Tíminn - 04.04.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.04.1986, Blaðsíða 1
A ■ A _ STOFNAÐUR1917 r ■ 'F # « i mi 11111 RAUSTIR MENN 25050 SETIDIBiLJISTÖÐin FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1986 - 75, TBL. 70. ÁRG. HELGI ÓLAFSSON stórmeistari er i efsta sæti á opna alþjóölega skákmótinu í New York ásamt níu öorum skákmönnum meö 4 vinninga af 5 mögulegum. Hann vann Soltis í fyrrinótt. Margeir Pétursson ermeö31/2vinning eftir sigur á Karli Þorsteins sem er meö 21/fe vinning. Jón L. Árnasontek- ur einnig þátt í þessu móti og hann er með 3 vinninga eftir sigur á Blockee í 5. um- ferðinni. 6. umferð var tefld í nótt. BERGSTEINN ÞÓR GIZURARSON hefur veriö ráöinn brunamálastjóri ríkisins frá og með fyrsta apríl, þegar Þórir Hilmarsson lét af embætti. Bergsveinn er fæddur 1936 og hefur starfað sem verkfræöingur hjá varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli og einnig hjá Rafmagnsveitum Reykjavíkur. VITNI VANTAR. Kópavogslögregl- an hefur auglýst eftirvitnum að atburði þeim sem átti sér stað á Álfhólsvegi í Kópavogi, þriðjudaginn 25. mars klukkan 23, þegar ekið var á stúlku og varð það henni að fjörtjóni. Slysið átti sér stað fyrir utan hús númer 10. Þeir sem hafa séð þegar slysið varð eru beðnir að hafa samband við Kópa- vogslögreglu í síma 41200. RÍKISSAKSÓKNARI teiur ekki ástæðu til frekari aðgerða í Sjallamálinu svokallaða að því er varðar vissa þætti í rekstri hússins. Eigandi Sjallans, hlutafélagið Akur, hefur kært fréttir af málefnum hússin, sem birtust í Helgarpóstinum og voru síðan teknar upp í sjónvarpinu, til siðareglunefndar Blaðamannafélagsins, en þar var sagt að Sjallinn væri gjaldþrota. STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur bæta við tveim leiðum um helgina, annars- vegar leið 100 sem er hraðferð Lækjartorg- Selás, og hinsvegarleið 15B, Hlemmur-Graf- arvogur. Endastöðvar fyrri leiðarinnar eru Kalkofnsvegur og Þingás, en þeirrar seinni Hverfisgata, austan Rauðarárstígs við Hlemm og Reykjafold. Akstur á leiðunum hefst 7. apríl. BORGARDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt að upptaka 10% gengismunar árið 1983 af útflutningi tiltekinna sjávarafurða brjóti í bága við stjórnarskrána. Fyrirtækið Útver á Bakkafirði stefndi sjávarútvegsráð- herra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins, og var þeim gert að greiða til baka gengis- muninn sem tekinn var af fyrirtækinu auk vaxta og málkostnaðar. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að áfrýja dómi borgardóms til Hæstaréttar. BANKAMENN skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær og var samningurinn í öllum meginatriðum samhljóða þeim samn- ingum sem gerðir hafa verið að undanförnu. Þessi samningur var undirritaður, með venju- legum fyrirvara um samþykki félagsmanna SIB og bankaráða. KRUMMI Ætli þeir séu byrjaðir að bjóða í Guðmund Kjærnested fyrir aust- an...? Sérkennileg deila nágrannabæja við Bakkaflóa: „Landhelgisstríð" virðist yfirvofandi Einn bátur kærður fyrir veiðar í Bakkafjarðarhöfn Sérkennileg deila hefur risið um veiöirétt á Bakkaflóa. Dragnótar- bátur frá Þórshöfn var kærður í fyrrakvöld af hafnarnefnd Bakka- fjarðar, þar sem báturinn var að veiðum á hafnársvæði BakkafjartT- ar. Hafnarsvæðið nær nú yfir meg- inhluta Bakkaflóa. í fyrravetur sótti hafnarnefnd Bakkafjarðar um leyfi til þcss að stækka hafnarsvæðið, á þeim for- sendum að skipalægi væru utan svæðisins. Fallist vará hrevtinguna í samgönguráðuneyti. Leyfi dragnótarbáta heimila veiöar innan fiskveiöilögsögunnar. með vissum takmörkunum þó. Taka verður tillit til hafnarsvæða og er jaínvel bannað aö veiða á þeim svæðum. Kæran vegna veiða bátsins. Litlanes. frá Þórshöfn barst til Þorvaldar Jóhannessonarsýslu l'ull- trúa á Scyðisfirði. Sagði hann í samtali við Tímann í gærdag, að hann hcfði ekki náð í sjávarútvegs- ráðuneytið í gær, þar sem bilun vttrð í skiptiborði í Stjórnarráöinu. Hann gat því ekki skýrt máliö fyrir sjávarútvegsráðuneytinu. En Þor- valdur sagði jafnframt að upp heföi komið sú spurning hver stjórnaði liskveiðum við landið, hafnarnefnd eða ráðuneytið. Guðríður prestsfrú á Skeggja- stöðum í Bakkafirði, en hún er jaínframt oddviti Skeggjastaða- hrepps. svaraði þessari spurningu á þann liátt að vcrið væri að taka viö stjórninni, þar sem stjórn ráðu- neytisins þryti. Einn yiðmælandi Tímans á Þórs- höfn sagði aö það yrði að fá úr því skorið hvort þessi nýja „landhclgi þeirra Bakkfirðinga" fengist staðist. Sigurður Skúli Ingibergsson hjá samgönguráðuneytinu sagði í sam- tali viðTímann ;iö líklega yrði leyfi þeirra Bakkfirðinga tekið til endur- skoðunar. I gærdag voru nokkrir bátar frá Þórshöfn og nágrannastööum að veiðum innan „landhelgi Bakka- fjarðar" cn ekki skarst í odda, þrátt fyrir að Þórshafnarmenn séu ákveðnir í því aö halda áfram veiðum á flóanum. - ES Barn reyndi sprengjugabb: Lögreglan gat rakið símtalið Ellefu ára barn varð uppvíst að því að tilkynna um sprengju í Ameríska sendiráðinu í Reykjavfk í gærdag. Starfsmönnum Pósts og síma tókst með aðstoð lögreglunn- ar að rckja 'símtalið og játaði barnið á sig verknaðinn. Tilkynnt var um sprengjuna í gærdag og sagt að hún myndi springa innan tíðar. Þegar var kallað á starfsmenn frá Pósti og síma og eftir nokkuö langan tíma tókst að rckja hvaðan símtalið barst. Þá var ellcfu ára gamalt barn við símann, en ekki harðsvíraður hcrmdarverkamaður eins og sumir áttu von á. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni hefur Póstur og sími nú loksins komist upp á lagið með að rekja símtöl, þar sem ekki er talað nema nokkrar sckúndur. Því er viðbúið að sprengjugabbarar veröi teknir í hrönnum reyni þeir að tilkynna um sprengjur. Síðastliðn- ar vikur hefur það verið mjög í tísku að tilkynna um sprengju í Ameríska sendiráðinu, og var þaö síðast fyrir tveim dögurn. - ES Þau eru ýmis vorverkin sem þarf að inna af hendi. Ljósmyndari Tímans rakst á þetta fólk sem var að hreinsa gosbrunninn í Tjörninni í Reykjavík fyrir sumarið. Tímamyndir Svtrrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.