Tíminn - 08.04.1986, Side 10
10 Tíminn
Stofnlánadeild landbúnaðarins
Laugavegi 120,105 Reykjavík
Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1987
þurfa aö berast Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15.
september næstkomandi.
Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á
framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind
stærð og byggingarefni.
Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar, svo
og veðbókarvottorð. Þá skal fylgja búrekstraráætlun
til 5 ára og koma þarf fram hverjir væntanlegir
fjármögnunarmöguleikar umsækjanda eru.
Þeir sem hyggjast sækja um lán til dráttarvélakaupa á
árinu 1987 þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31.
desember n.k.
Eldri umsóknir falla úr gildi 15. september næstkom-
andi.
lBUNAÐARBANKI
ISLANDS
Stofnlánadeild landbúnaðarins.
I
I
I
I
I
l
I
I
I
II
I
F býður þér þjónustu sína við ný-
byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis
Vlð sðgum I stelnsteypu fydr dyrum, gluggum, stigaopum, lógnum
- bœði i vegg og gólf.
Ennfremur kjarnaborum við fyrir lógnum i veggl oy gólf.
Þvermál boranna 28 mm til 500 mm.
Þá sógum við malbik og ef þú þarft að láta fjarlægja reykhafinn þá
tókum vlð það að okkur.
Hifir leitast við að leysa vanda þlnn fljótt og vel, hvar sem þu ert
búsettur á landinu.
Greiðsluskilmálar við alira hæfi
Bílasími 002-2183
Fífuseli 12
109 Reykjavík
sími91-73747
KRANALEIGA • STEINSTEYPUSÖGUN • KJARNABORUN
Aðalfundur
Sjúkraliðafélags íslands
verður haldinn laugardaginn 26. apríl kl. 9.00 f.h. að
Grettisgötu 89 þriðju hæð.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kosning stjórnar
3. Lagabreytingar
4. Önnur mál
Stjórnin
t
Kveðjuathöfn um föður okkar, tengdaföður og afa
Finn Þórleifsson,
sem lést 29. mars, fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn
10. apríl kl. 10.30. Jarðsett verður frá Staðarhólskirkju föstudaginn
11. apríl kl. 14.00. Vestfjarðaleið fer frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8.00.
Kristinn Finnsson
Þórleifur Finnsson, Ásdís Arnfinnsdóttir
og börn
Guðrún Þorleifsdóttir
Frá Svinhólum
Engjaseli 86
sem lést 26. mars verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
10. apríl kl. 13.30
Vandamenn
Þriðjudagur 8. apríl 1986
lllllllilll
MINNING
Vigdís Andrésdóttir
Fædd 3. septcmber 1891.
Dáin 30. mars 1986.
Hinn 7. apríl s.l. fór fram útför
fóstru minnar.Vigdísar Andrésdótt-
ur, frá Fossvogskapellu.
Vigdís var á 95. ári þegar hún dó.
Hún var fædd 3. septembcr 1891 á
Efra-Vaðli á Barðaströnd. Foreldrar
hennar voru hjónin Andrés Björns-
son og Jóna Einarsdóttir búendur
þar. Þau voru bæði af breiðfirskum
ættum.
Andrés dó í desember 1891 rösk-
lega 44 úra gamall frá fimm ungum
börnum. Það clsta, Ólína móðir mín
var 12 ára eri Vigdís aðeins á fjórða
mánuði.
Að þeirra tíðar sið var heimilinu
tvístrað og engin vettlingatök við
höfð,skal sú saga ekki rakin hér. Til
mikils láns fyrir fóstru mína lenti
hún eftir nokkurn hrakning hjá því
ágætis fólki séra Þorvaldi Jakobssyni
presti í Sauðlauksdal og konu hans
Magdatenu Jónasdóttur.
1 Sauðlauksdal ólst Vigdís upp í
skjóli prestshjónanna og með börn-
um þeirra. V'ar hún þar sem cin úr
fjölskyldunni. Sú tryggð, samheldni
og hjartahlýja, sem einkennt hefir
þessa fjölskyldu cr sérstök og náði
til allra þcirra. sem presthjónin og
börn þcirra töldu á einhvern hátt sér
viðkomandi. Hefi ég sem þessar
línur skrifa notið margs góðs frá
þcirri fjölskyldu vegna tcngsla fóstru
minnar við Sauðlauksdaisfjöl-
skylduna.
Vigdís dvaldist í Sauðlauksdal allt
þar til hún fór til náms í Ljósmæðra-
skólanum í Reykjavík veturinn
1919-1920. Að námi loknu hélt hún
vestur í Arnarfjörð til að gegna þar
Ijósmóðurstarfi í Ketildalahreppi
með búsetu í Austmannsdal. Við
ljósmóðurstárfinu þar tók hún árið
1920 og stundaði það allt til ársins
1951. Auk þess tók hún á móti
börnum víðar við fjörðinn. Allar
þessar fæðingar lánuðust vel. Veit
ég ekki um neitt óhapp, sem henti
hana í starfi og lifðu bæði börn og
mæður þær fæðingar, scm Vigdís var
við.
Á þessum árum var fátækt almenn
þarna, sem víðar og hcimilisástæður
oft crfiðar. Rcyndi þá oft á Ijósmóð-
urina, þcgar skorti bæði fatnað og
lín. Var þá stundum gripið til eigin
efna. Stundum þurfti að sinna flcir-
um cn sængurkonunni, þar sem
eiginmenn voru að heiman í verum
eða annarri atvinnu. Voru sjó-
mennska og róðrar þá stór hluti af
atvinnu fólks í hreppnum.
í Ketildölum voru allar ár óbrúað-
ar á fyrstu árum Vigdísar þar. Gátu
þær stundum verið erfiðar yfirferð-
ar. sérstaklega að vor og haustlagi.
Varð ljósmóðirin þá að vaða árnar,
ef farið var gangandi, sem iðulcga
skeði í Ijósmóðurferðum. Sjálf var
hún létt til göngu á þeim árum og
kappsfull að komast sem fyrst til
sængurkvennánna. Man ég sögur frá
slíkum ferðum þar sem hún gekk af
sér fylgdarmennina. sem þó voru
yfirleitt vanir göngumenn á besta
aldri. Ég minnist .einnig sjóferða,
sem hún fór í starfi sínu í misjöfnu
sjóveðri og myrkri, sem var þá einn
niesti óvinur ferðafólks til sjós og
lands.
Sumarið 1922 tók Vigdís sér ferð
á hendur vestur í Patreksfjörð. í
Vatnsdal bjuggu þá foreldrar mínir
með vaxandi ómegð. Þangað fór
Vigdís og tók mig, sem þá var
reifabarn, með sér í fóstur norður í
Arnarfjörð. Fór faðir minn, ásamt
traustum sjómanni. með okkur á
trillubát frá Vatnsdal að Skeiði í
Selárdal í Arnarfirði. Var það
óvenjulangur áfangi á svo litlum
báti.
Frá Skeiði í Selárdal var svo
haldið landveginn inn með Arnar-
firði. Batt fóstra mín mig í fang sér
svo að hún missti mig ekki, ef
hesturinn. sem hún reið, hrasaði. Á
hestunum var haldið inní Aust-
mannsdal, en sú leið var þá frekar
ógreiðfær eins og landleið með fjör-
um var þá víða þar vestra.
Þessi ferð sýnir nokkuð skaplyndi
Vigdísar. Hún var ákveðin, fram-
takssöm og kjarkmikil, en fór þó
að öllu með gát. Þegar Vigdís kom í
Austmannsdal hafði hún með sér
orgcl, sem hún hafði lært að leika á
strax í uppvexti sínum í Sauðlauks-
dal enda þótti það sjálfsagður hiutur
hjá prestshjónunum þar, að hljóm-
list og söngur væri hluti af uppeldi
og fræðslu barna þeirra og uppeldis-
barna. Bjó Vigdís að þessari tónlist-
arfræðslu og gat miðlað nýjunt svcit-
ungum af þessari kunnáttusinni.sem
hún gerði fyrstu árin sín í Aust-
mannsdal. Hefi ég heyrt tónelska
menn að vestan minnast meö þakk-
læti þessa þáttar kynna sinna af
Vigdísi frá þessum árum.
Vigdís dvaldist í Austmannsdal
næstu árin og kynntist þar manni
sínum Einari Boga Gíslasyni, f. 3.
sept. 1906. Þau giftu sig í maí 1928.
Einkason sinn, Sigurjón, nú sóknar-
prestur á Kirkjubæjarklaustri, eign-
uðust þau í ágúst 1928. Einar, sem
var búfræðingur að mennt, var af
gömlum og þekktum ættum í Arnar-
firði og stutt að rekja til Selár-
dalspresta, sem kunnir eru úr
sögum.
Árið 1929 fluttust þau hjónin frá
Austmannsdal og byrjuðu búskap.
fyrst á Öskubrekku, en frá árinu
1934 á Fífustöðum. Bjuggu þar til
ársins 1944, að þau fluttu að Bakka
í sömu sveit. Þar bjuggu þau til
ársins 1948, er þau hættu búskap og
fluttu til Bildudals.
Við búskapinn voru þau hjón
samhent. sem endranær og búnaðist
því betur sem þau bjuggu lengur. Á
síðari árum búskaparins varð sjó-
sókn stærri þáttur afkomu þeirra,
enda Einar þaulvanur sjómaður.
reyndar jafnvígur dugnaðarmaður
livort heldur var til sjós eða lands.
Ekki verður sambúð þeirra hjóna
tíunduð hér að öðru leyti en því, að
hún var með ágætum alla tíð, enda
bæði skynsöm vel og mannkosta-
manneskjur.
Jafnframt því að hafa börn og
unglinga af og til á heimili sínu ólu þau
upp að mestu leyti tvær stúlkur: Rut
Salómonsdóttir kom til þeirra
kornabarn, f. 30. júií 1936, og dvaldi
hjá þeim ásamt móður sinni, Guð-
hjörgu Elíasdóttur, sem síðar fórst
með m/s Þormóði í febrúar 1943.
Eftir það ólst Rut upp hjá þcim
Vigdísi og Einari þartil hún stofnaði
sitt eigið heimili.
Petrína Gunnarsdóttir kom til
þeirra hjóna 5 ára gömul eftir að
móðir hennar, Kristjana Krist-
mundsdóttir dó snöggt og óvænt frá
þrcmur ungum börnum. Kristjana
hafði verið hjá þeitn Vigdísi og
Einari frá fermingaraldri og þar til
að hún giftist. Ólst nú Petrína upp
hjá fósturforeldrum mínum á Bíldu-
dal og síðar hér í Reykjavík. Voru
þau hjónin þá komin á fullorðinsald-
ur, svo að segja má, að uppeldi
barna hafi verið snar þáttur í lífi
fóstru minnar, þótt hún eignaðist
ekki sjálf nema eitt barn. En ekki fer
allt að óskum. Petrína dó t' blóma
lífsins, snöggt og óvænt úr sama
sjúkdómi og móðir hennar frá ung-
um syni og eiginmanni.
Á Bíldudal áttu þau hjónin heima
til ársins 1956, en þá fluttu þau til
Reykjavíkur.
Þegar þau fluttu á Bíldudal keyptu
þau sér íbúð í Glaumbæ, sögufrægu
húsi, sem Pétur Thorsteinsson
byggði á sinni tíð. Einar stundaði
aðallega sjómennsku, ýmist á eigin
bát eða með öðrum. Dvöl þeirra á
Bíldudal var eins og hjá mörgum
öðrum samsveitungum áfangi á leið-
inni til Reykjavíkur.
Eftir að þau komu tii Reykjavíkur
fór Einar nær strax að vinna hjá
Kassagerð Reykjavíkur og vann
hann þar uns hann hætti störfum
vegna aldurs.
Þegar þau fluttu að vestan seldu
þau jörðina sína Bakky og íbúðina á
Bíldudal og dugði það rétt fyrir
fokheldri íbúð í Reykjavík, sem þau
byggðu í fjölbýlishúsi að Hvassaleiti
20. Þar bjuggu þau til ársins 1979, að
þau fluttu að Hrafnistu í Reykjavík,
þar sem Einar dvelur nú farinn að
heilsu og kröftum.
Vigdís fóstra mín var föst fyrir og
ekki tilbúin að láta hlut sinn teldi
hún sig hafa á réttu að standa. Hún
gat verið orðhvöss ef hún átti orða-
stað við hvatvíst fólk. sér í lagi ef
það var mikið á lofti. En undir niðri
hafði hún gaman af og rifjaði gjarnan
upp atburðinn og brosti við.
Ekki held ég samt að gamlir
samferðamenn minnist hennar öðru-
vísi en gestrisinnar, ræðinnar og
hjálpsamrar.ef eitthvað á bjátaði.
Og eitt var henni gefið umfram
flesta aðra: það varstálminni. Undr-
aðist ég oft hvað hún gat rifjað upp
og munað - og þessari gáfu hélt hún
til síðustu stundar.
Nú að leiðarlokum þá veit ég, að
margir samferðamenn hugsa hlýtt til
fóstru minnar. Bæði gamlirsveitung-
ar að vestan og eins fólk, sem hún
og þau hjón, kynntust hér syðra á
seinni árum.
Hún var félagslynd, hafði gaman
af að umgangast fólk, trygglynd og
vinur sinna vina.
Sjálfur vil ég þakka henni - og
þeim hjónum báðum langa og góða
samferð.
Við. kona mín og börn. minnumst
og þökkuni þeini báðum þau góðu
kynni. Vorum við þar oftar
þiggjendur en gefendur.
Með þeirri ósk. fóstra mín, að þú
megir hvíla í friði, tek ég mér leyfi
að enda þessar línur á orðum hins
forna höfundar Sólarljóða:
Drottinn minn. gef þú dtínum ró.
hinum líkn. sem lifa.
Stefán Thóroddsen.
Dagfari
tímarit Samtaka
herstöðvaandstæðinga
Leiðari blaðsins er eftir Árna Hjartar-
son og heitir Endurreisn hugleysisstefnu
íslands! Hann segir þar m.a. „Harmi
slegnir sjá friðarsinnar um heim allan nú
á bak einum sínum besta liðsmanni. Olof
Palme er fallinn fyrir byssukúlu óþekkts
ofbeldismanns." Þá er Annáll 1985 eftir
Á.H. Bomban sprakk á sviðinu heitir
frásögn Sigrúnar Valbergsdóttur af al-
þjóðlegri leiklistarhátíð í Japan. Tómas
Jóhannesson jarðeðlisfræðingur skrifar:
Stjörnustríð - Geimvarnakerfi munu
auka hættuna á gereyðingu. ísland í
kjarnorkuátökum eru ýmsar athuganir úr
mörgum heimildum. samantekið efni af
Guðmundi Georgssyni. Sóleyjarkvæði er
sígilt verk með mynd af Háskólakórnum
er í blaðinu og margt fleira efni. Ritstjóri
er Magnús H. Skarphéðinsson.