Tíminn - 04.04.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.04.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 4. apríl 1986 AÐALFUNDUR Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands M. árið 1986 verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu fímmtudaginn 17. apríl 1986 oghefst kl. 14:00. ______________DAGSKRÁ:______________ 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 18. gr. samþykkta bankans. 2. Tiilaga um hækkun hlutafjár. 3. Tillaga um nýjar samþykktir fyrir bankann. Meginefni breytinga frá gildandi samþykktum eru til samræmis við ákvæði laga nr. 86/1985 um viðskiptabanka er tóku gildi 1. janúar sl. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbankanum, Lækjargötu 12,2. hæð frá 10. apríl nk. Reikningar bankans fyrir árið 1985, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða Muthöfum til sýms á sama stað. Tillögur, sem Muthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega í síðasta lagi 9. apríl nk. Reykjavík, 21. mars 1986. BANKARÁÐ IÐNAÐARBANKA ÍSLANDS HF. Verkamannafélagið »HLÍF« Umsóknir um orlofshús Þeir félagsmenn Hlífar sem hafa hug á aö dvelja í sumar í orlofshúsum félagsins í Ölfusborgum og Húsafellsskógi eöa íbúðinni á Akureyri eru beðnir aö sækja um þaö fyrir 15. apríl. Gert er ráö fyrir vikudvöl hverju sinni. Ef fleiri umsóknir berast en hægt verður aö sinna munu þeirgangafyrirsem sækja um í fyrstasinn. Umsóknareyöublöð fást á skrifstofu Hlífar Reykja- víkurvegi 64, Hafnarfiröi. Símar 50987 og 50944. HALLBJORG BJARNADOTTIR & FISCHER opna MÁLVERKASÝNINGU í ÁSMUNDARSAL Freyjugötu 41 laugardaginn 5. apríl Sýningin er opin daglega frá kl. 2-10 e.h. og stendur fram til 13. þ.m. A&ALFUHDUR Aðalfunctur Reykjavíkurdeildar Rauða Kross íslands fyrir árið 1985 verður haldinn í Múíabæ að Ármúla 34 fimmtudaginn 17. apríl 1986. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Fundurinn hefst kl. 20.30. Stjórnin. Vilja varnir gegn hagsmunaárekstrum Guðmundur Einarsson, Kolbrún Jónsdóttir og Stcfán Bencdiktssön hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um varnirgegn hags- munaárekstrum. í tillögunni er gert ráð fyrir að allsherjarnefnd Alþingis verði falið að semja frumvarp tii laga um þetta efni og skal það ná til valdþáttanna þriggja þ.c. löggjafar-, framkvæmdar-, og dómsvalds. Flutningsmenn vilja að markmið slíks frumvarps verði að framfylgja undirstöðureglum um aðskilnað valdþáttanna þriggja. að skýrt verði kveðið á um ábyrgð cinstaklings í þjónustu almennings og að komið verði í veg fyrir að árekstur verði milli einkahagsmuna og hagsmuna liins opinbera, að sett verði greinileg fyrirmæli um vanhæfni þeirra sem með mikilvægt úrskurðarvald fara, að alþingismenn, ráðherrar. dómar- ar. embættismenn og opinberir starfsmenn vcrði skyldaðir í upphafi starfs síns til að gefa upplýsingar um viðskipti sín og eignir sínar og fjöl- skyldna sinna sent nauðsynlegt er talið til að varnir gegn hagsmuna- árekstrum verði mögulegar. - SS Tillaga um tæknimat Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um tækni- mat. Flutningsmenn eru þeir Davíð Aðalsteinsson, Jón Kristjánsson og Guðmundur Einarsson. Þeir gera ráð fyrir að rikisstjórninni verði falið að láta kanna mcð hvaða hætti áhrif nútímatækni í atvinnu- og þjóðlífi verða metin á skipulegan hátt samkvæmt þeirri fyrirmynd sem erlendis kallast „Technology Asses- ment". I greinargerð að tillögunni segir m.a.: „Stundum hefur því farið svo að miklu hefur verið kostað til stórátaka á tæknisviði, fé sem síðar kom í Ijós að nýttist ekki nógu vel vegna yfirsjóna þeirra sem fjölluðu um tæknina eða tilreiddu upplýsing- ar um hana. Stundum er slíkum aðstæðum lýst þannig að tæknin hafi í sér fólgið innra hreyfiafl sem knýi áfram stjórnlausan vöxt hennar án tillits til gagnsemi og áhrifa. Slíkar lýsingar eru að vísu nokkuð loft- kenndar. Ffreyfiafl nýrrar tækni er þekking, áhugi og hagsmunir ein- staklinga, samtaka og fyrirtækja. Þetta afl er jákvætt í eðli sínu en það er iðulega slegið blindu og brenglað vegna stundarhagsmuna. Framrás tækninnar þarf því að veita aðhald nteð tímanlegu og víðsýnu mati í senn, ekki síst á því sem eyða á verulegu fé til að þróa og kann að hafa víðtæk áhrif á hagsmuni þjóð- félagsþegnanna." -SS RALAtil Hvanneyrar? Þeir Davíð Aðalstcinsson, Jón Kristjánsson og Ragnar Arnalds hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar unt flutning Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins til Hvanneyrar. í tillögunni er gert rað fyrir að ríkisstjórninni verði falið að gera áætlun unt þetta efni sem miðist veröi falið að gera áætlun um þetta efni scm miðist við að flutningurinn eigi sér stað eigi síðar cn að sex árum liðnum. I greinargerð að tillögunni segir m.a.: „Margt bendir til þess að Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins, sem nú er á höfuðborgarsvæð- inu, hafi haft tilhneigingu til að verða einangruð vísindastofnun, nokkuð vel tengd Háskóla íslands cn mun lakar tengd þeint vettvangi sem hún á að þjóna. Tengslin við Háskólann er góðra gjalda verð og nauðsynleg. En tengsl við landbún- aðinn sjálfan og við fræðslustarf- semi á hans vegum eru mun mikil- vægari. Hvanneyri, fyrir miðju landbúnaðarhéraði, er í eðli sínu mun eðlilegra umhverfi fyrir vís- indastofnun landbúnaðarins en malarhólar ofan Reykjavíkur. Og með því að gera Hvanneyri að aðsetri vísinda, fræða, rannsókna og tilraunastarfsemi á vegum land- búnaðarins eignast íslenskur land- búnaður faglega miðstöð sem stenst samjöfnuð við hverja slíka sem er í öðrum löndunt." - SS Fyrirspurnir Eftirtaldar fyrirspurnir hafa verið lagðar fram á Alþingi: Til fjármálaráðherra um takmörk- un yfirvinnu ríkisstarfsmanna frá Kristínu Halldórsdóttur. Til fjármálaráðherra um sparnað í rekstri Tryggingastofnunar ríkisins frá Kristínu Halldórsdóttur. Til fjármálaráðherra um sparnað í ráðuneytum og ríkisstofnunum frá Kristínu Halldórsdóttur. Til heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra um eftirlaun aldraðra frá Helga Seljan. Til utanríkisráðherra um tak- mörkun á umsvifum erlendra sendi- ráða frá Gunnari G. Schram. Eftir standa unglingar og gamalmenni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.