Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miövikudagur 21. maí 1986 FRETTAYFIRLIT JÓHANNESARBORG Stjórnvöld í Suður-Afríku, sem flest ríki heims hafa gagnrýnt harðlega fyrir árásina á ná- grannaríkin þrjú, varði í gær aðgerðir sínar á þeim forsend- um að enginn annar möguleiki hefði verið fyrir hendi. Gengi suður-afríska randsins fór mjög halloka á gjaldeyris- mörkuðum í kjölfarárásarinar. HARARE - Utanríkisráð- herrar nágrannaríkja Suður- Afríku hófu í gær viðræður er tengdust árásum hers Suður- Afrikustjórnar á Botswana, Zambíu og Zimbabwe. BRUSSEL - Fram- kvæmdastjórn Evróþubanda- lagsins (EC) tók þátt í alþjóða- gagnrýni á árásir Suður- Afríkuhers á nágrannalönd sín þrjú. í yfirlýsingu fram- kvæmdastjórnarinnar var gefið í skyn að bandalagsríkin væru að íhuga efnahagsþvinganir gegn Suöur-Afríku vegna ár- ásanna. MOSKVA - Feliþe Gonz- alez forsætisráðherra Sþánar átti fimm klukkustunda fund með Mikhail Gorbatsjov í þess- ari fyrstu heimsókn spænska forsætisráðherrans til Moskvu. COLOMBO - Stjórnvöld á Sri Lanka sögðu hernaðarað- gerð sínar gegn Tamilum á Jaffnaskaganum hafa tekist vel og hafa sýnt skæruliðum fram á að þeir gætu ekki sjórn- að þessu svæði að vild sinni. SEOUL -Stúdent fráSuður- Kóreu lést í gær eftir að hafa borið eld að sér og stokkið fram af þaki. Stúdentinn tók þátt í mótmælaaðgerðum er beindust gegn ríkisstjórn landsins og Bandaríkjunum. LUNDÚNIR - Hópur sendi- manna frá Breska samveldinu sem reynt hefur að koma á samningaviðræðum milli stjórnar Suður-Afríku og svartra skæruliða sagði árásir Suður-Afríkuhers hafa skemmt fyrir viðræðunum en ekki bundið enda á tilraunir sendihópsins. PARÍS - Allt virtist benda til í gær að harðar og óvægnar umræður ættu eftir að fara fram um tillögur hinnar nýju stjórnar hægrimanna um að snúa aftur til meirihluta kosn- ingakerfisins. HONG KONG -Stjórnvöld í Kína og á Formósu skrifuðu undir sinn fyrsta sáttmála í 37 ár. í honum var formleaa fallist á aö Kínverjar skiluðu aftur flutningavél frá Formósu og áhöfn hennar. Hljómsveit F.H.U. (Félags harmonikuunnenda). Stjórnandi er Reynir Jóhannsson. ( l ímamvndir GE) Fyrsti einleikarinn var Júlíus Þór, 10 ára gamall. Hjá honum stendur kennari hans, Karl Jónatansson. Jakob Ingvars' >n, 15 ára leikur einleik. Þcssir ungu harmoniku- leikarar vöktu aikla athygli. Þcir sýna aö vinsa iir harmonikiinnar eru síður en svo að deyja út. Shirley Temple er vafalaust frægasta barnastjarna kvikmynd- anna fyrr og síðar þó að langt sé um liðið og hún fyrir löngu fullorð- in, orðin 58 ára. En þó að liðnir sé fimm áratugir síðan hún naut hvað mestra vinsælda er hún enn ógleymd og góð söluvara. Á því áttaði hann sig fram- leiðandinn að nýrri Shirley Temple dúkku. sem nú er hafin sala á í Bandaríkjunum fyrir 90 dollara stykkið. Fyrirmyndin er Shirley í uppáhaldshlutverki sínu í mynd- inni „Stand Up and Cheer". sem gerð var þegar Shirlcy var aðeins 5 ára. Slöngulokkarnir frægu eru á sínum stað og krullaði lokkurinn sem fellur fram á ennið. En nú hefur Shirley loks gefið skýringu á honum. „Rétt áður en átti að taka upp stóra dansatriðið mitt datt ég og rak mig í. Ég fékk stóra kúlu á ennið yfir vinstra auga. Mamma greiddi lokkinn yfir kúluna svo að Shirley Temple er orðin 58 ára og hefur eytt fullorðinsárunum í að vasast í pólitík fyrir repúblikana- flokkinn. Hér lieldur hún á eftir- mynd af sér 5 ára, en dúkkurnar þær arna eru góð söluvara. hún sæist ekki." segir hún. Og þá vitum við það. Garðar Olgeirsson, bóndi í Hellis- Sigurbrandur Dagbjartsson, 12 ára, holti, Hrunamannahreppi, er einn þenur nikkuna. af fremstu harmonikuleikurum hér á landi. Harmonikan sem Garðar er með á myndinni, er handsmíðuð, - ekki fjöldaframleiðsla. Gunnar Guðmundsson, hinn kunni harmonikuleikari. Hann leikurmjög vel á harmoniku, þrátt fyrir að hann er blindur og vantar hægri hendi. Hann vakti mikla athygli fyrir snilld- arleik sinn. „Miöað við aðstæður á hann heimsinet!" heyrðist sagt þegar hann var að spila. Frændurnir Finar Guðmundsson frá Ak. ,ri og Jón Hrólfsson, hinn kunni harmonikuleikari og lagasmiður. F.inar er eini fastráðni harmoniku- leikarinn á íslandi. Hann er atvinnukennari i harmonikuleik. Hátíð harmon- ikunnarí Broadway Margir l'ærustu harmonikulcikarar landsins komu saman í Broadway sunnudaginn 11. maí og „lciddu þarsaman hcsta sína“. Bæði komu þar fram cinlcikarar og hljómsvcitir. Einnig var þarna danssýning frá Nýja dansskólanum og píanóleikari scm lck mcð tríói í vcitingahlci. Þarna voru saman komnir aö minnsta kosti 50 harmonikukapp- ar, ýmist scm cinlcikarar cða í hljómsveitum. Viö birtum hér með nokkrar myndir frá „hátíð harmonikunnar." LOKS SKÝRING Á LOKKNUM Á ENNINU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.