Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 24. maí 1986 Laugardagur 24. maí 1986 Tíminn 13: ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR íslandsmótiö í knattspymu - 1. deild: Valsmenn með mörkin - en Keflvíkingar voru bitlausir og úr varð 4-0 sigur Vals í Keflavík Þrátt fyrir að nokkuð jafnræði hafi verið með liðum ÍBK og Vals út á vellinum í viðureign þeirra í Kefla- vík í gær þá voru það Valsmenn sem íslandsmótið - 2. deild: Nágrannajafntefli Það var hörkuviðureign í 2. deild- inni í knattspyrnu í gær er Siglfirð- ingar fengu nágrannana KA frá Akureyri í heimsókn. Leiknum lauk með jafntefli 2-2 eftir að gestirnir höfðu verið með 2-0 forystu í leikhlér Það voru þeir Tryggvi Gunnarsson og Árni hvers son ekki er vitað sem náðu forystu fyrir KA og voru gest- irnir kampakátir í hléi. Eftir hléið komu heimamenn hressari til leiks og Jakob Kárason og þjálfarinn Gústaf Björnsson jöfnuðu leikinn áður en yfir lauk. gerðu öll mörkin fjögur sem skildu í lokin. Keflvíkingar voru ákaflega bitlausir í sókninni og gerðu sig seka um slæm varnarmistök er þeir reyndu að ná marki á Valsarana er á leikinn leið. Hilmar Sighvatsson skoraði eina markið í fyrri hálfleik er hann var óvaldaður inní teig. Keflvíkingar áttu sín færi en nýttu þau ekki. í síðari hálfleik skoraði Valur Valsson tvö mörk í röð úr skyndi- sóknum Valsara og undir lokin bætti Sigurjón Kristjánsson við marki með skoti frá vítateig. Hörmuleg byrjun ÍBK í deildinni en Valsmenn fundu loks markmöskvana. MS/Keflavík íslandsmótið í knattspyrnu - 1. deild: Glæsimark Inga Bjarnar - færði FH-ingum sanngjarnt jafntefli gegn KR í Vesturbænum - FH áfram efst ALDREI MEIRA - URVAL í barnaherbergið, í unglingaherbergið. Dæmi um verð: ..gm ítk: .... ... ÍV* Rúm með dýnu .................. kr. 8700,- Rúm án dýnu ................... kr. 4600.- Náttborð ...................... kr. 1650.- Skrifborð ..................... kr. 4800.- Fataskápur ............ kr. 6200.- Veggeining ............ kr. 6500.- Kommóða ............... kr. 4200.- Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Boltinn á leið í netið FH-ingum eftir snjallt skot Júlíusar Þorfinnssonar. Gunnar Straumland kemur engum vömum yi5. Tímamynd: Pétur íslandsmótið í 1. deild: Óvæntur skellur hjá Skagamönnum gegn Víði - Garðsbúar skoruðu eina markið og það dugði Skagamenn fengu að reyna það að það eru mörkin sem gilda í knattspyrnuleik. Víðismenn skoruðu eina markið á Skaganum í gærkvöldi og það dugði þeim í heldur óvæntan sigur 0-1. Þess má geta til gamans að á síðasta ári sigruðu Skagamenn Víði með sjö mörkum gegn engu. Það másegja að Víðismenn hafi nýtt tækifæri sín til hins ýtrasta en Skagamenn klúðruðu ótal færum og létu bjarga á línu auk annars frá sér. Það var strax í fyrri hálfleik sem markið eina kom og var vel að því staðið. Víðismenn brunuðu upp kantinn og er fyrirgjöfin kom þá tók Grétar Einarsson á móti henni og þrumaði í netið. Þetta var nánast eina færi Víðismanna í fyrri hálfleik en Skagamenn sóttu mjög. Þeir juku síðan sóknarþungann í síðari háffleik en ekkert gekk upp við markið. Vildu heimamenn eiga inni einar tvær vítaspymur en þvf var ekki svarað. Það er greinilegt að ekkert lið ætlar að gefa sig í þessu móti og Víðismenn ætla ekki að láta hrakspár þjálfara og annarra aðstandenda deildarinnar á sig fá. Þeir börðust grimmdarlega uppá Skaga og uppskáru eftir því. Fulltrúar deildarliða í Englandi: Gervigras áfram - og einnig 4. deildarliðin sem urðu neðst Árlegur fundur fulltrúa deildarliðanna í Englandi sam- þykkti í gær að veita áfram leyfi til að leika á gervigrasi í deildarkeppninni til mikils léftis fyrir Luton og QPR sem bæði leika á gervigrasi. Það voru fulltrúar Leicester sem lögðu til að gervigrasið yrði bannað. Þá samþykkti fundurinn einnig að liðin fjögur sem urðu í neðstu sætum 4. deildar, Torquay, Exeter, Cambridge og Preston, skyldu öll halda áfram í deildarkeppninni næsta ár. Loks var kjörinn nýr formaður fyrir samtök deildanna. Það er Phil Carter frá Everton en hann mun þó ekki taka við embætti fyrr en eftir fimm ár er Jack Dunnett hættir.. Pólskir til Homburg Nýliðarnir í þýsku í. deildinni í knattspyrnu, Homburg, hafa gert samning við tvo leikmenn pólska landsliðsins um að. leika með liðinu næsta ár. Pólverjarnir eru Andrzej Buncol frá Legia Varsjá og Roman Wojcicki frá Widzew Lodz. Báðir spiluðu með Pólverjum í HM á Spáni 1982. Empoli slegið út Seinni leikarnir í 8-liða úrslitum í ítalska bikarnum í knattspyrnu voru í fyrradag. Inter vann Roma 2-1 en það dugar ekki því Roma kemst áfram 3-2 samanlagt. Comd vann Verona 3-1 og 4-3 samanlagt. Loks vann Fiorentina sigur á Empoli 3-0 og 3-2 samanlagt. Leik Tórínó og Sampdoria var frestað. Zico og Cerezo heilir Brassarnir tveir Zico og Cerezo sem eru styrkustu stoðir brasilíska landsliðsins í knattspyrnu komu vel út úcæfingu hjá liðinu í gær. Þeir hafa báðir verið meiddir og var ekki talið að þeir myndu spila með í HM, alla vega ekki byrjun. Æfingin í gær var ströng og erfið en þeir kvörtuðu ekki svo það virðist sem þeir muni ná sér á strik og verða með í HM. FH-ingar eru með „spútniklið“ 1. deildar ef marka má leik þcirra gegn KR-ingum í gærkvöldi. Barátta, góðir einstaklingar og samvinna ein- kennir FH-Iiðið nú í byrjun móts og þessi atriði tryggðu Hafnflrðingun- um jafntefli gegn KR-ingum í Vest- urbænum. Sanngjörn úrslit sem gest- irnir voru ánægðir með enda við gamla stórveldið að etja. KR-ingar byrjuðu leikinn vel í gærkvöldi. Júlíus Þorfinnsson skor- aði strax á 2. mínútu, lyfti boltanum yfir Gunnar Straumland í markinu, óvænt en vel að verki staðið. 1-0. Vesturbæingarnir gáfu eftir þegar þeir höfðu skorað. FH-ingar með Inga Björn Albertsson í fararbroddi voru skæðir, Ingi sannarlega einn allra hættulegasti framherji landsins. Hann átti nokkrar marktilraunir en Sævar Bjarnason í marki KR stóð vel fyrir sínu. Hann kom inn fyrir Stefán Jóhannsson sem var veikur. Á 32. mínútu Iék Ólafur Danívals- son á þrjá KR-inga af alkunnri snilld. gaf á Inga Björn sem skoraði stór- glæsilegt mark með þrumuskoti af 20 metra færi. 1-1. Síðar hálfleikur var markalaus, nokkuð jafn en KR-ingar voru þó ívið hættulegri. Jón G. Bjarnason átti t.d. gott færi á 7. mínútu en Halldór Halldórsson, sem kom inn á í mark FH-inga í fyrri hálfleik, varði mjög vel. FH-ingar geta verið ánægðir með stigið í Vesturbænum. Þeir gáfu KR-ingum ekkert eftir. Viðar Hall- dórsson, einn besti bakvörður landsins, og Ingi Björn áttu báðir góðan leik. Ólafarnir Hafsteinsson og Jóhannesson voru sterkir á miðj- unni og Guðmundur Hilmarsson hélt vörninni saman. KR-ingar geta betur. Þeir sökn- uðu greinilega Björns Rafnssonar í framlínunni. Vörnin var sterk að venju. Loftur Ólafsson lék vel í fyrri hálfleik og Ágúst Már Jónsson tók við í þeim síðari, báðir í landsliðs- klassa. Gunnar Gíslason varnokkúð frá sínu besta á miðjunni. meiðslin sem hann hlaut í vor plaga hann enn. Sæbjörn Guðmundsson var frískur og hugmyndaríkur að vanda. Óli Ólsen dæmdi þokkalega, lét leikinn ganga, það er fyrir mestu. Afturelding sigraði Það var einn leikur í 4. deild í gærkvöldi. Afturelding sigraði Víkverja í B-riðli á gervigrasinu í Laugardal með 4 mörkum gegn 1. Mosfellingar voru sterkari aðil- inn er kom að markaskorun og komust í 4-0 með mörkum Gísla Bjarnasonar (2), Freysteins Stef- ánssonar og Ríkharðs Jónssonar áður en Tómas Sölvason minnk- aði muninn fyrir Víkverjana rétt fyrir leikslok. Lífsglaða Hamboig Á sumrin fiyst lífið í Hamborg út á götur, torg og garða. Borgin græna býður upp á svo ótrúlegt úrval alpjóðlegra skemmtana og listviðburða að pað hálfa væri nóg. Mest fer þetta fram undir berum himni, hvort sem um er að ræða rokk-konserta, sinfóníu- hljómleika, ballett eða tívolí. Og pað segir sitt um sumar- veðráttuna. Hamborg ómar af hlátri, söng og dansi. Dag eftir dag, nótt eftir nótt. Hér á eftir fer lítið brot af pví sem boðið er upp á í sumar. Cats Fyrsta uppsetningin á hin- um fræga söngleik Cats, í Þýskalandi, fer á galirnar 18. apríl í Óperettuhúsinu í Hamborg. Afmæli hafnarínnar Höfnin í Hamborg verður 797 ára á pessu ári. Afmæli hennar er árlegur stórvið- burður í borginni. Þá er skotið upp flugeldum og ýmsar skemmtanir haldnar. (7.-11. maí.) Útitónieikar Fjölmargar hljómsveitir koma fram á röð tónleika sem haldnir verða í útileik- húsi, í skemmtigarði skammt frá Saarlandsstrasse. (9. maí - 29. júní og 9. ágúst - 12. september.) Flughátíð Fuhlsbuttel, alpjóðaflug- völlurinn í Hamborg, verður 75 ára pann 8. júní. Flug- áhugamenn munu finna þar ýmislegt við sitt hæfi í fjöM breyttri dagskrá og sýning- um. í HAMBORG ERU 9 YHRBYGGÐAR GÖNGUGÖTUR ÞAR SEM HVER VERSLUNIN ER -VB AÐRA Rvikmyndir Kvikmyndaunnendur og framleiðendur hittast í Ham- burg Filmhaus til að taka þátt í evrópskri kvikmyndahátíð peirra sem framleiða ódýrar kvikmyndir. (12.-15. júní.) Beethoven Níunda sinfónía Beet- hovens verður flutt á úti- hljómleikum á ráðhústorginu 21. júní. Aðgangur ókeypis. Rithötundar Þing alþjóðasamtaka rit- höfunda (PEN) verður í Ham- borg 22.-27. júní. Efni þings- ins verður hvernig samtíma- sagan endurspeglast í al- þjóða bókmenntum. Frægir höfundar víðs vegar að úr heiminum lesa upp og taka pátt í umræðum. Sinfónían Dagana 10.-17. og 31. júlf og 8. ágúst verður haldin röð sinfóníuhljómleika undir ber- um himni, á ráðhústorginu. Sumarieikhús Alþjóðleg hátíð leikhópa í Kampnagelfabrik. Leikhóp- arnir koma frá Japan, Banda- ríkjunum og Evrópu og þeir flytja ein áttatíu verk. (1 l.júlí til 8. ágúst.) Myndlistarkonur í Hamburg Kunsthalle verður fjallað um hlut kvenna í myndlist, allt frá dögum frönsku byltingarinnar. (11. júlí til 14. sept.) Verslunarhátíð Það eru níu yfirbyggðar verslunargötur í Hamborg. Þær halda sína sérstöku hátíð í sumar og kalla til alls konar listafólk og matreiðslumeist- ara. (9.-10. ágúst.) Ballett Hamborgarballettinn held- ur sex útisýningar á ráðhús- torginu, dagana 15. til 21. ágúst. Allt á floti Fjögurra daga útihátíð verður við innra Alstervatn dagana 28.-31. ágúst. Það verður mikið um dýrðir; alls konar vatnasport, tívolí og leikir. Útihátíð fyrir alla Qöl- skylduna í fögru umhverfi. Kvennahátíð Listakonur frá fimm heims- álfum sýna margvísleg lista- verk. (23. ágúst til 15. sept- ember.) Rússasilfur Þessi Qársjóður fer ekki oft að heiman. En 11. september til 15. nóvember verður hægt að dást að silfurmunum frá rússneska keisaratímanum í Museum fur Kunst und Gew- erbe. ARNARFLUG Lágmúla 7. slmi 84477

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.