Tíminn - 23.04.1986, Page 4
Sean Connery
gefur
föðurleg
ráð
- og Jason fer eftir þeim
nyjum sjónvarpsþáítum
„Þú skalt gera það sem þér þykir skemmtilegast að fást
við. Annars verðurðu hara leiðindapúki!“
Þetta eru lífsreglurnar sem Sean Connery hefur lagt syni
sínum Jason, sem nú er orðinn 23ja ára og hefur tekið föður
sinn á orðjnu. Jason hefur komist að þeirri niðurstöðu að
það sem honum þyki skemmtilegast aö fást við sé að leika,
enda má segja að hann eigi ekki langt að sækja það. Móðir
hans er leikkonan Diane Cilento sem nú er húsett í
Ástralíu, en faðir hans hýr nú á Spáni.
Jason átti sér annan framtíöardraum um tíma. Þegar
hann stundaði nám við fínustuogdýrustuskóla Bretlands,
þar sem hann var m.a. bekkjarbróðir Edwards prins, ól
hann meðsér þann draum að verða atvinnumaður í sundi.
Seani
Connery
lék Hróa
höttíkvik-
nrynd
1976.
En hann komst fljótlegaað raun um þaðaðsundþjálfunin
við þessa frægu skóla var rekin af slíku kappi að hann varð
algerlega afhuga frekari kynnum af þessari göfugu íþrótt.
„Við vorum látnir æfa 8 tíma á dag og hárið á mér varð
grænt, puttarnir allir krypplaðir og neglurnar linar af öllu
þessu sulli. Ég var búinn að fá nóg,“ segir Jason.
Nú er það leiklistin sem á hug hans allan. Hann er farinn
að leika í sjónvarpsþáttum sem nefnast Hrói í Skírisskógi
oger nýfarið að sýna í Bretlandi. Ogeins og við var að búast
er frammistaða hans dæmd í samanburði við föður hans,
sem lék Hróa hött í kvikmynd fyrir lOárum. „Þeir segja að
ég eigi ekki sömu töfrana og pabbi, en hann hefur 25 ára
reynslu aðbaki. Égerréttað byrja,“ segirJason. Oghann
stendur á því fastar en fótunum að hann eigi aldrei eftir að
feta fullkomlega í fótspor pabbagamla, hann eigi t.d. aldrei
eftir að taka að sér hlutverk James Bond.
Hrói í
Skírisskógi
t'er engum
silkihönsk-
um um óvini
sína.
Jason lief'ur engan tíma
haft til að leika sér
stúlkuni, en í sjónvarps-
þáttunum leikur Judi
Trott Marian og það fer
ágætlega á með þeim
Miðvikudagur 23. apríl 1986
;ll!!l!l!l!llll!l!lllllll!!l útlönd lilllllf
LUNDÚNIR — Bresk stjórn-
völd hafa látiö handtaka 21
Líbýumann og veröur þeim
vísað úr landi af öryggisástæö-
um. Heimildir innan ríkisstjórn-
arinnar herma aö einn mann-
anna sé þjálfaður flugmaöur
sem rætt heföi um vilja sinn til
aö fljúga sjálfsmorösflug
bandarísk skotmörk.
VESTUR-BERLIN - Pal-
estínumaöurinn sem handtek-
inn var vegna gruns um aö
hafa átt aðild aö sprengitilræð-
inu á skemmtistaönum í Vest-
ur-Berlín er bróöir mannsins
sem haldið er í Lundúnum. Sá
reyndi að smygla sþrengju um
borö í ísraelska flugvél og
notaði til þess farangurstösku
írskrar vinkonu sinnar.
MOSKVA — Háttsettur
starfsmaöur sovéska utanrík-
isráöuneytisins sagöi stjórn-
völd sín hafa sannanir fyrir því
að Bandaríkjamenn hefðu
misst fleiri flugvélar en þá einu
sem stjórnvöld í Washington
sögöust hafa misst. Starfs-
maðurinn sagöi tæknilegar aö-
feröir sýna aö fimm flugvélar
heföu farist.
TRÍPÓLÍ — Muammar Ka-
dafy Líbýuleiðtogi líkti Reagan
Bandaríkjaforseta viö „nýnas-
ista“ í yfirlýsingu sem gefin var
út í gær. Kadafy sagöi þjóö
sína muna berjast gean heims-
valdastefnu þar til friður ríkti á
jörðinni.
TOKYO — Líkur á batnandi
stööu bandaríska dollarans
voru ekki miklar í gær. Dollar-
inn var þá seldur í Asíu lægra
en nokkur sinni fyrr í saman-
buröi viö japanska yenið og í
Lundúnum hélt dollarinn áfram
að falla.
GENF — Sérfræöingar sögöu
þá ákvöröun OPEC-ríkjanna
aö setja aöeins hófleg fram-
leiðslutakmörk ekki koma til
meö aö hafa áhrif á heims-
markaðsverð á olíu til að byrja
meö. Hins vegar eru fram-
leiðslutakmörkin aö sögn sér-
fræöinganna hluti af langtíma-
áætlun sem miðar aö því aö
OPEC-ríkin nái aö nýju völdum
yfir markaðinum.
AMMAN — Skothríö braust
út á skrifstofu Yasser Arafats,
leiðtoga Frelsissamtaka Pal-
estínuaraba (PLO), í Amman í
gær. Aö sögn sjónarvotta
særöust tveir menn en Arafat
sjálfur var ekki á skrifstofunni.
Hann er um þessar mundir í
Bagdad.
GENF — Sovéska sendi-
nefndin sagöi á fundi fjörutíu
þjóöa um afvopnunarmál aö
stjórnvöld lands síns væru
reiðubúin aö eyöileggja efna-
vopnaverksmiðjur sínar i
viöurvist erlendra eftirlits-
manna. Yrði slík eyöilegging
liður í tillögum Sovétmanna
um alþjóðabann gegn notkun
slíkra vopna.
JAKARTA — Paul Wolfow-
itz sendiherra Bandaríkjanna í
Indónesíu sagöi stjórnvöld sín
ekki ætla að stofna til viðskipta-
og stjórnmálatengsla viö Víet-
nam fyrr en herir þeirra yröu á
brott frá Kambódíu.
BONN — Heimildir innan
vestur-þýsku ríkisstjórnarinnar
hermdu í gær að fækkaö yröi
mjög verulega i sendiráðsliði
líbýska sendiráösins í V-
Þýskalandi og einnig myndu
vestur-þýsk yfirvöld kalla heim
helming starfsliösins í sendi-
ráöi sinu í Trípólí. Alls vinna
rúmlega fjörutíu manns í
sendiráöi Líbýumanna en
vestur-þýsk stjórnvöld munu
ætla sér aö fá þann fjölda niður
fyrir fimmtán manns.