Tíminn - 23.04.1986, Side 2

Tíminn - 23.04.1986, Side 2
2 Tíminn Miövikudagur 23. apríl 1986 Skýrsla Sverris um Lánasjóöinn: Borgarstjórn: Mun stjórna LIN Dagmömmur með reglugerðum .heim Ráðherra vili 3,5% vexti og hertar endurgreiöslur U£|| | Kll IIICI Skýrsla menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna var afhent alþingismönnum í gær. Ráð- herra hafði áður boðað að lagt yrði fram frumvarp um sjóðinn fyrir þinglok, en vegna ágreinings meðal stjórnarliða um málið kemur skýrsl- an í þess stað. í inngangi að skýrslunni nefnir Sverrir Hermannsson þennan ágreining og segir m.a.: „Nú hafa stjórnarflokkarnir gert með sér sam- komulag um að nefna tvo menn hvor í samstarfsnefnd um málið sem sam- ræmi sjónarmiðin fyrir þing á hausti komanda. Ég tek það fram að ég álít að flokkana skilji ekki mjög mikið að um afstöðu í máli þessu, enda hefur hæstv. forsætisráðherra gefið mér heimild til að stjórna breyttum starfsháttum LÍN með reglugerðum svo langt sem þær kunna að ná.“ Menntamálaráðherra segir í skýrslunni að einstæð kjör náms- lána, léleg endurheimta þeirra og ófyrirséð fjölgun námsmanna hafi valdið því að málefni Lánasjóðsins hafi farið úr böndunum. Mikil ásókn væri í rífleg lán, sem enga vexti bera og lánþegar viti að verulegur hluti lánanna verði að auki afskrifaður vegna endurgreiðslureglna. Ráðherra vill að skýrt verði af- markað í lögum hverjir teljist vera í aðstoðarhæfu námi, að ekki verði tekið tillit til tekna námsmanna við útreikning lána, að fjárhæð lána og styrkja ákvarðist af heildarráðstöf- unarfé sjóðsins, að skipan stjórnar LÍN verði breytt, að tekið verði upp lántöku- og innheimtugjald, að stjórn LÍN verði að taka tillit til fjárveitinga Alþingis hverju sinni, að fyrsta árs nemum verði veitt sérstakt skuldabréfalán til tveggja ára, að Lánasjóðurinn veiti lánþeg- Frjálsar eldspýtur og vindlingapappír Um þessar mundir streyma ný lög frá Alþingi, eins og jafnan síðustu dagana fyrir þinglok. Flest laganna eiga rætur sínar að rekja til stjórnar- frumvarpa sem stjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á að afgreiða áður en sumar gengur í garð og þingmenn halda heimleiðis. Meðal þeirra frumvarpa sem hafa verið afgreidd sem lög undanfarið má nefna frumvarp um söluskatt, um Siglingamálastofnun, um Söfnun- arsjóð íslands, um varnir gegn mengun sjávar, um Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra, um Atvinnuleysistryggingasjóð, um al- mannatryggingar, og um verslun ríkisins með áfengi. Síðasttalda frumvarpið varðar í raun breytingu á lögum um verslun ríkisins með eldspýtur og vindlingapappír. Inn- flutningur á þessum vörutegundum er gefinn frjáls, en gert ráð fyrir að ríkið nái inn væntanlegu tekjutapi með sérsköttun. Til viðbótar má nefna að frumvarp um breytingar á lögum um happ- drætti H.í. hefur verið samþykkt, frumvarp um veitingu íslensks ríkis- borgararéttar, um breytingu á út- varpslögum, um breytingu á lögum um húsaleigusamninga, um Utflutn- ingsráð, um Innheimtustofnun sveit- arfélaga, um þjóðarátak vegna Þjóð- arbókhlöðu, og um lögverndun starfsheitis kennara og skólastjóra. -SS -tillaga um rýmkun niðurgreiðsluákvæöa um reglulega upplýsingar um heild- arnámsskuld hverju sinni, að náms- lán beri 3,5% vexti, að endur- greiðslutími námslána verði styttur úr 40 í 30 ár auk þess sem tekjuteng- ing afborgana verði lögð af og lánin endurgreiðist að fullu, og að teknir verði upp sérstakir námsstyrkir. í lok skýrslunnar segir m.a.: „Samkvæmt þessari niðurstöðu þarf ríkisstjórn og Alþingi að sjá fyrir á hausti komanda 258 milljónum króna í fjárútvegun vegna LÍN og hlýt ég nú, til að eyða allri óvissu, að lýsa yfir að ég mun beita mér fyrir að svo muni verða gert, enda hefi ég samþykkt ríkisstjórnarinnar fyrir þessari yfirlýsingu.“ -SS Gerður Steinþórsdóttir (Fram- sóknarfl.) lagði fram á borgar- stjórnarfundi í fyrrakvöld tillögu þess efnis að reglum um niður- greiðslu daggjalda vegna dagvistar á einkaheimilum yrði breytt. Breytingin sem Gerður lagði til felst í því að einstæðum foreldrum, verði veittur sá kostur að fá niður- greiðslu daggjalda ef þau kjósa að fá dagmóður til að gæta barnsins á eigin heimili. Þetta er ekki mögu- legt skv. núgildandi reglum þar sem barnið þarf að fara á heimili dagmóðurinnar. Jafnframt lagði Gerður til að niðurgreiðslur sem þessar verði greiddar fyrr en nú er gert og ekki síðar en 15. hvers mánaðar. I tillögunni er gert ráð fyrir að komi dagmæður á heimili barnsins gildi sömu reglur um sam- þykki barnaverndarnefndar og eftirlit umsjónarfóstru með heimil- inu eins og í gildi eru um dagmæður nú. í rökstuðningi sínum benti Gerður á að þessi breyting gæti haft í för með sér umtalsverða hagræðingu fyrir einstæð foreldri, einkum þar sem um fleiri en eitt barn væri að ræða. Tillagan hlaut góðar undirtektir í borgarstjórn, en þó var ákveðið að vísa henni til stjórnar dagvista. “ -BG .... —■ ........... Flugleiðir selja Hátel Örk í Hveragerði bréf sín í Amarflugi: Helgi Þór hlýtur að hafa 'lausn á vanda Amarflugs 4A Einar Agústsson jarðsunginn Útför Einars Ágústssonar sendiherra og fyrrverandi utanríkisráðherra fór frain í Dómkirkjunni í gær. Séra Ólafur Skúlason dómprófastur jarðsöng og organisti var Martin Hunger Friðriksson. Mikið fjölmcnni var við útförina. Tímamynd: S\t'rrir llllllll VEIÐIHORNIÐ llllllliUmsjón Eggert SkúlasonI Veiðiráðstefna á Loftleiðum - aðgangur ókeypis Landssamband veiðifélaga gengst fyrir veiðiráðstefnu laugar- dag og sunnudag á Hótel Loftleið- um. Veiðimenn sem flestir eru nú farnir að smyrja hjólin og huga að græjunum eru hvattir til þess að mæta og ræða málin og hlýða á þau erindi sem flutt verða. Til þess að hita mannskapinn upp verður hald- ið kastmót á Laugardalsvellinum, þar sem menn geta kastað flugu eða einhverju þyngra. Keppnin hefst klukkan níu á laugardags- morgun og eru öll tæki til staðar. Það er völlurinn suður af sundlaug- inni sem notaður verður. Verðlaun verða veitt á ráðstefnunni. Á laugardeginum flytja þeir er- indi; Rafn Haffjörð en hann verð- ur með myndasýningu og frásagmr af ýmsum veiðistöðum, Vilhjálmur Lúðvíksson og fjallar um veiði- heimspeki, siðfræði veiðimannsins og fleira, Jón Kristjánsson veltir fyrir sér spurningunni af hverju tekur hann? Takist Jóni að svara þeirri spurningu gæti svo farið að met-veiðiár væri í uppsiglingu. Að sjálfsögðu verður það formaður landssambandsins Gvlfi Pálsson sem setur ráðstefnuna. Á sunnudeginum flytur Hans Nordeng erindi. Hannes Hafstein frá Slysavarnafélaginu fjallar um nauðsyn öryggis við ár og vötn. Stefán Jónsson ræðir um veiðibók- menntir og eðli veiðisagna. Loks munu þeir Kolbeinn Grímsson og Þorsteinn Þorsteinsson fjalla um veiðitæki og notkun þeirra. í hléum gefst mönnurn tækifæri til þess að rifja upp veiðisögurnar og krydda þær sem ekki eru nægi- lega bragðbættar. Myndband verð- ur í gangi og í anddyrinu liggja frammi veiðiblöðin. Fluguhnýting- armenn verða að störfum. Sem sagt hægt að taka forskot á sæluna fyrir sumarið með því að kanna andrúmsloftið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.