Tíminn - 08.04.1986, Page 5

Tíminn - 08.04.1986, Page 5
Þriðjudagur 8. apríl 1986 Tíminn 5 Filippseyingar losuðu sig við Ferdinand Martos. Nú vilja margir þeirra losna við Bandaríkjaher af eyjunum. Hvar endar þetta? Filippseyjar: Weinberger fékk vondar móttökur í Maniluborg - Herstöövaandstæðingar á Filippseyjum færast allir í aukana Manila-Reuter Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan forsetahöllina á Filippseyjum í gær til að mótmæla komu Caspars Weinbergers varnarmálaráðherra Bandaríkjanna þangað. Fólkið kallaði „Farðu heim" og „Við þörfnumst þín ekki hér“ og reyndi að koma í veg íyrir að Weinberger og fylgdarlið hans kæm- ust frá höllinni eftir viðræður við forsetann Corazon Aquino. Weinberger cr nú á ferðalagi um Asíulönd og voru viðræður hans við Corazon Aquino einn þáttur þeirrar ferðar. Á fundinum var efnahagsað- stoð frá Bandarikjastjórn aðalum- ræðuefnið. Hinsvegar var ekki rætt um hcr- stöðvar Bandaríkjamanna á eynni en áframhaldandi bandarísk herseta hcfur mætt vaxandi andstöðu Fil- ippseyinga. Er Corazon Aquino forseti nú undir þrýstingi frá vinstri öflum í þjóðfélaginu um að slíta herstöðvasamkomulaginu. Fað gild- ir til ársins 1991 og hefur forsetinn lýst yfir að hún hafi í hyggju að halda samkomulagið þangað til en muni þar eftir halda öllum möguleikum opnum. Herstöðvaandstæðingar á Filipps- eyjum telja bandarísku herstöðvarn- ar, sem eru stærstu stöðvar Banda- ríkjamanna utan þeirra eigin ríkis, verka sem segul fyrir kjarnorkuárás. Weinbergcr cr fyrsti háttsetti bandaríski embættismaðurinn sem kcmur til Filippseyja eftir að bylting var gerð gcgn Ferdinand Marcos og hans hyski. George Shultz utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna er væntan- legur til Manila í næsta mánuði. Svíþjóð: Carlsson fær meðbyr Enginn sænskur stjómmálamaður hefur notið jafn mikils trausts Stokkhólmur-Reutcr Sainkvæmt niðurstööum skoðanakönnunar einnar er Sænska dagblaðið (Svenska dagbladet) birti um helgina ber meirihluti sænsku þjóð- arinnar traust til hins nýja forsætisráðherra, Ingvars Carlssonar. Alls sögðust 62% aðspurðra bera mikið traust til nýja for- Japan: Allt hlerað -og komið þannig í veg fyrir svindl Tokyo-Reuter Sérhannaðir bílar með tækja- búnaði til að nema allar hugsan- legar útvarpsbylgjur kornu í góð- ar þarfir í Japan í gær. Þá voru nefnilega próf í gangi sem snerust um heilsuvernd og hafði heyrst að einhverjir hefðu í hyggju að senda svörin til stúdentanna á einhverri ákveðinni bylgjulengd. Bílarnir áðurnefndu voru því kallaðir út til að fylgjast með að ekkert yrði um ólöglegar útvarps- sendingar. Rúmlega níu þúsund stúdentar tóku þessi próf í Tokyo og víðar. Ekkert ku hafa verið um svindl þegar á reyndi. sætisráðherrans og hefur eng- inn sænskur stjórnmálamaður áður fengið jafn víðtækan stuðning. Tage Erlander fyrr- um leiðtogi sænskra jafnað- armanna og forsætisráðherra fékk að vísu næstum því jafn mikinn stuðningsbyr stuttu áður en Palme heitinn tók við af honum árið 1969. Pá lýstu 60% þátttakenda í skoðana- könnun yfir fullum stuðningi við Erlander og störl' hans. Niðurstöður skoðanakönn- unarinnar sem gerð var um helgina koma heim og saman við fyrri kannanir sem sýndu aukið fylgi jafnaðarmanna- flokksins sænska eftir morðið á leiðtoga hans. í annarri skoðanakönnun kom fram að 44% íbúa Stokk- hólms höfðu heimsótt morð- staðinn í hjarta borgarinnar og rúmlega helmingur lands- manna sagðist ætla að fara á þennan stað þar sem Olof Palme var myrtur þann 28. febrúar síðastliðinn til að votta hinum látna virðingu sína. Einnig kom í ljós að 90% sænsku þjóðarinnar fylgdist með jarðarför Palmes þann 15. mars síðastliðinn. Ingvar Carlsson nýtur trausts meiri- hluta sænsku þjóðarinnar. Kína: Leiði sækir að sveitamönnum Sumir þeirra orönir „andlega tómir“ glæpa menn Peking-Rauter. Að sögn dugblaðs eins í Kína hafa þarlendir dreifbýlismenn nú snúið sér að glæpum í auknum mæli, einkum nauðgunum. Eru glæpirnir svar bændanna við leiða miklum sem að þeim sækir. Dagblaðið Tianjingfréttir sagði að margir bændur sem nú þyrftu ekki lengur að strita allan daginn til að hafa í sig og á væru orðnir „andlega tómir“ glæpamenn. Bændur voru að verki í tæplega helming af þeim 522 nauðgunará- kærum sem bárust yfirvöldum í Ti- anjinhéraði í norð-austanverðum hluta landsins. Blaðið gaf ekki upp neinar saman- burðartölur en sagði að glæpasér- fræðingar hefðu fundið að skortur á spennu ellegar tilbreytni væri höfuð- orsök ódæðisverka dreifbýlismann- anna. „Skáldsögur eru ekki nógu spenn- andi og sjónvarpið býður ekki uppá neina skemmtun," hafði blaðið eftir ungum sveitamanni sem sat í fangelsi fyrir þátttöku í kínverskum skrílslát- um. „Veðmál eru skemmtileg til að byrja með en verða þreytandi til lengdar og þá leitum við að ein- hverju meira örvandi," sagði dreif- býlismaðurinn ungi. Skilnaðir skeggræddir á írlandi Dyílinni-Reiiler Garret Fitzgerald forsætisráð- herra írlands átti fund í gær með nefnd rómversk-kaþólskra biskupa um tillögu þá er gerir ráð fyrir að aflétt veröi banni því á hjóna- skilnuðum sem ríkir í landinu. Búist er við að þjóðaratkvæða- greiðsla fari fram um málið síðar á þessu ári en Fitzgerald og stjórn hans lot'uðu einmitt frjálslyndari löggjöf í þessu máli þegar þeir komust til valda árið 1982. Yfirvöld kaþólsku kirkjunnar hafa harðlega mótmælt breytingum í skilnaðarátt en skoðanakannanir sýna þó að hjónaskilnaðartillagan nýtur aukins stuðnings á írlandi þrátt fyrir að flestir landsmenn séu rammkaþólskir. írland og Malta eru einu löndin í Évrópu þar sem skilnaðir eru bannaðir samkvæmt lögum. Þingkosningar eru fyrirhugaðar á írlandi á næsta ári og þykir víst að Fitzgerald og stjórn lians vilji setja málið sem fyrst undir dóm þjóðarinnar til að konta í veg l'yrir harðar og óvægar umræður um málið en þar er víst að kaþölska kirkjan, sem mikil ítök hefur með- al landsmanna, mun bcita sér af öllum mætti gegn skilnaðartillög- unni. Spánn: Ferðamannamet í uppsiglingu manna að ræða. Á síðasta ári komu alls um 43 milljónir ferðamanna til Spánar. Frömuðirnir bjuggust við miklum fjölda fölleitra Breta til Spánar á þessu ári en á síðasta ári féll fjöldi þeirra niður um 16,5%. Nú er hinsvegar öldin önnur, þökk sé öflugara sterlingspundi og aukinni öryggisgæslu á ströndunum við Miðjarðarhaf og einar sex milljónir Breta hafa heimsótt ellegar hafa í hyggju að heimsækja Spánarstrend- ur á þessu ári. Yfirvöld á Spáni hyggjast ráða eina átta þúsund lögreglumenn til að halda uppi lögum og reglu á strönd- unum og reyna að koma í veg fyrir að aðskilnaðarsinnar Baska sprengi upp friðsæla túrhesta. Á síðasta ári komu skæruliðar Baska fyrir einum 19 sprengjum á sumarleyfisdvalarstöðum við Spán- arstrendur. Ekkert manntjón varð þó af þeirra völdum. Madrid-Rcuter. Túrhestafrömuðir á Spáni búast við 45 milljónum ferðamanna til landsins á þessu ári. Fari svo verður um nýtt met í fjölda erlendra ferða- Utlönd Umsjón: HEIMIR BERGSSON

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.