Tíminn - 26.04.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.04.1986, Blaðsíða 16
 ATVINNUMENN - , íþróttum munu ekki fá aö taka þátt í næstu Ólympíuleikum sem veröa í Seoul. Alþjóöaólympíunefndin ákvaö þetta eftir fund meö fulltrúum ólympíu- nefndar víðsvegar úr heiminum. Nefndirnar vildu fá meiri tíma til aö hugsa málið. Viö munum því varla sjá Maradona, Becker eða Larry Bird á næstu Ólympiuleikum. Kynning á dagvistarmálum Reykjavíkur: Allir á dag- heimili í næstu viku í tilefni 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar Athafnasamur hópur á Grænuborg. Bak við þau er líkan sem þau hafa búið til - meö aðstoð fóstranna sinna - af hverfinu sínu í nágrenni heimilisins. Á líkanið hafa þau búið til húsin sem þau búa í, byggð úr Legokubbum. Allir borgarbúar eru velkomnir í heimsókn í næstu viku. Tímamynd Sverrir. Lögreglan á Akureyri: „Stefnan að ráða ekki konur í ár“ - segir yfirlögregluþjónninn Erlingur Pálmason Foreldrum og öðrum þeim sem áhuga liafa á að kynnast starfi harna á dagheimilum Reykjavikurborgar gefst kjörið tækifæri til þess í riæstu viku. I tilefni af 200 ára almæli borgarinnar hefur verið ákveðið að bjóða alla vclkomna í heimsókn á heimilin frá kl. S-l I fyrir hádegi og 13 til. 17 eftir hádcgi alla vikuna frá mánudegi til föstudags. Á mörgum hcimilanna hafa börn- in undirbúið þessa viku meö vinnu við ýmiss vcrkefni er tcngjast borg- inni þcirra, sem þau hafa útfært i líkönum og myndum. Alls starfrækti Rcykjavíkurborg 57 dagvistarstofnanir á síðasta ári fyrir samtals 3.746 börn. Til viöbótar þeim tæplega 76 milljónum króna scm foreldrarnir greiddu fyrir giesl- una lagði borgin fram um 255 millj- ónir króna niöurgreiðslu cða að meðaltali um 68 þús. krónur meö hverju barni. Lang dýrust er dvölin á dagheimilunum - eða 142 þús. krónur að meðaltali fyrir hvert pláss á síðasta ári. þar af var hlutur borgarsjóðs tæplega 110 þús. krónur en foreldranna rúmlcga 31 þús krónur. Ekki cr því ólíklegt að finna megi dæmi þess að kostað hafi um 280 þús. krónur að gæta tveggja Arnarflug: „Jú ætli þeir Arnarflugsmcnn sem á annað borð hafa misst svefn að undanförnu geti ekki sofnað rólegir, þetta er orðið ákveðið." sagði Agnar Friðgeirsson framkvæmda- stjóri Arnarflugs í gær aðspurður um hvort ákvörðun um hlutafjár- aukningu bindi enda á andvökunæt- ur Amarflugsmanna. Þeir aðilar, sem að undanförnu hafa staðið í viðræðum við núver- andi stjórn Arnarflugs um hlutafjár- aukningu félagsins ákváðu í gær að veita 96,7 milljónum króna nýju hlutafé í fyrirtækið. Er það öll sú hlutafjáraukning sem heimild var veitt fyrir á síðasta aðalfundi félags- ins. Alls mun hið nýja hlutafé koma frá 13 aðilum að minnsta kosti, en það eru Helgi Þór Jónsson, Magnús Gunnarsson, Guðlaugur Bergmann, Hörður Einarsson, Sveinn R. barna láglaunakonu til þess að hún gæti sjálf farið út að vinna fyrir 220-240 þús. króna árstekjum. Leikskólaplássin eru miklu ódýr- ari eða tæplega 40 þús. krónur ú livert barn í fyrra, hvarafforeldrarn- ir greiddu hútt í helminginn. Auk þeirra 3,746 barna scm borg- in sá um daggæslu á, voru 1.237 í gæslu hjú dagmæðrum um síðustu áramót, en slíka gæslu greiddi borgin niður um rúmar 16 millj. króna samtals á síðásta ári. Þá cru ónefndir 28 gæsluvellir sem börn heimsóttu um 191 þús. sinnum á síðasta úri. Kostnaður borgarinnar af rekstri þeirra var um 28 millj. króna á árinu, eða 147 krónur á hverja heimsókn til viðbótar við þær 10 krónur sem forcldrarnir greiddu. Það gjald er nú 15 krónur fyrir hvcrja heimsókn. en stendur undir aðeins bróti af kostnaöinum. í desember sl. voru 1.010 manns á launum hjá Reykjnvíkurborg vegna framungreindrar daggæslu barna auk rúmlega 4(M) dagmæðra sem þá voru starfandi. Þcss skal getiö að skrifstofa Dagvistar Reykjavíkur- borgar hefur nú flutt í Hafnárhúsið í Reykjavík, en lokað skrifstofum sem áður voru á Njálsgötu og Forn- haga. Eyjólfsson, Einar Sveinsson, Sam- vinnuferðir, Ferðaskrifstofan Atl- antic, Ferðaskrifstofan Terra, Hótel Holt, Hótel Saga, Vífilfell hf. og Hagvirki. Ekki er ákveðið hvernig hlutafjár- aukningin skiptist milli þessara að- ila, en þeir funduðu með stjórn Arnarflugs í gær og kom þar fram að þeir telja að skilyrðum sem upphaf- lega voru sett um niðurfærslu núver- andi hlutafjár í 10% af nafnvirði og ríkisábyrgð á 2,5 milljón dollara láni, hafi verið fullnægt, og að þeir telja líklegt að viðunandi samningar takist við lánardrottna Arnarflugs. Samkvæmt frétt frá þeim hópi sem að hlutafjáraukningunni standa, var þessi ákvörðún þeirra skriflega stað- fest í bréfi til stjórnar Arnarflugs í gær. Stefnt er að því að ganga endanlega frá þessum málum á næstu 2-3 vikum. -BG Fimm konur sóttu um sumar- störf hjá lögreglunni á Akureyri nú fyrir skömmu. Aö sögn Erl- ings Pálmasonar yfirlögreglu- þjóns á Akureyri var tekin upp sú stefna að ráöa cngan kven- mann í lögreglunaá þessu ári.28 lögregluþjónar eru á Akureyri ogenginn kvenmaðurstarfandi. „Það hefur fækkað í lögregl- unni hér og því er verra að hafa fólk sem ekki er fært í hvað sem er. Við erum vissir um að kven- maður getur komið að gagni við sum störf en ekki öll. Það liggur alveg ljóst fyrir. Hvað er það annars sem rekur ykkur til þess að vera að skipta ykkur af því sem ykkur kemur bókstaf- lega ekkert við,“ sagði Erlingur. Það kom fram í samtalinu við Erling að konur féllu illa til átaka og var það eina ástæðan sem hann tiltók um vanhæfni kvenna til starfans. Tíminn hafði samband við Ólöfu Pétursdóttur formann Janfréttisráðs og bar málið undir hana. Hún benti á fimmtu grein laga um jafna stöðu kvenna og karla. Þar segir. „Atvinnurek- endum er óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kynferði og gildir það m.a. varðandi...." í öðrum tölulið segir, „ráðningu, setn- ingu eða skipun í starf.“ „Til þess að hægt sé að dænia um það hvort þarna sé um brot að ræða, þá þarf maður að hafa umsóknirnar fyrir framan sig og kanna alveg hlutlægt hvort við- komandi geti uppfyllt öll þau skilyrði sem atvinnuveitandinn óskar eftir að viðkomandi geti uppfyllt. En það að synja um starf á grundvclli kynferðis ein- göngu, án þess að kanna hvort viðkomandi getur uppfyllt starf- ið er brot á lögunum,“ sagði Ólöf þegar hún var spurð hvort hún teldi vera um brot á þeim lögum að ræða. Hún tók það fram að kæra vegna þessa máls hefði ekki borist til Jafnréttis- ráðs. - ES Austantjalds skip við landhelgina Um fimmtíu verksmiðjuskip eru nú að veiðum rétt utan við 200 mílna landhelgina. Öll eru skipin frá austantjaldslöndum, Sovétríkj- unum. Búlgaríu, A-Þýskalandi og Póllandi. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hafa skipin haldið sig á þessum slóðum. rétt fyrir utan landhelgina út af Reykja- nesi í tæpar þrjár vikur. Gæslan fylgist náið með ferðum þeirra, en ekkert ólöglegt athæfi hefur sést. Talið er að annar hópur verksmiðju- skipa sé lengra fyrir utan landhelg- ina, en ekki hefur fengist staðfest- ing á því. Fiskur sá sem verksmiðjuskipin veiða á þessum slóðum er karfa- stofn sem ekki hefur verið nýttur af íslendingum. Togarar reyndu að veiða á þessum slóðum fyrir tveim- ur árum, en fiskurinn var ekki talinn nægilega góður til vinnslu. Skipin sem eru á þessum slóðum eru geysilega afkastamikil og öll yfir 2.500 tonn. Þau halda sig á mjög afmörkuðu svæði, sem er um tuttugu fermílur. -ES Hlutafjáraukning Arnarflugs í höfn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.