Tíminn - 23.04.1986, Page 12

Tíminn - 23.04.1986, Page 12
Akranes Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins að Sunnubraut 21 verður opin fyrst um sinn alla virka daga kl. 20.30-22.00, um helgar frá kl. 14-18 sími 2050. Heitt kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Framsóknarfélögin á Akranesi Grindavík Kosningaskrifstofa Framsóknarfélags Grindavíkur hefur verið opnuð að Suðurvör 13. Kosningasímar 8410 og 8211. Kosningastjórar: Kristinn Þórhallsson, Sími 8022 og Svavar Svavars- son, simi 8211. Aðalþjónustan verður í síma 8211 fyrst um sinn. Keflavík Skrifstofa Framsóknarflokksins að Austurgötu 26 verður opin mánu- daga til laugardaga frá kl. 16.00-18.00. Stuðningsfólk Framsóknar- flokksins er hvatt til að líta inn, ávallt heitt á könnunni. Framsóknarfél. Keflavík 30. apríl kl. 20.30-22.30 Æskulýðsmál, íþróttamál og skólamál. Komdu og nýttu þér taekifærið. Vertu með í stefnumótun. Frambjóðendur Framsóknarflokksins. Akranes Selfossbúar Opið hús á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 18.00 og 19.00 að Eyrarvegi 15. Komið og ræðið málin. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss Landbúnaðarráðstefna - Hvoli, Hvolsvelli Kl. 13:00 Setning. Arnar Bjarnason, formaður landbúnaðarnefndar SUF Kl. 13.15 Markmið landbúnaðarins. Guðni Ágústsson, Bolli Héðinsson. Kl. 13.45 Tryggir núverandi landbúnaðarstefna hagkvæman landbúnaðar- rekstur og þarfir neytenda? Bjarni Guðmundsson, Vilhjálmur Egilsson. Kl. 14.15 Markaðs- og samkeppnismöguleikar íslenskra landbúnaðarafurða á erlendum mörkuðum. Magnús Friðgeirsson. Kl. 14.45 Nýjar búgreinar. Snorri Þorvaldsson Kl. 15.00 Kaffihlé Kl. 15.30 Landbúnaður frá sjónarhóli dreifbýlis og þéttbýlis. Jón Magnússon, Björn Líndal, María Hauksdóttir. Kl. 16.15 Fyrirspurnir og pallborðsumræður Kl. 18.00 Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri: Arnar Bjarnason. 12 Tíminn DAGBÓK Miðvikudagur 23. apríl 1986 Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sumardaginn fyrsta 24. apríl 1986. Árbæjarprestakall Fermingarguðsþjónusta í Safnaðarheim- ili Árbæjarsóknar sumardaginn fyrsta kl. 11 árdegis. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Berg- ur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Organleikari Guðni P. Guðmundsson. Sr. Ólafur Skúlason. Kirkja heyrnarlausra Fermingarguðsþjónusta kl. 14 í Hall- grímskirkju. Sr. Miyako Þórðarson. Seljasókn Skátaguðsþjónusta í Ölduselsskólanum kl. 11. Hrefna Arnalds prédikar. Sóknarprestur. Fríkirkjan í Hafnarfirði Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30 og kl. 14.00. Sr. Einar Eyjólfsson. Skátamessa í Keflavíkurkirkju Á sumardaginn fyrsta verður skáta- guðsþjónusta í Keflavíkurkirkju kl. 11.00. Árni V. Árnason talar, skátar aðstoða við messugjörð. Sóknarprestur. Fermingar Árbæjarsókn Ferming í Safnaðarheimili Árbæjarsúkn- ar sumardaginn fyrsta, 24. apríl kl. 11 árdegis. Prestur: sr. Guðmundur Þorsteinsson Bergþóra Fjóla Bjarnadóttir. Vesturási 50 Erla Björk Emilsdóttir, Rauðási 21 Hanna Sólrún Antonsdóttir. Hraunbæ 85 Sigrún Laufey Sigurðardóttir, Hraunbæ 150 Birkir Þór Bragason, Fjarðarási 20 Björn Logi Þórarinsson, Hraunbæ 134 Bogi Örn Birgisson. Hraunbæ 55 Gunnar Þór Pctursson. Hraunbæ 70 Magnús Magnússon, Brekkubæ 12 Vilhjálmur Pálsson, Seiðakvísl 15 Kirkja heyrnarlausra Ferming í Hallgríinskirkju sumardaginn fyrsta, kl. 14.00. Prestur sr. Miyako Þórðarson. Guðmundur Kjartansson, Heiðarvegi 22 Keflavík Jóel Eiður Einarsson, Melbæ 35 Karenina Kristín Chiodo, Austurbcrgi 30 Fríkirkjan í Hafnarfirði Ferming sumardaginn fvrsta kl. 10.30 Prestur: Einar Eyjólfsson Albert Brynjar Elísson, Klausturhvammi 1 Elínbjört Halldórsdóttir, Grænukinn 27 Fanney Jóna Magnúsdóttir, Vitastíg 6A Grétar Þór Agnarsson. Alfaskeiði 125 Guðrún Mjöll Róbcrtsdóttir, Sléttahrauni 27 Hilmar Örn Erlendsson, Álfaskeiði 82 Helga Sigríður Þórsdóttir, Urðarstíg 8 Högni Friðþjófsson, Setbergi 3 Kristín Guðmundsdóttir, Stekkjarhvammi 56 Magnús Stephensen Magnússon. Hrauntungu 22 Magnús Björn Sveinsson, Sclvogsgötu 20 Magnús Stephensen, Hraunhólum 16 Gb Ólafía Helgadóttir, Laufvangi 4 Sonja Fríða Jónsdóttir. Hólabraut 3 Ferming kl. 14.00 Alexander Magnússon, Mávahrauni 27 Bjarni Vcstmar Björnsson, Sævangi 19 Bjarni Ágúst Sigurðsson, Hverfisgötu 35 Davíð Arnar Stefánsson, Erluhrauni 5 Helga Kristín Gilsdóttir. Arnarhrauni 46 Hansína Guðmundsdóttir, Svalbarði 6 Hjálmar Örn Guðmarsson. Ölduslóð 41 Lilja Berglind Sigurðardóttir, Álfaskeiði 94 Linda Jóhannsdóttir. Fagrabergi 38 María Eiríksdóttir, Hellisgötu 15 Matthías Kristjánsson, Sléttahrauni 26 Ólöf Eiríksdóttir, Hellisgötu 15 Ragnheiður Hjálmarsdóttir, Sunnuvcgi 8 Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir, Austurgötu 21 Steinþóra Þórisdóttir. Breiðvangi 52 Sumarkaffi hjá Geðhjáip Geðhjálp verður með sumarkaffi í félagsmiðstöð sinni að Veltusundi 3b við Hallærisplan, fimmtud. 24. aprt'l, sumar- daginn fyrsta. Kl. 14.00-18.00 tökum við á móti gestum sem eiga leið um miðbæinn i Reykjavík. Kaffi verður á könnunni með glæsilegu kökuúrvali. Vclunnarar sem vilja styðja félagið eru hvattir til að koma með kökur og annað meðlæti milli kl. 10.00-14.00 sama dag. Opið hús - tímar hjá Geðhjálp eru: Mánud. og föstud. kl. 14.00-17.00. Fimmtudaga kl. 20-20.30. Laugard. og sunnud. kl. 14.00-17.00. Símaþjónusta er á miðvikudögum kl. 16.00-18.00. Söngferðalag Skaftfellinga Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík ráð- gerir að fagna sumri með söngferðalagi til Hafnar í Hornafirði helgina 25.-27. apríl n.k. Sungið verður í kirkjunni á Höfn laugardaginn 26. apríl kl. 16.00, en sunnud. 27. apríl verður síðan haldið til baka og stoppað í Skaftártungu og sungið þar kl. 15.00 í nýju samkomuhúsi. Stjórn- andi kórsins er Violeta Smidova og undir- Ieikari Pavel Smid. Sumarfagnaður Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur sumarfagnað í Domus Medica í kvöld miðvikudaginn 23. apríl (síðasta vetrar- dag) og hefst hann kl. 22.00. Skcmmtiatr- iöi verða kl. 23.00. Hljómsveitin Upplyft- ing leikur. Nefndin. Sumarfagnaður Félags eldrí borgara í Reykjavík Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni efnir á morgun til sumarfagnað- ar í Sigtúni við Suðurlandsbraut á sumar- daginn fyrsta, 24. apríl næstkomandi. Samkoman hefst kl. 20.00. Skemmtiatr- iði: Einsöngur - Guðmundur Jónsson syngur við undirleik Ólafs Vignis Alberts- sonar. Upplestur: ÆvarR. Kvaran. Þá er dans. - Hljómsveitin Danssporið leikur danslög milli- og eftirstríðsáranna. Söngvari með hljómsveitinni er Krist- björg Löve. Stjórn Félags eldri borgara verður til viðtals í Sigtúni á sumardaginn fyrsta milli kl. 17.00-19.00 (milli kl. 5 og 7) og gefur upplýsingar um fyrirhugaða starf- semi félagsins. Á sama tíma hefst sala aðgöngumiða. Aðgöngumiðaverð á sumarfagnaðinn er 200 kr. Minningarkort Hjálparsveitar skáta Kópavogi Minningarkort Hjálparsvcitar skáta í Kópavogi fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Landssambands Hjálparsveita skáta, Snorrabraut 60, Reykjavik, Bóka- búðinni Vedu, Hamraborg, Kópavogi og Sigurði Konráðssyni, Hlíðarvegi 34, Kópavogi, sími 45031. Prentarinn - Málgagn Félags bókagerðarmanna 1. tbl. á árinu 1986 af Prentaranum er nýkomið út. Fyrst kom það út árið 1910, en árið 1980 var útliti blaðsins breytt, og þá tók Félag bókagerðarmanna við útgáf- unni. Meðal efnis í þessu hefti er t.d. greinar um útlit bóka og bókaútgáfu, þá er þar fjallað um iðnfræðslumál bóka- gerðarmanna. Grein er um „flexó“- prentun, sem cr prentaðferð í örum vexti. Stefán Ögmundsson skrifar um launamál. í leiðara fjallar ritstjórinn, Magnús Einar Sigurðsson, um nýgerða kjarasamninga og leggur þar áherslu á - „að laun fyrir dagvinnu verði lífvænleg". Prentarinn kemur út sex sinnum á ári og er dreift til félagsmanna og seldur þeim sem áhuga hafa á. Almennur félagsfundur F.í. Almennur félagsfundur verður haldinn í Risinu, Hverfisgötu 105. laugardaginn 26. apríl og hefst kl. 13.30 stundvíslega. Rætt verður um starf Ferðafélags íslands. Fararstjórar Ferðafélagsins sérstaklega beðnir um að mæta. Ferðafélag íslands. Helgarferðir Útivistar 1. Fimmvörðuháls gönguskíðaferð 24.- 27. apríl. Gist verður í húsum. Gengið á Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul. Brottför á sumard. fyrsta kl. 8.30. Fararstjóri er Reynir Sigurðsson. 2. Sumri heilsað í Þórsmörk 25.-27. apríl. Brottförföstud. kl. 20.00. Gist íútivistar- skálanum í Básum. Gönguferðir við allra hæfi. Kvöldvaka. Fararstjóri er Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. Upplýsingarogfarmiðar á skrifstofunni Grófinni 1. (Vesturg. 4) símar 14606 og 23732. Athugið að skrif- stofan er flutt úr Lækjargötu 6a. - Ferðafélagið Útivist. Útivistarferðir á sumardaginn fyrsta 1. Kl. 10.30 Þjóðleið mánaðarins - Svínaskarð. Þessi forna þjóðleið úr Kjós- arskarði yfir að Hrafnhólum var fjölfarin fyrrum. Gott útsýni er úr skarðinu. Til- tölulega auðveld leið. 2. Kl. 10.30 Móskarðshnúkar - Svína- skarðsleið gengin að hluta. 3. Kl. 13.00 Sumarkinn - Tröllafoss - Gengin ný skemmtileg ieið hjá Hauka- fjöllum í tilefni sumarkomu. Frítt er fyrir börn í fylgd fullorðinna. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Á sunnudag 27. apríl: Kl. 10.30 Esja - Hátindur - Esjuhom. Kl. 13.00 Kræklingafjara í Hvalfirði. Nánari upplýsingar í símsvara: 14606. Þakkarávarp Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, vinum og vandamönnum, sem meö heimsóknum og heilla- skeytum, blómum og gjöfum geröu mér ógleyman- legan sjötugasta afmælisdag minn 13. apríl sl. Guö blessi ykkur. Johanna Ingvarsdóttir. Framsóknarfólk Árnessýslu Okkar árlega sumarfagnaöi á síöasta vetrardag er frestað um óákveðinn tíma. Framsóknarfélag Árnessýslu og Félag fram- sóknarmanna Árnessýslu. Keflavík Suðurnes Hádegisveröarfundur veröur á Glóðinni í Keflavík kl. 12.00-14.00 laugardaginn 27. apríl n.k. Kynntir veröa frambjóðendur framsóknarfélaganna í Keflavík og Sandgerði, ávörþ flytja Drífa Sigfúsdóttir Keflavík og Sigurjón Jónsson Sandgerði. Allir velkomnir. Svæðisráð framsóknarmanna á Suðurnesjum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.