Tíminn - 04.04.1986, Blaðsíða 6
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Ritstjóri: NíelsÁrniLund
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Innblaösstjóri: OddurÓlafsson
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:1
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
Markvisst
æskulýðsstarf
í komandi sveitarstjórnarkosningum verða mörg
málefni sett á oddinn hjá frambjóðendum flokkanna um
allt land. í mörgum tilvikum eru það sömu málin sem
barist er fyrri enda þóttt mismunandi sé hvaða áherslu
frambjóðendur leggja á þeirra framgang.
Einn er sá málaflokkur sem ekki má gleymast, en það
eru æskulýðsmálin. Æskulýðsmál eru fyrst og fremst
sveitarstjórnarmál enda þótt ríkið styrki þau í mörgum
tilvikum.
Framsóknarflokkurinn leggur í þessum kosningum
mikla áherslu á þennan málaflokk eins og hann hefur
jafnan gert, enda gerir hann sér ljósa grein fyrir þýðingu
heilbrigðs æskulýðsstarfs. Tengsl hans við íþrótta- og
ungmennafélagshreyfinguna hafa alltaf verið mikil og
hann hefur stutt þessar hreyfingar svo sem kostur hefur
verið. Má þar m.a. benda á setningu íþróttalaganna sem
framsóknarmenn höfðu forgöngu um, og mörkuðu
tímamót í íþróttastarfinu.
Þótt æskulýðs- og íþróttamálum sé mjög víða vel
sinnt má gera betur. Breyttir tímar krefjast þess að þau
séu í sífelldri endurskoðun, þannig að starfið sé ávallt
ferskt, og veki áhuga þeirra sem það stunda.
Sífellt er verið að leggja áherslu á fyrir byggjandi starf
í ýmsum greinum. í heilbrigðu æskulýðsstarfi felst
mikið forvarnarstarf. Það er viðurkennd staðreynd að
þátttaka í æskulýðsstarfi dregur úr þeirri hættu að ungt
fólk lendi á villigötum og leiðist út í vafasamt líferni.
Enda þótt æskulýðsstarfið kosti mikla fjármuni er þeim
fjármunum vel varið og ætti það að vera kappsmál
hverju sveitarfélagi að hlúa sem best að því.
Ekki síst þarf að styðja viö æskulýðs- og íþróttafélögin
sjálf. Þau hafa borið hitann og þungann af æskulýðs-
starfinu hingað til og eðlilegast er að það sé áfram í
þeirra höndum. Samt sem áður er það þýðingarmikið
að ríki og sveitarfélög styðji þau ekki síst hvað varðar
aðstöðu sem er dýr.
Við athugun á æskulýðsstarfinu kemur í ljós að það
er fjölbreytt og tengist flestum þáttum þjóðlífsins.
Áhugi fyrir félags- og tómstundastarf hefur vaxið og
gera má ráð fyrir að með aukinni tæknivæðingu og
styttingu vinnutímans verði enn brýnni þörf fyrir félags
og tómstundstarf . Mikilsvert er að sveitarfélög geri sér
grein fyrir þessari þróun og mæti henni á réttan hátt.
Markmiðið ætti að vera það að hver einstaklingur eigi
að geta notið sinna frístunda í hollu og þroskandi
tómstundastarfi.
Gera verður mun á tómstundastrfi sem felst í mötun
og óvirkri þátttöku og skapandi tómstsundastarfi hins
vegar. Enginn unglingur endist lengi við það starf þar
sem hann er hlutlaus þiggjandi án þess að leggja nokkuð
af mörkum sjálfur. Hann vill sjá árangur af vinnu sinni
hvort heldur það er í tómstundum eða annarri vinnu.
Með vel skilgreindu markmiði og góðri skipulagningu
ber æskulýðsstarfið árangur. Leita þarf til unglinganna
sjálfra og fá álit þeirra. Hvað er gott og hverju vilja þeir
breyta? Óskir þeirra ber að virða og samræma verður
sjónarmið. Með virkri þátttöku þeirra í mótun
æskulýðsstarfsins finna þeir til ábyrgðar sem þeir eru
vissulega fær um að standa undir.
íslensk æska er dýrmæt og að henni þarf að hlúa.
Heilbrigt, öflugt og fjölbreytt æskulýðsstarf gerir það.
Níels Árni Lund
6 Tíminn Föstudagur 4. apríl 1986
illllllli ORÐ í TÍMATÖLUÐ llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilH
I
Egvilgjarnanvera
kallaður hálfviti
í vikulcgum pistli sfnum í DV í gær
gcrir Magnús Bjarnfreðsson fá-
tæktina á íslandi að umræðucfni.
Einkum beinir Magnús spjótum
sínum aö þeirri fátæktarumræðu
sem átt hcl'ur sér stað í fjölmiðlum
og annars staðar að undanförnu og
virðist ckki meta mikils félagsmála-
stjórana scnt hrintu þessum málum
öllum af stað mcð málþingi sínu.
Þá nefnir hann „hálaunaðan gáfu-
mannahóp". scm ckki veit hvað
fátækt cr. Þeir staðlar scm „gáfu-
mennirnir” nota eru svo fráleitir og
„yfirþyrmandi vitlausir" scgir
Magnús að það þarf hvorki meira
né minna cn hálfvita til þcss að
taka eitthvað mark á þcim. En
þcssi fátæktarumræða cr þó líka
öðru illu marki brcnnd, samkvæmt
Magnúsi. Eað cr að af hcnni cr
„pólitískur kcimur" og því hafa
þessi mál ckki veriö rædd
„hleypidómalaust". Trúlega ber að
skilja það scm svo að það scnt
Magnús hefur til málanna að leggja
sé þá upplýst, hleypidómalaust og
ópólitískt framlag.
Magnús telur það rcyndar rétt
að hér á íslandi hafi verið fátækt
og að hcr sé fátækt og það sem
vcrra er að hér muni alítaf vera
fátækt. Þcssi fátækt bendir hann
hins vcgar hleypidómalaust á, cr
ckki eins mikil í Breiðholtinu og í
skuggahverfum Lundúnaborgar.
Síðan kcmur hann að megin inn-
taki skýringar sinnar á fátækt cn
hún er sú að gæðunum sé misskipt
í þjóðfélaginu, cn þaö cr framlag
til umræðunnar sem „gáfnaljósun-
unt hálaunuðu" hcfur væntanlega
sést yfir. En það er von því gáfna-
Ijósin, og við hin.höfum ckki viljað
láta neitt af hcndi rakna cða slá af
okkar lffsstíl til að útrýma henni!
En Magnús vill ekki blanda pólitík
í málið og ræðir þetta því ekki
nánar enda er það í samræmi við
þá kenningu hans að ekki sé mark
takandi á umræðu um misskiptingu
gæðanna sem af er „pólitískur
kcimur"!
Þannig tckst honum að „af-
greiða" pólitíska umfjöllun áður
cn hún er byrjuð, því pólitíkin
snýst jú þcgar allt kcmur til alls um
uppskiptingu gæðanna. Niöurstað-
an verður því í samræmi við það:
cngin.
Hins vegar hcfur Magnús greini-
lega ákveðnari hugmyndir um fá-
tæktina en virðist í fyrstu. Pólitík
snýst um það að breyta. en hún er
óþörf því fátækt cr ncfnilega ekki
hægt að breyta, vegna þess að ein
megin orsökin er fátæklinganna
sjálfra. Þarna eru á fcrðinni
drykkjumenn. óreglufólk, og dóp-
istar, að vísu á þetta ekki við um
alla fátæklinga, segir Magnús, en
greinilega það stóran hluta að hann
telur ekki að um undantekningar
sé að ræða. Raunar spyr Magnús
sakleysislega að því hvað menn
haldi að mörg heimili niuni haldast
í fátækt hversu há laun sem þau
komi til með að fá, einmitt vegna
drykkjusýki?
Hérerhleypidómaleysi Magnús-
ar fullkomnað enda fáir orðnir
eftir af þeint harðsnúna kjarna sem
heldur því fram að fátækt orsakist
af drykkjuskap.
Ef hleypidómaleysið felst í þvf
að líta á fátækt sem ólæknandi
drykkjusýki og hálfvitaháttur felst
í því að tengja misskiptingu gæð-
anna pólitík og taka mark á þeim
stöðlum sem „hálaunuðu gáfna-
Ijósin" hafa lagt til sem fátæktar-
mörk, eins og Magnús Bjarnfreðs-
son vill hafa það, er ég ánægður
með að vera kallaður hálfviti.
-BG
IHIIIIII I VlTT OQ BRFITT 1!! ....
Neysluvenjur og heilsufar
Varðveisla heilbrigðis er talsvert
á dagskrá þessa dagana og ekki
vonum seinna að sæmilega upplýst
fólk farí að leggja áherslu á að
varðveita heilsu sína í stað þess að
treysta einvörðungu á lækningu þeg-
ar í óefni er komið.
Heilsufari nútímamannsins fer
hrakandi og er óhollum lifnaðar-
háttum um að kenna. Beint liggur
við að telja upp tóbúksnotkun,
áfengisneyslu að ógleymduin öðr-
um fíkniefnum. Óhófleg bílanotk-
un er líka hættuleg og bætist við
kyrrsetur og litla sem enga líkams-
áreynslu.
Þetta eru allt atríði sem allir
þekkja og skilja. En á siðarí árum
hefur athyglin cinnig beinst að
mataræði. I ofgnóttinni velur hvcr
og einn sér það að éta sem honum
þykir best, þ.c.a.s. bragðbest. En
ef til vill éta fleirí sér til óbóta og
bíða tjón á hcilsu sinni af þeim
sökum en af öðru óhófi og eftirláts-
semi við sjálfan sig.
Með aukinni þekkingu og bættrí
fræðslu um mataræði og heilsufar
er Ijóst orðið að ýmsar matarvenjur
sem áður þóttu sjálfsagðar og hollar
eru nú taldar varhugaverðar og
óhófleg neysla sumra fæðutegunda
beinlínis heilsuspillandi.
Fræðsla um þessi efni er farín að
hafa talsverð áhríf og eiga þau eftir
að aukast. Þessi brcyttu viðhorf
hafa mikil áhríf á atvinnuvegi á
íslandi, sem er að vonum því
afkoma landsmanna byggist fyrst
og fremst á matvælaframleiðslu.
Breyttar neysluvenjur hafa bæði
góð og slæm áhríf á atvinnuvegina.
Eftirspurn flskmetis eykst hröðum
skrefum um hinn upplýsta heim.
Eftirspurnin er mikil og fer vaxandi
og vcrðið hækkar. Næringar-
fræðingar hvetja mjög til aukinnar
fiskneyslu og leggja fram sannanir
um að fiskur sé holl fæða. Sölu-
aukningin er því ekki cndilega
vegna þess að neytendum þyki
fiskur góður á bragðið heldur af
heilsufarsástæðum.
Eitt af því sem næríngarfræðing-
ar og læknar vara við er óhófleg
ncysla á kólesteróli. Hún hefur
vond áhríf á blóðrásarkerfið og
veldur hjarta- og æðasjúkdómum.
En það eru einmitt þeir sjúkdómar
sem verða flestum að heilsutjóni í
allsnægtaríkjunum. Það er úr fitu
spendýra sem við innbvröum mest
af þessu efni.
Það er að nokkru leyti af þessum
sökum að smjör- og kjötfjöll hlað-
ast upp. Sú fjallhleösla er engan
veginn einskorðuð við ísland held-
ur vandamál í öllum ríkjum sem
búa við tæknivæddan landbúnað.
Þetta atríði sýnist algjörlega
utanveltu ■ þeim miklu umræðum
sem nú eiga sér stað um vanda
landbúnaðaríns. Það er ekki ein-
göngu vegna vcrðsins á hefðbundn-
um landbúnaðarvörum að dregur
úr sölunni.
Fyrir nokkru var verð á smjörí
lækkað verulega. Söluaukningin
er sáraiítil. Smjörltki sem unnið er
úr jurtafitu kemur í þess stað.
Niðurgreiðslur hafa ekki tilætluð
áhrif.
Þverhandaþykkir síðubitar af
sauð og bringukollar eru ekki leng-
ur eftirsótt fæða. Neytendur sneiða
hjá fitumiklu kjöti. Góður fall-
þungi dilka skilar sér ekki sem
eftirsótt söluvara.
Áróður gegn ofneyslu á dýrafitu
á enn eftir að þyngjast og draga
mun enn meira úr neyslu hcnnar til
manneldis. Niðurgreiðslur og aðr-
ar stjórnvaldsaðgerðir munu ekki
auka neysluna svo neinu nemi.
Fituskertar mjólkurvörur verða
kannski enn eftirsóttari en nú er og
kjötát leggst ekki niður þótt fita sé
skorin frá vöðva. Engin hætta er
því á að landbúnaður leggist af, en
þeir sem við búvöruframleiðslu
starfa hljóta að verða að gera sér
grein fyrir tíreyttum neysluvenjum
og iífsviðhorfum.
OÓ