Tíminn - 26.04.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.04.1986, Blaðsíða 11
Tíminn 15 Laugardagur 26. apríl 1986 Frá síðasta íslandsmóti. íslandsmeistararnir Sigtryggur Sigurðsson og Páll Valdemarsson spila við Símon Símonarson og lón Ásbjörnsson. Tímamynd Sverrir Bridgesambandið styrkir 5 pör til Miami: Aukabúnaður fyrir einmenningstölvur 23. apríl 1986 í framhaldi af útboði á einmenningstölvum , sem fram fór 1984, óskar einmenningstölvunefnd ríkis- ins eftir upplýsingum um búnað sem á boðstólum er og getur aukið fjölhæfni og vinnslugetu IBM einmenningstölva og samlíkra tölva. Þar á meðal: Diskar, segulbandsstöðvar, minnis- stækkanir, hliðargjörvar, fjölnotaspjöld með tengi- búnaði s.s. einrása (seríai port), fjölrása hliðum (parallel port), og klukku. Ennfremur er óskað eftir upplýsingum um prent- ara: nálaprentara, leturhjólsprentara og hljóðláta hágæðaprentara. Nánari upplýsingar veita Bjarni Júlíusson, Fjár- laga- og hagsýslustofnun og Jón Þór Þórhallsson, SKÝRR. Upplýsingarnar óskast sendar til: Einmennings- tölvunefndar ríkisins, Fjárlaga- og hagsýslustofn- un, Arnarhvoli. Islandsmeistararnir fá ferð í verðlaun Bridgesambandið hefur ákveðið að styrkja fimm pör til farar á Heimsmeistaramótið í tvímenning sem halda á í Miami í Bandaríkjun- um í haust. Þrjú efstu pörin á íslandsmótinu í tvímenning fá kost á þessum styrk en önnur pör geta sótt um hin sætin tvö, fyrir 15. maí. Flugfarið til Miami verður senni- lega borgað fyrir íslendsmeistarana í tvímenning, en Bridgesambandið hefur ekki ákveðið hvað styrkur til annarra para verður hár. Þó er sennilegt að hann verði fólginn í því að keppnisgjaldið verður greitt, en það er 250 dollarar á par. Það verður því til nokkurs að vinna, auk heiðursins og dollunnar, á íslandsmótinu í tvímenning sem spilaður verður nú um helgina. Spilamennskan hefst í dag á Loft- leiðum kl. 13.00 og lýkur seinni part sunnudags. 24 pör berjast þar um íslandsmeistaratitilinn, og spiluð verða 5 spil á milli para, alls 115 spil. Þar sem þetta verður síðasta ís- landsmót á keppnistímabilinu verða veitt verðlaun til þeirra sem unnið hafa til slíks í vetur. Auk þess fá 11 manns afhent viðurkenningarskjöl frá Alþjóðabridgesambandinu fyrir að hafa tekið þátt í tveim eða fleiri Ólympíumótum. Að auki fær einn nýbakaður stórmeistari afhenta grandnál. Landsliðsmál Samþykkt hefur verið að bæta tveim spilurum í lið yngri spilara sem keppir á Evrópumótinu í Ung- verjalandi, þeim Antoni Gunnars- syni og Ragnari Magnússyni. Þá hefur verið ákveðið að skrá Sævar Þorbjörnsson og Dröfn Guðmunds- dóttur í liðin sem keppa á Norður- landamótinu í Noregi í Júní, en þau eru bæði búsett í Danmörku. Þau Dröfn og Sævar verða til taks á mótsstað ef eitthvað kemur upp á. Bridgedeild Breiðfirðinga Matthías Þorvaldsson og Hrannár Erlingsson unnu Mitchelltvímenn- ing félagsins og eina parið sem veitti þeim einhverja keppni voru foreldr- ar Matthíasar, Þorvaldur og Svava. Úrslit í 3. umferð mótsins urðu þessi: Úrslit í 3. umferð mótsins urðu þessi: A-riðill: Karen-Þorvaldur Óskarsson 439 Bragi Erlendss.-Ríkarður Steinbergs. 423 Jóhann Jóhannss.-Kristján Sigurgeirss. 420 B-riðill: Gunnar Þorkelsson-Bergsveinn Breiðfj. 425 Baldur Ásgeirsson-Magnús Halldórsson 424 Guðlaugur Sveinsson-Magnús Svcrrisson 413 Heildarúrslitin urðu þessi: Matthías Þorvaldss.-Hrannar Erlingss. 1290 Þorvaldur Matthíasson-Svava Ásgeirsd. 1268 Magnús Oddsson-Jón Stefánsson 1251 Bragi Erlendsson-RíkarðurSteinbergss. 1236 Jóhann Jóhannss.-Kristján Sigurgeirss. 1197 Árshátíð deildarinnar verður haldin í Hreyfilshúsinu föstudaginn 2. maí, kl. 20.30 og hefst með félagsvist í léttum dúr. Síðan verða afhent verðlaun fyrir keppnir vetrar- ins og að því búnu stiginn dans fram eftir nóttu. Fyrirhugað er síðan að spila eins kvölds tvímenningskeppni í maí þar til sumarspilamennska hefst. Frá Bridgefélagi Akureyrar: Lokið er 14 umferðum af 17 í Halldórsmótinu, sem er sveita- keppni með board-a-match sniði. Alls taka 18 sveitir þátt í mótinu. Staða efstu sveita fyrir síðasta spila- kvöldið er: Mörður Blöndal ...................... 252 Jón Stefánsson ..................... 232 Stefán Vilhjálmsson.................. 232 Páll Pálsson . .................... 231 Gunnar Berg ........................ 231 Stefán Sveinbjörnsson ............... 230 Sl. helgi var spilað á Húsavík, sveitakeppni á 8 borðum við heima- menn þar. Keppt var um bikar sem Búnaðarbankinn, útibú á Akureyri gaf til keppninnar. Akureyringar sigruðu með talsverðum mun. Þess má að lokum geta, að stjórn Bridgefélags Akureyrar hefur í hyggju að tölvuvæða félagið, og í því sambandi festa kaup á tölvu. Senni- lega eru þeir þar með orðnir fyrstir hérlendis bridgefélaga til að tölvu- væða starfsemina. Frá Bridgefélagi Tálknafjarðar: Firmakeppni félagsins, sem jafn- framt er meistaramót í einmennings- keppni hófst sl. mánudag. Alls taka 20 spilarar þátt í keppninni. Eftir 1. spilakvöldið af 3 er staða efstu firma/spilara þessi: Bókhaldsstofan 155, spilari Krístín Magnúsdóttir. Hraðfrystihús Tálknafiarðar 136 stig, spilari Þórður Reimarsson. Þórsberg 134 stig, spilari Heiðar Jóhannsson. V.B. Frigg 130 stig, spilari Steinberg Ríkharðsson KaupfélagV. Barðstrendinga 128 stig, spilari Stefán Haukur Ólafsson Bridgefélag Sauðárkróks Aðalsveitakeppni félagsins er lok- ið og urðu úrslit þessi: Bjarki Tryggvason..................... 166 Sigurgeir Angantýsson ............... 119 Kristján Sölvason ................... 117 Margrét Guðvinsdóttir................ 108 Stubbur.............................. 102 í sigursveitinni spiluðu Einar Svansson, Skúli Jónsson, Halldór Tryggvason og Bjarki Tryggvason. Einar og Skúli unnu einnig aöal- tvímenning félagsins sem spilaður var um helgi. Úrslit urðu þessi: Einar Svansson-Skúli Jónsson 77 Bjarki Tryggvason-Halldór Tryggvason 53 Páll Hjálmarsson-Björn Guðnason 28 Jón Örn Berndsen-Gunnar Þórðarson 26 Gunnar Pétursson-Halldór Jónsson 24 Tafl* og Bridgeklúbburinn Síðastliðið fimmtudagskvöld var keppt í Mitchell tvímenningog urðu úrslit sem hér segir: Norður: Guðm. Thorsteinss.-Gísli Stcingrímss. 259 Anton R. Gunnarss.-Tómas Sigurjónss. 252 Auðunn Guðmundss.-Guðm. Eiríkss. 234 Jón Steinar Ingólfss.-lngólfur Böðvarss. 231 Vestur: Jakob Ragnarsson-Friðgcir Guðnason 270 Dóra Friðleifsd.-Guðjón Ottósson 241 Guðlaugur Nielsen-Óskar Karlsson 231 Gylfi Gylfason-Jónas Ólafsson 221 Föstudaginn 2. maí n.k. koma Akureyringar í heimsókn og taka þátt í sveitakeppni (6-8 sveitir) og hefst keppnin kl. 19.30. Daginn eftir eða laugardaginn 3/5 verður opinry tvímenningur með félögum T.B.Ki. og B.A. Öllum félögum er heimil þátttaka. Hefst sú keppni kl. 13.30. Spilað verður báða dagana að Síðu- múla 35, (Skagfirðingaheimilið). Félagar eru hvattir til að mæta þar sem þetta er síðasta keppni vetrarins á vegum T.B.K. Skagfirðingar Sl. laugardag sóttu Skagfirðingar norðan heiða okkur heim til spila- mennsku. Spilað var á 9 borðum. Leikar fóru þannig, að sunnanmenn sigruðu á 7 borðum og hlutu 186 stig, en norðanmenn á 2 borðum og hlutu 72 stig. Um kvöldið var gestum boðið á Hótel Sögu og var nokkurt jafnræði með liðum þar. Sl. þriðjudag var framhaldið eins kvölds tvímenning hjá félaginu. Úr- slit urðu þessi: N/S: Ingvar Hauksson-Sverrir Kristinsson 421 Jón Þorvaröarson-Þórir Sigurstcinsson 394 Ari Konráðsson-Kjartan Ingvarsson 387 Jakob Kristinsson-Garöar Hilmarsson 382 A/V: Hrannar Erlingss.-Matthías Þorvaldss. 366 Jón Viðar Jónmundss.-Þórður Þórðars. 362 Magnús Ólafsson-Páll Bergsson 351 Ármann J. Lárusson-Karólína Svcinsd. 350 32 pör mættu til leiks. Og næstu þriðjudaga verður fram- haldið eins kvölds tvímennings- keppnum. Spilað er í Drangey/ Síðumúla 35. Ollum velkomin þátt- taka mcðan húsrúm leyfir. GuðmundurSv. Hermannsson Laus staða Laus er til umsóknar hlutastaöa dósents í kven- sjúkdómafræöi og fæöingarhjálp viö læknadeild Háskóla íslands, sbr. 10.grein laga nr. 77/1979 um Háskóla íslands. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráöuneytinu fyrir 25. maí 1986. Menntamálaráðuneytið, 22. apríl 1986. Sóknarfélagar Aöalfundur starfsmannafélagsins Sóknar veröur haldinn í fundarsal félagsins Skipholti 50a þriðju- daginn 29. apríl kl. 20.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál Sýnið skírteini Stjórnin. Aðalfundur Verkakvenna- félagsins Framsókn verður haldinn mánudaginn 28. apríl n.k. kl. 20.30 aö Skipholti 50A, Sóknarsalnum. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Félagskonur fjölmenniö. Sýniö skírteini við inn- ganginn. Stjórnin. Félag starfsfólks í veitingahúsum auglýsir eftir umsóknum félagsmanna um dvöl í sumarhúsum að Húsafelli og Svignaskaröi. Umsóknir þurfa að berast fyrir 9. maí, úthlutaö veröur 14. maí. Stjórn Orlofsheimiiasjóðs. Bifreiðastjórafélagið Sleipnir heldur félagsfund þriöudaginn 29. apríl 1986 kl. 20.00. Fundarstaður Hótel Esja. Fundarefni: Staöan í samningunum. Daníel Óskarsson formaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.