Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 23

Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 23
Laugardagur 24. maí 1986 Útvarp sunnudag kl. 13.30: AFRIKUHLAUPID AFRIKU-X HLAUPIÐ r Hlaup í takt viö tímann Á morgun kl. 13.30 verður í útvarpi þáttur helgaður Afríku- hlaupinu sem fram fer um víða veröld þann dag. Umsjón með þættinum hafa Stefán Jökulsson og Ingólfur Hannesson., Afríkuhlaupið, „Sport-aid“ er erlendis á vegum „Band-aid" sjóðsins, sem Bob Geldof veitir forystu, og Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna og verður ágóðanum af því varið til hjálparstarfs í Afr- íku. Reiknað er með að milljónir manna taki þátt í hlaupinu og verður því sjónvarpað og útvarp- að. Hér á landi standa að hlaupinu nokkrir áhugamenn um íþróttir með stuðningi Hjálparstofnunar kirkjunnar, íþróttasambands íslands, Ungmennasambands ís- lands og Reykjavíkurmaraþons. Allur ágóðinn hér rennur til rekst- urs heimilis fyrir munaðarlaus börn í Eþíópíu, sem verið er að reisa fyrir ágóða af sölu hljómplötunnar „Hjálpum þcim". Sjónvarp manudag kl. 21.55: Sjónvarp sunnudag kl. 20.35: Riddarans og þjónsins bíða mörg ævintýri. DON KIKOTI - riddarinn sjónumhryggi Ekki er langt um liðið síðan Sjónvarpið sýndi myndina Mon- sjör Kíkóti, sem gerð var eftir sögu Grahams Greene um þá félaga föður Kíkóta og Sancho Zancas og minnti um margt á ævintýri farand- riddarans Don Quixote og skjald- sveins hans Sancho Panza í hinni sígildu sögu Miguels de Cervantes. Nú á mánudagskvöld kl. 21.55 sýnir Sjónvarpið hins vegar ítalska sjónvarpsmynd sem gerð er eftir söguCervantes sjálfs, Don Kíkóti. Margir þekktir listamenn koma þar við sögu og má þar nefna Els Comediants frá Barcelona sem hér hafa skemmt á Listahátíð, Medin- isirkusinn og strengjabrúður Pasq- ualinobræðra. Aðalhlutverk eru í höndum frægra ítalskra leiksviðs- leikara, Pino Micol og Peppe Barra. Þýðandi er Þuríður Magnúsdótt- ir. Hún segir að sér hafi þótt myndin stórskemmtileg og byggi hún að miklu leyti á gamalli hefð latneskra leikhúsa. Reykjavíkurborg heldur í ár upp á 200 ára afmæli sitt, en enn á hún ekkert lag sem hún getur kallað sitt eigið. Nú getur hún hlakkað til að fá eitt í afmælisgjöf. LEITAÐ AD REYKJA- VÍKURLAGI Afmælisnefnd Reykjavíkur efndi til samkeppni um lag tileink- að Reykjavík í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar í samvinnu við Sjónvarpið. Af þeim 5 lögum sem dómnefnd hefur valið verður það fyrsta kynnt í Sjónvarpinu á morgun, sunnu- dag, kl. 20.35. Hin lögin 4 verða síðan kynnt hvert á fætur öðru kl. 20.40 næstu daga. Laugardagur 24. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Morgunteygjur. 7.30 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Fréttir á ensku. 8.35 Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Step- hensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Örn Ólafsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. Óskalög sjúklinga, framhald. 11.00 Frá útlöndum. Þáttur um erlend mál- efni i umsjón Páls Heiðars Jónssonar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.50 Hér og nú Fréttaþáttur í vikulokin. 15.00 Tónlistarmenn á Listahátíð 1986 Paata Burchuldze, Vinar-strengjakvart- ettinn og islenskir tónlistarmenn. Sigurð- ur Einarsson kynnir. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Listagrip Þáttur um listir og menn- ingarmál. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. 17.00 Geturðu notað höfuðið betur? Ym- islegt um það að lesa undir próf. Umsjón- armenn: Bryndis Jónsdóttir og Ólafur Magnús Magnússon. 17.30 Einsöngur í útvarpssal Páll Jóhann- esson syngur itölsk lög og aríur eftir DiCapua, Cardillo, Donizetti, Puccini og Meyerbeer. Ólafur Vignir Albertsson leik- ur á píanó. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 „Sama og þegið“ Umsjón: Karl Agúst Ulfsson, Sigurður Sigurjónsson og örn Árnason. 20.00 Harmoníkuþáttur Umsjón: Bjarni Marteinsson. 20.30 „Ég hef synt flestar stærri ár landsins" Ari Trausti Guðmundsson ræðir við Sigurjón Rist. Fyrri hluti. 21.10 „Grónar götur“, Iftil píanólög eftir Leos Janacek. Anna Áslaug Ragnars- dóttir kynnir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 í hnotskurn. Umsjón: Valgarður Stefánsson. Lesari með honum: Signý Pálsdóttir. (Frá Akureyri). 23.00 Danslög 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á Rás 2 til kl. 03.00. 10.00 Morgunþáttur Stjórnandi Sigurður Blöndal. 12.00 Hlé 14.00 Laugardagur til lukku. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00 Listapopp i umsjá Gunnars Salvars- sonar. 17.00 Hringborðið Erna Arnardóttir stjórn- ar umræðuþætti um tónlist. 18.00 Hlé. 20.00 Bylgjur. Ásmundur Jónsson og Árni Daníel Júlíusson kynnaframsækna rokk- tónlist. 21.00 Djassspjall. Umsjón: Vernharður Linnet. 22.00 Jórturleður Stiklað á stóru i sögu þeirrar tónlistar sem kennd hefur verið við kúlutyggjó. Stjórnandi: Gunnlaugur Sigfússon. 23.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.00 Á næturvakt með Sigurði Sverris- syni. 03.00 Dagskrárlok. Laugardagur 24. maí 15.00 Bæjarstjórnarkosningarnar á Ak- ureyri framboðsfundur i sjónvarpssal. Umsjónarmaður Erna Indriðasdóttir. 17.00 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. 19.25 Búrabyggð (Fraggle Rock) Nítjándi þáttur Brúðumyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Smellir - Stranglers Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason kynna bresku hljómsveitina „Stranglers" sem leikur á Listahátíð í Reykjavík í júní. 21.10 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show) Annar þattur Bandariskur gaman- myndaflokkur í 24 þáttum. Aðalhlutverk: Bill Cosby og Phylicia Ayers-Allen. Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. 21.35 Flugkappinn Waldo Pepper (The Great Waldo Pepper) Bandarísk bíó- mynd frá 1975. Leikstjóri George Roy Hill. Aðalhlutverk: Robert Redford, Bo Svenson, Bo Brundin og Susan Sarand- on. Waldo Pepper er flugmaður í fyrri heimstyrjöldinni. Eftir heimkomuna getur hann ekki hugsað sér annað starf. Hann reynir á ýmsan hátt að hafa ofan af fyrir sér með flugi og sýna að hann sé öllum fremri í fluglistinni. Þýöandi Trausti Júl- iusson. 23.20 Persona Sænsk bíómynd frá 1967. s/h. Höfundur og leikstjóri Ingmar Bergman. Aðalhlutverk: Liv Ullman, Bibi Andersson, Margaretha Krook og Gunn- ar Björnstrand. Þekkt leikkona missir allt í einu málið. Hún er flutt á sjúkrahús og síðan á kyrrlátan stað í sveit þar sem hjúkrunarkona annast hana. Myndin lýsir síðan sambandi kvennanna meðan þetta ástand varir. Þýðandi Þorsteinn Helga- son. 00.45 Dagskrárlok. Scanslib Hverfisteinar Tvær stærðir: 150 mm steinn Kr. 4.810.- m. sölusk. 200 mm steinn Kr. 6.145.- m. sölusk. Dönsk gæðavara Heijdsölubirgðir Bíldshöföi 18*112 Reykjavík • Sími 685840 D Qluggakarmar opnanleg fög Útihurðir - Svalahurðir Rennihurðir úr timbri eða áli Bílskúrshurðir Bílskúrshurðarjárn Sólhýsi - Caarðstofur úr timbri eða áli Gluggasmiðjan 5Tðumúla 20 5Ími: 38220 Teiknari/sölumaður Prentsmiðja óskar eftir að ráða teiknara, vanan grafískri hönnun. Umsóknir sendist auglýsinga- deild Tímans merkt „teiknari/sölumaður 800“. Trúnaði heitið. Bændur Óska eftir að koma 13 ára dreng í sveit, hefur verið í sveit áður. Upplýsingar í síma 77939 eftir kl. 19.00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.