Tíminn - 04.04.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.04.1986, Blaðsíða 20
STIUJNPARNIR RESSA KÆTA FRAMARAR hófu vörn sína á Reykja- víkurmeistaratitlinum í knattspyrnu meö sigri á KR á gervigrasinu í Laugardal í gærkvöldi. Ekki var sigurinn stór en sanngjarn. GuömundurTorfason skoraöi eina mark leiksins í fyrri hálfleik eftir aö Stefán haföi hálfvarið skot. Gunnar Gíslason fékk gullið tækifæri til aö jafna leikinn rétt fyrir leikslok en klikkaöi illa. Strokufangarnir gáfu sig fram í gær Húsbyggjendur/íbúðakaupendur: Verður þeim refsað Fengu330milljóna skattaafslátt 1985 íslenskur fiskur rennur í Bandaríkjamenn: Iceland Seafood Corporation seldi frystar sjávarafurðirfyrir41,5 mill- jónir dollara eða 1725 mill- jónir íslenskra króna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta var 27,6% aukning í dollurum frá fyrra ári en í magni til jókst salan um 12,5%, og varð þetta sölu- hæsti ársfjórðungur í sögu fyrirtækisins. Prátt fyrir það varð nokk- ur samdráttur í sölu í mars- mánuði miðað við sama mánuð fyrra árs eða um 10,3% í magni, en samt jókst salan í dollurum um 1,8%. apríl í fyrra og má ætla að það hafi valdið nokkurri röskun á sölunni. GSH Breska hljómsveitin The Hollies er nú stödd á íslandi og skemmtir íslendingum nú næstu daga. Þó þessi hljómsveit hafi starfað í tvo áratugi eru mcölimir hennar enn í fullu fjöri eins og sést á þessari mynd sem tekin var í Broadway í gær á æfingu. Fremstir eru Tony Hicks og Dennis Hayes en fjær er trommuleikarinn Bobby Harrison sem Holliesaðdáendur fyrri ára minnast helst sem mannsins með hattinn. Nú orðið skammast hann sín ekkert fyrir skallann. Tímamynd Svemr 600 manns hafa leitað til ráðgjafa Húsnæðisstofnunar. VEDDEILDIN SER SJALF UM RÁÐSTÖFUN AUKALÁNA Kostnaður ríkissjóðs (missir skatttekna) vegna vaxtafrádráttar til þcirra sent eru að borga af lánunt af íbúðarhúsnæði og njóta vaxtafrádráttar á skatti þess vegna nam um 330 milljónum króna á síöasta ári, sam- kvæmt upplýsingum Sigurðar Snævarr, hagfræöings hjá Þjóðhagsstofnun. Misjafntcr hvc kaupendur íbúðarhús- næðis njóta hás skattafsláttar af þessum sökum, en mestur er hann hjá þeim er hæstar hafa tekjurnar. Til samanburðar má nefna að ríkissjóður hafði 3.330 milljóna króna tekjuraf bein- um sköttum á árinu 1985, þannig að þessi skattafsláttur til húsbyggjenda nemur um tíunda hluta þeirrar upphæð- ar. - HEI Besti ársfjórð- ungur hjá lceland Seafood HOLLIES Á ÍSLANDI af samföngum sínum? Fangar á Litla-Hrauni hafa harðlega neitað því sem kom fram í viötali Tímans viö annan strokufangann af Litla-Hrauni sem gaf sig l'ram í gærmorgun. Tíminn ræddi við Ragnar Eiríksson formann trúnaðarráðs fanga á Litla-Hrauni. „Viö vísum þessari grein alfarið á bug sem hreinum uppspuna. Það er tóm tjara sem strokufang- inn lct hafa eftir sér í sam- bandi við eiturlyf og annaö hér á Litla-Hrauni. Ég veit ekki hvaöan hann hefur þetta. Það slæöist kannski eitthvað inn hér við og við af lyfjum, en að lýsa þessu á þennan hátt er fjarstæðu- kennt. Þessi maöur hefur vcrið sniðgenginn af föngunt hér og hann hefur verið hér tiltölulega stutt og talar um hluti sem hann hcfur ekkert vit á," sagði Ragnar. Fangarnir tveirsem struku af Litla-Hrauni gáfu sig frant í gærmorgun. Annar fór mcð áætlunarbifreið austur fyrir fjall og gaf sig fram á Litla- Hrauni. Hinn gaf sig fram í hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg og benda allar lík- ur til þess að liann sé ekki áfjáður í að' komast aftur meðal samfanga sinna á Hrauninu eftir viðtalið við Tímann í fyrradag. Gústaf Liljcndal for- stöðumaður Litla-Hrauns sagði í samtali við Tímann í gær að fangarnir heföu verið rnjög óhressir með skrif Tím- ans og viðtalið við stroku- fangana. „Þessir strákar líða fyrir þetta þegar þeir koma aftur. Þetta er ekki sann- leikanum samkvæmt, heldur cinhver æsingur sem er í þeim " sagði Gústaf. - Attu von á því að þessir menn verði látnir gjalda þessa viðtals af samföngum sínum? „Já, ég er ekki í nokkrum vafa um það. Ég held að annar þeirra þori ekki austur aftur “ sagði forstöðumaður- inn. Hann tók einnig fram aö hann nennti ekki að mót- mæla svona vitleysu, eins og kom fram í viðtalinu við strokufanganna blöðum. - ES - eftir að upp komst um misnotkun á þeim Að sögn Guðjóns B. Ólafssonar framkvæmda- stjóra ISC voru aðalástæð- urnar fyrir samdrættinum í magnsölu í mars þær að nokkuð skorti á að fyrirtæk- ið gæti fullnægt eftirspurn eftir frystum þorskflökum, verð hækkaði á flökum og á blokk og það varð til þess að fiskréttir hækkuðu eitthvað sem minnkaði eftirspurn, og síðan voru páskarnir nú í mars en í Meginvandræði þeirra sem keypt hafa notað íbúðarnús- næði á almenna fasteigna- markaðinum síðustu árin skap- ast þegar kemur að greiðslum af eftirstöðvabréfunum - þ.e. 20% bréfunum sem mikið hef- ur verið rætt um nú síðustu daga - að því er fram kom hjá Grétari Guðmundssyni, for- stöðumanni ráðgjafadeitdar Húsnæðisstofnunar. Um 600 manns hafa leitað til ráðgjafadeildarinnar vegna erfiðleika við að standa undir greiðslunt af íbúðarhúsnæði það sem af er árinu. Um 40% þeirra hafa keypt íbúðir sínar eftir áramótin 1983/84, þ.e. eftir að tímabil misgengis launa og lánskjaravísitölu var gengið yfir. Að sögn Grétars hefði stór hluti þess hóps átt að geta komið í veg fyrir þau vandamál sem þeir eiga nú við að stríða hefðu þeir lagt málin nógu vel og skipulega niður fyrir sér í upphafi. Grétar telur jafnvel að gera ætti greiðsluplan að skilyrði fyrir lánveitingum Húsnæðis- stofnunar, enda teldi hann sjálfa upplýsingastarfsemina það mikilvægasta í störfum ráðgjafadeildarinnar. Fram kom, að þau viðbótar- lán sem fólk fær vegna greiðslu- erfiðleika í ár fá lántekendurn- ir ekki sjálfir í hendur, heldur sér Veðdeild Landsbankans unt að verja þeim til greiðslu vanskilaskulda eða greiðslu annarra dýrari skammtíma- lána. Til þessa var gripið eftir að upp komust dæmi um að einhverjir lántakenda í fyrra hefðu misnotað þau lán er þeir fengu. Með því að þessi viðbótarlán eru notuð til að greiða upp vanskilaskuldir á dráttarvöxt- um eða dýr skammtímalán sagði Grétar þau geta létt greiðslubyrði fólks mjög veru- lega í mörgum tilfellum. Að kalla þau „skammgóðan vermi" eða „hengingaról" eins og sést/ heyrst hefur í fjölmiðl- um sé því á nokkrum misskiln- ingi byggt. _HEI “N.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.