Tíminn - 26.04.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.04.1986, Blaðsíða 1
0 STOFNAÐUR1917 11 niiii n asa> > SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. REFSIFANGI í Hegningarhúsinu hefur fariö í hungurverkfall til aö mótmæla dómi sem hann fékk vegna líkamsárásar. Maðurinn, sem er rúmlega þrítugur, hefur veriö i hungurverkfalli í þrjár vikur en aö sögn lækna er hann ekki í lífshættu enn sem komið er. SÖNGVAKEPPNI Reykjavíkur borgar er aö komast á lokastig og hefur fimm manna dómnefnd nú valið fimm lög úr hópi 120 laga sem tónskáld og texta- höfundar sendu i keppnina. Úrslitalögin fimm verða flutt opinberlega í síöari hluta maímánaðar og úrslitin veröa gerö kunn j byrjun júní. I dómnefndinni eru Birgir ísleifur Gunnarsson, Friðrik Þór Friöriks- son, Kristín Ólafsdóttir, Gunnlaugur Helgason og Svavar Gests. STÝRIMANNASKÓLINN heldur sérstakan kynningardag í dag þar sem gestum veröur gefinn kostur á aö skoöa skólann og kynna sér tækjabúnað. Slysavamafélagíð veröur meö sýningu á notkun fluglínutækja og Landhelgisgæsl- an sýnir björgun úr þyrlu. GARÐABÆR fagnar því nú aö liðin eru 10 ' ár frá því staðurinn fékk kaupstaöarréttindi og verður sérstök há- tíöadagskrá í gangi alla þessa viku í tilefni af þessum tímamótum. VERKFALL löndunarmanna í Vestmannaeyjum hefur oröiö til þess aö togarar þaöan verða að landa annars- staðar. Verkfallið er til komiö vegna deilna um greiðslur viö löndun þar sem hluti afla fer í gáma. JARÐHITASKÓLI Sameinuöu þjóöanna er nú aö hefja sitt áttunda starfsár og veröa þar nú 11 nemendur frá sjö löndum þriðja heimsins. Allir eru nemendurnir jarö-eölis og verkfræðingar sem starfa viö jarðhitastofnanir og fyrir- tæki í sínu landi og hafa allt að 18 ára starfsreynslu. GUÐFRÆÐINEMAR í Há skóla íslands samþykktu á aöalfundi sínum fyrir skömmu að skora á Alþinai (slendinga aö beita sér fyrir því aö prestkosningar veröi aflagðar. Er þetta rökstutt meö því aö ekki sé viö hæfi aö prestar, einir embættismanna, þurfi aö ganga í gegnum tíma- og fjárfrekar kosn- ingar til aö fá stööu. KRUMMI Það er greinilegt að konur á Akureyri eru löghlýðnari en annarsstaðar. Ungfrú Akureyri Gígja Birgisdóttir var á föstudagskvöldið kjörin fegurðardrottning Akureyrar í hófi ■ Sjallanum. Gígja er 18 ára gömul. Helga Björg Jónasdóttir var kjörin Ijósmyndafyrirsæta ársins og einnig vinsælasta stúlkan ■ hópnum. Þessi mynd var tekin af Gígju eftir að búið var að krýna hana Ungfrú Akureyri. 1986. Tímamynd: Hía Kaupmáttur tryggingabóta hefur stööugt hækkað s.1. 2 ár: Kaupmáttur mæðra launa meiri en 1980 - um 21 þús. á mánuði með 3 börnum Breytingar hjá ísafjarðarlögreglu: Magnústil ísafjarðar hefur aukist yfir 60% á þessu tímabili. Mæðralaun með 1 og 2 börnum hefur þó hækkað hlutfalls- lega mun meira en nieð3 börnum. I fréttabréfi Kjararannsóknar- nefndar er rakin kaupmáttarþróun helstu tryggingabóta undanfarin ár og er þá útgangspunkturinn 1980 = 100. Kaupmáttur clli- og örorkulíf- eyris að viðbættri tekjutryggingu var kominn niður í 94,3 á 1. ársfjórðungi 1983 og varð lægstur 78.3 í lok þcss sama árs. Síðan hefur kaupmáttur þessara bóta ltækkað stöðugt og var kominn í 93.3 á siðasta ársfjórðungi 1983. eða nær það sama og í ársbyrjun 1983. Varðandi bárnalífcyri og meðlag var kaupmáttur þcirra bóta kom- inn niður í 84.9 í ársbyrjun 1983 og komst ncðst í 68,7 í lok þess árs. Kaupmáttur þeirra bóta hcfur síð- an þokast upp á við og var kominn í 88,4 í lok síöasta árs sem var vel yfir kaupmættinum í ársbyrjun 1983, sem fyrr greinir. Kaupmáttur mæðralauna mcð þrem börnuln er nú miklu meiri en liann hcfur uokkru sinni vcriö. Fyrri kaupmáttartoppur þessara bóta var 113 árið 1972 miöað við 100 árið 1980, þ.e. hann hafði þá lækkað um rúm 13% frá 1972 til 1980. Frá 1980 var síðan um stöð- uga lækkun að ræða, niöur í 85 í ársbyrjun 1983 og neðst í 82,7 í lok þess árs, er liann varð lægstur. Stóra stökkið upp á viö varð síðan á 2. ársfjórðungi 1984 þegar kaup- máttur mæðralauna með 3 börnum komst í 125,6 og í árslok 1985 var hann kominn í 138.3. Kaupmáttur meðlaga og mæðralauna saman- lagöra cr nú meiri en liann var árið 1980. Þess má gcta að mæðralaun mcð 2 börnum hafa hækkað hlul- fallslega meirti en með 3 börnum og með 1 barni um tvöfalt meira en með 3 hörnum. Einfaldur ellilífcyrir og örorku- lífcyrir liafa hækkað mun minna en þær bætur sem ncfndar hafa verið að framan, þ.e. tekjutryggingin hcfur liækkað mun meira. Sam- kvæmt fréttabréfi Tryggingastofn- unar njóta aftur á móti um % elli- og örorkulífeyrisþcga cinnig tekju- tryggingar, en mikill fjöldt ellilíf- cyrisþega er líka enn í starfi eftir 67 ára aldur, scm kunnugt er. Einn af rcyndustu mönnum lögreglunnar í Reykjavík, og af mörgum talinn sá harð- skeyttasti, Magnús Einarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn er á förum til ísafjarðar nú um mánaðamótin, til þess að taka við stöðu Braga Bcinteinssonar yfírlögregluþjóns á staðnum. Bragi kemur suður og tckur viö varðstjórastöðu í Kópa- vogi. Ástæður þess að Magnús heldur vestur með stuttum fyrirvara, er að Braga er óskað suður sem fyrst. „Þetta er millibils ástand sem verið er að brúa, þar til staðan verður auglýst í maímánuði," sagði Ólafur K. Ólafsson fulltrúi bæjarfógeta í samtali viö Tím- ann í gær. Sá kvittur hefur komist á kreik að Magnús, sem hefur haft yfirumsjón með víkinga- sveitinni um nokkurn tíma, væri sendur vestur til þess að „taka til“ eins og það hefur verið orðað. Ekkcrt er til í þeim kvitti segja Magnús, Bragi og Ólafur fulltrúi. -ES Kaupmáttur helstu lífeyristrygg- ingabóta frá Tryggingastofnun hef- ur aukist stöðugt og vcrulega undanfarin tvö ár. Kaupmáttur þeirra er njóta ellilífeyris og ör- orkulífeyris að viðbættri tekju- tryggingu var í lok 1985 kominn í u.þ.h. það sama og hann var á 1. ársfjórðungi 1983, kaupmáttur meðlaga er kominn vel yfir það sem hann var þá og kaupmáttur mæðralauna með þrem börnum Stórfellt tjón vegna reykskemmda í íbúö: Kviknaoi í út frá þvottavél Þvottavél og þurrkari sem skilin voru eftir í sambandi í íbúð í blokkinni númer þrjú við Neðsta- leiti í Reykjavík í gærdag, urðu eldi að bráð. Húsráðandi fór úr íbúðinni laust eftir klukkan fjórtán og var þá allt eins og vcra bar. Tæpum tveim tímum eftir að hús- ráðandi fór að heiman barst slökkvi- liði Reykjavíkur tilkynning um reyk sem lagði út úr íbúðinni á þriðju hæð. Allt innbúið í íbúöinni er mikiö skemmt, og einnig dýr tæki, sem þurrkari og þvottavél eru. Sltikkvi- lið sendi þrjá slökkviliösbíla á vettvang og tvo sjúkrabíla. íbúðin reyndist vera mannlaus. Slökkvistarf stóð í rúmartuttugu mínútur, og var íbúðin loks reyk- ræstuð. -ES „Við sendum reykkafara inn í íbúðina og hann sá strax að eldur var eingöngu bundinn við þvotta- herbergi í íbúðinni en þykkur reyk- ur var um hana alla,“ sagði Matth- ías Eyjólfsson varðstjóri hjá slökkviliðinu í gær. Engir reykskynjarar voru í íbúð- inni, en það cr álit þeirra sem fylgdust með brunanum að þeir hefðu getað vakið fólk fyrr til vitundar um það scm var að gerast. Slökkviliðsmenn voru fljótir að ráða niðurlögum eldsins, en skemmdir á innbúi eru stórfelldar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.