Tíminn - 08.04.1986, Síða 16

Tíminn - 08.04.1986, Síða 16
STRUMPARNIR /erslið meÓVlSA KARI ELISSON var maöur ís- landsmótsins í kraftlyftingum sem fram tör á Akureyri um helgina. Mótiö var mjög vel heppnað og var keppt í bæöi karla og kvennaflokkum. Kári vann besta afrek mótsins og setti íslands- met í bekkpressu sem er meö því betra i heiminum. Þá voru sett mörg Islandsmet í unglingaflokkum og kvennaflokkum. „Tígriskötturinn“ Kári var þó máður mótsins. Þríðjudagur 8. apríl 1986 Frumvarpsdrög aö fjármálakerfi sjávarútvegsins: Uppstokkun á sjóðakerfinu - fiskverð veröi raunverulegt heildarverð Fram eru komin drög að frumvarpi um greiðslumiðlun og . skiptaverðmæti innan sjávarútvegsins og eru þau komin til umræðu hjá þing- flokkum. Frumvarpsdrög þessi voru samin af nefnd sem Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra skipaði í ársbyrjun 1985, en í nefndinni áttu sæti fulltrúar hagsmunasamtaka í sjávarútvegi og þingflokk- anna. Samstaða varð í nefnd- inni um meginatriði drag- anna. í tillögunum koma fram róttækar breytingar á upp- byggingu og skipulagi fjár- málakerfis sjávarútvegsins, sem miða að því að gera það einfaldara og gefa réttari mynd af þeim viðskiptum sem þar eiga sér stað. í athuga- semdum með frumvarps- drögunum segir að meginefni þess sé, „að allir millifærslu- sjóðir og greiðslur utan skipta við fiskkaup verði lagðar niður, en í staðinn komi ein- föld lög um skiptaverðmæti sjávarafla, sem ákveði hlut- fall skiptaverðs af hráefn- isverði. í kjölfarið hækki fisk- verð þannig að það verði raunverulegt heildarverð og sýni allar greiðslur fyrir fiskinn, sem nú fara eftir ýmsum leiðum innan eða utan skipta frá fiskvinnslu eða sjóðum." Þeir sjóðir og þær greiðslur sem með þessum hætti leggj- ast niður eru í fyrsta lagi 5,5% útflutningsgjald sem lagt hefur verið á næstum allan fiskútflutning og mun fiskvinnslan þá fá óskert allt andvirði útflutnings síns. í öðru lagi verður Aflatrygg- ingarsjóður lagður niður, en hlutverk þess sjóðs hefur minnkað eftir að aflamark var tekið upp sem megin fiskveiðistefna. Fæðispening- ar sjómanna, sem áður voru greiddir úr sjóðnum verða nú greiddir af útgerð samkvæmt sérstökum kjarasamningi. I þriðja lagi verða aflagðar greiðslur sem hafa farið í Stofnlánasjóð fiskiskipa og sérstakur kostnaðarhlutur út- gerðar. Þessar greiðslur hafa verið utan skipta, en sam- kvæmt frumvarpsdrögunum er gert „hreint borð í hluta- skiptum“, eins og segir í at- hugasemd með drögunum. f frumvarpsdrögunum er jafnframt gert ráð fyrir að sett verði í lög ákvæði um greiðslumiðlun innan sjávar- útvegsins, til þess að tryggja öruggar heimtur á lífeyrisið- gjöldum sjómanna, vátrygg- ingariðgjöldum fiskiskipa, vöxtum og afborgunum af stofnlánum og framlögum til samtaka sjómanna og út- vegsmanna. f þessu skyni verði haldið eftir 15% af andvirði við veðsetningu framleiðslunnar. Þessar greiðslur eiga ekki að hafa áhrif á skiptin og leggjast á heildarandvirði aflans til út- gerðar. Loks verður samkvæmt frumvarpsdrögunum sett ákvæði um endurgreiðslu á uppsöfnuðum söluskatti. Endurgreiðsla fari fyrst og fremst til þeirra greina, þar sem skatturinn hefur safnast upp, einkum fiskvinnslunnar. Samkvæmt drögunum verður endurgreiðslum hagað með núverandi hætti (þ.e. til út- gerðar í gegnum Aflatrygg- ingarsjóð) fram að miðjurn maí, en eftir það samkvæmt nýju leiðinni. Gert er ráð fyrir að frúm- varpið taki gildi 15. mat nk. og mun þá fiskverð hækka verulega. Sú hækkun sem kemur í kjölfar breytinganna sem lagðar eru til í frumvarp- inu mun þó ekki raska veru- lega tekjuskiptingu. -BG Ríkisstjórnin vill ísl. vodka Nú er þess líklega ekki langt að bíða að gömul íslensk tóm- stundaiðja verði að löglegum stóratvinnuvegi. Lagt hefur verið fram stjórnarfrumvarp í efri deild Alþingis þess efnis að fjármálaráðherra verði heimilt að veita öðrum aðilum en Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins leyfi til að framleiða áfenga drykki á þeirri forsendu að slík framleiðsla sé ætluð til útflutnings eða til sölu í útsöl- um ÁTVR. í greinargerð að frumvarp- inu segir m.a.: „Áfengis- og tóbaksverslun rtkisins er einni heimilt að framleiða áfenga drykki á íslandi. Þetta einka- leyfi hefur í för með sér að einstaklingar eða fyrirtæki geta ekki framleitt áfenga drykki á íslandi með útflutning í huga. Sem dæmi um afleiðingu af þessu banni má nefna að ís- lenskt fyrirtæki læturframleiða vodka fyrir sig í Stóra-Bret- landi. Þetta vodka er framleitt skv. íslenskri uppskrift og öll skv. íslenskri uppskrift og ölli vöruhönnun og þróun er íslensk. Vodkað er síðan flutt til landsins og selt í útsölum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Umrætt fyrirtæki hef- ur m.a. áhuga á að koma vöru sinni á Bandaríkjamarkað en þar sem hún er ekki framleidd á íslandi er ekki hægt að selja hana í Bandaríkjunum sem íslenska vöru. 1 Bandaríkjunum 1 er talinn vera mikill markaður fyrir vodka frá Norðurlöndum. Benda má á að vodka frá Svíþjóð og Finnlandi hefur náð verulegri hlutdeild af markaðn- um fyrir þá vöru í Bandaríkj- unum. Á árinu 1984 nam inn- flutningur á vodka til Banda- ríkjanna 12,609,000 lítrum. Af þessum innflutningi var mark- aðshlutdeild Absalut vodka, sem er sænskt, um 30% eða um 3,782,700 iítrar. Ef íslenskt vodka næði sömu markaðshlut- deild þ.e. um 30% má ætla að útflutningstekjur af því næmu um 300 milljónum króna á ári.“ Björn Guðjónsson grásleppukarl og formaður grásleppuhrognaframleiðenda dyttar hér að báti sínum.Fastir viðskiptavinir hafa heilsað upp á Bjöm og verið að falast eftir grásleppu, en Bjöm hefur eltki hafið veiðar, en var þó að hugsa um að fara fyrsta róðurínn nú í morgun. Timamynd: Sverrir SÖMU INNKAUPIN FRÁ 1.605 TIL 4.125 KR Margfaldur verðmunur á sömu vörutegundum: Hersheys kakódós frá 126 upp í 325 kr. - HP-tómatsósa frá 23 upp í 59 kr. - Hreinol- uppþvottalögur frá 89 upp í 164 kr. - og Juvel-hveitipoki frá 40 kr og upp í 65 krónur. Þetta eru dæmi um þann gífur- lega verðmun sem Verðlags- stofnun fann á nákvæmlega sömu vörutegundum, í jafn þungum pakkningum í einstök- um verslunum á höfuðborgar- svæðinu í nýlegri verðkönnun. Athugull kaupandi hefði get- að fengið allar þessar fjórar aigengu vörutegundir fyrir samtals 278 króiiur (mun minna en kakódósin ein kost- aði þar sem hún var dýrust) meðan sá/sú sem ekki sýndi næga aðgæslu gæti þurft að borga allt upp í 613 krónur fyrirsömu innkaupin. Mismun- urinn 355 kr sparnaður. Þessi verðkönnun Verðlags- stofnunar fólst þó fyrst og fremst í því að bera saman þann gífurlega verðmun sem er á kílóverði milli mismunandi vörumerkja og þyngdareininga ýmissa tegunda af matvörum og hreinlætisvörum. í aðeins 4 tilvikum af 14 var minna en helmings verðmunur á dýrustu og ódýrustu vörumerkjunum og í 5 tilfellum þrefaldur og upp undir fjórfaldur verðmun- ur. Svo dæmi sé tekið var hægt að kaupa lítra af uppþvottalegi allt frá 40 krónum og upp í um 138 krónur, þ.e. 3,5 lítra af þeim ódýrasta fyrir sama verð og lítra af þeirn dýrasta. Ótrú- legt er að gæðamunur geti verið svo gífurlegur á upp- þvottalegi. Ótrúlegt er lt'ka að um og yfir 400 króna mismunur á kílóverði af kakói (174-597 kr) skýrist eingöngu af gæðamuni. Mikið má líka Hersheys og Nesquick kakómalt vera betra fyrir þann 150-160 króna verðmun á kílói sem á því er og Kinder quick og Poulain hins vegar (116-275 kr). Eins má nefna tómatsósu frá 96 kr og upp í 161 krónu lítrann. Það sem m.a. gerir kaupend- um erfitt fyrir með að átta sig á verðmuninum er sú árátta framleiðenda að hafa þyngdar- einingarnar nær jafn margar og tegundirnar - t.d. 19 mismun- andi þungar pakkningar á 34 tegundum af tómatsósu. Raun- verulegan verðsamanburð get- ur fólk ekki gert í slíkum tilvikum nema að taka vasa- tölvuna með í innkaupaferðina og reikna út kílóverð í hverju tilfelli. Ekki kom á óvart að í flest- um tilfellum eru stærri pakkn- ingar hlutfallslega ódýrari en þær smærri af sömu vörumerkj- um. Þeim sem nota Vex sítrónu uppþvottalög má t.d. benda á að hægt var að fá 3,8 lítra brúsa fyrir 179,60 kr. en greiða þurfti að meðaltali 393 krónur fyrir sama magn keypt í 330 gr. brúsum hverju sinni, þannig að 214 kr. mátti spara við kaup á stóra brúsanum. Eins og sjá má af þessum tölum og töflunum á síðu 11 í blaðinu má greinilega hafa gott tímakaup þær stundir sem not- aðar eru í innkaupin. -HEI Um 2.500 kr. munurásömu innkaupum: 2 kg hveiti 42,64 89,10 Ld.sardinur 21,96 36,41 1 kg kakó 174,31 596,78 10 pilsnerar 276,50 412.00 1 kg kornfl. 159,80 274,72 1 kg kakomalt 116,00 274,52 1 pk.tekex 22,90 39,00 0,5 kg rasp 47,95 126,55 600grtómats. 41,20 96,32 2,5 kg franskar 125,00 366,93 1 kg hrísgrj. 55,40 216,75 3 kg þvottaefni N 220,86 724,74 3,71 uppþv.l 151,62 525,81 41 mýkingarefni 149,20 346,10 Samtals: 1.605,35 4.125,75

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.