Tíminn - 04.04.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Föstudagur4. apríl 1986
VETTVANGUR
llllllllll;
Jens í Kaldalóni:
Nokkur orð til EiðsGuðna
sonar, alþingismanns
Af því þú ert orðinn svo mikill
bændavinur Eiður minn, samanber
grein þína í Tímanum 5. mars, þar
sem þú algerlega vilt afplána þá
syndasögu að ykkur krötunum hafi
aldrei nokkurntíma verið í minnsta
máta í nöp við bændurna hér á
landi voru, en bara verið um skipu-
lagsmál þeirra sem þið hafið svo
mjög gagnrýnt, og með sínu frána
gestsauga hafi það í upphafi vega
verið dr. Gylfi okkar Gíslason,
sem fyrstur manna hafi komið
auga á, að nauðsynlegt væri að
skipuleggja landbúnaðarfram-
leiðsluna.
En af því við erum nú báðir svo
miklir jafnaðarmenn Eiður minn,
en þú þó sennilega öllu meiri,
langar mig nú að biðja þig að
skreppa snöggvast niður á jörðina,
svo ég geti rabbað við þig dulítið
um þessi þjóðþrifa mál okkar í ró
og spekt, og þá kanna hvernig
samkomulagið verður.
Ef þú svo fengist til aö gera þér
grcin fyrir því, að við búum hér á
eylandi langt norður í höfum,
köldu.oft, snjóa og hrakviðrasömu,
og í öðru lagi þú gerir þér grein
fyrir því, að á þessu blessaða landi
fáum við hvergi efni í nagla, tvinna-
spotta eða nokkurt það efni, sem orð
er á gerandi, til neinna þeirra hluta
sem við óhjákvæmilega gctum ekki
án verið, svo við hér getum líftór-
unni haldið á nokkurn máta, og til
þess að geta keypt öll þau ósköp
frá útlöndum, sem þjóð okkar
þarfnast, þá hlýtur okkur að koma
saman um það, að við verðum að
vinna úr skauti okkar eigin jarðar
öll þau efni, sem þaðan við mögu-
lega getum liaft hin minnstu not af,
hvað þá hin lífsnauðsynlegustu
fæðuefni, sem svo kjarnaríkum
eiginleikum gædd eru, að uppfylla
öll þau skilvrði sem hinn kraftaríki
íslenski mannsskrokkur þarf á að
halda til fullkomnunar allri vel-
gengni.
Það veist þú Eiöur Guðnason,
;tð oft hafið þið kratarnir staðið
með kollegum ykkar öðrum í
þrautapínu útaf samningum um
kaup og kjör fyrir umbjóðendur
ykkar. Ríkið sjálft hefur oftast
verið þar þrautalendingin viö að
eiga, og oftast lofað ykkur: að ef
þið gangið að hinu eða þessu þá
skuli það fórna svona og svona
mörgum milljónum til þess að
borga úr sjóðum ríkisins niður-
greiðslur. sem svo eru kallaðar, á
kjöti, mjólk og kartöflum. Þegar
svo upp hefur verið staðið eftir
hvern samninginn af öðrum, hafið
þið útum öll stræti og götur hrópað
ókvæðisskammir á alla bændastétt
þessa lands, sem ölmusukvikindi
væru af versta tagi, og ckki nóg
meö hrópin á götum úti, og manna-
mótum öllum, heldur þá og ekki
síður notað til þess allan þann
blaðakost, sem til hafið náð, og
mcð sætabrauðsprinsinn í farar-
broddi, sjálfan DV ritstjórann, um
að hætta þessum andskotagangi
öllum í einum kórað framleiða hér
búvörur og flytja inn frá útlöndum
öll þau gæði lífsins, ekki einungis
til hnífs og skeiðar, heldur bókstaf-
lega allt það sem þjóðin þarfnast
þá í öllu formi. Þegar svo þessar
niðurgreiðslusneiðar allar hafa
harðnað og myglað í fjárreiðum
ríkisins, og þá sveiflurnar mestar í
ncysluverðlagi neytandans, hafa
hin sárustu ramakvein ykkar staðið
fjöllunum hærra um hið óguðleg-
asta okur bændanna á öllu þessu
dóti, og talið það eitt, og aðeins
eitt til lífsbjargar að flytja þessar
vörur í öllu formi til landsins.
Ykkar skynsemi hefur aldrei náð
útfyrir þann sjónhring, að til þcss
að kaupa allt frá útlöndum þyrftum
við peninga, þ.c. að flytja eitthvað
útúr landinu í staðinn og því síður
nokkurn tímann ýjað að því, að til
þyrfti nokkurn skapaðan hlut til
þess að sjá því fólki farborða, sem
að búskapnum stæði, bara að
fækka þeim lýð, rétt eins og rollun-
um í sláturhúsi á haustin. Heldur
aldrei ýjað að því þótt þjóðin þar
með yrði að henda öllum þeim
verðmætum, útum allar sveitir
íslands, sem hvarvctna blasa við
sjónum á öllum okkar byggðu
bólum, hvað þá heldur leitt hugann
að því tilfinningamáli, sem óneit-
anlega cr því samfara, að slíta
rætur sínar upp með rótum frá
upprunalegu heimkynni sínu, með
öllum þeim kvíða sárindum og
óvissu um framtíðartilveru sína,
sem því óneitanlega fylgir.
Alþýðuflokkurinn hefur gagn-
rýnt stefnuna í landbúnaðarmál-
um, en ekki fjandskapast við ís-
lcnska bændur, segir þú, og á
öðrum stað segir þú „Gagnrýni
okkar hefur bcinst að vitlausri
landbúnaðarstefnu, ekki gegn
bændum". Vitlausara hef ég nú
sjaldan heyrt, og þó allra síst frá
ekki óskynsamari manni en þér.
Þetta er svona ekki ólíkt og ég
segði: Ég var að gagnrýna Alþýðu-
flokkinn og hans stefnumörkun í
stjórnmálum, en ekki alþýðu-
flokksmcnn," svo sem að það væri
allt annað.
Ekki linnti látum ykkar kratanna
að skattyrðast útí bændur fyrir
allan þann óguðlega innflutning á
fóðurbæti áratugum saman, en
þegar gerð var á því könnun, hvað
mikið af innfluttu fóðurméli læri í
hinar hefðbundnu búgreinar, og
hvað í hænsni, svín og annað, og
þegar þá ,kom upp sú staðreynd að
af 60 milljón kr. ársinnflutningi af
þeirri vöru fóru 30 milljónir til
svína og alifuglaræktar, hefur ekki
kval^ heyrst um þá hluti frá ykkar
munni síðan.
Lítil reisn, og
lélegar úrbætur
Það er óneitanlega lítil reisn, og
lélegar úrbætur, sem svifið hafa
yfir vötnum í níðsöng ykkar al-
þýöuflokksmanna um íslcnskan
landbúnað alla tíð. Það er bara
eins og þetta stórmál í íslensku
þjóðlífi væri ekki til annars en
skammast útí bændur, og þeirra
fyrirtæki, og mættu fara öll lönd og
leið, án þess að nokkrum kæmi það
við nema bændunum einum, að
útflutningsmarkaður þeirra lokað-
ist svo gjörsamlega á cinu bretti,
og ekki einungis hann, heldur aö
miklum hluta sá inniendi líka,
bæði að miklum hluta fyrir ómann-
legan áróður ykkar, og verðsveifl-
ur, scm ríkisvaldið er beinn aðili
að, og raunar potturinn og pannan,
sem og ekki síður hitt, að áróður
ykkar fyrir innfluttum nauðsynjum
öllum væri sá einlægi verndari allra
manna hér á landi, að ckki einu
sinni væru nankinsbuxur sem
saumaðar væru af íslcnskum hönd-
'um þess virði að klæðast í þær,
hvað þá hcldur skónum á fætur sér.
Eða Irvenær hafið þið beitt áróðri
fyrir neyslu íslenskra vara hér .
undanfarna áratugi. Þú gætir
kannski dundað þér við að lesa
eitthvað af öllum eggja- kjúk-
linga og kartöflu greinunum í Al-
þýðublaðinu og DV. undanfarin
ár, og þarf ckki að fara lengra aftur
í tímann en lyfta upp Dagblaðinu,
þar sem ritstjórinn telur helst til
ágætis ríkissjóðshallanum núna að
hætta að framleiða „arðlausan
búskap“. En það er kannski arð-
samara að flytja inn tvö þúsund
tonn af pappír undir fleiri hundruð
tímarit, svo sem sýnt var í sjón-
varpinu nýlega.
Mannskemmandi og
þjóðarsmán
Þessi manngerð ykkar, og áróð-
ur allur, er mannskemmandi og
þjóðarsmán vegna þess að hann á
við engin rök að styðjast. Hann er
pólitískur atvinnurógur af verstu
gerð athafna ykkar í því formi að
sverta og níða eina aðalatvinnu-
stétt þessarar þjóðar, sem ekkert
hefur sér til saka unnið annað en
með heiðarlegu móti að stunda
atvinnu sína, sér til lífsframfæris
og stórkostlegustu uppbyggingar
þjóð sinni allri til handa, og hafa
það eitt sér til raka, að henda nú
helmingi allra bænda þessa lands
blákalt útá guð og gaddinn í öllu
formi, án þess að geta á nokkurn
hátt gert sér, eða bændunum, hina
minnstu grein fyrir því, að hverju
sé að hverfa, þá burt sé farið frá
búum sínum, og sú kenning ykkar,
að kaupa bændur til að bregða búi
sínu. og fara í citthvað það sem
enginn gctur bent á hvað vera eigi,
er svo ábygrðarlaus kjaftháttur, að
það sæmir ekki siðuðum alþingis-
mönnum að tyggja svoleiðis rjól og
rullu, í auðnu þeirrar tilveru, scm
þið svo sannarlega eruð búnir að
meðhöndla. í athöfnuni ykkar öll-
um í stjórnun fjármála þessa lands
um tugi ára. Þvi það er enginn
krossnefur þessa lands svo vitvana
eða illa gcrður, sem utandyra al-
þingislögsögu þessa lands stendur,
og fyrir sér þarf að hafa með eigin
hendi, að ekki sjái, og jafnvel með
stórum stöfum blasir við auga hvers
sjáandi manns og konu, að 40%
verðbætur, og að auki 35% vextir
af eðlilegum skuldum manna á ári
hverju, getur enginn arkað þann
veg í neinu formi. að nokkursstað-
ar finni þann gullbrunn úr að ausa,
að slíkt dæmi geti gengið upp. Það
vaknar þá ekki síður sú spurning
upp, hvort ekki séu neinar aðrar
vörur á landi hér aðrar en búnaðar-
vörur bænda dýrar. Ég var að fá
smádót í pappakassa núna í fyrra-
dag, bara rétt fyrir 3 manneskjur í
matinn, ekki ein einasta landbún-
aðarafurð var í því, en þctta kost-
aði hálfan skrokk af hálfs annars
árs gömlum kálfi, fyrir hinn helm-
inginn af skrokknum fékk ég 2
dekk undir bílinn minn. Þá var sú
aíurðin kláruð. Það var éinn ágæt-
ur kennari úr Reykjavík í sumar-
bústaðnum sínum ekki langt frá
mér í sumar. Hann fékk eina
olíutunnu og 2 dekk undir bílinn
sinn fyrir akkúrat helminginn af
kennaralaununum sínum yfir mán-
uðinn. Hann borgaði tryggingarnar
af bílnum sínum áður en hann fór
í sumarfríiið, og það fór allt heilt
mánaðarkaupið eins og það lagði
sig uppí það. Þá var aðeins hálft
mánaðarkaupið eftir til að forsorga
sig á í hálfan annan mánuð. Ég
fékk líka 25 þúsund kr. fyrir einn
kálfsskrokk í haust, af nær tveggja
ára gömlum kálfi, og þótti gott, en
þegar ég var búinn að kaupa eitt,
aðeins eitt tonn af fóðurblöndu
fyrir andvirði skrokksins, voru eftir
aðeins 2000 krónur. Það var ekki
til einskis unnið að ala kálfinn
þann arna í nær 2 ár. Þótt þetta séu
bara smádæmi um allan þann and-
skotagang í íslensku verðlags og
viðskiptalífi okkar, þá er af svo
ótal dæmum að taka ekki betri eða
kostaríkari í fjármálatuski okkar
íslendinga, að það væri ykkur nær,
að þenkja eitthvað um þá hluti, af
viti, alþingismönnum og pólitíkus-
um, en að neyta allra ykkar krafta
í það að níða og rægja bændur þessa
lands og leggjast svo á náinn, þegar
uppflosnun og dauðinn blasir við
fótmáli þeirra, í framvindú þeirra
mála, að geta lifað eins og aðrir
menn af atvinnu sinni og umfangi.
Hengingaról bænda
„Það er sama og rétta bændum
hengingaról, að bjóða þeim gengis-
tryggð lán með 8% vöxtum. Undir
þeim kringumstæðum verður seint
losnað við vaxandi niðurborganir
og útflutningsbætur f einhverju
formi,“ segir Þórarinn Þórarins-
son, fyrrv. ritstjóri. En 8% vextirn-
ir cru kannski ekki versta henging-
arólin, þótt nógu sé hún stór, en
þegar ryðjast 45% dráttarvextir og
aðrar 45% verðbætur á alla summ-
una, þá ætti enga sérfræðinga
þurfa til að sjá hengingarólina
blasa við öllum mönnum, bæði í
húsnæðis, sjávarútvegs og landbún-
aðarkapítalinu. Þarna í er nefni-
lega m.a. að finna þá hengingaról,
sem blasað hefur við að herðist að
hálsi allrar starfsemi okkar svo
annars ágæta þjóðlífi. En hann
segir líka annað hann Þórarinn
Þórarinsson, sem sé: að það hafi
verið í stjórnartíð AlþýðuÓokksins
1959, að niðurgreiðslur landbúnað-
arvara hafi náð hámarki sínu í
glímu stjórnarinnar þá við dýrtíð-
arvísitöluna.
Já, sko þarna hitti hann Þórarinn
okkar ritstjóri, svo sannarlega
naglann á höfuðið. Það er nefni-
lega þannig að síðastliðin 40 ár
hafið þið kratarnir verið að elta
skottið á ykkur sjálfum í kapp-
hlaupi fyrir niðurgreiðslum og
kauphækkunum, sem aldrei hafa
annan árangur borið, en magna á
ykkur skömmina, fánýti og fífla-
skap, sem engum hefur oröið til
brautargengis. Nærri því komið
okkar annars ágæta Alþýðuflokki í
gröfina og rótgróinni bændastétt
þjóðarinnar útá vergang, sem í
svæsnustu móðuharðindum. Svo
kemur þú hinn blíðasti nú og biðst
vægðar á þann veg, að aldrei hafið
þið alþýðuflokksmenn nokkurn-
tímann hallað styggðaryrði til
bænda í hinu minnsta formi. En
það er kannski seint að iðrast eftir
dauðann Eiður minn, en betra þó
seint en aldrei að viðurkenna sann-
leikann.
En það er engin heldur smáræðis
rúsína sem kemur í pylsuendann á
grein þinni í Tímanum 5. mars, þar
sem þú segir. „Það er kannski
alvarlegasti vandinn, sem blasir
við í íslenskum landbúnaði í dag
og hann er ekki aðeins afleiðing
rangrar stjórnarstefnu, heldur
langrar óstjórnar í efnahagsmál-
um.“ Já. og hún er kannski ekki
síður ástæða þess, sem þú hefur
eftir bónda á bændafundinum í
Heiðarborg, Logalandi og Valfelli:
„Eigum að hætta þcssari hclvítis
vitleysu með útflutningsbæturnar
og taka upp tekjutryggingu með
beinum greiðslum til bænda.“ Það
er nefnilega ekki nokkur heilbrigði
í því hvernig hefur verið haldið á
efnahagsmálum þjóðarinnars.l. 40
ár. Það er fyrst í vetur, að örlað
hefur á því að nokkurt vit hafi
verið í samningum um kaup og
kjör, ef þá skyldi vit kalla, en þó
miklu mun nær því en áður. Én
það er ekki heldur neitt vit í því að
kaupmenn taki einn dilkskrokk
fyrir að selja 2 skrokka sem okkur
er skilað verði fyrir, og aukin
heldur er ótrúlega lítið vit í því, að
sölufyrirtæki bændanna. Samband-
ið taki umboðslaun af niðurgreið-
slukapítali því sem fram er lagt,
svo bændur fái eitthvað nálægt
grundvallarverði því sem þeim er
ætlað, það er nær því að þeir
peningar séu seldir útúr landinu
með kjötinu, og af þeim séu svo
greidd sölulaun. Svona verslunar-
máti er ekki í takt við þá lýðræðis-
legu hugsjón, sem samvinnustarf:-
semin upphaflega byggðist á.
Kaffibaunamálið ekki heldur.
Það er heldur ekki fagurt ford-
æmi kaupmanna, þá frjáls verslun-
artrúnaður er færður þeim í fangið,
í frjálsri álagningu á vörur sínar,
að það skuli vera allt uppí 500%
álagningarmismunur á lambakjöt-
inu. Þetta er langt fyrir neðan alla
reisn og trúnað með frelsið og
velsæmið í okkar verslunarvið-
skiptum, aukin heldur að gera sig
svo að opinberum þjófsnaut, að
talið er, að nokkrum mjólkurpott-
um í vafasömu tilboði.
En hroðalegast af öllu illu, svo
sem nú er málum komið, að flutt
skuli inní landið unnin mjólkurefni
úr milljónum lítra af mjólk í
bökunar og brauðvörur. Það þorði
enginn að slá á þær tölur sem um
væri að ræða í sjónvarpinu um
daginn, en aftóku þó ekki að um
10 milljónir lítra af mjólk gæti
verið að ræða. Gjaldeyrissnauð
þjóð með búskap sinn í argasta
niðurdrepi, sem svífur svo langt frá
tilveru sinni útí dáðlausa óráðssí-
una, er litlu betri en hjá ofdrýkkju
vesalingnum, sem ekki kann fótum
sínum forráð.
Undanrennumusterin og
of dýru fjárhúsin
En svona í lokin Eiður minn, að
ekki má gleyma garminum honum
Katli. Og ekki mun það allt svo
framhjá þér farið hafa, lofgjörðin
ykkar um undanrennumusterið á
Bitruhálsinum, eða hitt þó heldur.
Auðvitað vita allir að slfkt eru
dýrar framkvæmdir. En hvernig
eru ekki kröfurnar sem gerðar eru
í dag til sláturhúsa, kjötvinnslu-
stöðva og mjólkurbúa. Lítið inní
fiskvinnslustöðvarnar í dag, og
spyrjið hvort þetta sé ekki dýrt. En
það cru þó mannlegar vistarverur
því fólki til handa, sem þar eyðir
mestri ævi sinni til framleiðslu
þeirra matvæla, sem gerðar eru
kröfur til að standist það strangasta
hreinlæti, og albestu aðstöðu sem í
dag þekkist til slíkra hluta.
Stefán Aðalsteinsson segir fjár-
húsin á íslandi vera einnig svo dýr,
að enganveginn geti búskapur bor-
ið sig í slíkum höllum, og ber
saman við búskap í Ástralíu og
Sjálandi, en hann bara ber ekki
það saman að fjárhúsin á íslandi
eru vinnustaður bænda í 7-8 mán-
uði á ári hverju en hinna kannski í
mánuð sem hýsa þarf fé. En svo að
auki, er það nokkur vitrun, þótt
fjárhúsin á íslandi séu dýr? Eru
ekki öll hús á íslandi of dýr, bæði
fyrir menn, iðnað og skepnur.
Svona sleggjudómar um að úrelta
eina atvinnugrein þjóðarinnar,
landbúnaðinn einan, um leið og
sólundað er í eins og stærstu fursta-
hallir veraldarinnar. fleiri hektarar
að flatarmáli verslana- og skemmti-
hallir í því óhugnanlegasta óhófi,
að ég ekki svo nefni hina heilögu
happakú sjálfa Seðlabankahöllina,
rétt si svona með svo litla pinkilinn
hjá Landsbankanum ofaní milli á
klakkanum einar litlar 260 milljón-
ir í hreinan tekjuafgang, en svo
síðast en ekki síst það fagurfágaða
stjórnkerfi þessarar elskulegu
þjóðar okkar. að þegar skattleggja
átti sætabrauðið hjá bökurunum,
voru karlar ekki lengi að snúa sér
við. Láta bara baka kökurnar úti í
Danmörku, þá þyrfti ekki að borga
af þeim skatt. Getið þið sagt mér
svona í laumi, hvar á stalli við
stöndum í siðferðinu.
Með bestu kveðjum Eiður minn.
Jcns í Kaldalóni