Tíminn - 04.04.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.04.1986, Blaðsíða 9
Föstudagur4. apríl 1986 Tíminn 9 Grámygla hversdagsleikans Þorgeir Þorgeirson: KvunndagsljóA og kyndugar vísur, ForlagiA, 1986 Þetta er ekki efnismikil bók, enda aðeins 48 blaðsíður. Hún skiptist í fjóra hluta, og eru í hinum fyrsta tvær sonettur, sem skáldið kýs raun- ar að nefna nýyrðinu „sónettur", og fjalla um lífið og dauðann. Þá koma fimm ljóð um efni úr ýmsum áttum undir samheitinu „hinir og þessir dagar". Þriðji hluti nefnist „janúar- dagbók 1986“ og er eitt kvæði fyrir hvern dag frá fyrsta til átjánda janúar nú í vetur, nema hvað af einhverri ástæðu (máski hjátrú?) er sleppt mánudeginum 13. jan. Fjórði hluti er svo fjórar þýðingar á ljóðum eftir skáld að nafni Podvodný Pvreklad. Þorgeir Þorgeirsson nýtur nteð réttu verulegs álits fyrir frábær tök sín á íslensku máli. Hann erstílisti í fremstu röð, og hefur það kannski fyrst og fremst komið fram í þýðing- unt hans og blaðagreinum. Hinar síðar nefndu geta menn oft lesið sér til verulegrar ánægju tilþrifanna vegna, og það jafnt þótt þcir séu höfundi innilega ósammála um þann málstað sem hann er að fjalla um. Við Ijóðformið hcfur hann liins vegar lagt miklu minni rækt; ég man í svipinn ekki eftir nema tveimur eldri ljóðabókum e'ftir hann. En þess vegna varð það mér sérstakt ánægjuefni að verða þess var hér að nýju að á bundnu máli hefur hann ekki síður tök en á hinu lausa. Ég nefni sem dæmi sonnetturnar tvær sem bókin byrjar á. Þar leikur hann sér að því að uppfylla kröfur erfiðs og viðkvæms Ijóðforms bæði smekklega og snyrtilega. Aukheldur beitir hann þar ýmsum hefðbundn- um stílbrögðum og fer vel með. til dæmis þversögnum, svo sem sjá má í upphafserindi þeirrar fyrri (ég get þess í framhjáhlaupi að hann notar hvorki upphafsstafi né lestrarmerki í bókinni): þín veika lund hún var þín sterka hlid því viljaleysið hefur alt sitt fram og hlustar ei á heimsins vargagjamm né háreystinnar værdarlega klið. Hér blindfellur allt, bæði rím og Ijóðstafir. og þversagnirnar felast í því að veiklyndi er sagt vera sterk hlið og rætt er um værðarlegan klið háreystinnar. Með smántunasemi má þó setja út á annað, sem er að í einni sonnett- unni stuðlar hann hv- á móti k-. er hann yrkir: og hverjum skyldi koma þetta við það kennir okkur svosem harla fátt /.../ og aftur: og h ver vill framar koma og hlusta á það kynlega mas við harðan gráan stein /.../ Hér útheimtir stuðlasetningin kv- frantburð, og fyrr á öldinni hefði kröfuhörðunt fagurkerum um Ijóð- form vafalaust þótt slíkt galli. En nú eru aðrir tímar og þetta máski allt í besta lagi. Afganginn af bókinni einkennir að þar er tekist á við það viðfangsefni að lýsa í stuttu og hnitmiðuðu máli tilbreytingarleysi hins daglega lífs eða grámyglu hversdagsleikans. I öðrum kafla bókarinnar eru tvö Ijóð sem byggjast í rauninni upp á ís- lenskum landslagsmyndum og engu öðru, eitt nánast heimspekilegs efnis um fugla, annað sem ort er til skálds í Bandaríkjunum og fjallar um sam- komulagt manns við sjálfan sig og heiminn umhverfis, og loks eitt sem er grimmilega nöturleg götumynd frá Brasilíu, lýsir æði manns sem hefur orðið að horfa á son sinn deyja undir bíl, miskunnarleysi bílstjóra sem grýta hann til bana, og heitir kvæðið einfaldlega sonartorrek. Þýðingarnar í fjórða hluta eru staðfærðar og verða án alls efa að skoðast sem verk um hérlend efni. Allt eru það háðsádeilur eða satírur, og vel gerðar. Þar á meðal er ein sem heitir úr réttarsalnum I og fjallar um dómara. Með hliðsjón af fyrri af- stöðu Þorgeirs í málum eins og Spegilsmálinu hér um árið er svo sem meir en hugsanlegt að sá er hér ritar eigi þar að taka til sín hluta sneiðarinnar. Það veröur okkur Þorgeir Þorgeirsson. Þorgeiri þó síður en svo til kunnings- skaparslita þótt svo kunni að vera, enda hverjum manni sómi að vcrða skotspón skálda. sérílagi hafi hann hreinan skjöld. Ljóðið cr svona: mikið er dómarinn drýldinn og drjúgur með pcrsónu mæta en vænn þó á svip einsog síldin saltaða pæklaða æta í kerfisins lauksósu leginn því líkastil her þess að gæta að bragðist hann eins beggjamegin Ljóðin í jánúardögum mynda þó meginuppistöðu bókarinnar. og þar sýnist mér greinilegt að Þorgeir fáist markvisst við það verkefni að lýsa grámyglunni sem ég gat unt. Hann grípur þar á ýmsurn efnum. fyrst og fremst daglegunt atburðum þessara vikna, og til dæmis fær víkingasveit lögreglunnar þar heldur nöturlega lýsingu á vopnaðri varðstöðu sinni í flugstöðinni í Keflavík á þessum tíma, sem menn muna eftir. Að öðru leyti eru það ýntis smáat- vik úr daglega lífinu og sitthvað sem kemur í huga hans, sem verða hon- um þarna að uppistöðu í Ijóð. Mið- vikudaginn 15. jan. sl. hefur hann þó greinilega verið mcð andlausasta móti og efnisvana. Þá yrkir hann: Hvert stefnir í áfengismálum? Vegna mistaka í vinnslu blaðsins í gær víxlaðist niðurröðun á efni leiðarans. Því er hann birtur í blað- inu í dag í réttri mynd. Nýlega kom út fréttabréf SÁÁ þar sem m.a. var grein eftir Óttar Guðmundsson, yfirlækni samtak- anna. Þar lýsir hann einkennum alkóhólisma.greiningu hans og þeim erfiðleikum sem þeim sjúkdómi fylgir. Full þörf virðist vera á því fyrir hvern mann að skoða hug sinn í þessum efnum því staðreyndirsýna að enginn er óhultur fyrir þessum vágesti. I grein sinni segir Óttar m.a.: „Á sama tíma er áfengisvíman sem er að fara með þessa einstak- linga og aðstandendur þeirra í hund- ana vafin miklum dýrðarljóma. Menn krefjast þess í blöðum að áfengi verði sem víðast haft um hönd. tegundum fjölgi, fleiri barir opnaðir og sem frjálslyndust stefna tekin upp í sambandi við áfengismál. Umræða um bjór tröllríður dag- blöðunum svo mánuðum skiptir og í mörgum greinum er það talið eðlileg mannréttindi að geta drukkið áfeng- an bjór við öll hugsanleg tækifæri. Þessi afstaða gerir alkóhólistanum erfitt um vik, vímugjafinn sem er að leggja líf hans í rúst er hafinn til skýjanna í fjölmiðlum og nánustu vinir og félagar telja reglubundna áfengisneyslu eðlilega og sjálfsagða. ...Þannig skapast mikill tviskinn- ungur varðandi áfengið. Menn eru á einu máli um það tjón og þá mann- eskjulegu harmleiki sem skapast geta af þessum völdum en jafnframt vilja menn að áframhaldandi neysla sé leyfð og Sem frjálsust." Þessi orð eru sett frani af lækni sem vinnur við meðferð á áfengis- sjúklingum. Hann gerir sér full- komna grein fyrir þeim vandamálum sem fylgja áfengisneyslunni og orð hans því íhugunarefni fyrir alla. Áfengisneysla hér á landi sem annarsstaðar hefur færst í aukana og það er ekki að ástæðulausu sem stórþjóðirnar Bandaríkin og Sovét- ríkin hafa séð ástæðu til að taka í taumana og reynt að sporna við drykkjuskap. I Bandaríkjunum er lögaldur til áfengiskaupa 21 árs í flestum fylkjum og stjórnin í Was- hington leggur á það áherslu að fylki sem enn hafa lægri lögaldur, hækki hann, að öðrum kosti verði felld niður framlög ríkisins til vegamála. í Sovétríkjunum hefur lögaldur verið hækkaður og áfengisveitingum hætt við opinberar athafnir. í þeirri umræðu sem verið hefur um neyslu fíkniefna hér á landi vill áfengið oft gleymast. Þrátt fyrir það að áfengið sé vímuefni og skaðvæn- leg áhrif þess marg sönnuð er það löglegt hér sem og í flestum löndum og því verður áfengisvandamálið svo ílókið sem raun ber vitni. Áfengisneysla er hluti af því menningarþjóðfélagi sem við höfum byggt upp og trúlega minni hluti þjóðarinnar sem myndi vilja hafna því algerlega. Samt er fuil ástæða til að vara við of miklu frjálsræði í áfengisncyslu þótt ekki væri nema vegna þeirra miklu útgjalda scm þjóðarbúið verður árlega fyrir af völdum þess. Það hefur löngum viljað brenna við í umræðu um áfengi og fíkniefni að vandamál samfara notkun þcirra tengist einungis unglingum. Stað- reyndir sýna hins vegar að það eru ekki síður fullorðnir sem eiga í erfiðleikum. Þá ber að hafa í huga að það eru hinir fullorðnu sem útvega efnin hverju nafni svo sem þau nefnast sem unglingarnir síðan neyta. Þá er einnig sú tilhneiging ríkjandi að telja þá menn eina alkóhólista sem bera það utan á sér. Um það atriði segir Óttar Guðmundsson, yfirlæknir SÁÁ: „Vandamálið er auðvitað miklu stærra en þetta. Rón- ar eru einungis lítill hluti þeirra sem eiga við áfengisvandamál að stríða og þeir byrjuðu eitt sinn feril sinn sem hófdrykkjumenn en þróunin var þessi hjá þeim. Skítugi róninn í gráa frakkanum sem gengur um og betlar pcninga á torginu var einu sinni glæsilegur unglingur, vel klæddur og snyrtilegur á leiðinni á árshátíð með vasapela í hendinni." Væri ekki ráð að hugleiða þetta stundum. andleysið sem einmitt felst í undrunarskorti og hissulaus heimskan hafa setið um mig liðlangan daginn í dag uppúr hádegi undraðist ég þó um stund einsog það væri mitt fag að finnast það skrítið hvað furðuefni mannanna má vera lítið. Þetta er að mínu viti vel gerð lýsing á andleysi skálds, sem stendur yrkingum þcss fyrir þrifum. En vel að merkja stuðlar hann hér eigi að síður eins og herforingi, þótt svona blási á móti. Annað rakst ég líka á þarna sem ég hafði gaman af að finna í nútíma- Ijóðabók. Á fyrri öldunt gerðu skáld mikið af því að beita líkingum sem voru þannig gerðar að tvö nafnorð voru sett saman í eitt með cignar- fallssamsetningu. og fólst efnið, sem þau voru í rauninni að yrkja unt, í eignarfallsorðinu, en í hinu orðinu fólst líking. Þess konar líkingar má finna víða, en einna þekktastar með- al Ijóðaunnenda eru trúlega þærsent eru í kvæðum eins og Sálarskipinu eftir Bólu-Hjálmar og Býflugna- ræktinni eftir Guttorm J. Guttorms- Föstudaginn 3. jan. í vetur yrkir Þorgeir ljóð sem byggist að verulegu leyti upp á notkun líkinga af þessari tegund. Það er svona: vörutalningu lokið víxlar farnir að detta dagblöðin koma aftur einsog hundslappadrífa dettur kristölluð flónskan á frosin sálarvötnin dettur hugsunarleysið á hugarsvellin dettur orð fyrir orð niðrí undirdjúpin dettur lognsnjór af lygahimni uns sálarró mín er orðin alsnjóa Hér eru það sálin sem er eins og frosin vötn, hugurinn sem er eins og svell, snjóhimininn sem minnir á lygar, sem allt tengir yrkisefnið við kulda og snjó, og verður þannig enn frekar en ella til þess að undirstrika grámolluna í lífinu þessa vetrardaga. 1 lokin eru svo enn tengsl við fortíð- ina þar sem óbeint er vísað til kvæðisins Alsnjóa eftir Jónas Hall- grfmsson og kuldans sem þar yfir- gnæfir. Það sem mér líkar vel í þessari bók er það hvað Ijóðin í henni eru hnitmiðuð og beinskeytt. Kannski er hún sérviskuleg og harðskeytt á stöku stað, cn í heildina tekið er hún kjarnyrt. Eystcinn Sigurðsson. Verkamannafélagið Dagsbrún Orðsending Tekið verður á móti umsóknum um dvöl í orlofshúsum félagsins í sumar, frá og með mánudeginum 7. apríl 1986, á skrifstofu félagsins að Lindargötu 9, 2. hæð. Þeir sem ekki hafa áður dvalið í húsunum ganga fyrir með úthlutun til og með 11. apríl. Húsin eru: 5 hús í Ölfusborgum 1 hús í Svignaskarði 1 hús í Vatnsfirði 2 hús á lllugastöðum 2 hús á Einarsstöðum Vikuleigan er kr. 2.500,- sem greiðist við pöntun. Stjórnin Verkamannafélagið Dagsbrún Orlofsferðir til Danmerkur í sumar verða að vanda farnar 3 ferðir til Danmerkur á vegum Alþýðuorlofs. Ferðirnar verða sem hér segir: 1. ferð 07.06-28.06. 2. ferð 21.06.-12.07. 3. ferð 09.08.-30.08. Verð á ferðunum er sem hér segir: Sumarhús: Fullorðnir kr. 17.000 á mann Börn yngri en 15 ára kr. 10.200 á mann Börnyngrien 2ára kr. 940ámann Við verð þetta bætist síðan flugvallaskattur, sem í dag er 750 kr. á fullorðna og 375 kr. á börn yngri en 12 ára. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Dagsbrúnar, Lindargötu 9, frá og með 7. apríl. Stjórnin Jörð óskast Jörð óskast í skiptum fyrir 120 fermetra nýstandsetta íbúð á 2 hæðum. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Tímans Síðumúla 15, merkt 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.