, sem þá var barnakennari í miösveitinni. Minntist Gísli hans jafnan með þakklæti og hlýju. Kvöldvökur voru þá en ræktar, einnig í Brautarhóli. Þær hafa oft ver- ið lofaðar sem vert cr. Prestsetriö á Völlum var í næsta nágrenni viö Brautarhól. Staðinn sátu þá sr. Stef- án Kristinsson og Sólveig Péturs- dóttir Eggerts, höfðingjar í sjón og raun. Hafði Vallaheimilið ntikil ntenningaráhrif í sveitinni og mun Gísli ekki hata farið varhluta af þcim hollu áhrifum. Á þessum árum stofn- uðu unglingar á Austurkjálkanum í Svarfaðardal Ungmennafélagið Æskuna, sem starfaði í nokkur ár. Þar voru haldnir málfundir og æfð fundarsköp. Gísli fór í Hólaskóla rúmlega tvítugur eins og margir ungir Svarf- dælingar gerðu á þessum árum, og lauk búfræðiprófi árið 1926. Til Dan- merkur hélt hann ári síðar til náms í íþróttakennaraskólann í Ollerup á Fjóni veturinn 1926-1927. Hélt þá heim og kenndi við unglingaskóla á Dalvík í tvo vetur, vann þá líka við verslunarstörf og stundaði aðra til- fallandi vinnu í dalnum s.s. vega- verkstjórn og jarðyrkju. Kennari var hann á Hólum vetúrinn 1930- 1931. Nú lá leiðin á ný utan til Danmerk- ur þar sem hann var við nám í búnað- arskólanum í Lyngby á Sjálandi og í alþjóðlegum lýðskóla, Intcrnational People College. Gísli hóf nám við Búnaðarháskól- ann í Kaupmannahöfn og lauk það- an prófi árið 1939 og sérfræðiprófi lauk hann 1941. Hann stundaði nám við Handelsvidenskabelig Læreans- talt 1942-1943. Hann vann við korn- birgðastofnun danska ríkisins 1940-' 1941, var aðstoðarmaður við ýmsar deildir Landökonomisk Forsogsla- boratorium í Kaupmannahöfn 1939 og aftur 1941-1945. Jafnframt vann hann á þeini tíma við Búreikninga- stofu danska ríkisis og Fasteigna- matsdcild fjármálaráðuneytisins danska. Hann naut styrks til vísinda- iðkana í Danmörku 1943-1945. Þannig leitaðist Gísli sífellt við að bæta menntun sína og tengdist fram- haldsnám hans cinkum búnaðarhag- fræði. Ættjörðin var honum þó jafn- an rík í huga og hvað heni mætti að gagni verða. Á ofanverðum fjórða áratugnum birtust eftir hann í viku- blaðinu Degi á Akurcyri nokkrar hugvekjur um landbúnað og leið- beiningar, sem hann taldi að kæmu íslenskum bændum vel. Sá sem þess- ar línur ritar minnist þess að Gísli ráðlegði bændum þá aó nota hest- vagna með hjólbörðum í stað járns- legnu kerruhjólanna sem þá tíðkuð- ust. Hann kvæntist árið 1937 eftirlif- andi konu sinni, Thoru Margrethe Nielsen, dóttur skólastjórahjónanna Margrethe og Hans Nielsens í Má- bjerg við Holsterbro á Jótlandi. Thora er hjúkrunarkona að mennt. Þess er þá að geta að Gísli átti lengi við vanheilsu að stríða, lá lang- ar sjúkrahúslegur í Danmörku, og telja kunnugir að óvíst sé hvort Gísli hcfði lokið námi hefði Thoru ekki notið við. Reyndist hún manni sín- um frábær lífsförunautur, enda er hún cinstök mannkostakona. Gísla stóðu margar dyr opnar til ævistarfs í Danmörku, en hann vildi út til íslands og þar réði. Hann fluttist heim með fjölskyldu sína árið 1945, þá rúmlega fertugur og gerðist ritstjóri Freys og gegndi því starfi í tæp þrjátíu ár eða lengur en nokkur annar. Hann fræddi og hvatti íslenska bændur, var vakinn og sofinn í starfi sínu og hlífði sér aldrei. Gísli braut upp á vmsum málum til eflingar búnaði á Isiandi. Hér skal aðeins nefnt tvennt sem hann beitti sér einkum fyrir eftir heimkomuna, en það var votheysverkun og ali- fuglarækt. Hann hafði óbilandi trú á gildi votheysvcrkunar fyrir íslenska bændur. Aðalritgerð hans við sér- fræðipröf 1941 fjallaði einmitt um votheysgerð og votheysfóðrun. Og Gísli lét ekki sitja við orðin tóm. Hann santdi um kaup á fyrstu vot- heysturnamótunum hér á landi. Gísli var ólaunaður ráðunautur í alifugla- rækt í mörg ár og stofnandi, formaður og framkvæmdastjóri Fuglakyn- bótabúsins, Hreiðurs hf. 1946-1968. Dugnaður Gísla og afköst voru með ólíkindum þrátt fyrir bága heilsu annað slagið. Segja ntá að hann hafi oft á tíðum afkastað störf- urn tveggja meðalmanna eða meirog skilaði öllu með sóma. Gísla var falið árið 1953 að stjórna Búnaðarfræðslu Búnaðarfélags ís- lands og gegndi liann því starfi uns hún var lögð niður eftir rúman ára- tug. Á þessum tíma ritstýrði hann á fimmtatugfræðslurita um landbún- að, sem Búnaðarfélagið gaf út eftir ýnisa höfunda. Sunt ritin skrifaði hann sjálfur. Á þessum árum voru stundum fjórir umferðaráðunautar á vegum Búnaðarfræðslunnar og þurfti þá að skipuleggja störf þeirra og fundi. Gísli var formaður skólanefndar í Mosfellssveit um skeið, ( stjórn Skálatúnsheimilisins í Mosfellssveit í áratug. Sat í stjórn Landbrugs- kandidatsklub í Kaupmannahöfn, í stjórn Félags íslenskra búfræði- kandidata, var fulltrúi á íslandi („Officer in Charge“) á vegunt fræðsludeildar OECD í París um árabil. Fulltrúi íslands í „Film- og Billedudvalg" norrænna búnaðar- samtaka 1956-1980; í stjórn hag- fræðideildar NJF um skeið. Hann var hvatamaður að stofnun Æðar- ræktarfélags fslands og fyrsti for- ntaður þess 1967-1975. Gísli var kunnur útvarpsmaður. Hann átti frumkvæði að því að bún- aðarþættir á veguin Búnaðarfélags íslands urðu fastir liðir í ríkisútvarp- inu um miðja öldina og jafnan síðan og sá unt þá í aldarfjórðung. Viðtals- þættir hans við menn af öllum stigum um land allt heyrðust oft í kvöldvök- um útvarpsins. Hann flutti ótal er- indi í útvarp og á fundum um áhugamál sín. Hann skrifaði fjölda greina í blöð og innlend og norræn tímarit. Um áratugi aðstoðaði hann íslenska námsmenn við að fá inni við erlendar búnaðarstofnanir, og hann sá um að vista á þriðja þúsund út- lendinga við bústörf hér á landi. Gísli lét af ritstjórn Freys um sjötugt eða árið 1974 að eigin ósk, en hélt þó áfram að skrifa fyrir Frey. Þá hélt hann áfram því starfi sem hann hafði tekið að sér fyrir Búnaðarfélag íslands 1965, en það var að hafa unt- sjón mcð forðamati og framtali sem sveitarstjórnir ciga að sjá um hjá bændum. Hann útvegaði náms- mönnum skólavist og útlendingum vinnu hjá íslenskum bændum. Og hann vann áfram að verkcfni sem hann hafði haft á hendi fyrir félagið alltfráárinu 1970. Það var að útvega vist og hafa umsjón með grænlensk- um nemum sem komu til landsins samkvæmt samningi milli Búnaðarfé lags fslands og Sauðfjárræktarfélags Grænlands en þeir koma til þess að læra sauðfjárrækt hérlendis hjá góð- um fjárbændum, árlangt eða lengur. Gísli var áhugasamur um grænslensk málefni og lagði sig fram um að verða Grænlendingum að liði svo sem hann mátti. Að lokum skal þess getið að Gísli var af íslands hálfu ritstjóri samnor- rænnar Orðabókar landbúnaðarins, sem kom út fyrir nokkrum árum, hins merkasta verks. Meðal sæmda sem Gísli hlaut fyrir störf sín voru Riddarakross I af Dannebrog og Riddarakross Fálkaorðunnar. Hann var heiðursfélagi Æðarræktarfélags fslands og Búnaðarfélags íslands. Fyrstu ellefu árin eftir útkomuna til íslands bjugguThora ogGísli með-’ fimm börnum sínum á efstu hæð húss Búnaðarfélagsins við Lækjargötu. Dagstofa þeirra var þá einnig skrif- stofa Freys og þaðan var ritið af- greitt. Má nærri geta hvílík ábót þetta hefur verið fyrir húsmóður og heim- ili með barnafjölskyldu. En þarna ríkti gestrisni og reisn og hverjum gesti var tekið með vinsemd og alúð og voru þau hjónin samtaka um það. Get ég sem þessi orð rita um það borið, því ég var þá aðstoðarmaður Gísla í fimm ár. Minnist ég þess tíma með ntikilli ánægju. Árið 1956 flutti fjölskyldan í ný- reist hús sitt að Hlíðartúni 6 í Mos- fellssveit og bjó sér þar notalegt heimili. Er nú húsið umlukið fögruin trjá- og blómagarði sem er handverk Thoru og barnanna. Þar er og dálítið gróðurhús. Börn þeirra Gísla og Thoru eru: Rúna rithöfundur og kennari f. 3. des. 1940, Stína kennari og guð- fræðinemi f. 16. maí 1943, Edda kennari og fóstra f. 20. okt. 1944, Lilja, hjúkrunarfræðingur f. 3. des. 1949 og Hans, vélvirki, f. sama dag. Gísli unni mjög heimasveit sinni og fylgdist vel með málefnum hennar og mannlífi. Hann hafði ásamt Kristjáni Eldjárn og Snorra Sigfús- syni forgöngu um stofnun Samtaka Svarfdælinga í Reykjavík og ná- grenni árið 1957 og var formaður þeirra á fyrstu árunum. Eg vil að lokum fyrir hönd Freys þakka Gísla ómetanleg störf hans fyrir blaðið. Sjálfur þakka ég honum holl ráð og stuðning, tryggð og vin- áttu við mig og fjölskyldu mína. Hann var hjartahreint karlntenni. Við Þuríður vottum Thoru og fjöl- skyldunni innilega samúð. Júlíus J. Daníelsson. Þeir sem komu til starfa fyrir ís- lenskan landbúnað á fyrrihluta aldarinnar hafa fylgst með og átt þátt í miklu ævintýri. Tæknibyltingin, framræsla lands, ræktun túna, kyn- bætur búfjár, bætt fóðrun þess og meðferð, aukning afurða og marg- föld fjölbreytni í vinnslu þeirra hefur að mestu áttt sér stað síðustu 40-50 árin. Það var gæfa þessara manna að lifa bestu starfsár sín á vaxtar- og fram- faraskeiði þegar bjartsýni ríkti og hverri nýjung var tekið fagnandi. Þeir sáu sveitirnar grænka býlin byggjast upp og fylgdust með því hvernig hver vinnandi hönd í sveit- unum skilaði stöðugt meiru og meiru í bú þjóðarinnar með hverju ári sem leið. Þá voru störf þeirra sem unnu að rannsóknum, leiðbeiningum eða kennslu í þágu landbúnaðarins met- in sem þjóðþrifastörf og það ekki tal- ið eftir, sem lagt var af mörkum til að leiðbeina bændum í hraðfara sókn þeirra til betri og nýtískulegri bú- hátta. Á þessum tíma komu margir ungir og vaskir menn til starfa fyrir land- búnaðinn. Spor þeirra sérvíða. Einn af þessum gæfusömu dugnaðar- mönnum var Gísli Björgvin Krist- jánsson fyrrverandi ritstjóri Freys, sem nú er látinn á 82. aldursári. Gísli var Svarfdælingur að ætt og uppruna og ólst þar upp til mann- dómsára. Hann var fæddur 28. febrú- ar 1904 í Gröf í Svarfaðardal, en for- eldrar hans þau hjónin Kristín Kristjánsdóttir og og Kristján Sigur- jónsson er bjuggu langan búskap sinn á Brautarhóli og þar ólst Gísli upp elstur í hópi sex systkina. Ekki þarf að fara mörgum orðum um æskuumhverfi Gísla í Svarfað- ardal. Fólkið sem þaðan er komið frá þessum tíma hefur svo margt borið sveitinni og menningarlífi hennar fyrr og síðar fagurt vitni. Þess nægir að geta að Gísli var þar vel gjald- gengur, vakti snemma athygli fyrir dugnað og hug til framfara og var m.a. einn af stofnendum ungmenna- félags í sveitarhlutanum. Rúmlega tvítugur hélt hann til náms að Hólum í Hjaltadal og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1925. Næst fór hann eins og margir ungir fslend- ingar á þeim tíma til náms við íþróttaskólann í Ollerup í Dan- mörku og var þar 1926-1927 en kom síðan heim og var kennari unglinga á Dalvík árin 1928-1930, auk þess sem hann stundaði verslunarstörf, var m.a. verkstjóri við vegagerðogvann að jarðyrkju í dalnum. Veturinn 1930-31 kenndi hann á Hólum í Hjaltadal. Aftur fór hann til Dan- merkur og stundaði þar m.a. nám við lýðháskóla og búnaðarskóla en inn- ritaðist nokkru síðar í Landbúnaðar- háskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan kandidatsprófi vorið 1939 og sérfræðinámi frá sama skóla 1941. Síðan var hann við ýmis sér- fræði- og rannsóknastörf í Dan- mörku þar til hann fluttist heim seint á árinu 1945. Á þessum árum hlaut hann rannsóknarstyrk og stundaði auk þess hagfræðinám við verslunar- háskólann í Höfn. Eftir að Gísli kom til Danmerkur til síðari dvalar sinnar átti hann við þrálátan sjúkdóm að stríða og lá langtímum saman á sjúkrahúsum lengst af á Ríkisspítalanum í Kaup- mannahöfn. Þar kynntist hann eftir- lifandi konu sinni sem er Thora Margarethe f. Nilsen. Thora var þá við hjúkrunarnám. Þau gengu í hjónaband 1937 meðan Gísli var enn við nám í háskólanum og má telja fullvíst að því námi hefði hann tæp- ast lokið án hennar hjálpar, slíkur var styrkur hennar þá og jafnan síð- an í hetjulegri baráttu hans við þrá- látan sjúkdóminn. Gísli kom heim frá Danmörku

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.