Tíminn - 26.04.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.04.1986, Blaðsíða 8
v^pAS'o sis W %/s\^' Heilsugæslustöð og viðbygging við Sóivang í Hafnarfirði Tilboð óskast í að steypa upp 1. hæð og gera tilbúna undir tréverk heilsugæslustöð við Sólvang í Hafnarfirði 650m2. Einnig að gera tilbúna undir tréverk viðbyggingu við Sólvang, sem búið er að steypa upp, kjallara 575m2 og 1. hæð 790m2. Verkinu skal að fullu lokið 1. mars 1987. Útboðs- gögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7. Rvk. gegn 5.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstud. 23. maí 1986, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf tæknifulltrúa á svæðisskrifstofu Rafmagns- veitnanna á Hvolsvelli. Óskað er eftir rafmagns tæknifræðingi eða manni með sambærilega menntun. Starfið felst m.a. í hönnum, áætlana- gerð, eftirliti, uppbyggingu og rekstri rafveitukerfis. Nánari upplýsingar um starfið gefur rafveitustjóri Rafmagnsveitnanna á Hvolsvelli. Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannadeild fyrir 15. maí 1986. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118, 105 Reykjavík. ''/m \ Útboð VEGAGERÐIN Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Efn- isvinnslu á Suðurlandi 1986. (Magn 54.500m3). Verki skal lokið fyrir 1. október 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 28. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 12. maí 1986. Vegamálastjóri. Auglýsing um verð á grásleppuhrognum Samkvæmt framreiknuðum grunni á verði upp úr sjó 1985, er verð grásleppuhrogna á þessari vertíð upp úr sjó kr. 93,10 pr. kg. í þessu verði er kostnaðarhlutdeild og stofnfjársjóðstillag innifal- ið. Samtök grásleppuhrognaframleiðenda Bændur Tvo mjög samrýmda duglega stráka á fimmtánda aldursári vana sveitarstörfum langar til þess að fá vinnu í sveit ef mögulegt er á sama bæ, eða nálægt hvor öðrum. Geta byrjað upp úr mánaðamótum apríl-maí. Upplýsingar í síma 76352 Heiðar og 73508 Sigmar._____________ 8 Tíminn Laugardagur 26. apríl 1986 ÍÞRÓTTIR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllll Pressuleikur í blaki Lárus Guðmundsson skaut Uer- dingen í þriðja sætið í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu fyrir leikina í dag er hann skoraði eina mark leiks Uerdingen gegn Frankfurt á fimmtu- daginn. Lárus fékk þá sendingu frá Atla Eðvaldssyni félaga sínum og skoraði af öryggi sitt annað mark í tveimur leikjum. Lárus hefur leikið mjög vcl í lokaslagnum hjá Uerding- en og Atli rcyndar líka. ■ Nú er Ijóst hvaða lið spila í undanúrslitum hollensku bikar- kcppninnar í knattspyrnu. Ajax, sem teljast líklegastir til sigurs, mæta NEC Nijmegen og í hinum leiknum spila 2. deildarlið RBC Roosendaal og Den Haag. Leikirnir fara fram þann 8. maí. ■ Nú er líklegast að ítalir muni ekki heimila liðum að kaupa er- lenda knattspyrnumcnn fyrir næsta keppnistímabil. í tvö ár hafa ítölsk lið ekki fengið að kaupa erlenda leikmenn. Búist var við að þessu banni yrði aflétt eftir HM í Mexíkó en ef marka má orð forseta Knattspyrnusambands Italíu, Matarrese, þá verður bann- ið í gildi áfram. Ástæðan er sú að knattspyrnuyfirvöld óttast að liðin rjúki upp til handa og fóta og kaupi leikmenn of dýrum dómi og hljóti af fjárhagslcgan skaða. ■ Suður-Kóreumenn hafa ákveðið að þeirra besti leikmaður fái ekki að taka þátt í HM í knattspyrnu vegna þess „að hann hefur misst alla virðingu fyrir landi og þjóð“. Knattspyrnumað- urinn Kim Jong-Boo hefur lent í hneykslismáli varðandi félaga- skipti sín. Hann samdi fyrst við Hyundai en skipti síðan snarlega og samdi við Daewoo. Bæði liðin eru styrkt af stórum auðhringum og hefur mál þetta vakið mikla athygli. Hefur knattspyrnusam- band S-Kóreu nú ákveðið að hann fái ekki að leika í Mexíkó þrátt fyrir að vera einn besti leikmaður landsins. ■ Þjálfari Pólverja i knattspyrnu hefur ákveðið að segja af sér ef liðinu gengur ekki nógu vel í Mexíkó. Þjálfarinn, Antoni Piec- hniczek, hefur þó vaðið fyrir neð- an sig og segist vonast til að hans lið komist í aðra umferð í keppn- inni. fslenska landsliðið í blaki hefur nú verið valið. Liðið á að kcppa á Norðurlandamótinu í blaki sem hefst um næstu helgi í Digranesi í Kópavogi. Landsliðið er þannig skipað: Landsmót að Varmá Stjórn Ungmennafélags fslands hefur ákveðið að fela UMSK að halda Landsmót UMFÍ árið 1990. Landsmótsstaður verður Varmá í Mosfellssveit. Það verður20. Lands- móti UMFf. Engir atvinnumenn Ólympíuleikarnir í Seoul verða ekki opnir fyrir alla íþróttamenn, áhuga- sem atvinnumenn. Þetta staðfesti Juan Antonio Samaranch forseti Alþjóðaólympóunefndarinn- ar við blaðamenn í gær. Ólympíu- nefndir hver í sínu landi hafa farið fram á meiri tíma til að velta svo alvarlcgu máli fyrir sér og því er Ijóst að ekkert verður úr því að atvinnu- menn fái að keppa í Seoul. ■ San Marino hefur fengið að- gang að knattspyrnusambandi Evrópu í tvö ár til reynslu. San Marino er smáríki á ítaliu og tala íbúarnir ítölsku. í ríkinu er knatt- spyrnukeppni árlega sem er eins- konar smá deildarkeppni. ■ Franski landsliðsmaðurinn Jean-Marc Ferreri sem spilaði með Auxerre í frönsku knatt- spyrnunni hefur gert samning við Bordeaux til fimm ára. Ferreri er aðeins 23 ára. Þá hefur Strassborg, sem sennilega fellur í 2. deild í dag, gert samning við Peter Reichert frá Stuttgart. Hann getur þó farið frá félaginu ef það vinnur sér ekki sæti í 1. deild á ný. ■ Töluverðrar svartsýni gætir nú hjá bandarískum íþróttayfirvöld- um varðandi keppnisferðir íþróttahópa til Evrópu. Vegna atburðanna í Líbýu og ótta við hryðjuverk í Evrópu þá hafa nokkur íþróttasambönd og íþróttahópar í Bandaríkjunum hætt við ferðir til Evrópu og nú eru menn jafnvel uggandi um hvort Bandaríkjamenn mæti á stórmót eins og HM í sundi í Madrid og HM unglinga í frjálsum í Aþenu. ■ UEFA-þing var haldið í Port- úgal í þessari viku. Forseti UEFA, Jacques Georges, var endurkjör- inn forseti og fjórir af fimm með- limum framkvæmdanefndarinnar voru endurkjörnir. Einn þeirra, Ellert Schram formaður KSÍ, vék úr ncfndinni fyrir Finnanum Lauri Poyhonen. ■ Bobby Moore, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, sagði af sér sem framkvæmdastjóri Southend í 4. deild ensku knattspyrnunnar. Ástæðumar voro persónulegar að hans sögn. Páll Svansson, ÍS Einar Hilmarsson, Þrótti Guðmundur E.Pálsson, Þrótti Haukur Valtýsson, ÍS Ástvaldur J. Arthúrsson, HSK Sveinn Hreinsson, Þrótti Jón Árnason, Þrótti Lárentsínus Ágústsson, Þrótti Þorvaldur Sigfússon, tS Stefán Jóhannesson, Víkingi Leifur Harðarson, Þrótti fyrirlidi Kjartan Busk, HK Landsliðið mun í dag etja kappi við harðsnúið Pressulið sem skipað er einvala mönnum sem ekki fannst sæti fyrir í landsliðinu. Leikurinn verður í Digranesi í dag og hefst hann kl. 14.15. Pressulið er skipað eftirtöldum mönnum: Þröstur Friðfinnsson, Víkingi Kristján Már Unnarsson, Fram Samúel örn Erlingsson, Þrótti Ólafur Traustason, Fram Sigurdur Guðmundsson, Víkingi Friðjón Bjarnason, ÍS Þórir Schoith, ÍS Friðbert Traustason, Víkingi Guðmundur Kærnested, ÍS Bjarni Þórhallsson, Víkingi. ítalir mæta Spánverjum Pað verða ftalir og Spánverjar sem spila um Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu landsliða U-21 árs. ítalir gcrðu jafntefli við Englend- inga, núverandi meistara, 1-1 íSwin- don og unnu 3-1 samanlagt. Spánverjar unnu Ungverja eftir framlengingu þar sem tveimur Ung- verjurn var vikið af velli 4-1 og samanlagt 5-4. Leikurinn var á Spáni og ekki ætlar af velgengni og heppni Spánverja á heimavelli að ganga. Skemmst er að minnast úrslita í Evrópukeppnunum í síðustu vikum. Lakers í úrslit L.A. Lakers bættust í hóp þeirra liða sem komin eru áfram í úrslita- keppninni í NBA körfuknattléikn- um sem nú stendur yfir í Bandaríkj- unum. Lakers unnu Spurs 114-94 í þriðja leik liðanna. Pá eru Nuggets einnig komnir áfram eftir 116-112 sigur á Trailblazers en Bullets og 76ers hafa unnið tvo leiki hvort eftir 116-111 sigur Bullets í fyrrinótt. Aukastig til Vals Valsmenn náðu sér í aukastig í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu á fimmtudgskvöldið er þeir sigruðu Ármenninga 7-1. Pað er ljóst að í undanúrslitunum mæta Víkingar KR og Valur spilar við Fram. Þau lið sem sigra spila um Reykjavíkur- meistaratitilinn. Fram er núverandi Reykjavíkurmeistari. Ribe til landsins Ribe, danska handknattleiksliðið með þá Gunnar Gunnarsson, Gísla Felix Bjarnason og Anders Dal Nils- en í fararbroddi kemur til landsins um helgina. Mun liðið leika gegn Úrvalsliði sem íþróttafréttamenn velja í Laugardalshöll á mánudags- kvöldið. Auk þessa leiks þá verða ýmsar uppákomur m.a. tískusýning, klappstýrur og innanhússknatt- spyrna. M0LAR M0LAR Þessar kampakátu stúlkur eru landsliðsstelpur í körfuknattleik sem keppa á NM í körfuknattleik um helgina. Tímamynd: Sverrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.