Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 24. maí 1986 FJÓRÐUNGSSJÚKR AHÚSIÐ Á AKUREYRI Lausar stöður: Deildarstjóri á fæðingadeild. Ljósmóður- og hjúkrunarmenntun er áskilin. Staðan er laus frá 1. ágúst 1986. Umsóknarfrestur er til 15. júní n.k. Fræðslustjóri. Staðan er laus frá 1. september 1986. Usmóknarfrestur er til 1. júlí n.k. Hjúkrunarfræðingar. Lausar stöður nú þegar til lengri eða skemmri tíma á flestar deildir sjúkra- hússins. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96- 22100. Sjúkraþjálfari. Staðan er laus nú þegar. Umsókn- arfrestur er til 1. júní. Upplýsingar veitir yfir- sjúkraþjálfari í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Ba Gagnfræðaskólinn í Mosfellssveit Kennarar óskast næsta skólaár: Kennslugreinar íslenska, stærðfræði, danska, raungreinar, enn- fremur til hjálparkennslu og bókasafnsstarfa. Möguleikar eru á leikskóla/dagheimilisvist á barna- heimilum sveitarinnar. Leiguíbúðir verða útvegað- ar á viðráðanlegum kjörum. Greiddur verður flutningsstyrkur kr. 15.000 fyrir kennara sem flytjast að um lengri veg. Forsenda fyrir ofangreindu er að viðkomandi hafi full kennararéttindi og skrái lögheimili sitt í Mosfellshreppi. Upplýsingar gefa: Gylfi Pálsson skólastjóri - sími 666586 - 666153. Einar Georg Einarsson yfirkennari - sími 666186 Helga A. Richter formaður skólanefndar - sími 666718. Garðprófastur Félagsstofnun stúdenta auglýsir lausa stöðu Garð- prófasts á Nýja Garði frá 1. júní nk. Um er að ræða ólaunað starf, en því fylgir frítt húsnæði og sími. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu F.S. við Hringbraut, s. 16482. Umsóknum sé skilað til F.S. fyrir kl. 17 þriðjud. 27. maí nk. Félagsstofnun stúdenta Kennarar - kennarar Kennara vantar að Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar næsta skólaár, meðal kennslugreina: Kennsla yngri bekkjadeilda - eðlisfræði - líffræði - myndmennt - handmennt pilta og stúlkna og margt fleira. Nýlegt rúmgott skólahúsnæði, nýlegar íbúðir á mjög lágu verði rétt hjá skólanum, flutningsdiskur. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-5159. Skólanefnd - skólastjóri. i Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 Sýning á munum sem unnir eru í félags- og tómstundastarfi heimilisins og dagvistunarinnar- innar kl. 13.30 til 17.00 laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. maí. BENEDIKT ÁRNASON: „Ég er Framari og hef fylgst með öllum þeirra leikjum" (Tímamynd-Péiur) AUÐUR FREYJA: Hún stefnir nú aö námi í annað hvort stærðfræði eða verkfræði. (Tímamynd-Pétur) Þau „dúxudu“ Þegar Mcnntaskólanum við Sund var slitið sl. fimmtudag í Háskólabíói kom það i Ijós að ung kona, Auður Freyja Kjartansdóttir af eðlisfræðibraut og samstúdent hennar Benedikt Árnason af hagfræðibraut höfðu hlotið hæstar einkunnir yfir skólann, eða einkunnina 9,4, sem er frábær námsárangur. Alls útskrifaðist 161 stúdent frá skólanum nú. Við tókum þau Auði Freyju og Benedikt tali rétt eftir að athöfninni var lokið. „Sagan og íslenskan mín uppáhaldsfög“ - segir Benedikt Árnason, sem stefnir að hagfræðinámi Benedikt Árnason er Reykvíkingur, sonur þeirra hjóna Árna Benediktssonar framkvæmdastjóra og Bjargar Bogadóttur. Hann lauk stúdentsprófinu með sama glæsilega námsárangrinum og Auðui Freyja frá M. S,. Hann segir okkur brosandi að hann hafi alltaf verið í sama skólanum, því gamli Vogaskólinn, þar sem hann var í barna og unglingaskóla er áfastur Menntaskólanum við Sund. „Það verður mikil breyting að yfirgefa svæðið og fara í háskólann," segir hann. Hann útskrifaðist af hagfræðibraut og það kemur okkur nokkuð á óvart að uppáhaldsnámsgreinar hans eru ekki stærðfræðileg fög, heldur íslenska og saga. „Þessi fög eru kennd jafn marga tíma í öllum námsbrautunum og af þeim hef ég haft mest gaman. Ég er enginn sérstakur raungreinamaður og ekki neinn sérstakur málamaður. Þessi svonefndu „kjaftafög," eins og við köllum þau hafa átt best við mig. „En ég er alveg ákveðinn í að leggja fyrir mig nám í hagfræði, það er pottþétt," segir hann. „Ég veit ekki með vissu hvort ég fer í viðskiptafræðideildina hér, því hún er orðin svo fjölmenn. En aftur á móti er mér sagt að kennslan þar hafi batnað mikið á undanförnum árum, svo vel kann að vera að leiðin liggi þangað í haust. En líka er ég að hugsa um nám í hagfræði í Þýskalandi." En hvað um áhugamálin? „Ég hef alltaf haft gaman af íþróttum, öllum íþróttum, en samt helst fótbolta og leikið talsvert. Ég er Frammari og hef fylgst með öllum þeirra leikjum, þótt ég sé hættur að æfa núna. Eins hef ég haft gaman af gítarleik og lærði í fjögur ár á gítar, cn það er eins með það og fótboltann að ég hef lagt reglubundið gítarnám á hilluna aá sinni. Auk þessa held ég að ég nefni svo félagslífið í skólanunr sem er mikið og ég hef talsvert stundað, m.a. stjórnað bóksölunni. Og loks er það allt þetta sem er að gerast í kring um mann úti í þjóðfélaginu. Það býður upp á ekki svo fá viðfangsefni fyrir athygli manns og áhuga." Við þökkum Benedikt fyrir spjallið og óskum honum og stöllu hans Auði gifturíkrar framtíðar. Margfaldur dúx og kennir dans í tómstundum Spjallaö við Auöi Freyju Kjartansdóttur Auður Freyja Kjartansdóttir er dóttir þeirra Kjart- ans P. Kjartanssonar, framkvæmdastjóra, og Sigríðar Nikulásdóttur og við biðjum hana í byrjun að segja okkur dálítið af námsferli sínum. „Ég fór þriggja ára gömul til Englands," segir hún, og var í skóla þar, en kom heim á ný ellefu ára og settist þá í Langholtsskólann. Ég hef alltaf haft ákaflega gaman af stærðfræði og þegar að því kom að velja sér braut í menntaskólanum varð eðlisfræðibrautin fyrir valinu því þar er stærð- fræðikennslan mest. Já, það er rétt ég hef alltaf verið með háar einkunnir í stærðfræði, þetta 9-10. í vetur hef ég einkum fengist við algebru, en líka kynnst rökfræði nokkuð, en þetta eru skyldar greinar, þótt erfitt sé að segja hvor sé meiri grundvallargrein. Já, ég held að ég verði að segja að ég hef talsvert haft fyrir náminu, þótt það sé misjafnt hve langur tími fer í heimanámið daglega, en það getur orðið allt að fjórir tímar. Þar með er ekki sagt að maður hugsi ekki um neitt annað. Aðaltómstundastarfið. Það er örugglega dans, en ég hef verið aðstoðarkennari við Nýja dansskólann um nokkurt skeið, en systir mín, Gerður Harpa er þar kennari. Ég fékk áhuga á dansi í Englandi, en gerði svo hlé þegar heim kom því mér fannst ég ekki finna neitt við mitt hæfi. Ég tók svo þráðinn upp á ný þegar Harpa fór að kenna. Svo var ég líka nokkuð í blaki, en er hætt því núna. Ég er ekki enn alveg ráðin í hvað ég mun leggja stund á í háskóla, á eftir að skoða kennsluskrána betur. En áhuginn beinist mest að stærðfræði og verkfræði." Við þökkum Auði Freyju fyrir spjallið og viljum geta þess að þetta er í þriðja sinn sem hún er efst yfir allan skólann. { fyrra var annar nemandi ögn efri, en hún varð efst í eðlisfræðibrautinni þá eftir sem áður. Ein besta vinkona hennar, Anna Sigurðardóttir varð svo semi-dúx! LATTU 1 1 u líniaiin EKKI FLJÚGA FRÁ PÉR ÁSKRIFTARSÍMI 686300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.