Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 6
Tímiiin MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarf réttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrniLund OddurÓlafsson Guðmundur Flermannsson EggertSkúlason Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Sjálfstæðisflokkurinn hafn- ar konum í borgarstjórn Sigrún Magnúsdóttir, sem skipar 1. sæti á lista Fram- sóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum um næstu helgi, skrifaði fyrir skömmu grein í DV þar sem hún ræðir um einræði núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Sigrún bendir á að meðan Framsóknarflokkurinn átti aðild að þeim meirihluta sem fór með stjórn borgarinnar hafi margt verið leyst úr fjötrum langrar valdasetu Sjálfstæðisflokksins. Lýðræðisleg vinnubrögð voru inn- leidd og margir tóku þátt í stefnumótun og ákvörðunar- tökum. Umræðan um borgarmálefni var bæði almenn og opin. Á þessum tíma var upprættur klíkuskapur og mismunun þegnanna sem sjálfstæðismenn höfðu stuðlað að á fimmtíu ára valdaferli. Dregið var úr völdum embættismanna sem sumir hverjir litu á sig sem gæslumenn Sjálfstæðisflokksins fremur en starfsmenn fólksins. Nú virðist allt vera aftur komið í sama horf á ný. Almenn umræða um borgarmál er því sem næst horfin. Völdin hafa safnast á fárra manna hendur og fljótfærnis- legar skyndiákvarðanir komnar í stað lýðræðislegrar umfjöllunar. Til að tryggja völd sín og áhrif enn frekar hefur sjálfstæðismeirihlutinn samþykkt fækkun borgarfulltrúa. Þannig eru vinnubrögðin. Sigrún gerir að umtalsefni í grein sinni þverrandi áhrif 'kvenna innan Sjálfstæðisflokksins. í prófkjöri þeirra var þeim vikið til hliðar. Þrátt fyrir opinberar yfirlýsingar sjálfstæðiskvenna um ábyrgð og völd innan flokksins eru þær mjög óánægðar með sinn hlut á framboðslista flokksins. Þær hljóta að bera sig saman við kynsystur sínar í öðrum flokkum og sjá þá augljóslega að þær eru lítið metnar í samanburði við þær. í Sjálfstæðisflokknum eru auðvitað konur sem eru fullkomlega færar um að taka á sig þá ábyrgð sem felst í því að sitja í borgarstjórn. Því gremst sjálfstæðiskonum að flokkurinn skuli hafna þeim til þeirra starfa. ber árangur Andstæðingar Framsóknarflokksins gerðu grín að yfirlýs- ingum framsóknarkvenna þegar þær gerðu kröfu til að framboðslistar flokksins skyldu jafnt skipaðir körlum og konum. Ekki var talið líklegt að Framsóknarflokkurinn tæki tillit til óska þeirra. Staðreyndirnar tala öðru máli. Framsóknarkonur hófu öflugt starf. Fóru með félagsmálanámskeið um allt land og kynntu sín sjónarmið á fundum og meðal trúnaðar- manna flokksins. Árangurinn kemur sífellt betur og betur í ljós. Þegar hafa fjölmargar konur verið valdar í nefndir og ráð flokksins og framboðslistar hans bera það greini- lega með sér að fullt tillit hefur verið tekið til óska kvenna. í Reykjavík, Akranesi, Keflavík, Dalvík og á Raufar- höfn skipa konur efsta sæti, á 12 stöðum eru konur í öðru sæti. Á 17 stöðum eru konur í þriðja sæti. Þetta sýnir ótvírætt það traust sem flokkurinn ber til kvenna. Á sama hátt má búast við að konur skipi örugg sæti á listum flokksins við næstu alþingiskosningar. Það hefur ávallt verið skoðun framsóknarkvenna að það sé æskilegra að konur nái áhrifum innan flokkanna í stað þess að bjóða fram sérstaka lista. Sú skoðun þeirra er rétt og árangurinn af starfinu að koma í ljós. 6 Tíminn GARRI Vórn Davíðs í Ölfusvatnsmálinu Davíð Oddsson, borgarstjóri, flytur varnarræðu sína fyrír kaupunum á ölfusvatni í Morgunblaðinu í gær. Sérstaka athygli vekur, að hann minnist ckki einu orði á þær gjafir og fríðindi, sem hann færði seljend- um jarðarínnar á silfurfati, auk 60 milljónanna, sem voru kaupverð landsins. Þessar gjafir og fríðindi voru til umfjöllunar hjá Garra i gær og því óþarft að tíunda þær að nýju. Jarðakaup og vinnsluréttur I grein sinni vitnar Davíð í skýrslu Valgarðs Stefánssonar starfsmanns Orkustofnunar frá 8. nóvember 1984. Tilvitnunin cr svohljóðandi; „Þessar upplýsingar ættu að vera nægjanlegar til ákvarðanatöku um virkjun á Nesjavölluni og jafnvel ákvarðandi fyrir hve stórri virkjun hægt er að gera ráð fyrir innan núverandi landareignar hitaveit- unnar Það er þó fyrirsjáanlcgt að landareign hitaveitunnar kemur til með að takniarka vinnslu jarð- hita á þessu svæði, og ef litið er til lengri tíma (10-20 ára) er það mjög mikilsvert að hitaveitan fái vinnslurétt á mun stærru land- svæði en nu er í hennar eigu.“ Þarna kcmur mergurinn málsins. Sérfræðingur Orkustofnunar talar ekki um jarðakaup í þessu sambandi heldur um vinnslurétt á stærra lands- svæði. Það var auðvitað vinnslurétt- urinn, scm skipti máli fyrir hitaveit- una og önnur aðstaða þar að lútandi. % Ölfusvatns ofan byggðamarka Davíð lýsir síðan landkostum á ölfusvatni. Samkvæmt lýsingu hans eru nærri tveir þriðju lilutar landsins, sem keypt var, meir cn tvöhundruð metra fyrir ofan sjáv- armál - eða „ofan byggðamarka" eins og Davíð segir. Aðeins einn þriðji landsins er á láglcndi. En það eru einmitt þessir % hlutar jarðar- inuar, sem eru óbyggilegir í bröttum hlíðum Hengilsins, scm eru cftir- sóknarverðir fyrir Hitaveitu Reykja- víkur. Það er þur, sem jarðhitinn er. Ekki er þetta land eftirsótt af þeim, sem leita sér að sumarbústuðalandi! Hengill Skyggða svæðið á kortinu sy-nir Vs hluta jarðarinnar Ölfusvatns. Þetta svseði er fyrir ofan byggðamörk og þar með óbyggilegt land, en í þessum hluta landsins er einmitt jarðhitinn sem verið er að kaupa. Þetta land er ntcð öllu ónýtanlegt - nema jarðhitasvæöi þess. Og það eru þau ein, sem skipta máli fyrir Kcykvíkingu og hitaveitu þcirra. Þetta land yrði því aðeins vcrðlagt vegna hitaréttindanna og einskis annars. Mergur málsins Kaup þessa liluta landsins hefði þýtt það sama og keyptur Itefði verið jarðhitarétturinn í Íandi Ölfusvatns. Um það snýst allt málið. Kaupverð jarðhitaréttarins, vinnsluréttar Hita- veitu Reykjavíkur hefði síðan átt að metast af óvilhöllunt mönnum. Önn- ur fyrirsjáanleg og nauðsynleg aðst- aða ætti að metast á sama hátt. Þetta er vendipunkturinn í þessu deilu- máli. Hvað um Hagavík? Eins og sjá má af þeim kortum. sem fylgja grein Davíðs Oddssonar, er Ijóst, að starfsmuður Orkustofn- unar átti ekki síður við hitasvæði í jörðinni Hagavík. þegar hann segir að mikilsvert sé „að hitaveitan fái vinnslurétt á mun stærra iand- svæði“. Eins og kort Davíðs sýnir liggur jörðin Hagavík milli jarðanna Nesjavalla og Ölfusvatns, frá Þing- vallavatni til cfstu lilíða Hengilsins. Sýnist því hafa verið eðlilegra að byrja á kaupum vinnsluréttar jarð- hita í llagavíkurlandi á undan Ölf- usvatni. Ef það er stefna Davíðs, sem hann raunar lýsir yflr í grein sinni með þcim orðum að það sé „fortakslaus skylda borgarstjórnar að nota hvert tækifæri til að kaupu jaröhitalönd í nágrenni Reykjavík- ur“ þá hefur hann þar með ákveðið að næsta skreilð verði kaup á öllu Hagavíkurlandi en ckki aðeins nýt- indarrétti á jarðhitasvæðum þess. Með hinum „glæsilegu" kaupum á jörðinni Ölfusvatni hefur hann þar með vcrðlagt Hagavíkina og for- dæmiö þaðan krefst þess, aö seljend- ur landsins fái ekki minni gjafir og fríöindi en hinir stálheppnu seljend- ur Ölfusvatns, þ.á.m. að nýir eigend- ur jarðarinnar, Reykvíkingar, mcgi ckki stíga fæti á eign sína næstu 50 árin. Land hins himneska friðar Davíð segir, að þetta eigi að verða friðlönd Reykvíkinga í framtíðinni. Sannleikurinn er sá, að þetta verða friðlönd fyrrverandi eigenda í 50 ár. Þeim, sem standa undir þcssum útgjöldum nú með útsvörum sínum, verður stranglega bannaður aðgang- ur að þessum lendum sínum í hálfa öld. Friðlönd flestra þeirra verður hinum megin, þegar því banni verð- ur loks aflétt! Garri. VÍTTOG BREITT HAUSAVIXLI STÉTTASTRÍÐI Niðurstöður könnunar sem Fél- agsvísindastofnun Háskólans gerði um hvernig starfsstéttir kjósa stjórnmálaflokka er einkar fróðleg. Morgunblaðið birti í gær hvernig starfstéttirnar skiptast sem kjósendur og er þá miðað við alþingiskosningar. í mjög grófum dráttum er út- koman sú að hvað hæst hlutfall sjómanna kýs Alþýðuflokk, meg- inþorri bænda kýs Framsóknar- flokk, sérfræðingar og atvinnurek- endur kjósa Sjálfstæðisflokk en meirihluti kennara og heilbrigðis- stétta telja Alþýðubandalag og Kvennalista sína flokka. Sjálf- stæðisflokkurinn á mikil ítök með- al verkamanna, iðnaðarmanna og skrifstofufólks, en hlutfall þessara stétta • skiptist furðu jafnt á milli Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Næst á eftir bændum á Fram- ( sóknarflokkurinn hlutfallslega mest fylgi meðal sjómanna, en auk Alþýðuflokksins hallast þeir einnig að Sjálfstæðisflokki en Alþýðu- bandalagið á sáralítið fylgi meðal þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn og sér í lagi Framsóknarflokkurinn njóta lítils fylgis meðal kennara og heil- brigðisstétta. Séu teknar saman þær stéttir sem eru í ASÍ, þ.e. verkafólk, iðnaðarmenn og skrifstofufólk, sjómenn eru hér undanskildir, þar sem ætla verður að könnunin hafi náð bæði til yfir- og undirmanna. kemur í ljós að 42% meðlima alþýðusamtakanna kjósa Sjálf- stæðisflokkinn í þingkosningum. 16% þeirra kjósa Alþýðubandalag, 15% Alþýðuflokk, 13% Fram- sóknarflokkinn, 10% Kvennalista og 4% Bandalag jafnaðarmanna. Ef litið er til meðlima þeirra stétta sem eru í BSRB, þ.e. kenn- arar og heilbrigðisstéttir, kjósa 21% þeirra Sjálfstæðisflokk, 33% Alþýðubandalag, 18% Alþýðu- flokk, 3% Framsóknarflokk, 22% Kvennalista og 4% Bandalag jafn- áðarmanna. Þarna sést að það er greinilegt að Alþýðubandalag og Kvennalisti hafa góðan meirihluta í BSRB, ef miðað er við hvernig félagar aðild- arfélaganna kjósa til Alþingis Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er það borðliggjandi að um 40% launþega kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, en um 15% laun- þega kjósa Framsóknayflokk, Al- þýðuflokk eða Alþýðubandalag, hvern um sig. Höfuðstyrkur Alþýðubanda- lagsins eru kennarar og heilbrigðis- stéttir og er sama að segja um Kvennalista, nema að þar vegur skrifstofufólk talsvert þungt í kjörfylginu. Sjálfstæðisflokkurinn er sem sagt langstærsti verkalýðsflokkur- inn og Alþýðubandalagið hefur hreint ekki meira fylgi meðal verkalýðs, eða launþega innan ASÍ en Framsóknarflokkurinn eða Al- þýðuflokkurinn, og jafnvel minna ef sjómannastéttin er talin með. Alþýðubandalagið hefur löngum talið sig sérstakan málssvara verka- lýðs og hefur sjálft sig á stall sem verkalýðsflokk, en verkalýður launar greinilega ekki smjaðrið og treystir flestum öðrum flokkum betur til að tryggja hagsmuni sína. Meginkjörfylgi er greinilega meðal kennara og heilbrigðisstétta, sem og Kvennalista. En stéttir þessar eru fjölmennar og áhrifamiklar í kosningum. Yfirboð og sérþarfa- skrum allaballa virðast einnig ná eyrum þeirra, þótt verkafólk og aðrir launþegar taki lítið mark á slíku. Það hlýtur að vera framsókn- armönnum áhyggjuefni hve lítinn hljómgrunn þeir eiga meðal kennara og heilbrigðisstétta, en þar er hlutur flokksins mun lakari en meðal annarra launþega. En fólki í þessum stéttum ferfjölgandi og er til nokkurs að vinna að afla fylgis meðal þeirra. En hvað sem því líður hljóta stjómmálaflokkamir allir að endur- meta stöðu sína eftir þessa könnun, sem sýnir að verkalýðurinn kýs Sjálfstæðisflokkinn, opinberir starfsmenn Alþýðubandalag og Kvennalista, bændur eru trúir Framsóknarflokki, og er sá flokkur ekkert síður verkalýðsflokkur, en Alþýðuflokkur og Alþýðubanda-' Iag, sé tekið mið af kjörfylginu. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.