Tíminn - 23.04.1986, Qupperneq 1
AFENGI og tóbak var hækkað í verði
í gær um 10% að meðaltali. Mest var
hækkunin á léttum vínum, eða allt upp í
17% en minnst á íslenskum brenndum
vínum eða 4-5%. Sígarettur hækkuðu
um 6-8%, reyktóbak um 7% og vindlar
allt að 11%. Áfengi og tóbak hafa ekki
hækkað í verði síðan í nóvember.
í SKYNDISKOÐUN fiskiskipa
sem Siglingamálastofnun framkvæmdi í
fyrri viku voru nokkur skip stöðvuð þar
sem þau höfðu ekki haffæri. Athugasemd-
ir voru gerðar við ýmislegt í öðrum
skipum, en alls var farjð í um 100 skip í
þessari skoðunarlotu. Útbúinn hafði verið
listi með nokkrum tugum atriða og átti að
skoða nokkur atriði. af þessum lista í
hverju skipi. Heildárniðurstöðu er að
vænta á næstunni en alls voru yfir 2000
atriði skoðuð í skyndiskoðuninni.
BANDARÍKJAMENN sprengdu
kjarnorkusprengju í tilraunaskyni í Neva-
daeyðimörkinni í gærdag. Þetta var þriðja
tilraunasþrenging Bandaríkjamanna á
þessu ári. Sovéska fréttastofan Tass
gagnrýndi sprenginguna í gær og sagði
hana hafa skemmt fyrir einstæðu tækifæri
til að koma afvopnunarviðræðum á veru-
legt skrið.
HÚSEIGENDUR hafa skorað á
Alþingi að gæta hagsmuna þeirra hús-
byggjenda sem fengið hafa lán frá Bygg-
inqasjóði, þar sem nýjar reglur um Byqq-
ingasjóðinrj gætu frvst menn á neósta
þrepi íbúðatröppunriar.
INNTÖKUSKILYRÐI ’ sam
vinnuskólans á Bifröst hafa nú verið
aukin. Umsækjendur þurfa nú að hafa
lokið tveggja vetra framhaldsskólanámi á
viðskiptasviði eða a.m.k. námsgreinun-
um: Bókfærslu, hagfræði og vélritun auk
almennra kjarnagreina.
Umsóknarfrestur ertil 10. júní og skulu
umsóknir sendar til skólastjóra Sam-
vinnuskólans á Bifröst. Eftir ástæðum
verður efnt til sérstakra stöðuprófa og
óskað eftir sérstökum vottorðum um
undirbúning umsækjenda.
Eftir tveggja vetra nám í Samvinnu-
skólanum útskrifast nemendur með stúd-
entspróf sem m.a. veitir rétt til háskóla-
náms.
„FLOTAST JÓRN Atlantshafs-
bandalagsins hefur lýst áhuga á að kann-
aður verði möguleiki á því að byggður
verði varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflug-
völl.“ Svo hljóðar fyrsti liðurinn í svari
utanríkisráðherra við fyrirspurn Karls
Steinars Guðnasonar um alþjóðaflugvöll
við Sauðárkrók sem lagt var fram á
AlþíngL
Tekið er fram í svarinu að engar
formlegar viðræður hafa farið fram um
málið, en jafnframt að flotastjórn Atlants-
hafsbandalagsins hafi fyrir milligöngu
varnarliðsins boðið íslenskum stjórnvöld-
um að forathugun fari fram á því hvar
heppileqast er að gera slíkan flugvöll. Þá
segir ao flotastjórnin sé reiðubúin til að
leggja fé til slíkrar athugunar.
I síðasta lið svarsins er eftirfarandi
tekið fram: „Viðræður munu leiða í Ijós
hvaða skilyrði eru sett fyrir fjárveitingu í
framkvæmd sem þessa af hálfu Atlants-
nafsbandalagsins. Áhugi flotastjórnarinn-
ar byggist á nauðsyn þess að hafa
varaflugvöll fyrir flugvélar varnarlið.sins ef
Keflavíkurflugvöllur er lokaður fyrir
flugumferð vegna veðurs. Engar hug-
myndir eru um varnarsveit eða gæslulið
vio varaflugvöll. Ekkert liggur fyrir um
sérstaka þörf á eldsneytisbirgðarými fyrir
flugvélar Atlantshafsbandalagsins."
KRUMMI
Sinubrunatíminn stendur nú sem hæst eins og Reykvíkingar hafa orðið varir við undanfarna daga.
Afmælisgjöf Rey kjavíkur frá menntamálaráðherra, Viðey, var öll svartflekkótt í gær eftir sinubruna.
Tímamynd Róbcrt.
Sinan
ofsótt í
Reykjavík
Mikið var um sinubruna á
höfuðborgarsvæðinu í gær og var
slökkviliðið meðal annars kallað
þrisvar út vegna þess að fólk var
að snyrta garða hjá sér. Við lá að
illa færi í Fífuhvammi, en þar
hafði eldurinn nálgast þrjú hús og
traktor. Slökkviliði, lögreglu og
vegfarendum tókst að koma í veg
fyrir að illa færi.
Þá voru einnig nokkuð stór
svæði undirlögð vegna sinuelda
upp við Rauðavatn og Elliðavatn
og var gróður þar í hættu.
Slökkviliðið vill vara bæði börn
og fullorðna við að kveikja í sinu,
því gróður er mjög skrælnaður og
um leið og golar (eins og eftir
hádegi í gær) ræður fólk ekki
neitt við cldinn. .
Skattsvik auðveld þar sem eftirlit er lítið:
Milljóna tekjur tapast
vegna vanmannaðs kerf is
- segir skattstjóri Reykjaneskjördæmis
„Við höfum margoft bent á, að
ef við værum fleiri þá gætum við
náð inn meiri tekjum 'sem liggja
eiginlega á borðinu. Það er í ýmsu
formi, sem kemur fram við vélræn-
an samanburð, hjá embættinu.
Bílastyrkir eru alltaf erfiður þáttur
og frá okkar sjónarmiði vafasam-
ur,“ sagði skattstjóri Reykjancs-
kjördæmis Sveinn Þórðarson í
samtali við Tímann í gær. Hann
sagði að það væri erfitt að segja til
um hversu háar upphæðirnar væru,
en benti jafnframt á að sennilega
væri um milljónir króna að ræða.
„í skattinum er mjög fljótt að
koma í milljónina," sagði Sveinn.
„Það er mín skoðun að betur
mannað skattakerfi gæti alveg
framkvæmt skattalögin hér á landi
svo að viðunandi yrði. Núna er
þetta algerlega óviðunandi. Venj-
an er sú að kenna um erfiðum
skattalögum. Þau eru oftast nær
eitthvað gölluð, en það er ekki það
sem vantar. Það vantar fólk. Það
kostar náttúrlega peninga, en það
kemur líka í aðra hönd,“ sagði
Sveinn.
Um niðurstöður ncfndar sem
Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra skipaði til þess að kanna
umfang skattsvika hérlendis sagði
Sveinn. „Því miður leitaði nefndin
ekki til okkar. Því miður scgi ég,
því þetta voru menn scm ekki
þekkja til verka skaltstofa. Það
þótti ekki ástæða til þess að setja
skattstjóra í nefndina, en við
þekkjum nú til þessa og vitum að
ég hcld meira um þetta á sutnum
sviðum heldnr en þeir sem sátu í
nefndinni. Það er óhjákvæmilegt.
Ég gæti bcst trúað að þær niður-
stöður scm nefndin komst að séu
mjög varlega áætlaðar. Ég trúi því
að þcir séu í neðri kantinum á
þessu öllu saman. Það getur hver
maður séð, scm lítur í skattskrána
og ber hana saman við hvernig
mcnn búa og lifa, að dæmiðgengur
ekki upp. Maður sér að eignir
hrannast upp hjá mönnum sem eru
undir fátækramörkum í skatt-
skránni,“ sagði Sveinn.
Það er ekki skrýtið þó Sveinn
kvarti yfir manneklu. Fyrir tæpum
tveimur árum fékk skattstofan í
Reykjaneskjördæmi leyfi til þess
að bæta við fjórum stöðugildum.
Ekki hefur tekist að ráða í nema
eina þeirra. „Við einfaldlega get-
um ekki boðið sömu laun og fyrir-
tæki á vinnumarkaðnum, sem
kcppa um hæft fólk,“ sagði Sveinn.
Fyrir nokkrum árum gat skattstof-
an í Reykjaneskjördæmi leyft sér
að senda tvo menn út af örkinni til
þess að kanna bókhald hjá fyrir-
tækjum, en nú heyrir það fortíðinni
til.
Garðar Valdimarsson skattrann-
sóknarstjóri var spurður að því
hvort illa héldist á mannskap og
hvort það veikti ekki kerfið að
vitneskja læki út. „Jú að sjálfsögðu
veikir það kerfið. Það segir sig
sjálft. Við erunt ekki nægilega
ánægðir með hve mannaskipti hafa
verið ör í gegnum árin. Það hefur
þó heldur skánað í seinni tíð. Það
er þó staðreynd að við höfum misst
marga góða menn, vegna launa, í
skattakerfinu í heild,“ sagði
Garðar. -ES
Albert skrópaði!
„Það er rétt Albert Guðmunds-
son iðnaðarráðherra mætti ekki
til ríkisstjórnarfundar í morgun.
Ég veit ekki af hverju sú fjarvera
stafaði. Ef til vill er hann eftir sig
vegna langrar dvalar erlendis
undanfarið. Ég geri fastlega ráð
fyrir því að hann mæti í framtíð-
inni, enda gerir stjórnarskráin
ráð fyrir því að ríkisstjórnarfund-
ir séu haldnir og þá um leið að
ráðherrar sæki fundina," sagði
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra í samtali við Tím-
ann í gær.
Að venju fundaði ríkisstjórnin
í gær, en vikulegir samráðsfundir
ráðherra eru á þriðjudagsmorgn-
um. Iðnaðarráðherrra stóð við
fyrri yfirlýsingu sína um að mæta
ekki til ríkisstjórnarfunda nema í
sérstökum tilvikum og sat sem
fastast í ráðuneytinu í gærmorg-
un. Hann kom til landsins að
lokinni tveggja vikna dvöl erlend-
is síðastliðinn laugardag og því
hefur ekki reynt á fyrirheit ráð-
herrans fyrr en í gær.
-SS