Tíminn - 04.04.1986, Blaðsíða 19
Föstudagur 4. apríl 1986
lllllllllll HELGIN FRAMUNDAN
Úr balletinum „Stöðugir ferðalangar“
(Tímamynd Sverrir)
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sýningar Þjóðleikhússins um helgina:
Stöðugir ferðalangar
Balletfrumsýning
á sunnudagskvöld
Á sunnudagkvöld frumsýna Þjóð-
leikhúsið og Islenski dansflokkurinn þrjú
balletverk eftir hollenska danshöfundinn
Ed Wubbe, sem er nú kominn í fremstu
röð evrópskra danshöfunda. Eitt verk-
anna er samið sérstaklega fyrir dansflokk-
inn hér, en hin tvö hafa áður verið sýnd í
Hollandi þar sem þau vöktu mikla hrifn-
ingu, en Wubbe hlaut í síðasta mánuði
æðstu viðurkenningu sem skapandi lista-
manni í Hollandi er veitt. Sérstök athygli
er vakin á því að þessi balletsýning er
meðal áskriftarverkefna Þjóðleikhússins
í vetur.
Ríkarður þriðji. 8. sýning
Á föstudagskvöld verður 8. sýning
Þjóðleikhússins á Ríkarði þriðja, eftir
William Shakespe are, í þýðingu Helga
Hálfdanarsonar. Leikstjóri er John
Burgess, en með helstu hlutverk fara
Helgi Skúlason, sem leikur titilhlutverk-
ið, Róbert Arnfinnsson, Kristbjörg
Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Ragn-
heiður Steindórsdóttir, Herdís Þorvalds-
dó;tir, Rúrik Haraldsson, Erlingur Gísla-
son, Flosi Ólafsson og Sigurður Skúlason.
Með vífið í lúkunum
Fáar sýningar eftir
Á laugardagskvöld verður sýning á
breska farsanum, Með vífið í lúkunum,
eftir Ray Cooney, og er vakin athygli á
því að nú eru einungis fáar sýningar eftir
á þessum vinsæla gamanleik, en búið að
er að sýna verkið nálægt 50 sinnum í
Þjóðleikhúsinu og hátt í 70 sinnum alls.
Kardemommubærinn
Næst síðasta sinn
Næst síöasta sýning á barnaleikritinu
Kardemommubænum, eftir Thorbjörn
Egner, veröur í Þjóðleikhúsinu á sunnu-
dagkl. 14.00.
Sex í sama rúmi
Allra síðasta sinn á miðnætursýningu
Ein miðnætursýning verður enn á SEX-
INU í Austurbæjarbíói á morgun laugar-
dagskvöldið 5. apríl.
Með helstu hlutverk fara Þorsteinn
Gunnarsson, Hanna María Karlsdóttir,
Valgerður Dan, Kjartan Ragnarsson,
Kjartan Bjargmundsson og Margrét Ól-
afsdóttir. Leikstjóri er Jón Sigurbjörns-
son. Karl Guðmundsson þýddi leikritið
en leikmynd og búninga gerði Jón Þóris-
son.
Úr „SEX í SAMA RÚMI“
LEIKFEIAC,
REYKiAVlKUR
SÍM116620
Svartfugl
Leikfélagið frumsýndi SVARTFUGL
Gunnars Gunnarssonar í nýrri leikgerð
Bríetar Héðinsdóttur nú um miðjan stð-
asta mánuð og hefur leikritið hlotið mjög
góðar viðtökur og góða aðsókn. Með
helstu hlutverk fara Þorsteinn Gunnars-
son, Jakob Þór Einarsson, Sigurður
Karlsson og Margrét Helga Jóhannsdótt-
ir. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir, tón-
list er eftir Jón Þórarinsson og David
Walters sá um lýsingu.
Land míns föður
Stríðsárasöngleikurinn LAND MÍNS
FÖÐUR hefur verið sýndur frá október-
byrjun oftast sex sinnum í viku, og alltaf
fyrir fullu húsi. Um helgina verða sýning-
ar á laugardags- og sunnudagskvöld. í
helstu hlutverkum eru: Sigrún Edda
Björnsdóttir, Helgi Björnsson, Jón Sigur-
björnsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir,
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ragn-
heiður Arnardóttir og Aðalsteinn
Bergdal. Leikstjóri er Kjartan Ragnars-
son, tónlist Atli Heimir Sveinsson, en
Jóhann G. Jóhannsson sér um tónlistar-
stjórn, Ólafía Bjarnleifsdóttir samdi
dansa, leikmynd gerði Steinþór Sigurðs-
son en Daníel Williamsson sér um lýs-
ingu.
Blóðbræður
á Akureyri
Leikfélag Akureyrar sýnir söngleikinn
Blóðbræður eftir Willy Russel í þýðingu
Megasar, föstudags- og laugardagskvöld
kl. 20.30 í Samkomuhúsinu á Akurcyri.
Leikstjóri er Páll Baldvin Baldvinsson
Tvíburabræðurnir á ströndinni, ásamt
stúlkunni sem þeir báðir elska, - en
aðeins annar fær (Barði, Ellert og Vilborg
Halldórsdóttir).
Skottuleikur út um iand
Revíuleikhúsið hefur í vetur sýnt
barnaleikritið Skottuleik eftir Brynju
Benediktsdóttur við miklar vinsældir.
Skottuleikur fjallar um þrjár nútíma-
skottur sem eru að leita sér að húsaskjóli
fyrir nóttina. Þær eru skrýtnar og
skemmtilegar persónur..'
Nú ætla skotturnar að leggja land undir
fót og hitta krakka á Norðurlandi á
næstunni.
Þær verða i Nýja bíói á Siglufírði
laugardaginn 5. apríl kl. 15.00. Tjarnar-
borg Ólafsfírði, sunnud. 6. apríl kl. 15.00.
Síðan á Akureyri laugard. og sunnud.
12. og 13. apríl.Hvammstanga 1'9. apríl
og Blönduósi 20. apríl, í byrjun Húna-
vöku.
Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir,
Una Collins sá um búninga, David Walt-
ers um Ijósahönnun. Jón Ólafsson samdi
tónlistina og Karl Ágúst Úlfsson söng-
texta. Guðrún Alfreðsdóttir, Saga Jóns-
dóttir og Guðrún Þórðardóttir leika skott-
urnar.
Hitt leikhúsið:
Rauðhóla Rannsý
í Vestmannaeyjum
Hitt leikhúsið hefur ákveðið að ferðast
með sýninguna RAUÐHÓLA RANNSÝ
um landið. Fyrst til Vestmannaeyja, en
síðar til Sauðárkróks og Akureyrar.
Þessa helgi verðurgamansöngleikurinn
RAUÐHÓLA RANNSÝ sýndur í Sam-
komuhúsi Vestmannacyinga á föstudag-
inn (í kvöld) 4. apríl kl. 20.30 og laugar-
daginn 5. apríl kl. 15.00 og 20.30. Þýðing
leiksins er eftir Magnús Þór Jónsson og
Pál Baldvin Baldvinsson. Yfirumsjón og
leikstjórn: Páll Baldvin Baldvinsson.
Leikendur eru: Edda Heiðrún Backman,
Guðjón Pedersen, Edda Björgvinsdóttir
Leifur Hauksson, Kristín S. Kristjáns-
dóttir, Andri Örn Clausen og Kolbrún
Halldórsdóttir.
Viðar Eggertsson í hlutverki sínu í leikrit-
inu ELLA.
EGG-ieikhúsið:
ELLA í kjaliara Hiaðvarpans
Sýningar helgarinnar á ELLU eru á
föstudags-, laugardags- og sunnudags-
kvöld kl. 21.00 í kjallara Hlaðvarpans.
Reykjavíkursögur Astu
á Akranesi og Suðurnesjum
Kjallaraleikhúsið, sem hefur sýnt
Reykjavíkursögur Ástu í vetur við mjög
góða aðsókn, mun um helgina sýna á
Akranesi laugard. kl. 17.00, þ.e. 87.
sýning.
Sunnud. 6. apríl verður 88. sýning kl.
17.00 í Stapa, Njarðvík.
Leikgerðin er eftir Helgu Bachmann,
sem einnig er leikstjóri. Leikendur eru:
Guðrún S. Gísladóttir, Guðlaug M.
Bjarnadóttir, Emil G. Guðmundsson,
Helgi Skúlason o.fl.
Leikfélagið
„Veit mamma hvað ég vil?“
sýnir MYRKUR
Leikfélagið „Veit mamma hvað ég
vil?“ er að sýna leikritið Myrkur (Wait
Until Dark) eftir Frederick Knott á
Galdraloftinu að Hafnarstærti 9. Pétur
Einarsson sér um leikstjórn og leikmynd
og Vilhjálmur Hjálmarsson um lýsingu.
Með helstu hlutverk fara: Þórunn Helga-
dóttir, Már W. Mixa og Felix Bergsson.
Næstu sýningar eru: laugardags-,
sunnudags- og mánudagskvöld og hefjast
kl. 20.30. Miðapantanir eru í síma 24650
kl. 16.00 til 20.00 sýningardaga og kl.
16.00-19.00 aðra daga. Ósóttar pantanir
verða seldar eftir kl. 20.00 sýningardaga.
Tíminn 23
Hallbjorg Bjarnadottir og madur hennar Fisher í skemmtiatriði, þegar þau tróðu
upp saman á skemmtunum.
Hallbjörg og Fisher
í Ásmundarsal
Hallbjörg Bjarnadóttir og Fisher halda
málverkasýningu í Ásmundarsal dagana
5.-13. apríl. Þau sýna 46 olíumálverk.
Tæp 10 ár cru frá því að hjónin sýndu hér
síðast.
Sýningin er opin kl. 14.00-22.00 alla
daga og er sölusýning.
Norræna húsið:
Þjóðsagnamyndir Ásgríms
í sýningarsölum Norræna hússins
stendur yfir sýningin „Þjóðsagnamyndir
Ásgríms Jónssonar“. Þetta er síðasta sýn-
ingarhelgi. Opið er kl. 14.00-19.00. Sýn-
ingunni lýkúr sunnud. 6. apríl.
Anddyri Norræna hússins:
Sænsk grafík
í anddyri Norræna hússins sýna um
þcssar mundir 8 sænskir grafíklistamenn
30 grafíkverk. Listamennirnir eru: Lisa
Andrén, Urban Engström, Ragnar von
Holten, Sven Erik Johansson, Franco
Leidi, Stefan Sjöberg,Jukka Váwttinen,
Gösta Gierow.
Sýningin er opin daglcga kl. 09.00-
19.00, nema sunnud. kl. 12.0(1-19.00 til
13. apríl.
Dönsk bókakynning ersunnud. 6. apríl
kl. 15.00 í fundarsal Norræna hússins.
Klaus Rifbjerg les úr verkum sfnum.
Klaus Rifbjerg í Norræna húsinu
Sunnud. 6. apríl verður dönsk bóka-
kynning í Norrænít húsinu. Þá kynnir
danski séndikennarinn Lisa Schalcnsee
úrval bóka sem út kom í Danmörku árið
1985. Gestur er danski rithöfundurinn
Klaus Rifbjerg, sem flytur frumsamin
ljóð og segir auk þess frá bókaútgáfu í
Danmörku.
Rifbjerg er einna þekktastur núlifandi
danskra rithöfunda og hefur skriiað mik-
inn fjölda bóka, en aðeins ein bóka hans
hefur verið þýdd á íslensku. Ánna (jeg)
Anna en fyrir þá bók hlaut hann bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs 1970.
Klaus Rifbjerg hefur einnig unnið við
blaðamennsku', skrifað bókmennta- og
kvikmyndagagnrýni um árabil, ritstýrt
bókmenntatímaritum, leikstýrt kvik-
tnyndum o.fl. S.l. tvö ár hefur hann auk
alls þessa verið forstjóri hins þekkta
danska útgáfufyrirtækis Gyldendal.
Danska bókakynningin hefst kl. 15.00
á sunnud. og er þar úrval danskra bóka
frá 1985, sem lánaðar verða út. Aðgangur
er ókeypis og öllum heimill meðan hús-
rúm leyfir.
Gunnar kvaran, Halldór Haraldsson og
Guöný Guðmundsdóttir.
Tónleikar
Kammermúsíkklúbbsins
Kammermúsíkklúbburinn heldur
fimmtu (síðustu) tónleika á starfsárinu
1985-’86 mánudaginn 7. apríl kl. 20.30 á
Kjarvalsstöðum.
Flytjendur á tónleikunum eru: Halldór
Haraldsson píanó, Guðný Guðmunds-
dóttir. fiðla og Gunnar Kvaran knéfiðla.
Á efnisskrá er: Tríó fyrir píanó, fiðlu og
knéfiðlu í Es-dúr op. 1.1 (1795) eftir
Ludwig van Beethoven (1770-1827). Þá
er Tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu í
E-moll, op. 67 (1944) eftir Dmitri Shost-
akovich og eftir hlé er Tríó eftir Johannes
Brahms (1833-1897) í H-dúr, op. 8
(1854).
Sigurður Þórir við eitt verka sinna.
(Tímamynd Sverrir)
Gallerí íslensk list
Vesturgötu 17:
Sigurður Þórir Sigurðsson sýnir
Sigurður Þórir Sigurðsson opnar á
laugard. 5. apríl ki. 14.00 sýningu á
verkum sínum í Galleríinu Islensk list að
Veslurgötu 17: Sigurður er fæddur í
Reykjavtk 31. mars 1958. Hann stundaði
nám við Myndlista- og handíðaskóla
íslands 1968-’70 og síðan við Konunglegu
listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1974-
'78.
Sigurður Þórir- hefur haldið einkasýn-
iiigar í Reykjavík, Kaupmannahöfn og
Þórshöfn í Færeyjum og tekið þátt í
samsýningum hér hcima og erlendis.
Myndirnar á sýningunni eru allar unnar
á síðustu 2 -árum og fjalla þær um
manninn, togstreitu manns og konu og
togstreitu einstaklingsins við sjálfan sig.
Sýningin verður opnuð laugard. 5.
apríl kl. 14.00 og stendur til sunnud. 27.
apríl. Opið er virka daga kl. 09.00-17.00
og um helgar kl. 14.00-18.00.
Bubbi Mortens og Megas
syngja í Keflavík og á Selfossi
Bubbi Mortens og Megas halda sameig-
inlega tónleika í Félagsbíói í Keflavík
laugardaginn 5. apr(l kl. 21.00 ogí Inghól
á Selfossi sunnud. 6. aprtl kl. 21.00.
Gallerí Gangskör
í Gallerí Gangskör í Bernhöftstorfu
stendur yfir sýning á verkum pólsku
listamannanna og hjónanna Önnu og
Stanislaw Wejman. Sýningin er opin alla
virka daga kl. 12.00-18.00 og um helgar
kl. 14.00-18.00. Sýningunni lýkur 13. apríl.